Morgunblaðið - 03.09.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.09.1947, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 3: sept. 1947 „ Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.i Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Augíýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, augíýsmgar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Hvað er gert á Norðurlöndum ? I SUMAR hafa samskipti okkar íslendinga við hinar Norðurlandaþjóðirnar verið meiri og nánari en oftast áð- ur. Og nú heyrist oft vitnað til þess, hvernig hinu og þessu sje háttað meðal þessara þjóða, sem við íslendingar vissu- lega getum lært margt og mikið af. Aðalvandamál okkar í bili er verðbólgan og dýrtíðin í landi okkar. Hún hefur gert útflutningsframleiðslu okkar ósamkeppnishæfa við keppinauta okkar á erlendum mörk- uðum. Hún hefur lamað efnahagsstarfsemi í landinu þannig að fullkomin óvissa ríkir hjer um flesta hluti á fjármálasviðinu. Við borð liggur að nauðsynjafyrirtæki, sem verið er að framkvæma stöðvist, einstaklingum og hinu opinbera til hins mesta tjóns. Það er fróðlegt að athuga, hvernig Norðurlandaþjóð- irnar hafa snúist við þessu fyrirbrigði. Eða þekkist það d til vill alls ekki meðal þeirra? Jú, dýrtíðin hefur gert vart við sig í þessum löndum en fjarri fer því að hún nálgist nokkuð okkar dýrtíð. í Svíþjóð og Noregi er vísitalan um 160 stig en í Dan- mörku mun hún vera lægri. En hvernig hafa þessar þjóðir komið í veg fyrir verð- bólgu hjá sjer á stríðsárunum? Þær hafa bannað, eða sama sem bannað, hækkun kaup- gjalds og-verðlags. Laun verkamanna í Svíþjóð og Noregi hafa hækkað eftir því, sem forsætisráðherra íslands seg- ir í samtali við blað sitt s. 1. sunnudag, um 5—15%. Á sama hátt hefur verði landbúnaðarafurða og fleiri innlendra vara verið haldið niðri. Á þennan hátt hafa Norðurlandaþjóðirnar bægt vofu verðbólgunnar frá dyr- um sínum. Afleiðingin er sú að, t. d Norðmenn geta selt fiskfram- leiðslu sína og hagnast þó vel, fyrir það verð, sem nú er á henm á heimsmarkaðinum. Það getum við íslendingar ekki. Við höfum orðið að flækja ríkissjóð okkar í ábyrgðir á framleiðsluverði útvegsins, ábyrgðir, sem við borð ligg- ur að ómögulegt reynist að standa við. En hvaða stjórnmálaflokkar fara með völd í þessum löndum sem svo sterkan hemil hafa haft á hækkun kaup- gjalds og verðlags? í öllum þessara landa hafa flokkar Socíal-Demokrata farið með völd lengst um þess tíma, sem hættan af verð- bólgunni hefur steðjað að Og verkalýðssamtök þessara ianda hafa staðið með ríkisstjórnum sínum í því að halda verðbólgunni niðri. Veturinn 1942 ákváðu Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn að reyna að stöðva dýrtíðarölduna. Vísital aframfærslukostnaðar var þá að vísu orðin rúm 180 stig. Hún er í dag 312 stig á pappírnum en er raun- verulega 50 stigum hærri eða þar um bil. Ríkissjóði er ætlað að greiða þessi 50 stig niður sem svo er kallað. Ef aukning dýrtíðarinnar hefði verið stöðvuð veturinn 1942 værum við íslendingar lítið verr á vegi staddir en frændur okkar á Norðurlöndum í þessum efnum. Og löggjöfin frá 1942 var tilraun til þess að feta í fótspor þeirra, stöðva hækkun kaupgjalds og verðlags eins og jafnaðarmannastjórnirnar í löndum þeirra höfðu gert. En tilraun íslendinga mistókst. Verkalýðssamtökin und- ir forystu Alþýðuflokksins og kommúnista vildu ekki fallast á hana. Sjálfstæðisflokkurinn stóð að lokum einn uppi um framkvæmd hennar og varð að lokum að beygja sig fyrir þeirri staðreynd að löggjöfin var óframkvæman- leg. Verkalýðurinn fylgdi, að vísu ekki óskiptur stefnu hinna socíalistisku flokka. En reynslan hefur sannað að Sjálfstæðismenn höfðu markað stefnuna rjett er þeir reyndu að hindra hækkun kaupgjalds og verðlags árið 1942. Reynslan hefur sannað þetta úti á Norðurlöndum. ‘ Reynslan er góður skóli en stundum nokkuð dýr. /\JíLvet'ji óbri^ar: TJR DAGLEGA LlFINU Lokað vegna sólskins. „LOKAÐ VEGNA SÓL- SKINS“ stóð á glugganum á verslun L. H. Múllers kaup- manns í Austurstræti í gær- morgun. — „Besti brandari sumarsins“, sagði einhver, sem gekk íramhjá og hló við. Það voru margir vegfarendur, sem brostu er þeir gengu framhjá, en það voru gleðibros og það er einmitt þetta, sem ætti að gera á rigningarsumrum eins og við höfum búið við í sumar. „Loka búð og hætta að höndla“, eins og sagt er, ef það kemur sólskinsdagur. L. H. Muller þekkir mátt sól arinnar. Hann kendi Reykvík- ingum að fara á fjöll og njóta sólarinnar að vetrarlagi á skíð um. Húrra fyrir Múller. • Oánægja með Sund- höllina. ÞAÐ HAFA BORIST MÖRG óánægjubrjef út af Sundhöll- inni undanfarið. Það er eðli- legt, að menn sjeu óánægðir eins og t. d. á sunnudaginn var í rigningunni, að Sundhöllin skyldi vera lokuð. Það er nú einmitt á slíkum dögum, sem flestir vilja nota innilaugar, jafnvel ekki síður en á sólar- dögum, því ef veðrið er gott um helgar á sumrin reyna menn að koma sjer eitthvað út fyrir bæinn á gras. Það er víst kominn tími til, að taka Sundhallarmálið til rækilegrar íhugunar. • Utilaug í hverju bæjarhverfi. ÞAÐ MUNU VERA um 80 sundlaugar á landinu, sem eru eign bæjar og hreppsfjelaga. í Reykjavík eru aðeins tvær laugar. þar sem rúmlega % hluti landsmanna býr. Það bendir ekki til þess að höfuð- staðarbúar sjeu gefnir fyrir sund á borð við íbúa annara bæja og hjeraða. Sundhöllin er góð og meira en það. Gömlu sundlaugarnar eru það ekki. En þrátt fyrir það mun að- sókn að Sundlaugunum vera hlutfallslega eins mikil og að Sundhöllinni. Það stafar af því, að menn kunna betur við úti- laugar, en ,,sundhallir“. Ef vel ætti að vera ætti að vera útisundlaug í hverju ein- asta hverfi í bænum. Og nógur er hitinn, sem fer til spillis. Og þetta kemur. Það eitt er víst. • Þarfar áminningar. FYRIR NOKKRUM dögum skeði merkilegur tónlistarvið- burður á Akureyri. Þar kom fram á vegum Tónlistarfjelags Akureyrar 16 ára dóttir Dóru og Haraldar Sigurðssonar, Þessi unga stúlka heillaði alla áheyr endur sína með fágaðri fram- komu og undur fögrum píanó- leik. En það, sem jeg tók eftir er komið var inn í hljómleikssal- inn, var, að Tónlistarfjelagið á Akureyri hafði látið hengja upp skilti við inngöngudyrnar, þar sem áheyrendur voru beðn ir að muna eftir að hafa hægt um sig og trufla ekki með ræsk ingum og hávaða á meðan á hljómleikunum stóð. Og þessi þarfa áminning hreif. Það heyrðist ekki stuna nje hósti á meðan ungi listamaðurinn fór með hlutverk sín. Önnur áminning. í VERSLUN EINNI á Akur- eyri, sem meðal annars selur tóbaksvörur. var komið fyrir prentuðu skilti, þar sem vitn- að er í lögreglusamþykt bæj- arins um, að bannað sje að selja unglingum tóbak, eða stuðla að því á annan hátt, að þeir neyti þess. Önnur þörf áminning. Það er einmitt ágætt að hafa slíkar áminningar á áberandi stöðum og hjer í bænum sak- aði ekki að hafa þær víðar en nú tíðkast. • Opna kirkjan. ÞAÐ ERU VÍST SKIFTAR skoðanir um hvort Akureyrar- kirkja geti talist falleg hvað byggingu snertir. Skal ekki fjallað um þá hlið málsins hjer. En eitt er víst, að margir ferða menn, sem komið hafa til Ak- ureyrar í sumar hafa haft á- nægju af að skoða kirkjuna þar, því það hefir borist út að hún sje opin almenningi á ákveðnum tímum dags og marg ir hafa notfært sjer það og komið til að hlusta á Björgvin Guðmundsson tónskáld leika á hið hljómfagra kirkjuorgel. Kirkjur eiga að vera opnar og almenningi gefinn kostur á að skoða þær, eða fara þangað sjer til hvíldar og andlegrar hressingar. Obarfa hljedrægni. FLUGFARÞEGI skrifar mjer um það, sem hann kallar ó- þarfa hljedrægni, en það er að Skymasterflugvjel Loftleiða, ,,Hekla“, skuli vera þannig máluð. að íslensku -fánalitirnir á henni sjáist ekki fyr en kom- ið er alveg upp að vjelinni. Þegar hún sjáist í lofti sje eins og það sjeu sænsku fánalitirnir á stjeli hennar. „íslendingar erlendis eru dálítið montnir yf ir að þessi vjel skuli vera ís- lensk eign og það þarf hreint ekki að fela þá staðreynd“, segir brjefritarinn. Það ætti að vera hægt að bæta úr þessu með lítilli fyrir- höfn. MEÐAL ANNARA ORÐA . . .. Breíar taka Gyðingasklp GYÐINGASKIPIÐ kemur til strandar Palestínu hlaðið fólki, sem er staðráðið í að reyna alt, sem það getur til að smygla sjer inn í fyrirheitna landið. En þegar skipið er skamt und an ströndum Palestínu, birtist breskt herskp og þar verður stuttur bardagi. Bretarnir ná skipinu á sitt vald. Síðan er siglt til Haifa og þaðan til Cyprus. Hjer á eftir mun koma lýs- ing á bardaga, er Bretar eru að ná einu Gyðingaskipanna á sitt vald. Þeir beita að vísu mikilli hörku, en ekki er um annað að ræða, þeir verða að standa við skuldbindingar sínar og gæta þess, að enginn ólöglegur inn- flytjandi komist til Palestínu. Frásagan er eftir Maurice Pearlman. Viðureignin hefst. Við vorum um það bil þrjár mílur frá ströndinni. Skyndi- lega sjáum við að K-600 (það er tundurspillirinn, sem hefir verið á sveimi í kringum þá) herðir á sjer. Ilann þýtur fram hjá og þeytir ströngum vatns- bunum um stjórnborðsþilfarið. Auðvitað höfðum við gert ráð fyrir einhverju slíku og öll börn og veikar og barnshaf- andi konur voru neðan þilja. En unglingarnir og gamalmenn . in voru enn uppi við, starandi | á ströndina, sem þau þráðu, en vissu, að þau myndu ekki geta komist til. ; í annað skifti fór tundur- spillirinn fram hjá þeytandi rjúkandi vatni og löðri af svo miklum krafti að menn fjellu við. En við vorum ekki á því að gefast upp, heldur söfnuð- um við saman því sem við gát- um af niðursuðudósum og flösk um, sem við gætum notað sem | skotfæri, ef hermennirnir ætl- uðu að stíga um borð. I Og enn einu sinni sneri tund urspillirinn við, aftur fram með stjórnborðshliðinni, en nú fylgdi vatnsbununum skyndi- leg drífa af gassprengjum. Meira táragas. í Inn í suðinu af vatnsslöng- unum heyrðust hvinirnir, þeg- ar sprengjukastararnir skeltu frá sjer táragashylkjunum, og reykur og bræla breiddist yfir alt skipið endanna á milli, maður gat varla andað fyrir römmum, kæfandi og blind- andi reyk. Jeg tók upp vasá- klútinn minn, sem jeg var bú- inn að bleyta og notaði hann svo sem vörn fyrir augun gegn þessu andstyggilega eitri. Þegar jeg var farinn að sjá dá- lítið aftur sá jeg að alt unga fólkið á þilfarinu var farið að safna dollunum með táragasinu í saman og beið nú átekta eftir að tundurspillirinn nálgaðist, þá ætlaði það að kasta þeim aftur til síns heimastaðar. Alt í kringum mig stóðu hópar af stúlkum og piltum, sem hjelt á flöskum eða dollum í hönd- unum og beið að geta kastað þeim á óvinina. Fjölda gassprengja var kast- að upp að stýrishúsinu, en mað urinn sem stóð við stýrið hafði gasgrímu og gat haldið stefn- unni óbreyttri. Tvisvar sinnum enn þaut K-600 framhjá, og skæðadrífan af sprengjum dundi á okkur. Augu okkar voru farin að brenna og tárin runnu í straumum niður kinn- arnar. Lungun voru eins og sviðin innan og við áttum erf- itt um að ná andanum og vatn ið hafði gert okkur gegndrepa. Undan þiljum heyrðist grátur barnanna, því að ein sprengjan hafi hitt á lúgu og hentst nið- ur tröppurnar og var að eitra loftið niðri. Fáeinir höfðu flú- ið af þilfarinu. en fjöldi stóð (Framhald á bls. 8)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.