Morgunblaðið - 03.09.1947, Blaðsíða 14
14
MORGVNBLAÐIB
Miðvikudagur 3. sept. 1947,
ÆVIRAUNiR MARY 0’ NEILL
cfn' jui e.
ame
*■—■■
16. dagur j
Jeg sagði að hann væri ekki j
altaf alvarlegur og hann hefði
komið á jóladaginn og drukkið f
te með okkur og kyst mig und
ir mistilteini.
„Hvað — kysti hann þig?“j
sagði -Alma með ákefð. ,,Hann
hefir þó líklega ekki kyst syst-
ur Angelu?“
Jeg held að ákefðin í henni
hafi gert mig lausmálli, því að
jeg svaraði:
„Hann kysti hana nú samt
á hendina“.
„Kysti hana á hendina! Herra
trúr! Varð hún ekki reið? Varð
hún ekki óskaplega reið?“
Jeg sagði að hún hefði ekki!
reiðst og til þess að sanna það,
þá sagði jeg að hún hefði fylgt
honum til dyra og síðan hjúkr
að honum á meðan hann var
veikur.
„Hjúkrað honum? Úti í kof-
anum hans?“
„Já. jafnvel á nóttunni, og
hún var hjá honum þangað til
honum var batnað, en fjekk
svo kvef sjálf upp úr því“.
„Hefi jeg nú aldrei heyrt
annað eins!“ sagði Alma. Og
jeg var ósköp hróðug yfir því
að hafa getað frætt hana á
þessu. því að í tunglsbirtunni
sá jeg að augu hennar Ijóm-
uðu af ákafa.
Næsta kvöld kom hópurinn
að rúmi mínu og Alma sagði
frá jólafríi sínu. Hún hafði
eytt því í St. Moritz, í snjó og
ís, og leikið sjer á skautum og
sleðum. En mest gaman hafði
henni þótt að því að ríða ber-
bakt á hesti og draga mann á
skíðum á eftir sjer.
„Það var nú gaman!“ sagði
hún. En þó var ennþá skemti-
legra á kvöldin, því að þá voru
halönir grímudansleikar og
þar voru allir helstu menn Ev-
rópu saman komnir, og þeir
vildu alt gera fyrir ungar
stúlkur ef þær voru laglegar
og ríkar.
Alma var svo sokkin niður
í frásögn sína og telpurnar
gáðu einskis nema að hlusta á
hana, svo að engin tók eftir
því að systir Angela kom inn.
Nú gekk húp fram og sagði:
„Alma Lier, jeg skammast
mín fyrir þig! Farðu undir eins j
í rúmið þitt!“ |
Allar hinar telpurnar laum-'
uðust hver í sitt ból, en Alma'
stóð kyr og svaraði systur Ang
elu fullum hálsi:
„Farðu sjálf í rúmið þitt og!
dirfstu ekki að tala við mig í\
þessum tón, annars skaltu fá
fyrir ferðina".
„Að þú skulir dirfast að haga
þjer þannig. Þú spillir öllum
stúlkunum og ert skólanum til
smánar. Jeg hefi einu sinni áð-
ur varað þig við því að jeg
muni segja abbadísinni hvernig
þú ert og nú er best að jeg geri
það“.
„Gerðu það ef þú þorir! Jeg
mana þig til þess! Gerðu það
þegar í kvöld, en svo skal jeg
gera dálítið í fyrramálið!“
„Hvað ætli þú gerir. óða-
gotið þitt“, sagði systir Angela.!
en jeg sá að henni var brugðið. j
„Kærðu þig ekki um það.'
Þött jeg sje óðagot, þá er jeg
e^ki hræsnari, og hvað skólan-'
um viðvíkur, þá skal jeg láta I
abhadísinni eftir að dæma um.
það hver sjer h'onum til smán
ar“.
Þótt lítil birta væri sá jeg að
systir Angela varð náföl. Hún
þagði og mjer fanst hún skotra
augunum einkennilega til mín.
Svo sagði hún eitthvað í hálf-
um hljóðum. jeg heyrði ekki
hvað það var, og fór.
Hún kom ekki aftur fyr en
löngu seinna og gekk þá inn í
skotið sitt. Þar sat hún lengi
og háttaði ekki. Mjer var ekki
rótt, því að óljóst fann jeg til
þess að jeg átti einhverja sök
á því, sem gerst hafði. En svo
varð svefninn þó yfirsterkari.
Um miðja nótt vaknaði jeg við
það að einhver kysti mig.
Það var systir Angela. Hún
ætlaði svo að fara, en jeg kall-
aði í hana. Þá kraup hún við
rúmið mitt og hvíslaði:
„Þey! Jeg veit alt, en jeg á-
saka þig ekki fyrir það“.
Jeg tók eftir því að hún var
komin í kápu og hún var móð,
alveg eins og kvöldið góða þeg-
ar hún kom frá Giovanni. Jeg
spurði hvort hún ætlaði að fara
eitthvað og hún sagði já. Og
hún bað mig að hugsa altaf
hlýtt t.il sín, hvað sem jeg kynni
að heyra ljótt um sig.
i,En þú ert svo góð ....“.
„Nei, jeg er ekki góð. Jeg er
mjög vond. Jeg hefði aldrei átt
að hugsa um það að verða
nunna, en mjer þykir vænt um
það, að jeg er aðeins lærling-
ur og hefi ekki unnið nunnu-
heitið“.
Svo sagði hún mjer að fara
að sofa og kysti mig aftur. Jeg
hjelt að hún ætlaði að fara að
gráta, en þá rjetti húrí alt í
einu úr sjer og rauk út.
Þegar vekjaraklukkan þrum-
aði morguninn eftir og jeg
hafði nuggað stírurnar úr aug-
unum, sá jeg að fjórar eða
fimm nunnur stóðu fram við
dyrnar og þeim var mikið niðri
fyrir. Jeg komst fljótt að því
hvað um var að vera — systir
Angela var horfin!
Þetta vakti eigi litla athygli
og umtal. Hálfri stundu síðar,
þegar við komum niður í sam-
komusalinn, voru nunnurnar
alveg frá sjer út af öðru enn
alvarlegra atviki — faðir Gio-
vanni var horfinn líka.
Klausturskóli er eins og skel
í flæðarmáli, sem berst fram
og aftur með öldufallinu; lífið
þar verður fyrir öldufalli geðs
hræringa og umtals. En um
miðjan dag þóttust stærstu og
getspökustu telpurnar vita
hvernig í öllu lagi. Klukkan
fjögur um morguninn hafði
einhver sjeð þau Angelu og Gio
vanni læðast út um hlið á garð
inum. Klukkan sjö höfðu þau
komið inn í fataverslun í Corso
— gengu þar inn um einar dyr
sem prestur og nunna, en út
um aðrar sem óbreyttir borg-
arar. Klukkan átta höfðu þau
farið með járnbrautarlest til
Civita Vecehia, og þaðan með
skipi klukkan tíu, og voru nú á
leiðinni til Englands.
Af einhverri meðfæddri hvct
þyrptust telpurnar að kofa Gio
vanni og störðu á hann tindr-
andi augum. En Alma hallaði
sjer upp að veggnum og brosti
drýgindalega eins og hún vildi
segja: „Þetta sagði jeg ykkur!“
Mjer leið ákaflega illa, því
áo jcg var viss úm. að það var
ir systur Angelu. Jeg sat döp-
ur í bragði undir trjenu í garð
inum. Þá kom Alma þar og
allur skarinn með henni.
„Hvað er að sjá þetta?“ sagði
hún. „Ertu að gráta Margaret
Mary? Kennirðu í brjósti um
systur Angelu? Þú þarft ekki
að vorkenna henni. Lífið brosir
nú við henni, þú máttu trúa“.
Að þessu flissuðu hinar telp
urnar. En í sama bili kom al-
varleg nunna þangað og sagði
með áherslu:
„Alma Lier. Abbadísin vill
tala við þig“. z
„Við mig?“ sagði Alma undr
andi, en fór þó. Svo liðu nokkr-
ar klukkustundir og Alma kom
ekki aftur. Þá kom sama nunn
an enn, tók í höndina á mjer
og sagði:
„Komdu með mjer barnið
mitt“.
Jeg vissi vel að jeg átti að
fara á fund abbadísarinnar, og
jeg skalf á beinunum. Og mjer
hnykti við þegar jeg kom inn
j til abbadísarinnar og sá að
Alma var þar. Hún sat þar hjá
arninum og við hlið hennar
1 sat móðir hennar, reigingsleg
og þung á brún.
„Vertu óhrædd“, sagði abba
dísin við mig. Hún dró mig til
sín og bað mig að segja að
sjer alt, sem jeg hefði sagt
Ölmu um systir Angelu.
Jeg skýrði frá samtali okkar
eins vel og jeg mundi það, og
Alma kinkaði hvað eftir ann-
að kolli til samþykkis. En abba
dísin varð æ þungbúnari á
svip, svo að jeg sagði:
„Jeg er viss um það, að ef
systir Angela hefir breytt
rangt, þá hefir hún iðrast þess
mjög, því að þegar hún kom
inn um nóttina, þá las hún bæn
irnar sínar, og þegar hún sagði:
„Faðir, fyrirgefðu þeim er
syndga ....“.
„Þetta er nóg“, sagði abba-
disin, og svo sagði hún nunn-
unni að taka við mjer aftur og
bað hana að brýna það fyrir
mjer að segja hinum börnun-
um ekki frá þessu.
Alma kom ekki að miðdegis
verðarborði, og ekki var hún
heldur með okkur í fríinu. Hún
sást heldur ekki í kirkjunni
(þar sem nýr kapelán þjónaði
nú) og ekki var hún komin
j klukkan níu þegar við fórum
! að hátta. En morguninn eftir,
þegar nunnan var nýgengin út,
. úr svefnskálanum, þá kom
: Alma hlaupandi inn og kall-
aði:
„Jeg fer úr þessum asnalega
skóla. stúlkur. Mamma er kcm
in að sækja mig og jeg skrapp
hingað upp til að sækja dótið
mitt“.
Allir þögðu. Hún vafði
bursta sína og kamba innan í
náttkjól. Hún var með skæting
um þau systir Angelu og Gio-
vanni. Og hún var með skæting
til Mildred og kallaði hana
| „Mildred abbadís“, og sagm að
| næst kæmi röðin að henni.
Svo hreif hún dýnuna upp
• úr rúmi sínu og tók undan
henni bók, sem hún hafði faiið
þar. Bókinni henti hún 1 mig
og sagði:
J „Nú verður Margaret Mary
að segja ykkur sögur. Verið
þið sælar stelpur!“
GULLNI SPORINN
Eftir Quiller Couck.
79.
„Vatn, liðþjálfi“, svaraði einn hermannanna og velti
tveimur þeirra fram í lestina.
„Er ekkert á bak við þær?“
„Nei.“
„Látið þær þá vera kyrrar. Þetta er meira bölvað reksið!
Þau eru auðvitað komin veg allrar veraldar. Jæja, flýtið
ykkur nú.“
Tíu mínútum seinna voru hermennirnir farnir upp úr
lestinni. Þó sátum við áfram í felustað okkar, þar til
Pottery kom niður til okkar um miðnætti og færði okkur
svo lítið að borða. Þá skreiddumst við úr felustaðnum
og átum og þökkuðum síðan skipstjóranum hjartanlega
fyrir alla hjálpina.
Að vísu gat hann ekki hevrt til okkar, en hann gat
þó getið sjer til hvað við sögðum.
Bíðið þið bara róleg. Á morgun siglum við til Plymouth-
flóa og þaðan til Bretagne. Við erum allir hjer um borð
fylgjendur konungsins. Mjei var meinilla við uppreisnir
og þessháttar ólæti.“
Við snerum nú til baka til felustaðar okkar og var
mun ljettara innanbrjósts. Og þó, var klukkan víst orðin
fimm um morguninn áður en jeg sofnaði í tunnu minni.
Þegar jeg vaknaði, var kominn dagur. Frá dekkinu
barst lágur sjómannasöngur. Það var verið að draga upp
ankerið. Jeg skreiddist út úr tunnunni og vakti Delíu,
en að því loknu borðuðum við morgunverð, sem komið
hafði verið fyrir á einni tunnunni.
Rjett á eftir hættu sjómennirnir að syngja, og við
heyrðum að þeir hlupu fram og aftur á þilfarinu.
„Nú erum við víst að leggja af stað,“ hrópaði Delía,
og á hreyfingu skútunnar mátti finna, að hún hafði rjett
fyrir sjer.
Jeg var svo glaður yfir að hafa öðlast frelsi mitt á ný,
að rnjer fannst jeg geta sungið af eintómum fögnuði. En
aðeins tuttugu mínútum seinna var komið annað hljóð í
Þegar lömbin eiga erfitt með
að sofna, 187, 188, 189, 190, . . .
★
Tveir Spánverjar í Suður-
Ameríku tala saman.
— Heyrðu Carlos, hvað mynd
irðu gera, ef þú værir úti í
Mata og rækist þar á jagúar?
— Jeg myndi taka byssuna
mína upp og skjóta hann.
— En ef þú hefðir enga
byssu?
— Þá myndi jeg taka upp
hnífinn og stinga hann á hol
með honum.
— En ef þú hefðir engan
hníf?
-— Engan hníf ? Þá myndi jeg ;
klifra upp í næsta trje.
— En ef það væru engin trje ;
þar nálægt?
Hátt cskur!
★
Dómari í Texas átti enga lög
bók og dæmdi þessvegna með
hjálp vörulista mikils. — Svo
var bað einu sinni, að Tommi
hestaþjófur var færður fyrir
rjett, ásakaður fyrir móðgun
við einn bóndann.
Jahá, sagði dómarinn, og
opnaði bókina, móðgun, móðg-
un, hvað er það mikið, jú, þú
verður að borga fimm dollara
í sekt.
Það er alt of mikið, fimm
dollara? hrópaði Tommi hesta-
þjófur. Það get jeg ekki borg
að.
Vertu bara feginn, sagði
dómarinn, að jeg opnaði bók-
ina á sítrónupressum, en ekki
píanóum.
í Lille í Frakklandi bjó mað
ur að nafni Joseph Brunard,
sem hafði veðjað 1.000 frönk-
um um að hann gæti drukkið
hálfpott af trjespíritus og samt
lifað. Hann tapaði. Slapp við
að borga. Heppinn þar.
★
Victor Bradshaw í vestur
Virginíu ætlaði nýlega að
fremja sjálfsmorð og tók fram
hníf, staítk honum örlítið inn
í kviðinn á sjer, en varð of
seinn, því að hann dó skyndi-
lega úr hjartaslagi.
★
Apar eru einu skepnurnar,
fyrir utan manninn, sem kyss
ast.