Morgunblaðið - 09.09.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.09.1947, Blaðsíða 10
10 MOR GUptBL A Ð IÐ Þriðjudagur 9. septr. 19,47 , 75 ara FRÚ GEIRÞRIJÐUR Zöega er 75 áraf i dag. Hún er fa-dcl 9. september 1872, alin upp af Jósefínu Thorarensen, sýslu- mannsfrú í Stykkishólmi. Hún giftis't 1902 Helga Zöega, kaupm. í Reykjavík. Brúðkaup þeirra fór fram í Stykkishólmi með mikilli rausn og höfðings brag. Þau hjónin bjuggu alla sína búskapartíð hjer í Reýkja- vík. Frú Geirþrúður getur á þess um merku tímamótum litið yf- ir farinn veg með þakklæti og ánægju. Hún fjekk fyrirmyndar upp eldi, eignaðist ágætan mann og átta indæl börn, og hafa þau sjö, sem á lifi eru, orðið henni til ánægju og heilla. Mjer finnst þrennt hafa ein kennt líf þessarar heiðurskonu góðvild, glaðlyndi og bjartsýni. Það var sagt um frú Geirþrúði, er hún var að alast upp í Hólm inum, að strax hafði hún verið góð og indæl stúlka, sem öllum þótti vænt um. Hún hafði næma tilfinningu fyrir því, að farið væri vel með allar skepn ur, og sjálf var hún mesti dýra vinur. Þegar hún var orðin hús- freyja hjer í Reykjavík, stjórn- aði hún mannmörgu heimili, þegar börn hennar voru öll heima. Hún var gestrisin og góð heim að sækja, hjálpsöm og gaf á báðar hendur. Hún var lánssöm að eiga mann, sem skildi þetta innræti hennar, Ijet hana njóta sin og veitti henni ástæður til þess að hafa næg efni milli handa, til þess að gleðja og hjálpa öðrum. Það er með frú Geirþrúði eins og svo marga á hennar aldri, að tíminn hefur þar sett merki sín, en það er ekki síst, vegna þeirra spora, sem hún hefur átt fyrir aðra, þegar hún á hjú Sigurjón Jónasson SkefiSsstöðmn M árs skapar-árum sínum veitti gest- um og gangandi mat og drykk eða var á ferðinni til að hlynna að þeim, sem \oru illa staddir eða vantaði eitthvað bessa eða hina stundina. Glaðlyndi frú Geirþrúðar er víðfrægt, hún er alltaf reif og glöð, alltaf ung og átján ára meðal vina og samferðamanna. Henni hefur verið það meðfætt að taka allri reynslu lífsins með þvi glaðlyndi sem ávallt er ósigrandi, bæði í meðlæti og mótvindi — þvi bjartsýni henn ar hefur verið lærdómsrík fyr- ir vini hennar. Hún hefur sjálf sagt, að hún hafi aldrei verið kvíðin eða hrædd, því hún hafi i upphafi revnt handleiðslu Guðs, og hún hefur sagt mjer, að svo ham- ingjusöm hafi hún verið, að í þakklæti sínu fyrir það, gæti hún óskað sjer, að lifa upp aft ur hverja stund, og á sama hátt hugsar hijn til áranna, sem fram undan eru. Við skulum öll, sem erum vinir hennar, taka undir þær óskir, að íarsæll og bjartur megi framtiðarvegurinn verða eins og sá liðni, hjá þessari góðu og göfugu heiðurskonu. , Jón Thorarensen. 1 DAG 9. september er einn af mínum gömlu og góðu vin- uin og samStarfsmönnum þar heima í Skagaficði 70 ára. Jeg get ekki látiö hjá líða að geta þessa öðlingsmanns -með okkr- um orðum fijer í blaðinu á þessu merkisafmæli hans og |veit að jeg mæli fyrir munn fjöldans af hans stjettarbræðr- um og samstarfsmönnum, þeg ar jeg þakka honum alla hans jalþekktu hlýju og prúðmensku |í framkomu, alla hans rjettsýni |og sanngirni í samstarfi við sína fjelaga í margþætíum trún aðarstörfum, því flestum eða öllum trúnaðarstörfum í sveit sinni hefir Sigurjón gengt um lengri eða skemmri tíma, þrátt fyrir sína hljdrægni og alger- an skort á löngun til að láta á sjer bera í opinberu lífi. Aðeins vegna sinna góðu hæfileika, visælda og trausts, sem hann hefir ávallt notið, komst hann ekki hjá því að honum væri falin mörg trúnaðarstörf fyrir sveit sína, eins og að ofan segir. Það sem aðallega einkennir þennan mann er góðleiki hans pg hófsemi í hverjum hlut, sanngirni pg rjettsýni, sen i hann lætur öll sin störf stjórn- ast af, enda hans kjörorð: „Gjör þú aldrei öðrum, það sem þú vilt ekki aðrir gjöri þjer“. Með slíkum mönnum er gott að vinna, gott að eiga að vinum og blanda sínu geði með Flversdaglega er hann maður hæglátur, en í vinahóp hefir hann gaman af allri græsku- lausri glettni, sem hann á hægt með að túlka með hnyttnum vísum, þvi hann. er einn af þeim mörgu Skagfirðingum sem eru liðlega hggmæltir. Hann er ,einn af beim trvggu trúmönnum á grósku íslenskr ar moldar, sem helgað hefir henni líf sitt og aðalstarf, enda hefir hún ekki brugðist von- um hans í því að veita hans stóra heimili góða lífsafkomu. Sigurjón byrjaði búskap vor ið 1903 á Hólakoti á Reykja- strönd og bjó þar til ársins 1922 að hann keypti jörðina Skefilsstaði á Skaga og flutti þangað búferlum. Sem dæmi um það, að hann ÁttræbisafmæÍL Þýskur kaupmaður vel að sjer í málum, óskar eftir samvinnu við röskan og framtakssaman kaupsýslumann og umboðsmann til þess að athuga síðustu tilboð frá Þýskalandi Þýskaland“ sendist Morgunblaðinu til ÁTTRÆÐISAFMÆLI á í dag Guðrún Gísladóttir, Guð- rúnargötu 7, sem áður bjó lengi á Eyrarbakka, góð og dugandi kona, sem unnið hefir að miklu og farsælu ævistarfi til heilla börnum sínum og af- komendum. Guðrxm er fædd 9. sept. 1867 í Stokkseyrarseli, og voru for- eldrar hennar Gísli Andrjesson og Guðný Hansdóttir. Þegar hún var fulltíða orðin, fór hún til bús með Ólafi Árnasyni frá Þórðarkoti í Sendvíkurhreppi, góðum dreng og starfsömum eljumanni. Bjuggu þau Ólafur og Guðrún lengst á Eyrarbakka eða 20 ár. Hingað til Reykja- víkur fluttu þau árið 1924, og voru þá börn þeirra flest kom- in hingað áður. Fljer lauk þeirra góðu samvistum, er Ólaf ur Árnason andaðist fyrir 12 Tilboð merkt: „Þýskaland“ sendist Morgunblaðinu til 4 árum siðan. Börn þeirra Guð- 12. þ.m. 1 rúnar og Ólafs eru þessi: Magnea, gift Ferdinad Eiriks syni skósmið. Árni, útvarpsvirki, Gísli, bakarameistari, Sigurður, stundar verslunar- störf. Guðni, cand pharm, og Sigurjón, myndhöggvari. Guðrún Gísladóttir hefir ver ið vel gefin kona, sjerstaklega þróttmikil og dugleg. Hún hef ir lagt fram krafta sína til þess að vinna að hamingju barna ! sinna, og nýtur nú sjálf ánægj unnar af því að eiga góð börn, sem virða hana mikils fyrir alt það sem hún hefir á sig lagt þeirra vegna. Hún nýtur enn góðrar heilsu eftir aldri. j Virðist þetta mesta ánægjan, ■ sem ellin getur notið, að fagna góðri heilsu og barnaláni. j Það mætti þykja viðeigandi að minnast á það, að þessi aldr aða móðir hefir hlotið sjerstaka j viðurkenningu, sem fáúm hlotnast. Sonur hennar, Sigur- jjón myndhöggcari hefir gert f mynd af henni, sem viða er Rafmagnsmótor Viljum kaupa 5 ha. hraðgengan rafmagnsmótor, nýjan eða lítið notaðan. Í^ycýCfin(ja^jelciCýL& Hrá Simi 6298. Til sölu Hiisgniimsr vil Skipssund Tækifærisverð. ALMENNA FASTEIGNASALAN Bankastræti 7. Símar 6063 og 7324. kunn orðin. Um þetta efni tal aði Jón Krabbe sendifulltrúi Ls lands siðastliðið sumar er hann minntist sinnar íslensku móður og annarra mæðra á Islandi, sem lifað hafa til þess „að vinna öðrum og fórna sjer fyr ir aðra“. Flonum fórust þann orð: „Slíkar konur eiga skilinn minnisvarða ....... og þann minnisvarða reisti þeim gáfað ur íslenskur myndhöggvari, sem gerði brjóstmynd af gam- alli móður sinni, konu, sem enginn þekkti nema maðurinn hennar og börnin, sem hún lifði fyrir. Þessari mynd var sýndur sá mikii sómi, að ríkis söfn þriggja Norðurlandanna keyptu afsteypur af henni. Þar er hún geymd. sem óforgengi- leg minning um íslensku al- þýðukonuna, lítil mynd, en stórfengleg, af því að verkefnið er göfugt pg listamaðurinn snillingur“. Guðrún Gísladótfir getur á- nægð litið yfir farna lifsbraut sína á þessu merkisafmæli sínu. Allir vinir hennar vilja, ásamt börnum hennar, óska henni allrar blessunar þau sporin öll, sem ófarin eru, og munu votta henni vinarhug sinn í dag. Einn aj vinunum. var fljótur til að færa sjer í nyt sem ungur bóndi, nýungár. sem til bóta horfðu, má netóá, að fyrstur manna í sinni sveit girti hann með gaddavír og fyrstur manna verkaði hann vothey og fyrstur steypti hann baðker með sigpalli fyrir sauð- fje. Þó þetta þyki nú smátt samanborðið við nútíma stór- virki í umbótum, þá sýnir það þó glögglega vakandi hug hans á því sem til umbóta horfðir. Jörð sína Skefilsstaði hefir Sig urjón setið með ágætum, stór- bætt hana með ræktun, girð- ingum og byggingum, þannig að hann hefir byggt þar íbúðar hús og öll peningshús með hlöð um yfir öll hey. 'Allt er þetta vel gert og snyrtilega eins og hans upplag og eðliskostur gera kröfu til, þanmg að til margra ára hefir hans jörð verið ein af þeim best settnu í hreppnum, þar sem þó eru margir góðir bændur. Enda jörð hans betur setin en sumar aðrar kosta- mestu jarðir sveitarinnar. Sigurjón giftist árið 1903 Margrjeti Stefánsdóttur frá Daðastöðum á Reykjaströnd, mikilli dugnaðar- og greindar- konu. Þau eignuðust 6 syni, einn dó ungur, en 5 eru upp- komnir menn, allt hinir mann vænlegustu og liklegustu til dáðrikra starfa. Einn þeirra, Viggó, býr á móti föður sínum á Skefilsstöðum, hinir eru Bene dikt lögfræðingur og fulltrúi hjá borgardómara i Reykjavík, Sveinn búsettur í Keflavik, Stefán búsettur í Reykjavík og Gunnar brúarsmiður búsettur á Akureyri. Hverri sveit er sæmd og styrk ur að slíkum búendum sem Sigurjón er, enda bera þær merki þeirra lengi, þar sem verk þeirra auglýsa kosli þeirra og eggja til framtaks eða fram halds á þeim störfum, sem þeir hafa ýmist hafið eða fullgert til betri og batnandi lifskjara samtíðar og framtíðar. Jeg veit að um þig Sigurjón sveipast margar hlýjar og þakk látar hugsanir í dag frá vin- um þínum, stjettarbræðrum og samstarfsmönnum, og enda jeg þessar línur með innilegri ham ingjuósk til þín frá mjer og minni fjölskyldu og þakka þjer fyrir liðna timann. Lifðu heill. Sig. Á. Björnsson frá Veðramóti. — Ræða Emils Jónssonar Framh. af bls. 9 og nú, aldrei jafnmargar og góðar verksmiðjur og vjelar og nú, og yfirleitt aldrei verið jafnvel búnir í baráttunni fyr- ir tilverunni og nú. Þess vegna tel jeg, að það sje mest undir sjálfum okkur komið, hvernig okkur tekst að sigrast á þeim erfiðleikum, sem á vegi okkar verða, og á meðan þeir eru þó ekki stærri en enn hefir komið í ljós, ætti okkur ekki að vera nein vorkunn að gera það. —■ Aðeins verðum við að sætta okkur við að eyðá ekki meiru en aflast, sjá um að framleiðslu kostnaður fari ekki fram úr markaðsverði, og umfram alt, framleiðslan má ekki dragast saman eða stöðvast — hún á áð aukast og hún getur það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.