Morgunblaðið - 11.09.1947, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.09.1947, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 11. sept. 1947 MORGUNBLAfílÐ 9 ÞEGARÚRKOMANBREGST Noregsbrjef frá Skúía Skúlasyni OJAFNT ER SKIFT! Heima í Reýkjavík og á öllu siiðvest- urlandi hefir rosínn verið að hrella fólkið í allt sumar, sólin hefir ekki látið sjá framan í sig nema svo sjaldan, ög þegar heiður dagur kom fannst öll- um hátíð. Taðan gulnaði í rif- görðunum og varð að hrakn- ingi, og garðávextir í rökum moldargörðum urðu eins og sveppir, af ofvætu. En hjer í Noregi er allt með öðrum svip. Það er að segja austanfjalls, en þar er hjarta Noregs, að því er landbúnaðinn snertir. A láglendinu mikla kringum Oslo hefir eiginlega ekki komið dropi úr lofti síðan í maí og í dölunum ekki síðan í júnílok. Og þegar fó!k hefir lifað 2—3 mánaða hitabreyskju án þess að dropi komi úr lofti, finnst því nóg komið af svo góðu. Það andvarpar eftir regni og þó er andvarp gróðursins dýpra, það er að segja þess litla hluta hans, sem enn er tór- andi. Rosinn getur verið slæm- ur en ofþurkarnir eru engu betri. Víða á austurlandinu er jörð sendin og leirborin og líkist mest mógráu sementi. — Þessi jörð þarf mikla vætu til þess að hún geti alið gróður. í sum- ar varð kornið sumsstaðar á Upplöndum ekki nema 20—30 cm hátt og ekki burðugra 'en svo, að bændum þótli ekki svara kostnaði að slá það. -— Þeir beittu kúnum sínum á akr ana, en báru ekki sigðina að þeim. Og lengi getur vont versnað. Gróðurinn sviðnaði og björkin fór að fella lauf í byrjun ágúst. A þeim tíma sem fólk er vant að byrja að taka upp kartöflur í soðið, voru þær lítið stærri en krækiber og grænmetið Visn aði nema hjá þeiro, sem höfðu tök á að vökva það rækilega, en þeir eru ekki nema fáir. Vandræði vegna þurka. Þurkarnir hafa haft áhrif á fleira en gróðurinn. Um miðjan ágúst var mjólkurskömtun fyr- irskipuð á ný um allan Noreg austanfjalls. Kýrnar töpuðu nyt vegna vatnsleysis. — Og vatnsbólið þvarr á fjölda býla — lindin, lækurinn eða brunn- urinn þvarr. Og nú varð að sækja vatnið að á hestvögnum eða bifreiðum. Sumsstaðar hafa ákveðnir menn tekið að sjer að sjá býlunum fyrir vatni og selja það á 2—10 aura lítirinn. Og nú veit fólkið það, sem það gerði sjer ekki grein fyrir áður: hvers virði bólið er og hver kynstur heimilið þarf til mat- ar og þvotta og hvílík firn kýrnar þamba. I sumum stóránum er vatns- renslið núna ekki nema átt- ungur eða tíundi hluti af því, sem telst vera meðal rennsli þeirra. Og minni ár, sem í vor- flauminum fleyta stærðar trjám til sjávar eins og þau væru eld- spítur, eru nú svo þurrar, að stikla má yfir þær. Þegar þess er minst, að Norðmenn fram- leiða allt sitt rafmagn með vatnsorku, og að árnar knýja all ar sögunarmyllur og trjámauks gerðir í landinu, segir það sig sjálft, að þurkamii hafa ekki látið sig án vitnisburðar held- ur í þessum greinum. Nú þarf víða að skammta rafmagn til heimilisnotkunar og margar verksmiðjur hafa orðið að hætta um stundarsakir eða helminga vinnutímann. Engin úrkoma. Aldrei hefir fólk hjer austan- fjalls hlustað með eins :nikilli eftirvæntingu á veðurfregnir útvarpsins og í surnar. — Núna fyrir skömmu var sagt frá því, að „sterk uværssentrum“ væri á leiðinni frá Islandi til aust- urs og allir fögnuðu. En lægðin komst aldrei hingað. — Hún beygði norður í íshaf og týndist þar. Og enn heldur sami morgun- söngurinn áfram í útvarpinu frá Oslo: „Hitinn kl. 7 árdegis 18—20 síig, engin úrkoma síð- asta sólarhring, síðustu 30 sól- arhringa 2,2 millimetra „mot normalt 117 mm“. Ekkert út- lit fyrir veðurbreytingú næstu 24 tíma.“ Og fólkið andvarpar og um hádegið dæsir það, því að þá er hitinn alltaf 28—34 stig.------ En það er ekki alls staðar svona. A vesturlar.dinu er það ofurlítið skárra en í Þrændalög um eitt besta sumer, sem kom- ið hefir lengi. Og í Finnmörku og Troms hefir verið rosasum- ar. Bændurnir í Þrændalögum hafa korn og hey aflögu, og það tekur stjórnm og miðlar austurlandsbændunum, svo að þeir geti haldið lífi í bestu grip unum sínum í vetur. Bændurn- ir þakka fyrir ef þeir geta sett kostagripina á— allt hitt verð- ur að deyja, og framboðið á kjöti og slátri er meira en en það hefir verið nokkurn tíma. Þetta er orðið langt þerribrjef — eða þerriblað. En lýsingin á ekki eingöngu við Noreg held ur og við alla Svíþjóð, sunnan- verða, Danmörku og mikinn hluta Þýskalands og Póllands, bar sem þurkurinn hefir gefið hungurvofu komandi vetrar byr undir báða vængi. En ■ Noregur grær samt. Þrátt fyrir þurkinn eru það fáir, sem heyrast berja lóminn. Norðmenn deila ekki á forsjón- ina og mögla ekki þó að hún sje hárðleikin. Hvað er eitt þurkasumar — að vísu það mesta síðan farið var að gera veðuratbuganir í Noregi — á móti þýsku sumrunum? Ónei, ”ú er Noregur frjáls og frjáls Noregur er ódreoandi. Jafn vel bændafclaðið „Nas,ionen“ tek- ur ljett á málinu og sýnir mynd af Gerhardsen forsætisráðherra í ræðustólnum í brennandi sól- skini. Svitinn rennur af hon- rm en undir stendur: „Því er fleygt að forsætisráðherrann sje að hugsa að taka það upp í lof- gerðarromsu sína um afrek stjórnarinnár, að hún hafi nú líka „stabiliserað“ veðrið“. Svo er nefnilega. :naí :neð vexti að undanfarinn mánuð hefir það — næst á eftir orðinu ytörkcjj — verið „stabiliser- ing“, sem mest hefir.verið not- að allra orða. — Verðfesting norsku krónunnar er það mál, sem stjórnin hefir glímt við í sumarhitanum. „Engin kauphækkun — engin vöruverðhækkun“, segir stjórn in. Og það er svo að sjá, sem það boðorð verði lög sem hafa tog. Timbrið verður að vísu í hærra verði í ár en í fyrra og kaup skógarhöggsmanna betra. En timbrið gefur erlendan gjald eyri og það er gert ráð fyrir að hið háa timburverð örfi skógar- höggið svo, að á komandi vetri verði höggnir 8 miljón kúbik- metrar. í fyrra var áætluni-n 6 miljónir en náðist ekki fylli- lega vegna þess að hinir óvenju legu kuldar gerðu ókleyft að vinna í skógunum nær heilan mánuð. Fyrsta skilyrðið til þess að hægt sje að halda krór.ugeng- inu föstu, er vitanlega það, að þjóðin noti ekki meira til neyslu en hún hefir gert síð- asta ár. Um allmörg komandi ár verða Norðmenn að neita sjer um margt, en þetta er kom ið upp í vana og fólk unir vel því, sem það hefir til fæðis og skæðis nú, þvi að það er eins og himnaríkisvist móts við lífs- kjör stríðsáranna. Þess vegna möglar enginn — nema undan- tekningarnar. En þeim svarar enginn. Það er nfl. ekki möglun eða rellur að norsku bændurnir hafa beðið um nokkrar kjara- bætur. Stjórnin hefir síðan hún kom inn í lar.dið, lagt á- herslu á að framleiða þær út- flutningsvörur, sem bestan gæfu gjaldeyririnn, sem sje ýmsar iðnaðarvörur, og þess vegna var ákveðin nokkur kaup hækkun fyrir þá, sem starfa að iðnaði. Þetta hafði þau áhrif, að fólkið hvarf frá sveitavinnu til iðjuvera og bæja, en bænd- urnir sátu eftir við sívaxandi fólkseklu, sem bæðj stafaði af hinum almenna flótta úr sveit- unum og svo því, að þeir gátu ekki keppt við iðnaðinn um kaupgjaldið, sem hækkaði örar en afurðaverðið. I sumar var málið að komast í öngþveiíi, bæðj í Noregi • g Svíþjóð. Lesandmn minnjst þess ef til vill, að bændurnir í Svíþjóð settu stjórninni þar úrslitakosti: hótuðu að sá ekki vetrarkorni í haurJ ef stjórnin ■veitti þeim ekki kjarabætur. Svo langt een^u norskir bænd- ur ekki. En þeir fylgdu kröf- um sínum svo fast fram, -að stjórnin gat ekki hundsað þær. Verðfesíing og gjaldeyrir. í ríkisráði 14. ágúst lagði stjórnin fram þrjú iagafrum- vörp, sem öll :niða að verð- festingu krúnunnar og vörnum gegn verðbólgu innanlands. — Eitt þeirra er um hámarkslaun og hámarksverð, annað um ",um"rleyíi — þriggja. vikna með fullu kauni — óg" er það í sambandi.við fyrra frurnvárþ ið. Og hið þr.iðja er um yerð^ lag ,á landbúnaðarafurðum. Það eru tveir aðilar, sem áttu hlut að samningunum við stjórnina, nfl. stórbændur og smábændur, eða „Norsk Bonda lag og „Norsk Bonöe- og Smá- brukarlag“. Stjórnin gat ekki orðið við kröfum hins fvrra, en hið síðara fjellst á tilboð henn- ar um eftirfarandi: Hámarksverð á nauta- og svínaketi hækki um 25 aura pr. kg., kindaket um 30, kálfsket um 20, mjólk um 2 og geita- mjólk um 4 aura. Á húðum og skinnum skyldi koma verð- hækkun, sem næmi alls 3 milj. kr. Kartöfluverð skyldi hækka nokkuð. Enn fremur lofaði stjórnin þessum styrkjum, til landbúnaðar: 1 milj. kr. til bygginga á kartöí.lugeymslum, 5 miljónum til niðurgreiðslu á tilbúnum áburði handa rmá- bændum, 100.000 kr. til flutn- ingastyrks á sauðfje, til þess að geta nýtt fjarlæg haglendi og 700.000 til ýmsra annara um- bóta. Stórbændurnir höfðu fallist á þessa tilhögun áður, en flokk- u.r þeirra var skiftur. Á síðustu stundu náðist samþykki sam- bandsstjórnarinnar fyrir því, að hafna tilboðinu. En stjórnin styðst við samþykki smá- bændaflokksins og þess vegna mun hún leggja frumvarpið fyr ir komandi Stórþing, með þeirri einu breytingu að verðhækkun in á keti verði 5 p.urum lægra en áætlað, en hinsvegar hækki styrkirnir til annara þarfa þannig, að kjarabæturnar nemi alls sömu upphæð og gert var ráð fyrir, nfl. 35—40 milj kr. Nú er að vita hvað stórbænd- urnir gera — það hefir heyrst að þeir hóti að hæt.ta að selja timbur, og það er sterkt vopn. En þeir eru klöfnii. Góð aíkoma ríkissjóðs. Fjárhagsár Norðmanna er ekki almanaksárið heidur 1. júlí til 30. júní. Ríkisreikningur Isíðasta fjárhagsárs var birtur 25. ágúst og vakti athygli. — Tekjurnar höfðu orðið 1725.4 miljónir, en voru áætJ. 1228.1 milj. — 497.3 írain úr áætlun. í fyrra voru tekjurnar 1346 miljó.nir. Að vísu er ekki hægt að leggja þetta í handraðann, því að fjárlögin 1946—7, höfðu verið afgreidd með 800—900 miljóna króna tekjuhalla. En nú verður hann ekki nema um 300 milj. Helstu tekjulioir voru þessir (í svigum eru tölurnar, sem áætl- aðar voru í fjárlögunum): Við- :.kiftegjald 532.8 (425.0), tekju og eignaskattur 335.6 (300.0), tollar 227.1 (150.0), áfengis- jtollar og gjöld 247 (189), tó- bakstollur 130.5 (107) og öl- skattur 48.3 (38.5) milj. kr. — Vegaskatturinn nam 56.8 (39. 6) og erfðafjárskattur 25.6 (9.0) rnilj. kr. Hinsvegar mun hallinn á rekstri ríkisjárnbrautanna véiða um 100 milj kr. Póstur- inn hafði 3.2 milj. kr. tekjuaf- gang fyrstu 10 mánuði fjárhags ársins og síminn 1.8 mi'lj. kr. En það er ekki nærri eins mikið talað um þessi óvæntu reikningsskil og um verðfest- inguna. Hún er mál málanna í Noregi um þessar mundir. — Verðbólgunni vill þjóðin verj- ast hvað sem það kostar — um það eru allir flokkar sammála. Þessvegna á að ganga svo frá kaupsamningum allrar þjóðar- innar að þeim verði ekki hagg- að fyrst um sinn og innlenda vöruverðið á að haldast í þeim skorðum, sem settar eru í verð- festingarfrumvörpum stjórnar- innar. Almenningur sæltir sig ekki við þetta. Það er bent á að síð- an 1938 hafi kaupgjaldið í landinu hækkað að meðaltali um 67%. Þegar með er talin sú 5 aura hækkun á tímakaupi, sem gekk í gildi 1. rept. Við- skiftagjaldið hefir verið lækkað úr 10 í 61-2 % og er þá áætlað að vísitala lifsnauðsynja verði 58—59 stigum hærri en 1938 (=100). Kauphækkunin síðan 1938 heíir orðið mest hjá kven- fólki (80%,) og hjá Verkamönn um, sem vinna að framleiðslu útflutningsvöru (76—77%). Konursgsafmælið. Ágústmánuður hófst, með miklum hátíðahöldum í tilefni af 75 ára afmæh hins ástsæla konungs þjóðarinnar, Hákonar VII. Stóðu þau í tvo daga, 3,-—- 4. ágúst og hófust með því að ríkisstjórnin heimsótti konung og var ríkisráð haldið. Þar bað Gerhardsen forsætisráðherra konung að bera Borgaradáðar- heiðurspeninginn úr gulli, en það er mesta sæmd, sem hægt er að sýna norskum borgara. Síðan var konungur viðstaddur guðsþjónustu í F’reslarakirkj- unni og steig Berggrav biskup í stólinn. En þegar konungur kom aftur í höllina var þar fyr ir nefnd manna, undir forustu Erling Steen forstjóra, til þess að afhenda konungi heiðursgjöf þjóðarinnar, skeir.tisnekkjuna ,,Philante“. Það er að segja, snekkjuna sjálfa fekk hann ekki þá, heldur likan af hertni. Nefnd lærdómsmanna frá há- skólanum heimsótti konung í sema mund og afhenti honum gjöf háskólans: Skrantútgáfu af Konungsskuggsjá, vönduð- ustu hókina, sem gerð hefur verið í Noregi. Heíur dr. Arup Seip sjeð um útgáfuna með til- styrk Holm Olsens mágisters, er hefur yfirfarið textann og uppgötvað ýmislegt nýtt við- víkjandi aðalhandritinu af bók- inni. En sem heimild var not- að handrit það, sem geymt er í Safni Árna Magr.ússonar. — Sjálfur hefur próf Seip rkrif- að ritgerð um höfund Konungs Skuggsjár. En Gustav E. Raabe forleggjari hefur sjeð um prent i un hennar og skreytingu. Þessi útgáfa verður prentuð í aðeins 250 cintökum alls. Otto Lous Mohr háskólarek- tor afhenti þessa gjöf og fylgdi henni brjef á latínu. Að loknum hádegisverði hófst för konungs um borgina. Var leiðin löng, svo að um tvo tíma þurfti til að fara hana, en allstaðar var þjettskipað fólki á báða bóga. Við sjúkrahús og Framh. á bls. 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.