Morgunblaðið - 11.09.1947, Side 10
10
M QRGU N\B,L AÐIÐ
l'innytiulagur 11, s^pt.|^947( j
- GJALDEYRISVANDAMÁLIÐ
Eftir Ólaf Björnsson hagfræðing
íiTö.'pii, JjjKí
llfl
ið áítof fijótír að gieyma hinni
GJALDEYRISÖRÐUGLiEIK-
AR þeir,‘ sém þjöðin á nu við
að etja eru að vonum eitt hið
mesta áhyggjuefn’, sem ráða-
menn þjóðfjelagsins jafnt sem
óbreyttir borgarar eiga nú við
að stríða, og það umræðuefnið,
sem tíðast ber á góma, er um
fjárhagsmál er rætt.
Tilgangur þessarar greinar
er sá, að ræða nokkuð almenn-
ar orsakir þess ástands, sem
skapast hefur, svo og áhrif nokk
urra þeirra leiða, er helst hef-
ur verið bent á, til þess að
ráða bót á vandanum, hins-
vegar verður mjög lítið út í það
farið að gera ákveðnar tillög-
ur um lausn vandamálsins,
enda er slíkt fyrst og fremst
hlutverk þeirra, er þjóðin hef-
ur kjörið til þess að ráða fram
úr málefnum sínum.
Einnig skal þegar vakin at-
hygli á því, að það er aðeins
ein hlið þessa vandamáls, sem
hjer verður gerð að umræðu-
efni, nefnilega sú, hvaða ráð-
stafanir sjeu tiltækilegar til
þess að koma í veg fyrir meiri
eða minni samdrátt eða stöðv-
un útflutningsframleiðslunnar,
sem virðist yfirvofandi, meðan
verðlagsmálum er svo háttað,
sem raun ber vitni um. Hins-
vegar verður að mestu gengið
fram hjá því að ræða aðra þá
hlið þessa vandamáls, sem að
mínu áliti er ennþá alyarlegri
og erfiðari viðfangs, en hún
er sú, að vegna fyrirsjáanlegr-
ar stórfeldrar takmörkunar á
innflutningi, hlýtui margskon-
ar atvinnurekstur að dragast
saman og stöðvast, en af því
leiðir atvinnuleysi í ýmsum
greinum í stærri eða smærri
stíl.
Höfuðskilyrði þess, að hægt
sje að gera skynsamlegar til-
lögur um lausn þessa vanda-
máls, er það, að menn geri sjer
Ijósa grein fyrir grundvallaror-
sökum þess ástanas, sem skap-
ast hefir í gjaldeyrismálunum,
og verður því fyrst vikið að
því. (
Horft um öxl.
Viðhorf áranna 1932—1939.
Gjaldeyrisörðugleikar eru
engan veginn nýtt fyrirbrigði
í viðskiftalífi íslensku þjóðar-
innar og gæti því verið nytsamt
í þessu sambandi cð rifja upp
sögu fyrri ára í þessum efnum,
þau vandræði, sem þá hafa steðj
að að, og hversu við þeim hef-
ur verið brugðist.
Hjer verður þó ekki farið
lengra aftur í tímann en til
ársins 1932, þegar gripið var
til innflutningshafta þeirra, er
síðan hafa haldist við, vegna
aðsteðjandi gjaldeyrisörðug-
leika sökum verðfslls útflutn-
ingsafurða af völdum heims-
kreppunnar.
Eins og nú hefou þá komið
fleiri leiðir til greina til þess
að samræma eftirspurnina eftir
erlendum gjaldeyri hinu mink-
aða framboði. sem orsakaðist af
verðfallinu og lokun markaða.
Það hefði verið hægt að knýja
niður kaupgetuna innanlands,
t. d. með. samdrætti útlána af
hálfu bankanna og skera þann-
ig- niður eftirspurnina eftir
gjaldeyrinum.
|>að hefði líka verið hægt að
hækka verðið á útienda gjald-
eyrinum' þ. e. fella gengi ís-
lensku krónunnar en sú ráð-
stöfun hefði í senn takmarkað
innflutning og bætt afkomu
útflutningsins.
Hjer skal enginn dómur á það
lagður, hvort frekar hefði átt
að fara aðrar leiðir en hafta-
leiðina. Þær aðrar leiðir, sem
nefndar hafa verið höfðu vissu
lega sín annmarka og þáver-
andi ráðamenn í viðskiftamál-
um þjóðarinnar hafa talið, að
haftaleiðin væri sú heppileg-
asta, með tilliti til stjórnmála-
legra og fjárhagslegra að-
stæðna.
Haftaleiðin þýddi í rauninni
að kaupgetan innanlands var
„lokuð inni“, eins og það var
kallað, en gjaldeyriseftirspurn-
in takmörkuð með „skömtun",
sem framkvæmd var af þar til
skipuðum yfirvöldum.
Upp úr þessu skapaðist það
ástand í viðskiftamálum, sem
hjelst, eða öllu heldur fór stöð-
ugt versnandi fram til stríðs-
byrjunar. Þar sem kaupgetunni
innanlands var haldið uppi,
eða hún jafnvel aukin, þrátt
fyrir minkað vöruframboð
vegna innflutningstakmarkan-
anna, hlaut verðlagið innan-
lands að hækka, og kaupmátt-
ur krónunnar inn á við að
minka. Út á við bjelst kaup-
máttur krónunnar hinsvegar,
þar sem gengi var haldið ó-
breyttu allt fram til vorsins
1939, og var jafnvel um kaup-
máttaraukningu að ræða, því
að framan af þessu tímabili fór
verðlag lækkandi erlendis. —
Islenska krónan var það, sem
hagfræðingar kalla ofmetin við
gengisskráninguna. (Að því, er
mjer hefur verið sagt, á sænski
hagfræðingurinn F. Lundberg
að hafa talið, að krónan hafi
verið ofmetin um 4Q%, er hann
starfaði hjer á vegum skipu-
lagsnefndar atvinr.umála árið
1935, en slíkar tölur ber ávalt
að taka með varúð, á hversu
góðum heimildum sem þær
kunna að vera bygðar).
Nú skulu rakin í aðaldrátt-
um áhrif þessa fyrirkomulags
gjaldeyrisverslunarinnar á at-
vinnulífið. Þar sem kaupmáttur
íslenskra peninga ]ókst að mun
ef þeim fekkst breytt í erlend-
an gjaldeyri, hlaut þetta að
skapa mikla ásókn í það að
víxla þeim peningum, er menn
höfðu handa á milli í erlendan
gjaldeyri. Innflutningsverslun
hlaut að verða m:ög arðvæn-
leg, þar sem vörurnar voru til-
tölulega ódýrar í innkaupi, en
auðvelt að selja þær háu verði
sökum mikillar eftirspurnar
innanlands. Sömuleiðis hlaut
iðnaður, er framleiddi úr ó-
dýrum, erlendum hráefnum
fyrir innlendan markað, að
blómgast. Þetta hlaut að skapa
skilyrði fyrir því, sem með
rjettu mátti kalla gerviiðnað,
þar sem í rauninni var um
grítnuklædda innfiyfni.ngsversl
un að væða.
Mepn bjuggusf við.að þeim
yrði betur tekið áf gjaldeyris-
sig sem stofnendur nýrra iðn-
fyrirtækja, sem ætluðu að
skapa nýja atvinnumöguleika,
heldur en ef þeir kyntu sig
blátt áfram sem heildsala, sem
báðu um leyíi til vöruinn-
flutnings. ,.Iðnaðurinn“ var
svo á stundum e. t. v. aðeins
fólginn í því, að skift var um
umbúðir á vörunurn.
Jafnframt því að áðurnefnd-
ar atvinnugreinár blómguðust,
hlaut að halla undan fæti hjá
útflutningsatvinnuvegunum, er
urðu að sætta sig við hið lága
verð á jinni framleiðsluvöru,
er einu nafni mætti nefna er-
lendan gjaldeyri, en standa
undir framleiðslukostnaði, er
ákvarðaðist af hinu tiltölulega
háa verðlagi innan lands.
Þarf ekki að rekja sögu þess
ófremdarástands, sem á þess-
um árum ríkti að því er snerti
afkomu útvegsins. því að sú
saga er fullorðnum mönnum í
fersku minni.
Af öðrum fyrirbrigðum, sem
rót sína áttu að rekja til þessa
fyrirkomulags, má nexna svart
an gjaldeyrismarkað innan-
lands og utan, undanbrögð með
að skila þeim gjaldeyri, sem
mönnuni áskotnaðist til bank-
anna, mistök og jafnvel spill-
ingu, sem alltaf hlýtur að eiga
sjer stað, er framkvæma á slíkt
skömtunarkerfi hjer í landi
kunningsskaparins. jafnvel þó
hinir samviskusömustu menn
hafi leyfisveitingarnar með
höndum.
Ti Iþess að fyrirbyggja mis-
skilning, skal það tekið fram,
að saga innflutningshaftanna
árin 1932—39 er hjer ekki rak-
in í þeim tilgangi að vega að
þeim mönnum, sem fram-
kvæmd þeirra höfðu þá með
höndum. Þó að höftunum mætti
margt til foráttu fínna, var þó
vissulega betra að setja þau
en gera ekkert til þess að koma
á jafnvægi í greiðsluviðskift-
um vð útlönd. Og þó að höft-
in væru að vísu mjög gagnrýnd
þá snerist sú gagnrýni fyrst og
fremst um framkvæmdaratriði,
svo sem skiftingu innflutnings-
ins milli kaupmanna og kaup-
fjelaga, sem vitanlega hefur
enga þýðingu fyrir þá hlið
málsins, sem hjer verður rædd.
En að því leyti, sem gagnrýn-
in beindist gegn höftunum sjálf
um, var hún yfirleitt neikvæð
og því óábyrg, menn voru á
móti höftunum, án þess að
treystast til þess að gerast tals-
menn fyrir nokkrum öðrum
leiðum, sem óhjákvæmilega
hefði orðið að fara til þess að
koma á jafnvægi í gjaldeyris-
versluninni, ef afnema átti
höftin eða slaka á þeim. Til-
lögur Bændaflokksms um geng
islækkun, voru að pví leyti heið
arleg undantekning í þessu
efni, að bent var á ákveðna leið
til úrbóta, hvað sem annars
mátti um hana segja.
En ástæðan til þess að saga
hgftanna hefir verir* rakin hjer,
er sú, að jeg teí að áf henni
megl mikið.læra roeð tilliti til
isaðstaðan væri rú betri, en
raun er á, hefðu menn ekki ver-
Framh. af bls. 9
barnahæli nam konungsvagn-
inn staðar til þess að gefa
heimafólkinu kost á að hylla
konung sinn.
Um kvöldið kl. 7 hófst þjóð-
hátíð á svæðinu fvrir framan
ráðhúsið. Þar hjelt Arnfinn Vik
borgarstjóri Oslóar ræðu fyrir
konunginum, og Brynjulf Bull
ríkislögmaður. En í svarræðu
sinni sagði konungs m. a. á
þessa leið:
„Það hefur verið gert orð á
því, að jeg hafi haft mikla þýð-
ingu á stríðsárunu.m. Jeg held
að það eimi eftir af því, hjá
þeim sem voru heima og þeim
sem voru ytra, að þeim hafi
fundist þeir þurfa á einingar-
tákni að halda, og þess vegna
varð jeg þetta tákn, en aldrei
hefðum við þar ytra náð því,
sem við kepptum að, nefnilega
að sjá landið frjálst á ný, ef að
þið, sem heima voruð hefðuð
ekki. skilið að við urðum að
vera ytra til þess að fá frels-
ið aftur. Maður fær ekki frels-
ið gefins, og síst þegar landið
er í óvina höndum, en þar voruð
þið, sem heima voruð, er sýnd-
uð óvinunum að þeir voru ó-
boðnir gestir“.
Hátíðinni við ráðhúsið lauk
með dansi og flugeldasýningu.
Og daginn eftir var aðal-afmæl
isveislan haldin á Akershus-
kastala. Þar stjórnaði Foster-
voll ráðherra samSætinu, Mon-
sen stórþingsforsetí talaði fyrir
þingsins hönd, Gerhardsen for-
sætisráðherra flutti kveðju
stjórnarinnar og Emil Stang
dómsstjóri talaði fyrir hönd
hæstarjettar. Olav krónprins tal
aði um könunginn sem heim-
ilsföður og loks svaraði konung
ur ræðunum.
En í rauninni er afmælis-
fagnaðinum ekki lokið enn þá.
Um þessar mundir er verið að
gera ýmislegt að húsum á Eiðs-
velli og farið dult með. En þó
hefir það kvisast, að í byrjun
næstu samkomu Stórþingsins
verður tekið á móti konungi í
hinum sögufrægu húsakynnum
hins fyrsta Stórþings, sem setti
dapurlegu reyrislu þessara ára,
en nánari grein verður gerð
fyrir því, í framhaldsgrein,
hvað átt er við með þessu.
stjórnarskrá þá, sem Noregur
býr að enn í dag, og varð hyrn-
ingarsteinn að þeuri lýðræðis-
hugsjón, sem norska þjóðin miss
ir aldrei sjónaf af.
Gerhardsen forsætisráðherra
vjek að því í ræðu sinni að kon
ungurinn hefði einnig unnið
fylgi þeirra, sem greiddu lýð-
veldinu atkvæði 1905. — Og
hann hefir jafnan síðan sýnt að
lög og lýðræði eigi að standa
ofar konungi. Þess vegna er
þingsalurinn á Eiðvelli verðug
umgerð um samfund konungs
og þings norsku þjóðarinnar.
— Meðal annara orða
Framh. af bls. 8
næstu árum snúa sjer aðallega
að framleiðslu smávjela, svo
sem ritvjela, mælitækja og
fleira því líku.
Þarf meiri orku.
En til þess að koma þessu
öllu í gang vantar Ítalíu fyrst
og fremst orku. Sjerstaklega
er vöntun á kolum mikil, því
að í Italíu eru engin kol 1
jörðu. Mánaðarleg þörf þeirra
nú er um 600.000 smál. og mik
ill hluti þess hefur á undan-
förnum mánuðum fengist á
lán frá Bandaríkjunum. En ef
Evrópa á að standa sjálfstæð
getur slíkt ekki gengið áfram.
Það má því búast við að farið
verði að flytja meira af kolum
en áður frá Þýskalandi til
Italíu.
Virkjun vatnsaflsins.
En ítalir geta fengið orku til
iðnaðar síns á annan hátt en úr
kolum. Þeir eiga nú í miklum
ráðagerðum um að koma upp
stórum raforkustöðvum í Alpa
fjöllum. Og fyrir stuttu sendi
utanríkismálaráðherra Ítalíu,
Sforza greifi, erindi til ríkis-
stjórna Frakklands, Svisslands
og Austurríkis um að rannsaka
og koma á sem fyrst fullkom-
inni nýtingu allrar vatnsorku
Alpafjalla. Orku þessa er ekki
hægt að nýta alveg til fulln-
ustu, nema að þessar þjóðir
starfi allar í sameiningu að
þeim framkvæmdum, en ef það
skyldi takast, myndi rafmagn
það, sem þar fengist, spara kol
in vel.
yfirvöldunum, ef £eir kynntu
núýerandi aðslæðna, , auk þes.s
'M MíaMéfe’
Bifreiðaferð í Kaldadal
í dag kl. 11 f. h. — Afgreiðsla í Ferðaskrifstofunni, |>
sími 1540. — Gunnar Guðnason.
mm VANTAR
til matreiðslu óg inhanliússstárfá Við símá'sföðiha á Borð <|
• T . <V
eyn. IJpplýsipgar gefur sítnastjórinp, B9t’f)gy4’i,.*r„i r
Ólafur Björnsson.
- Þegar úrkoman bregst