Morgunblaðið - 13.09.1947, Síða 10

Morgunblaðið - 13.09.1947, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 13. sept. 1947 MÁNABALUR Jddháldó'a^a eptir J/ach cJdondo n Fyrri hluti I. KAFLI „Heyrðu Saxon, þú kemur líka. Þótt það sje múrararnir, þá hitti jeg þar marga góða vini og þú líka. A1 Vista hljóm sveitin á að leika þar og þú veist hvað hún leikur yndis- lega. Og ekki hefirðu á móti því að dansa“. Stúlkan þagnaði skyndilega. Skamt frá þeim stóð feitlagin, öldruð kona og sneri við þeim baki, bognu og hnýttu baki. Og um þetta bak fóru alt í einu krampateygjur. „Ó, guð minn góður, guð minn góður“, hljóðaði konan. Augun í henni ranghvolfd- ust og það var eins og þau væri að leita um allan salinn, hvítkalkaða veggina, og störðu í gegn um gufuna, sem rauk upp af rökum þvotti, sem hundrað stúlkna voru að sljetta með heitum járnum. Þær_ sem næstar stóðu, horfðu á konuna andartak, og svo þrifu þær straujárnin og keptust við hálfu meira en áður. Þær höfðu tap- að nokkrum handtökum við þessa töf, þeim hafði seinkað. Og það fór hrollur um allar þesar stúlkur af tilhugsuninni um það, að nú afköstuðu þær ekki eins miklu í ákvæðisvinn- unni eins og þær hefðu getað gert, ef konan hefði ekki hljóð að. Konan tók kjark í sig.. Hún þreif straujárnið og skelti því einhvers staðar niður á knipl- ingatreyjuna, sem hún var að sljetta. ,,Jeg hjelt að hún ætlaði að fá þetta aftur“, sagði unga stúlkan. „Varstu ekki hrædd um það líka?“ „Það er skammarlegt að kona á hennar aldri og eins á sig komin, skuli þurfa að þræla“, sagði Saxon og kept- ist við vinnuna. Allar handa- tiltektir hennar voru liprar og Ijettar og verkið gekk óðfluga. „Og hún sem á sjö börn — og tvö þeirra á hæli“, sagði hin stúlkan í meðaumkvunar- róm. „En svo jeg snúi mjer að hinu — þú kemur með mjer í Weasel garðinn á morgun. Það er altaf fjörugt hjá múr- urunum — reipdráttur, kapp- hlaup ístrubelgja og ótal margt annað. Og svo er gólfið í dans- salnum framúrskarandi skemti legt“. Aftur truflaði konan sam- tal þeirra. Hún misti straujárn ið niður á treyjuna og greip báðum höndum í borðið til að styðja sig. Svo hneig hún nið- ur á gólfið og lá þar háhljóð- andi. Þær, sem næstar stóðu, flýttu sjer að grípa járnið, svo að það brendi ekki treyjuna. Svo fóru þær að stumra yfir konunni. Umsjónarkonan kom skálm- andi inn í salinn. Þær, sem voru lengra frá, hjeldu áfram að vinna, en fipaðist þó svo að mörg handtök fóru til ónýtis, þannig að öllum afköstum seinkaði um heila mínútu. „Þetta er óþolandi“, sagði unga stúlkan og fleygði járn- inu kæruleysislega frá sjer. „Þetta er ekekrt líf, sem verka konur verða að lifa. Nú gefst jeg upp — hvað sem hver seg- ir“. „Mary“, sagði Saxon í ásök- unarrómi og sneri sjer að henni. Hún lagði frá sjer járn- ið á meðan og tapaði þannig mörgum handtökum. Mary varð hálf skelkuð. „Mjer er ekki alvara, Sax- on“, sagði hún. „Guð veit, að jeg mundi aldrei gera það. En finnst þjer ekki að manni geti orðið órótt þegar svona geng- ur. Hlustaðu nú á“. Konan, sem hafði fengið krampaflog, lá á gólfinu, barði hælunum í það og hljóðaði án afláts. Dyr voru opnaðar og um leið heyrðist svo hávær dynjandi í vjelum að hann yf- irgnæfði hljóðin í konunni. •— Svo var dyrunum lokað. Eim- ur af brendu fati var í saln- um og minti á það, sem fyrir hafði komið. „Manni verður ilt af þessu“, sagði Mary. Nú kom löng stund svo að allar kepptust við og vinnu- hraðinn var á hámarki. Um- sjónarkonan skálmaði fram og aftur milli borðanna. Á svip hennar mátti lesa að hún vildi ekki hafa meira af hyskni og taugaáföllum. Endrum og eins lagði einhver stúlkan frá sjer járnið eitt andartak og geisp- aði eða andvarpaði, en tók svo þegar til starfa aftur. Það hall aði degi, en hitinn minkaði ekki og nú var unnið við rafmagns ljós. Um níuleytið fóru hinar fyrstu konur að týgja sig til heimferðar. Þvottahrúgurnar voru að mestu leyti horfnar, aðeins nokkrar flíkur eftir á sumum borðunum. Og þar kepptust straukonurnar enn við. Saxon varð dálítið á undan Mary og staðnæmdist hjá henni andartak áður en hún færi. „Laugardagskvöld, ein vika •liðin enn“, sagði Mary. Hún var þreytuleg á svip og með dökka bauga undir augunum. „Hve mikið hefirðu unnið þjer inn. í þessari viku, Saxon?“ ' „Tólf tuttugu og fimm“, sagði Saxon dálítið drýgindalega. „Jeg mundi hafa fengið meira ef sterkjuframleiðendurnir vildu framleiða ósvikna sterkju“. „Þú ert hamhleypa — það má nú segja“, sagði Mary. „Jeg fæ ekki meira en tíu og fimm- tíu fyrir vikuþrælkun. Jæja, við hittumst á stöðinni. Láttu það nú ekki bregðast. Við get- um skoðað okkur um áður en dansinn byrjar. Jeg á von á tveimur vinum mínum“. Á götuhorni skamt frá þvotta húsinu höfðu nokkrir rónar safnast saman undir götuljós- keri. Saxon flýtti sjer fram hjá þeim og var bitur á svip. Að vísu heyrði hún ekki hvað þeir sögðu, en eftir hlátrinum að dæma, gat hún giskað á hvað það mundi hafa verið. Það var orðið kalt í veðri, en samt varð hún kafrjóð. Hún hjelt rak- leitt áfram. Til beggja handa voru verkamannabústaðir. Það voru hálffúin timburhús og sá varla í málningu á þeim fyr- ir margra ára ryki. Þau höfðu ekert til að bera nema hrör- elikann og Ijótt útlit. Nú var orðið aldimt, en hún rataði, og það ískraði í skelli- læsingunni í hliðargrindinni um leið og hún opnaði. Þessa kveðju fjekk hún altaf þegar hún kom heim. Hún gekk eft- ir þröngum gangstíg að húsa- baki. Þar voru tröppur, en nokk ur þrep vantaði í þær. Hún vissi það og af gömlum vana steig hún þá hærra. Hún kom inn í eldhús. Þar logaði á einni gastýru. Hún skrúfaði frá gas- inu eins og hægt var. Eldhúsið var lítið og ekki óþrifalegt. Loftið var gipsað, en fölnað eft ir áratuga þvottagufu, og í því voru margar sprungur síðan í jarðskjálftanum mikla í fyrra. Gólfið var slitið og ójafnt og í því voru stórar rifur. Fyrir framan eldavjelina var það gengið sundur, en þar hafði út flattur bensíndúnkur verið lagð ur yfir. Vatnssvelgur var þar, handklæði hjekk á snaga, — tveir stólar og borð. •— Þetta var alt sem þar var inni. Eplakjarni molnaði undir fæti hennar og brakaði í. Hún dró stól að borðinu. Þar beið maturinn hennar á ofurlitlum vaxdúki. Það voru þykkar og kaldar baunir. Hún bragðaði á þeim, en hafði ekki lyst, og smurði sjer svo eina sneið af brauði. Nú heyrðist þungt fótatak, svó að húsið skalf við, og Sara mágkona hennar kom inn. Hún var nokkuð roskin, brjóstalaus og með úfið hár. Hún var feit í andliti, en andlitið alt hrukk ótt af mæðu og lífsleiða. „Nú, ertu þarna“, sagði hún undir eins. ,Jeg gat ekki hald- ið matnum heitum. Og þvílík- ur dagur. Jeg hefi alveg verið að sálast úr hita. Og Henry litli datt og hjó sundur á sjer vörina svo að ósköp voru að sjá hann. Læknirinn varð að setja fjóra sauma í sárið“. Sara gekk að borðinu, breið og fönguleg. „Hvað er að baununum?" spurði hún með þjósti. „Ekkert, þær eru ....“. Sax on svelgdist á, hún vildi ekki erta mágkonu sína. „Jeg er ekki svöng. Það var svo drepandi heitt í dag, að jeg hbfi enga matarlyst“. Hún svolgraði kalt te, sem hafði staðið svo lengi að það var eins og blek á bragðið. Hún tæmdi bollann fyrir augunum á mágkonu sinni. Svo þurkaði hún sjer um munninn og stóð á fætur. „Jeg held að jeg fari að hátta“. „Jeg er hissa að þú skulir ekki rjúka út til að dansa“. hreytti Sara úr sjer. „Já, er það ekki grátbroslegt — þarna kemurðu heim uppgefin á hverju kvöldi, en samt ertu til í það að rjúka út og dansa alla liðlanga nóttina, hvenær sem er“. Saxon ætlaði að svara, en hætti við og beit á vörina. Samt gat hún ekki stillt sig og sagði gremjulega: „Þú varst nú líka ung einu sinni“. ’ GULLNI SPORINN Efttr Quiller Couck. 88 „Jóhanna er nóg. En vertu nú kyrr, og talaðu eins lítið og þú getur“. Jeg fann, að hún byrjaði að hreinsa sárið á öxl minni. „Kúlan.fór beint í gegnum holdið“, sagði hún. „Engin kúla, sem þarf að ná, og beinið óbrotið. Vertu hugrakkur! — Hvað heitirðu annars?“ „Jack Marvel“. „Þú hefur gott blóð, Jack, en það er ekki mikið orðið eftir af því“. Hún batt um sárið með ljereftsræmum, sem hún reif úr kjól sínum. Að því loknu beygði hún sig niður og lyfti mjer upp, eins og jeg væri barn. „Settu vinstri handlegginn um hálsinn á mjer, Jack, og láttu mig svo vita, hvort þjer kenni til“. Mjer fannst hún taka fimm eða sex skref, en þá komum við út í dagsljósið, aðeins um 50 metrum frá þeim stað, sem plógurinn stóð. Jóhanna bar mig niður hæðina, og jeg var eiginlega hálfvegis sofnaður aftur, þegar jeg hrökk upp við ægileg óp og hljóð. Jóhanna skifti sjer ekkert af þeim, en þegar hún sá, að jeg opnaði augun, nam hún staðar. „Er þetta sárt?“ „Nei, en jeg var að hugsa um svo lítið“. „Ekki hugsa, það veldur þjer aðeins sársauka. Vertu nú rólegur, því brátt verðurðu kominn í þægilegt rúm“. Hún gekk aftur af stað, og hrópin hækkuðu stöðugt. Jóhanna fór beint yfir akurinn og niður lága hæð, og skyndilega vorum við komin að kofa, sem jeg til þessa hafði ekki sjeð. Hljóðin bárust út úr kofanum, og nú heyrði jeg að þe.tta var skræk karlmannsrödd. „Jóhanna“, hrópaði maðurinn, „Jóhanna — Jan Ter- gagel er að klóra á mjer fæturna — hættu þessu bölv- aður kötturinn þinn, geturðu ekki látið mig í friði? Æ, bjargaðu mjer Jóhanna!“ Nú varð örstutt hlje, en brátt var röddin farin að bölva kröftulega. Jóhanna gekk að hurðinni og hratt henni upp, og þegar augu mín höfðu vanist myrkrinu, sá jeg eftir- farandi: — Jeg er orðinn þreyttur á að heyra þig tala um fyrri mann þinn. — Jæja, allt í lagi, jeg skal fara að tala um næsta mann minn. ★ Tilfinningarnar geta gert dverg að trölli og tröll að dvergi. ★ Maður kemur til lögreglunn ar og segir: — Jeg fann úrið sem jeg hjelt, að væri búið að stela í skápnum hjá mjer, svo að jeg ætla að biðja yður um að hafa ekki meira fyrir því. Lögreglumaðurinn: — Mjer þykir það leitt, en við erum búriir að finna þjófinn. — En hvað það er dásam- legt að vera á bát úti á sjó, hjer fær maður sannaiiega kyrrð og ró. — Það er satt, því að nú er bensínið að verða búið. ★ Mamma: — Kalli minn, nú ætlum við pabbi þinn að skilja. Hjá hvoru okkar viltu vera á- fram. •— Ja, það er undir því kom- ið, hvort ykkar heldur bíln- um. — ★ Nýlega heimsótti foringi frelsíshreyfingar negra í Nige riaf __ negrakonungurinn Zik, London. Hann kom til nýlendu málaráðherrans, Creech Jones, og átti fjögra tíma samtal við hann. Hann kom í nýlendumála- ráðuneytið með níu manna fylgdarliði og var íklæddur klæðum úr stútsfjöðrum og með gullkórónu á höfðinu. Hann hefur. nú snúið aftur til lands síns. ★ hann geispar. — Mjer líkar vel við þenn- an mann, það er eitthvað opin, skátt við andlitið á honum. — Já, sjerstaklega þegar;

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.