Morgunblaðið - 26.09.1947, Side 2

Morgunblaðið - 26.09.1947, Side 2
2 MORGTJTSBLAÐIÐ Föstudagur 26. sept. 1947! j IRI MOGIJLEIKAR EIM OKKRU SINNI FYR „Kampavínsekkjurnar" eftir Krogh Norræn listsýning stendur yfir í Kaupmannahöfn um þessar mundir. Þar cr m. a. þessi mynd, sem höfundurinn, Per Krogh, nefnir „Kampavínsekkjurnar“. Brjef frá Guibirni Jónssyni: Npr fiieri sigrali besia miðframherja SJÁLFSBLEKKI^TG manna kemur fram með ýmsu móti. Eitt hið einkennilegasta fyrir- brigði hennar er þó það, þegar menn, á, meðan æðisgengnum styrjöldum stendur halda, að í stríðslokin muni tafarlaust renna upp miklir sælutímar. Llefur þessa einkum gætt í heimsstyrjöldunum báðum. Ávöxtur eyðileggingarinnar er fátækt. I myrkri og örvæntingu har- áttunnar töldu menn sjer trú um, að fátt mundi skyggja á hamingjusólina að ófriðnum loknum. Auðvitað hafa þessnr tyllivonir hvergi fengið stað ist. Mörg ár höfðu menn beint allri orku sinni að því að eyði- leggja. Það var ekki aðeins aS vanrækt væri að endurnýja og halda við því, sem fyxir var, heldur þótti sú listin mest, a'S hamast við að leggja í rústir. Árangur þessa gat auðvitað ekki orðið annar en fátækt og eymd. Víða skorti liinar frum stæðustu þarfir og möguleikarn ir til að framleiða þær voru úr sögunni. Fyrst og fremst verður að hæta úr þessu. Sjálft uppbygg ingarstarfið, að koma öllu í samt lag og það var, hlýtur ao taka mörg ár. Fyrst þegar því er lokið er von til, að þjóðfje- lögin sem heild geti áunnið sjer hetri kjör en þau áður áttu við að húa. Víðast hvar á þetta ó- segjanlega langt i land. Menn eiga eftir að þola skort og hung ur í mörg ár þangað til von get ur staðið til, að aftur fari að hirta. Slíkt' er ástandið. í hinum eig inlegu ófriðarlöndum eða a. m. k. þeim þeirra, þar sem stríðiö sjálft geysaði. Bjartsýni íslendinga. Við Islendingar höfum sern betur fer ekki sjálfir kennt á þessum ógnum nema að ör- lirlu leyti. Sjómannastjettin galt að vísu afhroð, sem seinc verður bætt, og fjárhagstjón biðum við nokkuð með skios- töpum. En í heild auðguðumst við mjög á ófriðnum. Sá fjár- gróði var ekki einhliða vinn- ingur. Síður en svo. En því verður ekki neitað, að hann bætti mjög kjör allra lanls- manna, ekki síst almennings, frá því sem áður var. Það er þessvegna engin furða þó að íslendingar hafi meðan á ófriðnum stóð orðið gripnir sömu bjartsýninni um framtíð ina eins og sjálfar ófriðaþjóð- irnar efldu í hugum sjer tií að auka kjarldnn til áframhald- andi baráttu. Vaxnir upp úr að framleiða saltfisk, Að ýmsu leyti lýsti þessi bjartsýni okkar sjer á barnaleg an hátt í hversdagslegum hlut um. Það vaknaði t. d. sú trú, að vegna þess að aúðvelt var að selja fisk á meðan fáir eða engir höfðu aðstöðu lil fisk- yeiða nema við, þá mundu eng ir örðugleikar verða um mark fiði í framtíðinni. Reynslan frá ___1 því fyrir stríðið liefði þó átt að halda því föstu í minni manna, að þá bagaði okkur ekkert meir en markaðsörðugleikarnir. En bjartsýnin náði svo langt að vegna þess að mönnum hafði þótt umstangsmikið að eiga við saltfisk, ímynduðu menn sjer, að hjer eftir yrði saltfiskverslun algjörlega úr sögunni. Llöfðu þó saltfiskmark aðirnir löngum reynst okkur drýgstir á venjnlegum tímum. Hefði mátt ætla að ýmsir gerðu sjer í hugarlund, að svo kynni að koma á ný, að við þyrftum á þeim að halda. En þó að áætl- að væri að framleiðsla á saltfisk gæti þetta ár numið 70000 tonnum, gerði fyrverandi a t- vinnumálaráðherra Áki Jak- obsson ekki ráðstöfun til, að unt væri að þurka einn ugga í húsi, hvað þá meira. íslendingar hafa belri aðstöðu en aðrir. Nú er ófriðnum sem betur fer lokið fyrir meira en 2 ár- um. Nú höfum við lært, að efdrstríðstíminn er ekki tími allsnægta og velsældar, heldur eymdar og örðugleika a. m.k. víðast hvar. Munurinn á okk ur og flestum öðrum Evrópu- þjóðum er þó sá, að á meðau þær vörðu timanmn til eyði leggingar þá eyddxnn við hor; um til auðssöfnunar. Þar sem þær þurftu að hefjast hand i um endurbætur ósegjanlegra skemmda, J)á gátum við hafið njAköpun okkar til viðbótar því sem áður var óskemmt að mestu leyti. Aðstöðumunurinn er þessvegna mikill. En örðuglcikar okkar kom i af því að við þurfum að eiga skipti við þær þjóðir, sem í raunirnar hafa ratað og eru nú fyrst að b}-rja að rjetta sig við. Til þeirra þurfum við að sækja flestar okkar nauðþurftir og vörur okkar þurfum við að selja því verði, sem þeim sje ekki um megn að greiða. Það væri ósköp þægilegt, c.l við gætum heimtað til okkar alla þá hluti, er við })örfnuð- umst fyrir það verð, sem okk ur þóknaðist að greiða. Okkur mundi eflaust einnig einhvern- veginn lánast að eyða andviíð inu, þó við gætum sjálfir setl upp verðið fyrir varning okk ar og aðrar þjóðir tækju fegíns hendi við honum eftir okkar fyrirsögn. ' En þessu er því miður ekki að heilsa. Við lifum enn ekla í slíku draumalandi. Ársæli varð svarafátt. Um sölu afurðanna verðum við að gæta tvenns. Við megum eklci ofbjóða kauþ getu viðsemjanda okkar. Því að þá verða þeir að leita annarar vöru, þó að þeir vilji hana útaf fyrir sig síður. Ekki tjáir heldur að ætla að selja framleiðslu okkar hærra verði en aðrir selja samskonar vöru. Þvi að flestar Jþóðir eru með sama markinu brenndar eins og rússnesku embættis- mennirnir, sem sögðu við samn inganefnd okkar austur i Moskva í vetur, að „sem góðir kaupmenn gerðu þeir kaupin })ar sem þau væru hagkvæm- ust.“ Ársæll Sigurðson er að vísa enginn aðdáandi auðvaldsskipu lagsins eða frjálsrar samkeppni En við þessum ummælum Rúss anna kunni hann engin svör. ILann er ekki ámælisverður fyr ir það, því að þau svör eru ekki til. Það er lífsins lögmál, að sá, sem stendur sig ver í samkeppn inni, verður undir. Það gildir ekki síður þar sem „hagkerfi sócialismans“ ræður en frjáls ræði í atvinnumálnum Ein i ráðið til að ná sjer upp á mr, fyrir þann sem undir verður, er að verða sjálfur samkeppnis- hæfari næst. Ef það lánast ekki er nýr ósigur vís og síðan koll af kolli, þangað til efnin eru glötuð og örhirgðin tekur við. Islendingar munu ekki glata tækifærinu. Ef slíkt á að henda Islendinga nú, má með rjettu segja, oð engin })jóð hafi ávaxtað pund sitt ver. íslendingar höfðu betri aðstöðu í ófriðarlokin en flestar aðrar Evrópuþjóðir. Sá aðstöðumunur hefur í raun cu veru vaxið en ekki minnkdð siðan. Nýsköpunin gerir okkur færari til að afla meiri raun- verulegra verðmæta sjálfum okkur og öðrum til góðs en nokkru sinni áður. Það er ein- ungis eitt sem amar að: Okkur helst ekki uppi að setja kröfur okkar hærra en svo, að aðrir geti við okkur samið. Enn þá þarfnast nágrannar okkar alls þess, sem við getum framleitt. Öllum okkar skipum er óhætt að fiska látlaust. Mark aðirnir standa opnir. Verðið er svo hátt, að jafnvel þótt tekið sje tillit til hinnar almenrm verðhækkunar í heiminum, sem orðið hefur frá því fyrir ófriðinn, þá mundi engann þá hafa dreymt um slíkt verð hlutfallslega sem nú er hægt aðfá. Ef við kunnum okkur hóf, er öllu borgið. En ef við spennum bogann of hátt, kann svo að fara, að sjálft sjálfstæðið bresti úr hendi olckar. CAEN ENDURBYGGÐ .. PARÍS: Ákveði hefur verið að endurbyggja borgina Caen í Nor- mandy, sem þvínær gereyðilagoist í styrjöldinni. Næstum hvert ein- asta liinna 11,000 húsa borgar- innar eyðilagðist. EINS og skýrt hefur verið frá hjer í blaðinu, er Guðbjörn Jónsson knattspyrnumaður úr KR um þessar mundir í Frakk- landi og er nú farinn að leika sem áhugamaður með knatt- spyrnuíjel. Nacy. Guðbjörn hefur nýlega skrif- að bróður sínum Sigurjóni Jóns- syni brjef, þar sem hann lýsir nokkuð frammistöðu Albarts Guðmundssonar, en hann leikur með Nancy svo sem kunnugt er. Fer l)jer á eftir kafli úr bi jefi Guðbjörns: Föstudaginn 12. sept. fór jeg með Nancy til Parísar, en þar átti fjelagið að leika á móti hin- um kunna franska Stat-France. Jeg hlakkaði mjög mikið til þess að vera viðstaddur leik þenna. Nú fjekk Albert sitt fyrsta tæki færi til þess að lofa frönskum knaítspyrnu-unnendum, að bera sig saman við besta miðfram- herja Frakklands, blökkumann- inn Bentbarek. Fyrri hálfleikur Þenna dag var mjög heitt í veðri. Að sjálfsögðu háði þaS Albert mjög. Jæja, leikurinn hófst. Virtist mjer, sem 'leikið væri upp á líf og dauða. Hrað- inn og harlcan í leiknum var eftir því, enda er þetta einn leikjanna í Bikara-keppninni frönsku. Fyrri hálíleik Jauk með sigri Stat-France 2 gegn 0. Bæði þossi mörk skoraði hinn snjalli blökkurnciður mjög glæsi lega. Um frammistöðu Alberts í þessum hálfleik, skal það sagt að frá mínum bæjardyrum sjeð var hún góð, þó ekki gæti hann skorað mark. Jeg var sannast mála orðinn hálfhræddur um að Bentbarek myndi fara nieð sig- ur af hólmi í þessu einvígi við Albert. Leikni Alberts Seinni hálfteikur var leikur Alberts í þess orðs fyllstu merk- ingu. í honum skoraði Albert 3 mörk en eitt þeirra var þó dæmt ógilt vegna rangstöðu. Þessi mörk skoraöi Albert eftir að hafa leikiö dásamlega vel á hinn kunna danska knattspyrnu snilling Arne Sörensen. Það virtist ekki vera nokkur vafi á því, að Albert og blökku- maðurinn væri þess vel vitandi, að þessi leikur skæri úr bví, hvor þeirra myndi hreppa titilinn: Besti knattspyrnu- maður Frakklands. — Gerð- ist blökkumaðurinn svo heitur í leiknum, að í lok hans gakk hann til Alberts og bauð honum að slást við sig. Albert vildi að sjálfsögðu fara út í slíkt, hjelt har.n höndum niður með síðum og bauð þeim dökka aö slá ef honum sýndist svo. — Var nú gengið á milli þeirra, og komið í veg fyrir frekari aðgerðir. —• Þessum leik lauk með sigri Nan- cy 3 gegn 2. Hjer þekkja allir íslendinginn Guðmundsson, enda kveða hróp in altaf við: Áfram ísland. —• Já, það er hrííandi að heyra þúsundir manna kalla: Áfram ísland! Áfram ísland! — Að leikslokum komu hundruð manna til þess að hylla Albert og þakka honum fyrir leik hans, í þessum hóp voru 15 íslend- ingar, sem horft höfðu á lcik- inn. Þökkuðu þeir Albert þann milda sóma er liann hefði sýnt: þjóð sinni. Frönsk blöð skrifuðu um leik- inn og sögðu að Albert hefði unnið leikinn fyrir Nancy og sigrað blökkumanninn. Frönsk blöð skrifa mikið um Albert og blaðamenn koma oft í heimsókn tii hans. Landkynningarstarfsemi okk aar fær góðan byr í segl sín hjer í Frakklandi með frammi- stöðu Alberts. — Fátt mun vera betra í þeim efnum, en vinsam- ieg skrif blaða um Albert og ekki síður, þegar hann mætir til leiks, er þúsundir ma'nna hrópa af áheyrendapöllunum: Áfram ísland! — Áfram Guð- mundsson!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.