Morgunblaðið - 26.09.1947, Qupperneq 14
14
,-------,
i^asnni^iH
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 26. sept. 1947
MÁNADALUR
si áídíaaa c. j-1ir jja c/’ cddonclon
12. dagur
Saxon sá fyrir sjer litla hund
inn Punch, sem var orðinn svo
sárfættur af langri göngu að
hann komst ekki lengra. Og
hún sá átta ára telpu taka
þennan hvolp og fela hann í
vagninum. Hún sá það þegar
faðir telpunnar uppgötvaði
það, að hundurinn var kominn
í vagninn_ sem áður var alt of:
þungur fyrir uppgefna uxana.
Hún sá hvernig hann þreif í '
hnakkadrembið á seppa og var
bálreiður. Og hún sá Daisy litlu
hlaupa fram fyrir gínandi byssu
opið, þegar átti að skjóta Punch.
Og svo sá hún Daisy ganga ör-
þreytta í rykinu marga daga
og bera hundinn eins og hann
væri sjúkt barn.
Og Saxon sá orustuna hjá
Little Meadow. Hún sá særða
menn í vagnborginni veinandi
af kvölum og þorsta. Og hún
sá hvar Daisy litla gekk út úr
vagnborginni í bestu fötunum
sínum, eins og hún ætlaði til
veislu. Hún gekk hiklaust yfir
bersvæði út að vatnsbólinu til
að sækja. vatn. Og Indíánarnir
gerðu henni ekki neitt, þeir
voru svo hissa á þessu.
Saxon kyssti upphlutinn við
kvæmnislega, braut hann and
lega saman og lagði hann nið-
ur í skúffuna.
Þegar hún var háttuð rifjaði
hún upp fyrir sjer allt sem hún
mundi frá samvistunum við
móður sína. Það var ekki margt.
En henni var jafnan kærast
að sofna út frá þeim endurminn
ingum. Þá hvarf hún með sín-l
ar óljósu minningar um móð-
ui’ina yfir í draumalandið. En
sú móðir, sem hún sá þá, var
hvorki Daisy litla nje konan
á myndinni, heldur langþreytt
kona, úrvinda af vökum og
sorg, en blíð og þolinmóð. Hún,
gat aldrei sofið, hve fegin sem,
hún vildi og enginn læknir gat
hjálpað henni. Það var aðeins'
viljastyrkur hennar sem varn-
aði því að hún missti vitið út
af raunum sínum. En aldrei
mælti hún eitt æðruorð, altaf
var hún brosandi. En sorgin
hjó í hinu ómælanlega djúpi
gráu augnanna hennar.
Að þessu sinni gekk Saxon
illa að sofna. Hún sá móður
sína altaf fyrir sjer öðru hvoru, j
en þess á milli sá hún Billy.
Og enn einu sinni spurði hún
sjálfa sig: Er þetta hann.
VII. KAFLI
Hún vann af kappi eins og
áður, en nú fannst henni dag-
arnir vera lengi að líða. Það
var ótrúlega langt frá sunnu-
degi til miðvikudagskvölds. Hún
raulaði við vinnuna og keptist
við eins og hún gat.
„Jeg skil ekkert í hvernig þú
ferð að þessu“, sagði Mary. „Ef
þú heldur þannig áfram þá
vinnurðu áreiðanlega fyrir
þrettán eða fjórtán dollurum
í þessari viku“.
Saxon hló og fyrir augum
hennar dönsuðu stafir, sem röð
uðust saman í eitt orð: Mið-
vikudagur.
„Hvernig líst þjer á Billy?“
Spurði Mary.
„Mjer líst vel á hann^ svar
aði Saxon- hiklaust.
„Láttu það ekki verða meira“,
sagði Mary.
„Jeg ræð því sjálf“, sagði
Saxon.
„Farðu varlega“, sagði Mary.
„Þjer verður það aðeins til
sorgar ef þú gætir þín ekki.
Honum dettur ekki í hug að
gifta sig. Það hafa margar
stúlkur fengið að reyna. Þær
elta hann á röndum, en hann
vill ekki sjá þær“.
„Jeg hefi hvorki ætlað rnjer
að elta hann á röndum nje
neinn annan mann“.
„Mjer fannst rjett að vara
þig við“, sagði Mary. „Og það
er þjer fyrir bestu að breyta
eftir því“.
Saxon var orðin alvarleg.
„Hann er þá ekki — ekki
þannig-------Hún kom ekki
orðum að því, sem hún ætlaði
að segja.
„Nei, hann er ekki einn af
þeim, enda þótt ekkert ætti að
aftra honum frá því“, sagði
Mary. „Hann er hreinn og
beinn. En hann kærir sig ekki
um kvenfólk. Hann hefir gam-
an að dansa við þær og dufla
við þær, en þar fram yfir •—
ekkert. Oteljandi stúlkur hafa
verið vitlausar eftir honum.
Nú sem stendur eru það sjálf-
sagt tuttugu, sem elska hann.
En hann hæðist að þeim. Það
er nú til dæmis Lily Sander-
son. Manstu ekki eftir henni?
Þú sást hana á skemtun Slav
onanna í Shellmound í fyrra.
Hún er há og grönn og falleg.
Hún var þá með Butrh Will-
ows“.
„Jeg man eftir henni“, sagði
Saxon. „Hvað er um hana?“
„Jæja, hún hafði haldið við
Butrh nokkuð lengi. En vegna
þess að hún dansaði vel, þá
dansaði Billy nokkrum sinnum
við hana. Butrh varð öskureið-
ur. Hann gerði uppistand og
króaði Billy af, og rauk svo
upp á hann með óbóta skömm-
um svo að allir heyrðu. Billy
hlustaði á hann þegjandi og
Butrh espaðist því meir. Allir
bjuggust við því að þeim
mundi lenda saman. En þá
segir Billy: „Ertu búinn að
tala?“ — „Já“, sagði Butch.
„Jeg hefi sagt allt, sem jeg
þarf að segja við þig og hvern-
ig jeg ætla að fara með þig“.
Hvað heldurðu að Billy segi
þá? Þarna stóð Butch fyrir
framan hann eins og manndráp
ari og fjöldi manna hlustaði
á. Hvað heldurðu að Billy hafi
sagt? „Jeg ætla ekki að gera
neitt“, sagði hann. Ekkert ann-
að. Og Butch varð svo forviða
að það hefði mátt fella hann
með fjöður. „Ætlarðu þá ekki
að dansa við hana oftar?“
spurði hann gapandi. „Nei, jeg
skal ekki dansa við hana fyrst
þú vilt það ekki, Butch“, sagði
Billy. Já, hann sagði það bara
svona. Já, það hefði átt að vera
einhver annar, sem ljet undan
á þennan hátt. En af því að
það var Billy^ þá láði honum
enginn. Hann gat gert þetta, af
því að hann er frægur hnefa-
leikari. Allir vissu það að hann
var ekki hræddur við Butch
og að hann gerði þetta ekki
af hugleysi. Nei, sannleikurinn
var sá, að hann kærði sig ekk-
ert um Lily Sanderson. Og þó
sá hver maður að hún var al-
veg vitlaus eftir honum“.
Þessi saga varð Saxon bæði
umhugsunarefni og áhyggju-
efni. Hafði Billy aðeins gaman
! að því að dansa við hana?
Mundi hann haga sjer á sama
hátt aggnvart Charley ef hann
rjeðist á hann og forsmá hana
eins og hann hafði forsmáð Lily
Sanderson? Mary hafði sagt að
hann vildi ekik gifta sig. En
það var ekki hægt að loka aug
! unum fyrir því að hann var
mjög æskilegur eiginmaður.
Það var svo sem ekki að furða
I þótt allar stelpur væri vitlaus-
ar eftir honum. En merkileg-
ast var að karlmennirnir dáð-
' ust að honum líka. Það var til
dæmis engu líkara en að Bert
tilbæði hann. Og hvernig var
það með rónann í borðsalrmm
' í Weaselgarði og írlendinginn
stóra í þrengslunum — báðir
j keptust um að biðja hann af-
sökunar þegar þeir vissu hver
• hann var.
! Skyldi honum ekki vera spilt
með of miklu dálæti? Nei, það
var ljótt að hugsa þannig. Hann
var bæði blíðgeðja og hraust-
ur, og hann ljet hvorki aðra
troða sig um tær, nje tróð aðra
um tær.
I Það var nú þessi saga um
Lily Sanderson. Saxon reyndi
að brjóta hana til mergjar.
' Hann hafði ekki kært sig neitt
um stúlkuna og gefið Butch
hana eftir undir eins. Þannig
mundi Bert ekki hafa farið að.
Þótt ekki hefði verið annað, þá
mundi hann hafa gripið tæki-
færið til þess að lenda í illind-
um. Þeir mundu hafa flogist á
í illu, og orðið svarnir óvinir
upp frá því, en Lily Sanderson
hefði ekki verið neiu bættari
fyrir það. En Billy hafði hag-
að sjer eins og manni sómdi.
Með rósemi hafði hann tekið
tillit til alls. Og fyrir það óx
hann enn í augum Saxons.
Hún keypti sjer silkisokka,
sem hana hafið lengi langað
til að eignast. Og á þriðjudags-
; kvöldið sat hún þreytt og sifj-
j uð fram á nótt við það að sauma
I sjer treyju, en Sara umhverfð
' ist út af því að hún eyddi gasi
að óþörfu. ^
j Dansleikur Orindoro á mið-
vikudagskvöldið varð henni
ekki til óblandinnar gleði. Það
I var andstyggilegt að horfa upp
á það hvernig stúlkurnar eltu
j Billy á röndum og reyndu að
! heilla hann. Og stundum sárn-
aði Saxon hvað hann var kur-
teis við þær. En þó varð hún
! að viðurkenna það að hann
j særði ekki hina ungu mennina
| með framferði sínu, eins og
stúlkurnar særðu hana. Þær
'■ báðu hann hreint og beint um
að dansa við sig, og hún tók
eftir öllum þeim veiðibrellum,
' sem þær höfðu við hann. Hún
j afrjeð að haga sjer ekki þann-
ig, og dansaði því við hina og
aðra. Og sjer til mikillar ánægju
j tók hún eftir því að þetta var
rjetta lagið. Að yfirlögðu ráði
j ljet hún hann sjá og finna, að
öðrum piltum leist líka vel á
sig, en ljest ekki gefa því nein-
ar gætur, hvernig stúlkurnar
Ijetu við hann.
GULLNI SPORINN
97
eftir að hafa hlýtt á þakkarguðsþjónustu, var honum skift
í tvennt. Hjelt annar hluti hans, undir forustu Sir Ralphs,
í áttina til Saltash, þar sem Ruthen, ásamt leyfunum af
her sínum, hafði komið sjer fyrir, en hinn hlutinn, undir
stjórn Berkeley lávarðar, hjelt í norðaustur, til að reyna
að hafa upp á her jarlsins af Stamford. Jarlinn hafði þó
ekki þorað að hætta á orustu, en haldið með her sinn til
Plymouth.
Það var við þetta tækifæri, að Berkeley lávarður, ásamt
fjölmörgum tignustu liðsforingjum sínum, kom við í kofa
Jóhönnu, til að þakka henni og mjer fyrir að láta sig vita
um sókn Stamfords lávarðar, því það var vissan um
þetta, sem hafði bjargað öllum konungshernum.
Mjer auðnaðist þó ekki að tala við þessa virðulegu gesti,
því er þeir komu að kofanum, hafði jeg mikinn sótthita,
og það liðu röskar þrjár vikur, áður en jeg gat stigið á
fætur, og nokkrir mánuðir, áður en jeg hafði náð íullri
heilsu. Allan þennan tíma hjúkraði Jóhanna mjer. Það
er henni að þakka, að jeg ennþá er á lífi og get ritað þetta.
Er mjer tók að batna, fekk jeg að vita, að óvinaherirnir
í Devon og Cornwall höfðu gert með sjer vopnahlje, svo
að friður ríkti nú í landinu að minnsta kosti um stundar-
sakir. Þessi tíðindi höfðu þó ekkert mikil áhrif á mig,
eins og nú var ástatt um mig. Jeg ljet mjer nægja að liggja
úti í vorsólinni og láta hana verma mig, meðan jeg horfði
á Jóhönnu og hugsaði um Delíu. Því enda þótt jeg hefði
litla von um að líta hana augum á ný, var hún samt öllum
stundum í huga mínum.
Jeg umgengst enga nema Jóhönnu, því eftir að faðir
hennar hafði bjargað lífi mínu áðurnefndan dag, ljet hann
mig gersamlega afskiftalausan. Jeg eyddi því öilum stund-
um með Jóhönnu. sat hjá henni meðan hún gætti ánna,
horfði á hana, þegar hún plægði, eða lá á einhverri hæð-
inni á heiðinni og ræddi við hana um styrjaldir og skær-
ur. Þetta var það eina, sem hana langaði að heyra um
— hún bara hló að mjer. þegar jeg bauðst til að kenna
henni að lesa, — og allan daginn gat hún sitið og hlustað
Zm~— ^
'jS/naj
ReiVclngshald St ®ndur8koBui)
~J4jarlar jPjeturiSi
Canl.
ionar
oecon.
Mlóstrætl Ö — elml 3028
„Við höfum gert kaupsamn-
ing um að selja á hverjum
degi hundrað egg“.
★
— Mig vantar 100 krónur og
jeg veit ekki hvar jeg á að fá
þær.
t — Aha, það var gott. Jeg
var orðinn hræddur um að þú
ætlaðir að fá þær hjá mjer.
! *
— Hefur þú heyrt að nú er
búið að setja nýtt heimsmet í
flugi.
— Já, flugmaðurinn var svo
fljótur^ að hann lenti fjórum
klukkutímum áður en hann
lagði af stað.
' ★
— Hvað ætli að sje að hon-
um Sigga? Jeg hefi ekki sjeð
hann svo lengi.
— Siggi? Hann steig svo fast
með hægra fæti á vinstri fót,
að hann fótbrotnaði og nú ligg
ur hann.
★
Astralíumenn eru nú mestu
kjötætur veraldar. Að meðal-
tali jetur hver Astralíumaður
140 pund á ári af kjöti. Til
samanburðar má geta þess, að
Bretar, sem fyrir styrjöld voru
taldir miklar kjötætur, borð-
uðu þá ekki nema 64 pund á
mann.
★
Kínverji einn í Kanton varð
stórríkur við að veiða einn ein
asta fisk. Astæðan var að í
maga fisksins fundust tveir dýr
mætir demantshringar. Japansk
ur flotaforingi, sem hafði drukn
að í stríðinu, hafði átt þá.
★
Betlarinn: — Jeg er giftur
og jeg hefi sjeð betri daga.
Maðurinn: — Því trúi jeg,
það hafa allir, sem eru grtir.
★
Dómarinn: — Jeg vil láta yð
ur vita, að hjer í rjettinum
eigið þjer aðeins að segja sann
leikann. Allt annað hugsar
verjandi yðar um.
★
Meðmæli.
Innbrotsþjófar, sem höfðu
reynt heila nótt að opna pen-
ingaskápinn í blómaverslun
Bergers í Philadelfía, gáfust
loks upp og skildu eftir seðil,
sem þeir skrifuðu á: Ágætur
peningaskápur.