Morgunblaðið - 30.09.1947, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 30. sept. 1947
JHwgnttMftfrife
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritst-jórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.1
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlanda.
kr. 12,00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Leabók.
Tíminn og rjettlætið
AÐ UNDANFÖRNU hafa birst í Tímanum nokkuð
margar greinar um verslunarmálin. Eru þeir, sem greinar
þessar skrifa, að reyna, að finna rjettlætið í þeim málum.
að því er þeir segja.
Hjer í blaðinu hefir því ávalt verið haldið fram, að
einasta rjettlætið sem til væri í verslunarmálunum, væri
frjáls verslun, þannig, að neytendurnir gætu valið hvar
þeir hefðu viðskifti sín.
Það er sannað, að Samband íslenskra samvinnufjelaga
og kaupfjelögin hafa undanfarin ár fengið eins rífleg inn-
flutningsleyfi, og verslanir kaupmanna, enda hefir bæði
Sambandið og kaupfjelögin venjulega átt töluvert ónotað
af innflutningsleyfum um hver áramót.
,,Höfðatölureglan“ er dauðadæmd fyrir löngu og mun
aldrei rísa upp á ný. í hugum rjettlátra og heiðarlegra
manna. Ætti að framfylgja henni í kaupfjelögunum, yrði
vitaskuld líka að framfylgja henni í verslunum kaup-
manna. En slíkt er óframkvæmanlegt, nema öll verslun
verði sett í einokunarfjötra, og öll vara skömtuð eða
mönnum bannað, að viðlagðri þungri refsingu, að versla
nema á einum stað. Sjá allir hvaða fásinna það væri. Enda
mundu allir landsmenn rísa gegn slíkum verslunarháttum.
Kaupfjelagsmenn og kaupmenn eiga að vinna að því í
sameiningu að öll verslun verði algjörlega frjáls. Það er
besta lausnin fyrir báða, þessa aðila og alla landsmenn.
í Tímanum þ. 24. sept. er nokkuð rætt um fje það,
sem kaupfjelögin endurgreiða fjelagsmÖnnum sínum. I
því sambandi eru nefndar 3 miljónir. Ekki verður komist
hjá því að benda greinarhöfundi og almenningi á, að
þessar 3 miljónir, og yfirleitt mest af því fje, sem kaup-
fjelögin endurgreiða fjelagsmönnum sínum, er það fje
sem þau áttu að greiða í skatta til hins opinbera ef þau
hefðu lotið sömu skattalögum og kaupmenn og almenn-
ingur. Þetta fje er því rjettu lagi ekki annað en gjöf eða
styrkur sem veittur er á kostnað alls almennings í land-
inu er fellur fjelagsmönnum í skaut vegna skattfríðinda
kaupfjelaganna. En almenningur verður að greiða þeim
mun hærri skatta sem kaupfjelögunum er veittur meiri
styrkur af almannafje á þenna hátt. Þessu verður að
kippa í lag. svo allir landsmenn hafi sömu skyldur og
njóti sömu rjettinda, hvar sem þeir hafa viðskifti sín.
í 170. tölublaði Tímans er minnst á það, að kaupmenn
muni ekki þora að keppa við kaupfjelögin á grundvelli
frjálsrar verslunar. Meiri fjarstæðu hefir ekki verið hald-
ið fram í þessu máli, af þeirra hálfu, sem altaf eru að
biðja um sjerrjettindi fyrir kaupfjelögin en sem margir
kaupfjelagsmenn eru nú farnir að skammast sín fyrir.
I stað þess að flytja slíkar bábiljur, að kaupmenn þori
ekki að keppa við kaupfjelögin væri nær fyrir Tímann
að taka upp baráttu fyrir afnámi skattfríðindanna, og
sýna með því í verki, að hann treystir kaupfjelögunum
til að keppa við kaupmenn á jafnrjettisgrunavelli.
Nám og gjaldeyrir
HJER í BLAÐINU er birt ályktun frá fundi Hafnar-
stúdenta um yfirfærslur til námsfólks erlendis. Tilefni
ályktunarinnar er tilkynnirxg Viðskiptanefndar um nið-
urskurð á yfirfærslum til námsmanna. Er eðlilegt að
stúdentar sem stunda nám erlendis, líti á það alvarlegum
augum ef harkalega verður farið útí þá sálma að banna
mönnum að afla sjer mentunar erlendis, og gjaldeyris-
skorti kent um. Því þá myndi þurfa að spara við sig
flesta hluti heima fýrir.
Annað mál er svo það, að þegar miða á gjaldeyrisleyfi
við nauðsynjar einar. þá verður að taka fyrir, að fólk eyði
gjaldeyri að lítt þörfu eða alóþörfu, undir því yfirskini
að verið sje að afla sjer fróðleiks um gagnlega hluti.
DAGLEGA LÍFINU
Veturinn kominn.
VETRARVEÐRIÐ ura helg-
ina kom held-ur óvænt. Það má
segja að það hafi steypst yfir
menn eins og hnerri. Það er
heldur sjaldgæft, að hjer sje
alhvít jörð síðustu dagana í
septembermánuði og frost svo
að það leggi polla á götunum
og Tjörnina leggi.
En það eru víst flestir orðnir
alveg gáttaðir á því að reikna
út veðrið eftir árstíðum. Það
hefir svo sem ekki verið mikið
sumar hjer sunnanlands að
þessu sinni þótt almanakið hafi
sagt að svo væri.
•
Fyrsta hretið.
EINHVERJUM hefir vafa-
laust orðið á að endurtaka
gamla brandarann, ,,nú er það
svart, alt orðið hvítt“ á sunnu-
dagsmorguninn. Og mörgum
mun hretið hafa komið á óvart
og valdið hefir það tjóni hjá
þeim, sem ekki voru búnir að
taka upp úr görðunum sínum.
Það voru bara börnin, sem
voru ánægð að geta leikið sjer
í snjónum og í fyrsta sinni á
æfinni hefi jeg sjeð snjókerl-
ingar í görðum í Reykjavík í
septembermánuði.
Já, það má nú segja, að fyrsti
snjór haustsins kom mönnum á
óvart.
Urðu ekki hissa.
Á SUNNUDAGSNÓTTINA
hitti jeg fólk, sem var ekki
hissa þótt hjer væri snjókoma.
Það var suður á Keflavíkurflug
velli. Þar var margt um mann-
inn þessa nótt, því fjöldi flug-
vjela kom þar við á leið sinni
vestur yfir Atlantshaf.
Meðal farþega á einni vjel-
inni voru tvær aldraðar konur.
„Hjer er kalt og ömurlegt“,
sagði önnur.
,,Við hverju var að búast“,
ansaði hin. „Þú verður að gá
að því að við erum á íslandi“.
„Ætli það sje eilífur snjór
hjer allan ársins hring?“ spurði
sú fyrri, og það fór hrollur um
hana að vera komin til þess
kalda lands.
Fleiri gestir en við
vitum.
ÞAÐ KOMA FLEIRI erlend-
ir gestir til íslands en við ger-
um okkur alment Ijóst. Við
vitum um að flugvjelar AOA
eru altaf fullar, er þær fara
hjer um að minsta kosti þrisvar
í viku, en það, sem almenning-
ur veit ekki er, að það eru fleiri
flugvjelar sem lenda hjer í
Keflavik, en þær amerísku. Svo
að segja á hverjum einasta sól-
arhring koma hjer við flug-
vjelar á leið sinni vestur um
haf eða vestan. Og með þessum
flugvjelum eru hundruð er-
lendra manna.
Aðfaranótt sunnudagsins
komu hjer hollensk flugvjel
frá Konunglega flugfjelaginu
með um 40 farþega, ensk flug-
vjel frá BOAC með álíka marga
og Skymastervjelar frá Norð-
urlandaflugfjelaginu SAS. Von
var á tveimur vjelum í viðbót
um morguninn, er jeg vissi síð-
ast.
•
Lítið við að vera.
EINS OG MARGOFT hefir
verið lýst hjer 1 dálkunum er
það heldur ömurleg aðkoma fyr
ir þetta ferðafólk í Keflavík.
Starfslið AOA hefir að vísu
gert sitt besta. En braggarnir
eru ekki vistlegir og verða aldr
ei og veitingastofan er ekki
neitt til að hæla sjer af, þótt
veitingar, sem þar eru fram-
bornar sjeu mjög sæmilegar.
Misjafnt er hve flugvjelarn-
ar standa lengi við, sumar í
eina klukkustund, en aðrar í
nokkrar klukkustundir.
Á meðan beðið er verður
hver farþegi að hafa ofan af
fyrir sjer, eins og hann best
getur — og algjörlega aðstoðar-
laust. Flestir kjósa að leita sjer
að sæti og sitja þar, eða ganga
um gólf. Flestir eru óþolinmóð-
ir og vilja koma sjer af stað
sem fyrst frá þessum eyðilega
stað.
Islenskt landabrjef
og Fjallkonumynd.
í AÐALBIÐSALNUM er eitt
landabrjef af íslandi uppi á
vegg og í veitingastofunni er
Fjallkonumyndin gamla, Það
er það eina, sem minnir á ís-
land á þessum stað. — Og þó.
Það munu vera til bæklingar
um ísland, en þeir eru undir
borði, þar sem enginn sjer þá
og ekki varð jeg var við, að
þeim væri haldið að fólki al-
mennt, nema hvað fulltrui
breska flugfjelagsins útbýtti
nokkrum pjesum til farþega,
sem voru á hans vegum. Aðrir
fengu ekki neitt.
Ekki er þarna nein verslun,
sem selur póstkort, eða minja-
gripi. Ekkert sem minnir á
landið, nema gi'jót og rigning,
eða snjókoma, eins og var á
sunnudagsnóttina.
Ónotaðir möguleikar.
Á ÞETTA ÁSTAND þarna
suðurfrá hefir verið minst hjer
lauslega til að benda á hve
miklir möguleikar eru ónotaðir
til landkynningar á þessum
stað, sem þúsundir útlendinga
fara um á mánuði hverjum.
Það er víst óhætt að fullyrða
að á engum alþjóðaflugvelli í
heiminum sje jafn ömurlegt að
koma og til Keflavíkur. Það er
ekki góð auglýsing fyrir landið.
En ef til vill stendur þetta
til bóta. Flugfjelagið, sem sjer
um völlinn er nú að byrja að
láta byggja ný hús, flugstöð og
gisti og veitingahús. Það er
ekki nokkur vafi á, að það væri
hægt að komast að samkomu-
lagi um, að meira væri gert á
þessum stað til þess að kynna
landið og láta fara vel um það
fólk, sem kemur í skyndiheim-
sókn til landsins.
En það verður ekki gert með
því einu að tala um, að ástand-
ið eins og það er sje ófært. Það
verður að framkvæma það sem
dugar.
| MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . |
Haustið - rosinn og gróður jarðar
OG SVO kom haustið, aðfara
nótt sunnudags þann 28. sept.
Menn voru orðnir því vanir að
vakna á morgnana við að rign
ingin buldi á gluggunum, og
landsynningurinn eða útsynn-
ingurinn hvort heldur er var,
skók sig og skældi framan í
mann, þegar komið var út fyr-
ir hússins dyr.
En svo á sunudagsmorgun-
inn var komin snjór, hvítt föl
yfir alt, á götur, húsaþök og
gróna jörð. Sú tilbreyting
fylgdi haustinu að maður sá í
bláan himininn, á milli grá-
svartra skýjabakkanna. En úr
þeim kembdi haustnæðingur-
inn svörtum illhryssingshærun-
um niður yfir haf og hauður.
Eftir öll vonbrigðin í sum-
arrosanum ' hjelt maður að
koma myndi eitthvert veðrabil
milli sumars- og haustrigning
anna. Að við Sunnlendingarnir
kynnum að geta fengið nokkra
af hinum kyrlátu heiðu haust
dögum, þegar himininn er eins
tær, eins og Kjarval hefir sjeð
j hann heiðastan, og fjöllin
, standa glóandí í haustlitum sín
um, svo þau. heilla menn og
töfra, í hvert sinn sem nokkur
hefir tíma til að líta þau fyrir
sláturönnum og öðru búsum-
stangi.
En það er eins og Fjallkon-
an hafi ekkert af þessu handa
börnum sínum í ár, úr því hún
lætur koma snjó ofan á græna
jörðina og frost og kulda í sept
ember áður en nokkrum var
verulega farið að detta haustið
í hug.
Ef trjen og runnarnir væru
eins viss í almanakinu og við,
þá hljóta svona trakteringar
frá hendi veðráttunnar að koma
flatt upp á þann gróður, sem
þarf á öllu sumrinu að halda-
til þess að springa út, laufgast,
spreíta, fella laufið og búa sig
undir veturinn að nýju. Nú hef
ir sumarið farið að miklu leyti
fyrir ofan garð og neðan hjá
þessum vinum okkar. Sjá t. d.
bjarkirnar. Þær hafa aldrei get
að laufgast eins og fullorðin trje
í alt sumar. Blöðin á þeim
mörgum eru ekki nema ofur-
litlár körtur, álíka eins og á
frænda þeirra, fjalldrapanum
eða hrísinu sem kallað er og
er sá kúgaðasti og bældasti
gróður, sem fyrirfinnst í víðri
veröld. Hann er eins og um-
skiftingur í gróðurríkinu, „átj-
án barna faðir“ sem reynir á
hverju vori að vera ungur, en
er alla tíð ekki annað en hrör-
legt gamalmenni, komið að fót
um fram.
Hvernig fer nú fyrir þeim,
sem hafa ekkert sólskin fengið
í sumar frekar en trjen,' er
standa föst á sínitm rótum, og
komast ekki úr stað, þó lífið
liggi við. Sumt fólk er álíka
staðbundið, eins og við vitum.
Þó ýmsir hafi brugðið sjer til
Norðurlandsins í sumar, þá
eru það æði margir, sem ekki
hafa haft kringumstæður til
þess, og hafa orðið að hýrast
í rosanum.
Fyrir þá er ekki annað að
gera, úr því sem komið er, en
að trúa á rosann, eins og nokkr
ir hálærðir vísindamenn 'vilja
að almenningur geri í þessu
landi. Trúá því að í rigningunni
og sveljandanum sjcu einhver
lífgjafa efni_ einskonar fjör-
efni, í mynd rafeinda, held jeg
Framh. á bls. 15