Alþýðublaðið - 17.06.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.06.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Car-efi.0 lit af A.lþýdlB.flol£l£X11UXB,. 1920 Fimtudaginn 17. júní 135. tölubl. JÖN SIGURÐSSON TT. j&ní 1811 — V7. jtíní 19SÖ Þjóðirnar eiga að minnast mikilmenna sinna, bæði til þess að glata eigi Ijósinu, sem um persónu þeirra skein, og einnig, eigi sfður, sökum þess, að líf og starfsemi slíkra manna er venjulega öflugur þáttur í menningar og framfarastarfsemi þjóðanna. Mikilmennin eru «inskonar sólskinsblettir á förnum slóðum sögunnar. — Það eru þau, sem varða oss braut, aftur í gegnum gleymsku og myrkur liðinna alda. Vér íslendingar höfum átt mörg mikilmennaefni, en erfið lífskjör hafa oft kyrkt þau í fæðingunni, ef svo mætti segja. — Þau háfa aldrei fengið að njóta sín. Þeim hefir svipað til skógarhríslna vorra, er bogna og verða kræklóttar undir fargi vetrarfannanna. íslenzka fárnemrið, deyfðin, fátæktin og athafnaleysið hafa lagst sem farg á þá sem fundu hæfileikana hjá sér, og þeira, sem ekki fundu hjá sér kraft- inn til áð sigrast á öllum örðugleikum og bila hvergi, fór sem veslings rótföstu skógarhríslunni, urðu kræklóttar hríslur — svipur hjá sjón. — En sumir þessara hæfileikamanna fundu einnig hjá sér kraftinn og viljaþróttinn; þeir uxu og efldust Iíkt og laufríkar bjarkir, enda þótt oft stæðu þeir áveðurs. Éinn slfkra manna var jón Sigurðsson. Hann átti litlu eða engu þægilegri Hfskjör við að búa en aðrir íslendingar. Órðugleikarnir vöru rhargir, er urðu á vegi hans. Þröngsýni og skiln- ingsleysi landa hans, erfiður fjárhagur á stundum og hverskonar tor- trýggni, er eltir rhikilmennið eins og fylgja. En hann lét aldrei bugast '— hann vék aldrei. Hann barðist fyrir hugsjóninni, heill heildarinnar. Hann fórnaði öllu starfi sínu og þreki fyrir þjóðfélag vort. Það var mikið unnið fyrir oss íslendinga, er vér fengum stjórnar- skrána 1874, og hana mátti nær eingÖngu telja ávextina af starfsemi hans. En starf hans í þágu þjóðarinnar var eigi bundið við stjórnskipu- Íegu hliðina eina. Hann var hinn mesti áhugamaður um alla endur- bótastarfsemi. Má þar til nefna hina miklu baráttu hans fyrir bættu skólafyrirkömulagi og baráttu hans fyrir verzlunarfrelsi tslendinga, er einnig bar þann glæsilega ávöxt, að verzlunin var gefin frjáls 1854. Áuk þess var hin ágæta bókmentastarfsemi hans o. fí. Vér íslendingar minnumst Jóns Sigurðssonar sem vors mætasta og bezta manns. Hann er leiðarsteinn vor í baráttunni að marki hans, að gera fslenzku þjóð- ina andlega og Jfkamlega frjálsa. Á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar minhúmst vér því tvens: persónu hans og hugsjóna. Persónan er horfin vorum sjónum, en hugsjónirnar lifa. Bæjarstjórnarfandi er frestað til föstudags kl. 5, vegna dagsins í dag. Belgaum kom af fiskiveiðum í gær með 165 föt lifrar og Egill Skallagrímsson með 120 föt. M.b. LéO kom norðan af Akur- eyri í gær. Fárþegar voru; Finnur Jónsson póstmeistari á ísafirði, Ás- geir Pétursson útgerðarmaður, Oddur Björnssoh prentsmiðjueig- andi á Akureyri, Ingvar Guðjóns- son skipstj. o. fl. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trólofun sína: Guðbjörg Björnsdóttir (frá Miklabæ) Og Sveinn Árnason bankaritari. Pjóéasamðanóið. Khöfn, 15. j'úní. Símað er frá Lóndon, að þjóða- sambandið haldi fund á morgun (í gær). Verður þar rætt um pers- isku málin og herfangana í Síberíu' Friðþjófur Nansen tekur þátt í fundinum. [Hann hefir, sem kunn- ugt er, ferðast til Rússlands og er ná í London til þess að semja urh herfanga í Rússlandi]. ]ón Sigisrisson forseti. 17. jiijaí. í skammdegi, við fjúk og frost, er irelsi vorsins þráð; vér gleymum vetrar kuldakost, er kyssir sólin láð. Þá birtir vor osg blessar Frón, og breytir nótt í dag; þá fæddist okkur ítur Jón, við ekkert sólarltXg. Svo frelsisþrá og sólarsyn fékk sveinn í vöggugj'öf, því vafurlogi' hans verka skín, sem viti, á hetjugrbf. Er kom að utan fjandafans, að fleka Jökulmey, við munura þrek og þorið hans, sem þorði að segja nei. Það unni frelsi enginn meir, né ættlands sæmd, en hann. Því lifir frægð, er lífið deyr, sem lofar meistarann. Á ineðan ísland á sér von, og árdag hyllir brún, er letrað skýrt: Jón Sigurðsson í sólar greyptri rún. Jim S. Bergmann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.