Alþýðublaðið - 17.06.1920, Síða 2

Alþýðublaðið - 17.06.1920, Síða 2
2 Aígreidsla biaðsias er í Alþýðuhúsinu við Isgólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. IO, þann dag, sem þær eiga að koma f blaðið. JfUlemi og /rSnsku verkamennirnin. Alþýðusambandið franska (La confédération génerale du travail, venjulega nefnt C. G. T.) heftr um langt skeið verið einna ákveðnast í kröfum sínum, af öllum verka- mannasamböndum heimsins. Frá þess rótum má segja að „syndi- kalisminn* sé runninn, og það hefir svo að segja haldii honum við. Þegar svo stríðið skall á gerðust foringjarnir hæglátari. En er stríðinu ,létti af gerðust þeir strax harðari í kröfum og hófu í vor beina sókn (direct action). i. maí gerðu járnbrautarverkamenn verkfall og heimtuðu að þjóðar- rekstur yrði tekinn upp á öllum járnbrautunum. C. G. T. er 25 ára gamalt. Það var stofnað af Pouget „borgara". í því hafa áköfustu framsóknar- menn ætíð ráðið mestu um stefnu flokksins, og þegar árið 1901 var ákveðið á Lyon fundinum að und- irbúa þjóðfélagsbyltinguna með allsherjarverkfalli. Verkfall járnbrautarmanna verð- ur eigi talið eiga rót sýna að rekja til fjárhagslegra krafna, held- ur mun það nær eingöngu hafa verið pólitískt. Foringjar verkfalls- manna reyndu að fá fleiri iðnfélög til að hefja verkfall, og tókst að nokkru leyti, en eigi öllu, að gera allsherjarverkfall. Frönsku verkamannaíélögin eru ekki eins sterk og áhrifamikil og t. d. ensku verkamannaféiögin og ber til þess að telja helst, að Frakkar eru iandbúnaðarþjóð, og einnig það, að meiri kúgun og harðýðgi hefir verið beitt, af hálfu auðvaldsins, til að kæfa niður alt pólitískt vald verkamannanna, í Frakklandi heldur en f Englandi. Til dæmis um það má nefna lög ALÞYÐUBLAÐIÐ frá 21. marz 1884, er kend eru við Waldeck-Rousseau. Lög þessi banna öðrum félögum tilveru en „syndicats professionels", þ. e. iðn- félögum, er hafi fyrir markmið að gæta hagsmuna sinna eingöngu og til að rannsaka mál er þau snerti. Að vísu mishepnaðist frönskum jafnaðarmönnum að koma á alls- herjarverkfalli, bæði sökum slæms skipulags og svo sökum þess, að borgararnir tóku sig saman um að vinna á móti því. En lengi héldu hin einstöku verkföll áfram og járn- brautarþjónaverkfallið heldur enn- þá áfram. Auðvaldssinnum og for- sprakka þeirra, Millerand forsæt- isráðherra, var því auðvitað mikið í mun að kúga verkfallsmenn. Millerand, sem áður á tímum var jafnaðarmaður, fann því upp á því snjallræði, að beita lögunum frá 1884, er bönnuðu pólitísk félög, gegn hinum forsu samherjum sfn- um. Þetta var auðvitað jafn rang- látt, sem það var heimskulegt, því bæði voru lögin „dauður bók- stafur", sem fólkið hafði ekki á tilfinningunni að væru rétt lög, og svo var engin hætta á því að fé- lögin myndu eigi strsx sameinast aftur. Ráðuneytisfundur, er haldinn var í Elysée 11. maí, undir for- ustu Deschanel, samþykti að dómsmálaráðuneytið skyldi hefja rannsókn gegn C. G. T., er miðaði til virkilegrar upplausnar þess. Þetta vakti geysilega gremju meðal þjóðarinnar, en mun þó að ýmsu hafa náð tilgangi sínum. Dómsmálaráðuneytið lét hefja hús- rannsókn hjá flestum foringjum sambandsins og handtaka þá flesta. Meðal annara voru handteknir 30 foringjar „kommunista" og meðal þeirra Loriot, sem kalíaður er Lenin Frakklands. Við þessa rann sókn þótti stjórninni það koma í ljós, að til væri þar „kommunista"- flokkur. er hefði 60 þús. meðlimi og stæði hann í sambandi við rússneska bolsivfka. Hafði flokkur þessi myndað ráðstjórnir (sovjets) víðsvegar um landið, til þess að vera viðbúnir að taka völdin, er byltingin kemur. Siðan lagði Steeg innnanrfkis ráðherra fram frumvarp í þinginu um skipun járnbrautarmálsins og urðu um það hvassar deilur, er enduðu með því, að traustsyfir- útvegar Kaupfélag Reykjavíkur í gamla bankanum. Lysthafendur gefi sig fram fyrir næstu helgi. lýsing var samþykt á Millerand, með 533 atkv. gegn 88. En járnbrautarmenn halda áfram verkfallinu. Kröfur þær, sem verkamenn báru fram, eru mjög eftirtektar- verðar. Þeir skýra hugtakið „þjóð- arrekstur" (nationalisation) miklu víðtækar en áður hefir verið gert. Þeir skýra það svo, að fyrirtæki sé komið undir þjóðarrekstur, þegar auðmennirnir eru hættir að sjúga það og þegar það hefir hið eina markmið fyrir augnm að verða neytendunum að sem mest- um hag og gagni. Krafan er því eigi beinlínis um að fá fyrirtækin ríkisvaldinu í hendur. Þeir vilja að hverju fyrir- tæki sé stjórnað af ráðstjórn (sovjet), sem í séu f réttum hlut- föllum a. andans og líkamans verka- menn, þeir, er taki þátt f framleiðslunni. b. neytendur, þar með talin samvinnufélög og önnur slík félög. c. skipulagsmenn (organisatorar) þeir, er stjórna framleiðslunni (verkfræðingar, forstjórar etc ) Aðalatriðið fyrir þeim er því að „socialisera" framleiðsluna, án til- lits til hvort rfkið nú tekur það f sínar hendur eða eigi. Franskir jafnaðarmenn biðu hálf- an ósigur með þessu verkfalli, en þá og þegar geta kröfur þeirra orðið ofan á, hvort sem það verð- ur með byltingu eða eigi. Vonandi tekst það friðsamlega. X cföjómaBussmjör, Cgg og SauésRinn fæst í Kaupfélagi Reykjavíkur, (Gamla bankanum).

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.