Alþýðublaðið - 17.06.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.06.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ CimsRipafélag Jsíanós. Jlðalfunóur. Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélag íslands verður haldinn í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík, langardaginn 26. júní 1920, og hefst kl. 1 e. h. Hpagsfira: 1. Stjórn félagsins skýrir frá hág þess og framkvæmdutn á liðnu starfsari, og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og ástæð- um fyrir henni, og ieggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekst- ursreikninga til 31. desember 1919 og efnahagsreikning með at- hugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendunum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiftingu ársarðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn féiagsins í stað þeirra, sem úr ganga samkvæmt félagslögunum. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins vara- endurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngu- miðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hlut- hafa í IðnaðarmannaMsinn dagana 22., 23. og 24. júní kl. 1—5 síðdegis. Reykjavík, 14. júní 1920. Sfjórnin. Xoli konaagnr. Eftir Upton Sinclair. Þriðja bók: Pjónar Kola konungs. (Frh.). XII. Gljáður borðbúnaðurinn ljómaði í rafljósinu, sem var skygt fyrir með Ijósrauðum skermum. Fimm eða sex ungir menn sátu við borðin og jafnmargar konur, öll klædd samkvæmisskrúða. Nýbúið var að bera fyrsta réttinn á borð, og þau hlógu og mösuðu, þegar hinn óvænti gestur, klæddur 6- hreinum námumannafötum, snar- aðist alt í einu inn. Hann gerði engan hávaða, en á eftir honum kom þrýstinn maður, sem leit a!l- villiroannlega út, og blés eins og gömul gufuvél; svitinn rann af honum. Á eftir honum kom vagn- þjónninn, nærri því eins æstur og ruglaður og hann. Öllu sló í dúna- logn. Konurnar sneru sér við í sætum sínum, og sumir karlmenn- irnir þutu á fætur. Alt var kyrt eitt augnablik. Þá gekk fram einn karlmannanna og spurði: „Hvað á þetta að þýðaf" Hallur gekk í móti honum. Maðurinn var grannur vexti og heldur renglulegur, klæddur eftir móðnum, en ekki snyrtilega. „Góðan daginn, Percyl" Hinn varð sem steini lostinn. Hann starði, en trúði ekki sínum eigin augum. Alt í einu heyrðist ein stúlkan æpa upp yfir sig — sú, sem hafði „dökkjarpt hár, en silkimjúkt og yndislegt". í kinn- um hennar skiftist, á hvítur litur og rauður; augun voru dökkbrún og störðu galopin, full undrunar. Hún var klædd samkvæmiskjóli úr mjúku, ljósgrænu silki, og á herðum sér hafði hún bleikleita híalíns siikislæðu. Hún var staðin á fætur. „Það er Hallur", sagði hún og saup kveljur. „Hallur Warner!" sagði Harri- gan. „Hvað í ósköpunum —?“ Hávaði úti fyrir tók fram í fyrir honum. Bíddu snöggvast, sagði Hallur rólega, „eg held það komi fleiri menn". „Hurðinni var hrundið svo hranalega upp, að vagnþjónninn og Billy Keating þeyttust til hlið- ar, og Jeflf Cotton ruddist inn. Námuefdrlitsmaðurinn var laf- móður, og veiðihugurinn skein út úr andliti hans. Hann hafði skamm- byssu í hægri hendi. Hann leit í kringum sig og sá mennina, sem hann var að elta. Llka sá hann son Kola konungs og alla hina undrandi gesti. Hann kom engu orði upp. Aftur var hurðinni hrundið upp, svo hann hröklaðist til hliðar, og tveir menn ruddust inn, báðir vopnaðir skammbyssum. Hinn fyrri var Pete Hanun; hann misti líka málið. Þorparann, sem hafði það að atvinnu sinni, að berja tennur úr mönnum, vantaði tvær tennur sjálfan, og þegar nú bolbítsskoltur hans linaðist af eintómum vand- ræðum, komu skörðin greinilega í ljós. Þetta voru fyrstu kynnin, sem hann hafði af samkvæmis- lífinu, og hann líktist alt af stór- um strák, sem komið er að með fingurna niður í berjamaukskrukku. Percy Harrigan gekk skrefi nær þessum óboðnu gestum. „Hvað á þótta að þýða?" spurði hann drembilega. Hallur svaraði: „Við erum að leita að glæpamanni Percy". „Hvað?" Stúlkurnar ráku upp hræðsluóp. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðrikssom. Prentsmiðjan Gutenberg,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.