Morgunblaðið - 12.10.1947, Síða 2

Morgunblaðið - 12.10.1947, Síða 2
2 MORGUISBLAÐIÐ Sunnudagur 12. okt. 1947 Þessi mynd er frá málverkasýningu SigurSar Sigurðssonar, sem staðið hefur yfir undanfarið í Listamannaskálanum. I dag er næst síðasti dagur sýningarinnar og er því hver síðastur fyrir Reykvíkinga að sjá þessa sýningu, sem hlotið hefur mjög góða dóma. iisiasiieiin lá ai haída hjer sfcemmtanir Viðurkendir Þröiiffvað kosti námsfólks „ÞJÓÐVILJINN'1 og „Tím- inn“ staglast sífelt á því, sem þeir kalla heildsalaVald. Aldrei s.jest þó í þessum biöðum nánar tiígreint hvað hcildsalavald sje, í hvérju þetta vald sje raunveru Jega fólgið og hvernig það birt- ist. Þjóðviijinn segir s.L fimmtu- dag að heildsalar ráoi ríkisstjórn inni og Tíminn, claginn eftir, tekur fjálgiega undxr og talar vxm „ofriki heildsaíarná". Sam- kv heimildum Þjóðviljans á. ríkisstjórnin að hafa tekið lán handa heildsölum o. s. frv. Allur þessi orðaflaumur blað- anna tveggja um „heildsala- vald“ er svo mikilfenglegur, að mer.n skyldu halda að hjer væri um að ræða héiian flokk stór- glæpamanna, sem hefði hrifsað tií sín öll völd og gerðu ekki annað en eyða og spenna því litia, sem þjóðin ætti. Það er víst mála sannast að ýmsar ein- faldar sálir hafa gert sjer bað að trúaratriði að heildsalar væru örgustu fjandmenn þjóðar irmar, sem hefðu náð tangar- haldi á fje hennar og hefðu yfir leftt öll landsins ráð í hendi sjer. En ef mer.n skyggnast rólega um eftir „heildsa3avaidinu“ sjá menn hvergi þetta voðalega fer- Iíki. Og það er ekki heldur von '•— því þessi ósköp eru hvergi til nema í ímyndun nokkurra ofstækismanna eða trúgjarnra sá lna. •Ef litið er á ríkisstjórnina eiga heildsalar engan fulltrúa í henni. Hún er skipuð mönnum úr allt öðrum stjettum. Ekki eiga heildsalar neitt blað. Ekki hafa þeir myndað stjórn- máiaflokk eins og verka- menn og samvinnufjelög- in hafa gert. Heildsalar eru víst sjálfir dreyfðir um aíla stjórnmálaflokkana. Og svo er f.jarmagnið í landinu, sem blöð- in tvö segja að sje í höndum heildsalánna. - Sar.nleikurinn mun vera sá, að einungis lítið brot af allri peningaveltu lands manna er bundið í fyrirtækjum heildsala. Aðrar atvihnugreinar landsmanna. svo sem hverskon- ar. iðnaður, útgerð, landbúnaður n. s. frv. hafa vitaskuld mcgnið af öllu fje landsmanna til ráð- stöfunar, svo og hið opinbera sjálft og margir aðrir aðílar. Tíminn og Þjóðviljinn ættu að gera grein fyrir því hvað þáu eiga við með orðinu „heild- salavald“. En slíkt rnun standa í þeim. Tilgangurinn með þvi að margtyggja þetta crð er að koraa ákveðinni faishugmynd inn hjá alþýðu manna. Þetta er ek“ki ólíkt því og þegar óknytta strákur brýtur brunaboða þó enginn eldur sje eða ef ka.llað er. á götunni: þjófur, þjófur, þö enginn þjófur sje þar á hlaup xim. Blöðin ættu að hætta þessum strákaleik, hann er þeim til skammár og til einskis annars en skammar, á sama hátt og þegar sum blöðin, þar á meðal „Tíminn", reyndu hjer á ár- vimtm að gera orðið stórútgerð aimaður að skammaiyrði. Almennur skákfundur verð- ur : dag kl. 2 í Breiðfirðinga- t>úð. Þar munu Helsingfors- faramir segja frá skákmótinu i lielsingfors og sýna skákir. VEGNA takmarkana þeirra, sem orðið hefur að gera á inn- flutningi nauðsynja ti3 landsins, heíur dómsmálaráðuneytið ný- lega gefið lögreglustjóranum í Reykjavík svofeld fyrirmæli: „lljer meö er fyrir yöur lagt, herra lögreglustjóri, aö veit.a eklci skemtanalcyfi fyrir erlenda trúöi og aöra slíka skemtmienn, nema aö . fengnu samþykki ráöuneyt- isins í hverju einstöku til- felli“. 1 samræmi við þetta lxefur ráðuneytið ákveðið, þar sem því verður við komið, að neita um vegabrjefaáritun til manna, sem ekki mundu fá skemtanaleyfi sarnkvæmt framanrituðu. Hins- vegar hetur ekki þótt fært að banna mönnum, sem komnir voru til landsins áðuf en bann þetta var gefið og nú eru staddir úti á landi, að halda þar slxemt- anir, enda höfðu þeir þegar hald ið skemtanir í Reykjavík. en sjálfsagt er að hafa um þetta samræmi um land alt. Svo sem sjá má af brjefinu til lögreglustjóra taka fyrirmæli þessi ekki til viðurkendra 3ista- manna, sem ætla má, að ve'ru- legur menningarauki stafi af. En hinsvegar er ekki unt að taka tillit til þess, þó að hinir erlendu menn eigi í orði kveðnu ekki að fá neinar greiðslur í erlendum gjaldeyri, þar sem vit- að er, að fáir þeirra munu hing- að koma í góðgerðaskyni, enda um suma upplýst, að þeim er greitt í jafnvirði erlends gjald- eyris. Tilkynning frá dómsmálaráðuneytinu. ★ TILRAUN kommúnistablaðs- ins í gær til að andmæla þeirri ráðstöfun dómsmálaráðherra, sem frá er sagt hjer að framan, missir vitanlega marks. Blaðið segir í öðrú orðinu, að bann við innflutningi trúða komi of seint, en í hinu vill það leyfa innflutn- ing negrahljómsveitarinnar. Það hefur ekki fyr en nú kom ið til að neita um áritun á vega- brjef trúða, sem lagi hafa leið sína Ixingað >til lands, vegna þess að þeir hafa komið frá þeim Evrópuþjóoum, sem ekki þurfa vegabrjefsáritun til íslands. — Öðru máli gegnir um Banda- ríkjamenn, og var því sjálfsagt að grípa til þess í fyrstu að neita jasshljómsveitinni um landvist- arleyfi. íslenskir hljóðfæraleikarar eru fullfærir um að skemta lönd um sínum með dansmúsík, og því óþarfi ao sækja slíkar skemt anir út fyrir landsteinana. Jófósíavar reiðfr vii$ ájóm (hile Belgrad í gær. JÚGÓSLAVNESKA stjórnin hefur rofið stjórnmálasamband sitt við Chile, vegna atburða þeirra, sem þar gerðust nú í vik- unni. Vjeku stjórnarvöldin í Chile tveimur starfsmönnum sendisveitarinnar úr landi, og voru þeir sakaðir um kommún- istiskan undirróður. Júgóslavar halda því fram, að hjer sje um brot á alþjóðalögum að ræða. Nú herma fregnir frá Buenos Aires, að ofangreindir tveir Jú- góslavar sjeu á leiðinni til Ar- gentínu, en þeir muni að öllum líkindum einnig verða gerðir landrækir þaðan. — Reuter. Lömynarveikin í Bref- landi í rjenum London í gær. LÖMUNARVEIKISFARALD URINN hjer í London og Wells virðist nú vera að rjena. Komu í s.l. viku fyrir 40 færri tilfelli en í vikunni á undan. — Reuter. Óttast útbreiðslu kommúnista BERLÍN: — Dep. Dierksen, þýsk j ur stjórnmálamaður, segir, að ef Bandaríkin veiti ekki Vestur-Ev- rópu næga hjálp, muni útþenslu- stefna kommúnista teygja sig ai- veg vestur að Atiantshafi. FJÁRHAGSRÁÐ hefur ákveð ið að stöðva þá námsmenn, sem höfðu hugsað sjer að fara til út- landa á þessu hausti, með því að neita um yfirfærslu á náms- kostnaði. Við því er ekkért að segja, úr því að fjárhagur lands- ins leyfir það ekki. Hitt hefði verið verra, ef þetta námsfólk hefði farið til útlanda upp á von og óvon, safnað þar skuld- um og síðar. orðið að hrökidast heim aftur, vegna þess að það fekk enga yfirfærslu. En nú lítur svo út sem bank- ar og Fjárhagsráð ætli að þröngva svo kosti þeirra náms- manna, sem hafa verið ytra 1— 2—3 ár, að þeir verði að yfir- gefa nám sitt og hrökklast heim. Það er dregið von úr viti að af- greiða umsóknir um yfirfærsl- ur á námskostnaði og þegar leyfi er s\;o fengið, skirrast bankarnir við að yfirfæra. Námsfólkið þarf að fá yfir- famslu mánaðarlega. Þær hafa ekki verið svo ríflegar, að neinn afgangur sje frá mánuði til mán aðar og hætt er við að þær hrökkvi ekki stundum. En ef yf- irfærslur bregðast, þá verða námsmennirnir að svelta — og er það illt afspurnar. Hreinskilningslegra væri að taka strax fyrir allar yfirfærsl- ur til námsfólks ytra, heldur en láta það lifa á bónbjörgum og við sult og seiru, í þeirri von að brátt rætist úr, en gugna svo að lokum og verða að hrökklast heim frá hálfnuðu námi, eða máske vel það. íslenskri þjóð væri það ekki samborið að fara þannig með börn sín erlendis. Og hún lieíur hreint og bcint ekki efni á því. Drýgsti og happa sælasti innflutningur vor hcfur verið menntun og vísindi, en það á þetta námsfólk að flytja inn. Flestir hafa notið styrks frá Menntamálaráði, og jafnframt skuldbundið sig til þess að láta þjóðinni í tje hæfileika sína og starfskrafta að námi loknu. — Eigi nú að fara að þröngva þessu fólki til að koma heim og hætta námi, þá er styrkn- um varið til einskis og öllum þeim kostnaði, sem aðstandend- ur námsfólksins hafa haft af dvöl þeirra ytra. En litlar vonir til þess, að þeir, sem frá námi hverfa, geti tekið það upp aftur seinna, og þá hefur verið settur fótur fyrir þá á framabraut þeirra, framtíð þeirra máske eyðilögð, og þjóðin hefur svift sjálfa sig dýrmætum hæfileik- um þeirra. Hjer er nóg af hálf- menntuðu fólki, en hjer vantar fullmentað fólk, vísindamenn í flestum greinum. Vjer verðum að keppá að því að flytja svo alhliða menntun inn í landið, að með ári hverju fækki þeim, sem þurfa að leita náms erlendis. Og ef vjer hyggjum á alhliða við- reisn í alvöru, þá þurfum vjer að eiga gagnmenntaða menn á hverju sviði. En eins og nú er ástatt er það ekki hægt nema því aðeins að þekkingin og menntunin sje sótt til útlanda, vegna þess hvað vjer stöndum öðrum að baki.- Það er nauðsynlegt að flytja margt inn annað en lífsnauð- syhjar, þegar þjóðin ætlar að koma á hjá sjer nýskipun og' rjetta sig úr gömlum kút. En þá er ekkert jafn nauðsynlegt eins og að flvtja inn „mannvit mik- ið“. / Þess vegna er vonandi að brátt rætist úr um hag íslenskra námsmanna erlendis, og Fjár- hagsráð og bankar klífi þrítug- an hamarinn til þess að tryggja það, að íslenska þjóðin eigi sem allra flestum hæfileikamönnum á að skipa, til þess að geta hag- nýtt sjer það, sem nú er gert tii þess að búa í hendur komandi kynslóðar. ------------- ) Yfirlýsing frá dómsmálaráðu- neytinu í TILEFNI af grein í Þjóð- viljanum 11. þ. m. með yfir- skriftinni „Er dómsmálaráð-, herra Bjarni Benediktsson að lögleiða innbrot hjer á landi?“, undirritaðri með stöfunum A. B . vill dómsmálaráðuneytið taka þetta fram: Samkvæmt ósk borgarstjóra kveðst íþróttaráðunautur bæjar ins hafa gert ítrekaðar tilraun- ir, til að finna eiganda skúrs nokkurs, er stendur í norðvestur horni íþróttavallarins á Melun- um m. a. með auglýsingu í Morg' unblaðinu 21. maí s.l. Var ætlun in að flytja skúrinn brott eða rífa hann, enda er því haldið fram, að hann sje þariia í óleyfi. — Ekki tókst að finna eiganda skúrsins. Skv. beiðni vallar- stjórnar var því ákveðið að opna skúrinn til að reyna að komast eftir því hver væri eigandi hans. Var það síðan framkvæmt af í- þróttaráðunaut og vallarstjóra 27. eða 28. maí s.L, á þann hátt, að sprengdur var lás, er var fyr- ir skúrnum. Strax er inn kom fannst þjöl, sem merkt var „Adolph Bergsson". Var skúrn- um þá þegar læst með öðrum lás og Adolph Bergssyni tilkynt um þetta, og honum afhentir lyklar að skúrnum. — Kærði Adolph þetta þá þegar til saka- dómara og krafðist þess, að þeir seku ,verði látnir sæta þeirri refsingu sem. lög standa til“. Mál þetta var síðan sent dóms málaráðuneytinu til umsagnar og ritaði það sakadómara 5. ág. s.L, þar sem það tók fram, að það fyrirskipaði ekki frekari að- gerðir í málinu. Dómsmálaráðuneytið, 11. okt. 1947. — Palesfíiia Framh. af bls. 1 Tillögur. Frú Pandit sagði Indverja meðmælta eftirfarandi: 1) Að Palestína yrði Araba- ríki, þar sem Gyðingar þeir, sem þar nú búa, hefðu töluverða sjálfstjórn; 2) að Bretar hjeldu burt úr landinu og 3) að þa<3 yrði frjálst og fullvalda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.