Morgunblaðið - 12.10.1947, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.10.1947, Blaðsíða 7
Sunnudagur 12. okt. 1947 M.ORGUJSBLAÐIÐ 7 R E Y K Togararnir. FYRSTU 9 dagana í október seldu 20 íslenskir togarar afla sinn í Bretlandi fyrir um kr. 4,700,000. Er þetta óvenjulega mikil fisksala á svo stuttum tíma. Að svo margir togarar komu með afla sinn á ekki fleiri dögum, kom til af því, að óvenjulega mikið aflaðist af mpsa á Halanum. En þar voru þá margir togaranna. Hefir nú tekið fyrir þá aflahrótu, og er afli á togara tregur síðustu daga. Gert er ráð fyrir, að veiði- aðferðir togaranna taki að með- áltli 24 daga, og kostnaður við hverja veiðiför, sem svo er löng, sje um 230 000 krónur, þegar teknar eru með í reikn- inginn nauðsynlegar fyrningar og viðhald á skipunum. En ef þessir togarar sem seldu- afla sinn í Bretlandi fyrstu daga mánaðarins hefðu verið miðl- ungi langan tíma í veiðiförinni, þá lætur nærri, að staðið hefði í járnum að aflasölur þessar heíðu borgað kostnaðinn. Sum- ir togaranna höfðu verið leng- ur í veiðiförinni en 24 daga, en aðrir nokkuð styttri tíma. En mjög stingur það í augun að þá fyrst beri veðiför sig, sem tekur yfir 24 daga, að hún gefi af sjer 230 þúsundir króna. Því eins og menn muna, urðu tog- araeigendur oftast að láta sjer nægja að fá um 1 þúsund ster- lingspund fyrir aflann úr hverri veiðiför fyrir stríð. Ráðhúsið. SÍÐAN minst var á ráðhús- bygginguna hjer í Reykjavík fyrir nokkru, hefur Guðmund- ur H. Guðmundsson bæjarfull- trúi komið fram með þá hug- mynd á bæjarstjórnarfundi, að stórhýsi þetta ætti að reisa inn við Miklubraut eða á hinu auða svæði sem skilið hefur verið eftir óbygt á hinu gamla Sunnu hvolstúni. í fljótu bragði mun ýmsum bæjarbúum þykja sá staður all fjarri miðri bæjarbygðinni. — Enda hafa menn hingað til naumast getað hugsað sjer að bygðar yrðu aðalbyggíngar bæj arins annarsstaðar en í hinum elsta bæjarhluta milli hafn- arinnar og Tjarnarinnar. — En þannig er bygð hagað þar, að kosta myndi miklar fjárfúlgur að rýma þar til fyrir ráðhúsi. Ef ekki væri horfið að því að setja ráðhúsið út í sjálfa Tjörnina. En á því eru margir agnúar, svo margir áð oflangt yrði hjer upp að telja. Jeg hygg að vel færi á því, að íhuga tillögu Guðmundar gaumgæfilega, áður en henni yrði hafnað eða hún dæmd úr leik. Þegar bæjarbygðin er reikn- uð frá vesturmörkum hcnnar og austur að Elliðaám, þá. er staourinn í Sunnuhvolsbrekk- unni miðsvæðis. En ef ráðhús yrði reist þarna, og með því að nokkru leyti efnt til nýs mið bæjar þar, þá fengi bæjarbygð- in öll annan svip. Þá yrði því hætt um tíma og eilífð að ein- blína á gamla bæinn, sem hinn. eina möguléga miðpunkt bæj- arins. J A V í Engar stjórnar- hallir. ÞAÐ er sameiginlegt með bæjarstjórn Reykjavíkur og ríkisstjórninni, að báðar eru í húsnæðishraki. Skrifstofur rík- isstjórnarinnar eru nú komnar á þrjá staði í bænum. Og bæj- arskrifstofurnar átíka dreifðar. Er bæjarstjórnin það ver sett, að hún hefir engan fundarstað. Sameiginleg orsök liggur til þessara húsnæðisvandræða. — Hvorki bæjarstjórn nje ríkis- stjórn hefir á undanförnum ár- ym treyst sjer til að láta þörf- ina fyrir eigið húsnæði sitja fyrir öðrum kröfurn til útgjalda fyrir þjóðfjelag og bæjarfje- lag í örum vexti. Þar sem reist- ar eru miklar stjórnarhallir, hafa útgjöldin til þeirra verið látin sitja fyrir ýmsum þörfum borgaranna. Alþingishúsíð. ÞAD ER í sjálfu sjer merki- legt, að eitt hið fyrsta verk Al- þingis, er það fekk fjárforráð, skyldi vera það, að veita fje til þinghúsbyggingar, er kost- aði yfir 100 þúsund króna og var mikil upphæð í þá daga, er öll útgjöld landssjóðs á ári voru ekki nema fá hundruð þús- unda. En þessi myndarskapur liafði komist í kring, áour en kröf- urnar tóku að verða verulegar tiJ útgjalda fyrir almenning í landinu. Þjóðin var því svo vön, að öskir um fjárframlög væru þýðingarlausar. En hitt var það, að þegar það kom á daginn, að hinir fremur sparsömu þing- menn hefðu látið sjer sæma, að byggja yfir sig hús sem reynd- ist svo dýrt, voru ekki spöruð hnýfilyrði í þeirra garð. Að vísu var dregið úr bygg- ingarkostnaðinum með því, að hafa undirstöðuna svo ómerki- lega, að húsið er að útliti sem það sje að síga í jörð. En ekki var að því fundið í þá daga. Þegar Reykjavíkurbær tekur sig til og byggir ráðhús, má ekki spilla útliti þess stórhýsis með álíka sparnaðarráðstöfun- um. Skömtunin. OFT hefur það reynst óvin- sælt verk á íslandi að skamta. Og þá einkum ef skömtunin hei'ir reynst vera ójöfn, svo einn fengi nokkru minna eða meira en annar. Hin almenna vöruskömtun sem nú er kom- in á af naúðsyn, hefir þó frek- ar verið gagnrýnd vegna þess, að hún hafi verið gerð of jöfn, ekki tekið fullkomlega nægi- legt tillit til sjerstakra ástæðna í atvinnu og daglegu lífi manna. En vitaskuld verður auðveld ara að laga skömtunar reglurn- ar til, eftir því, sem reynslan sýnir að sanngjarnt er, þegar tekið er tillit til sjerstöðu manna og kvenna gagnvart skömtuninni. Hitt hefði verið erfiðara og óviðkunnanlegra, ef þeir sem stjórna skömtuninni heíðu frá upphafi viljað mis- muna mönnum óhæfilega mikið. Neytendur og inn- flytjendur. FRAMSÓKNARMENN í Fjár hagsráði og þeir, sem í Tímann K U R B skrifa, hafa tekið upp mjög einkennilega afstöðu í sam- bandi við skömtunina. Þykjast lrafa komið auga á mikla hættu, sem neytendum stafi af skömt- uninni. En samhliða því, segj- ast þeir hafa af kænsku sinni og umlryggju fyrir neytendun- um, sjeð alveg óbrigðult ráð til þess að forða almenningi frá hinni umræddu yfirvofandi ,,hættu“. Tíminn segir: Neytendur mega ekki verða ofurseldir inn- flytjendunum.“ Þeir verða að fá að kaupa skömtunarvörurnar þar, sem þær fást 'bestar og ó- dýrastar. Og þetta er alveg rjett hjá þeim Tímamönnum. •— Aldrei þessu vant. Því þeir hitta sjald- án naglann á höfuðið þegar þeir ræða verslunarmál. Enda fara strax út af laginu í næstu setningu. Því Jrún hljómar þannig: Til þess að neytendurnir verði ekki ofurseidir innflytj- endunum, þá eiga þeir að af- henda innflytjendunum skömt- unarseðla sína, áður en innflytj endur hafa fengið vöru.rnar, er neytendurnir þurfa að fá. Með öðrum orðum: Neytendurnir eiga að hafa skuJdbundið sig til þess að kaupa vörurnar að ósjeðu og þannig verða ,,oíur- seldir innflytjendunum“. Hætt an sem Tíminn þykist vera að forða neytendunum irá, skellur einmitt yfir þá, ef aðferð hans yrði notuð. Innflytjandinn hefði með því einmitt öll ráð neyt- andans í hendi sjer. Um þessa augljósu meinloku hefir Tíminn skrifað einar 10 greinar á viku nú um skeið. Enda mun þurfa að endurtaka slík öfugmæli nokkuð oft, til þess að nokkur maður fáist til að trúa. Einfalt ráð. TÍMINN segir enn fremur að engin ráð hafi fundist til þess að forða neytendunum frá því að verða ofurseldir innflytjend unum nema þetta (!) Eins og áður heíir verið iek- ið fram hjer, og Tíminn hefir einnig skýrt frá, var það í sam- komulagi núverandi stjórnar að haga ætti innflut.ningsleyfum allra verslana eftir því, hver þeirra gæti boðið bestar og ó- dýrastar vörur. Þegar um skömt unarvörur er að ræða, er það nauðsynlegra len áður, að þess- ari reglu verði framfylgt. Það er kjarni þessa máls. Og ong- inn annar. Að gengið verði eft- ir því, að þær vörur einar verði fluttar inn, sem eru vandúðar og ódýrar eftir gæðum. Og rlð- an geti hver þjóðfjelagsþegn, sem hefir skömtunarseðla sína í höndum, skift við þá verslun sem hpnum hentar best. En af- henti engri verslun fyrir fram þau rjettindi til sjálfsákvörðun ar, sem skömtunarseðlarnir veita honum. Þessi ráð eru svo einföld og óbrotin, að það er engum of- raun að skilja þau. til fulls. Og þá um leið, að með þessu eina móti veldur skömtunin minst- um óþægindum fyrir hvern ein stakling og kemur að mestum notum fyrir þjóðfjelagið í heild sinni. R JEF Haldi Tíminn áfram að hamra á fjarstæðum sinum í þessu máli, þá er viðbúið að menn fari að gruna að blaðið sje ekki með þessu að leitast við að vinna almenningi gagn held úr sje hjer verið að gera til- raun til. að ..neytendurnir verði ofurseldir“ einhverjurn vissum innflytjendum, sem telja að þeir eigi, af einhverjum ástæð- um erfit með, að hafa á boð- stólum eins ódýrai og góðar vörur, og sðrir kvnnu að geta aflað sjer ef samkepni í inn- kaupum fengi að njóta sín. Einangrun kom- múnistanna. MEÐ hverri viku, sem líður, verður einangrun kommúnist- anna greinilegri. A jeg hjer ekki við einarígrun þeirra hjer á landi, heldur í öllum ljlðræð- islöndum. Hvarvetna vilja þeir óðir og uppvægir reyna að kom ast í ríkisstjórnir, vonast til að geta stigið spor í þá átt, með því að gera bandalag við hina lýðeæðissinnuðu jafnaðar- menn. Þeir reyndu þetta Jíka eftir heimsstyrjöldina fyrri. En þær tilraunir báru lítinn ár- angur. í forustugrein í frjálslynda blaðinu ,Göteborgs Handels och Sjöfartstidning' frá því um mánaðamótin, er sagt frá því, að norski stjórnmálamaðurinn Martin Tranmæl hafi nýlega verið þar á ferð, og flutt er- indi um árangurslausar til- raunir norskra kommúnista, til þess að fá samstarf við jafnað- armannaflokinn norska. Sama sagan sje meðaJ annara Norð- urlandaþjóða sem og annara Vestur-Evrópu þjóða. Hvar- vetna í lýðræðislöndum sjeu •kommúnistar skoðaðir sem skað ræðismenn, sem stefna að því að eyðileggja lýðræðið. Þeir sjeu ekki annað en einskonar „fimta herdeild11. Stefna þeirra hvergi ákveðin annars staðar en í Moskvu. Þaðan sje þeim stjórnað. Annao hjer? FRAM til þessa tíma, hafa ýmsir hjerlendir menn litið svo á, að íslneskir kommúnistar væru eitthvað alveg sjerstakt fyrirbrigði í stjórnmálum heimsins. Að þeir einjr meðal kommúnista væru með því marki brendir, að vera sjálfum sjer ráðandi. Að þeir hefðu ein- hverja alveg sjerstaka stefnu og væru óháð deiJd í hirium komnmnistisku alþjóðasamtök- um. En hvernig fór fyrir þeim sumarið 1939, ex nasisminn og kommúnisminn gerðu með sjer bandalagið, er varð til þess að styrjöldin braust út? Snerust ekki íslen'sku kommúnistarnir á sveif með nasistunum sömu nóttina og aðrir kommúnistar í heiminum? Og hafa hiriir ís- lensku kommúnistar i nokkru einasta tilfelli vikið frá þeirri stefnu, sem hinir austrænu bandamenn þeirra, eða yfirboð arar hafa tekið? Er ekki Þjóð- viljinn tryggur verjandi hryðju verkanna, sem kommúnistar fremja í Grikklandi? Hafa hin- ir íslensku kommúnistar ekki Laugardagur 11. okf. játað sig fylgjandi undirokun Rúmeníu, Ungverjalands og fleiri landa með þeim fantatök- um, sem þessar þjoðir hafa ver- ið beittar, í skjóli þess að í Jönd um þessum hafa verið og era rússneskar hersveitir? Eru ekki hinir. íslensku kommúnistar ný- búnir að lýsa yfir því, að þe.ir sjeu í hjarta sínu samþykkir því, að frelsisunnandi leiðtog- ar þeirra þjóða, sem rússneski herinn nú undnokar, sjeu myrtir, hengdir eða skotnir eftir þvií hver áðferðin þykir hentugri? Samanber aftöku Fct- kovs. Með hvaða móti geta ís- lenskir kómmúnistar greinileg- ar sýnt fullkominn undirlægju hátt sinn við stjórn og stefnu kommúnista-samtakanna? Islenskir kommúnistar eru öldungis samskonai fólk, eins og kommúnistar annars staðar í heiminum. Þeir sJeppa engu fækifæri'til að sýna hinum or- lendu yfirdrotnurum hlýoni sína og hollustu. Annað mál er svo það, að eðJilegt má kalla að ýmsir ís- lendingar láti segja sjer oftar en einu sinni, áður en þeir trúa að meðal íslendinga sje flokkur manna, sem svo gersamlega hefir horfið frá ísienskum hugs unarhætti, og ofurselt sig er- lendri harðstjórn og kúgunar- stefnu. Kommúnistar í öllum vestrænum londum vilja eyði- leggja fjárhag og sjálfstæði þjóðar sinnar. AF ÖLLU framferði, áróðri og amstri kommúnista, hvar sem er í heiminum, verður það ráðið, að þeir stefna markvisst að því að eyðileggja efnaiegt sjálfstæði þjóða sinna, koma öllu á ringulreið, svo jarðvegur- inn verði undirbúinn, undir þá kollvörpun þjóðfjelagsins, sem þeim er sagt að vinn'a að. Þessi stefna kommúnistanna gildir alveg eins hjer á íslandi, sem annarsstaðar í heiminum. Það er bláber barnaskapur, að hugsa sjer að íslenskir komm- únistar fyígi ekki þessari megin stefnu flokksbræðra sinna. En ‘þc-ir vita sem er að aðeins örfáir íslendingar fylgja þeim að mál- um í eyðileggingarstarfi þeirra, ef fylgismennirnir heíðu gert sjer fulla grein fyrir því, hvern- ig flokksstarfsemi þeirra er var- ið og að hverju er stefnt. Þess- vegna verða komraúnistar að villa á. 'sjer heimildir, og látast í lengstu lög, sem þeir stefni að öllu öðru en þeir gera. Kommúnistar, sem vilja að ís- lensk þjóð verði gerð að ánauð- ugum þrælum að austrænum sið, fimbulfamba seint og snemma um það að þeir imni frelsi og sjálfstæði. Kommúnist- ar sem vilja að Islendingar verði efnalega ósjálfbjarga, bregða sjer í líki framfaramanna, sem snöggvast, eins og þegar þeir fylgdu þeirri stefnu að nota stríðsgróðann til þess að kaupa fyrir hann íramleiðslutæki. Nú reyna þeir að sjálfsögðu að gera þjóðinni cmöguiegt að njóta þeirra framleiðslutækja, mcð Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.