Morgunblaðið - 12.10.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.10.1947, Blaðsíða 8
HÍORGUISBLAÐIÐ Sunnudagur 12. okt. 1947 « — Meðal annara orða Framh. af bls. 6 yfir, að þeir muni ekki fallast á skiptingu landsins. Arabar hafa látið ófriðléga síðan á miðvikudag — „hernað- araðgerðir'1 hefur verið tíðasta orðið í ræðum þeirra og yfir- lýsingum. Og nú, aðeins örfáum dögum eftir að útlit var fyrir að þetta þráláta deilumál mundi leysast, herma fregnir, að eg- ypskar og sýrlenskar herdeildir sjeu „við heræfingar" við landa mæri Palestínu. Orustan við hungrið. TRUMAN boðaði matvæla- sparnað s.l. þriðjudag. Hann orðaði boðskap sinn til banda- rísku þjóðarinnar þannig: Við erum að hefja nýja orustu -— orustuna við hungrið. Hungur- draugurinn vofir þegar yfir Evr ópuþjóðunum, og ef þær falla í þessari nýju orustu, höfum við glatað friðnum. Nýtt neitunarvald. EN það var fleira, sem ógnaði friðnum. Neitunarvaldið komst enn einu sinni á dagskrá — ný tegund neitunarvaldsins, veikari að vísu en fyrirmyndin, en þó hættulegt vopn. í Öryggisráðinu dugar Rúss- um eitt rússneskt ,,nei“. A allsherjarþingi S.Þ. ráða tveir þriðju hlutar atkvæða úrslitum mála. Svo nú hafa Rússar tekið upp á því, að þegar rússneska „nei“-ið dugar ekki og „já“ and stæðinganna eru of mörg, lýsa þeir því yfir í heyranda hljóði, að þeir muni enga samvinnu hafa í því og því máli, sem af- greitt hefur verið á annan veg en þeir helst hefðu kosið. — Og leppríkin elta. lil Akureyrar Sæti laus í 6 manna fólks- bíl til Akureyrar á morg- un (mánudag). Uppl. í síma 7353 kl. 1—2 í dag. | | „lsskápur“ I I nýr, enskur til sölu. Til- 1 boð merkt: „600 — 104“ | spndist afgr. Mbl. fimm mínúfna krossgalan Lárjett: 1 verur — 6 fæða — 8 persónufornafn — 10 tími — 11 ljet af hendi — 12 tveir eins — 13 fangamark — 14 hrím — 16 stofur. Lóðrjett: 2 tónn — 3 farar- tæki — 4 eins — 5 binda — 7 pára — 9 op — 10 hvíldi •— 14 upphrópun — 15 mannsnafn (kínverskt). Lausn á síðustu krossgátu. Lárjett: — 1 ertir — 6 óri — 8 ut — 10 K. R. — 11 brekkan — bé — 13 la — 14 roð — 16 hærða. Lóðrjett: 2 ró — 3 traktor — 4 ii — 5 gubba — 7 ærnar — 9 trje — 10 kal — 14 ræ — 15 ðð. Gela framleitt nóg matvœli BUENOS AÍRES: — Miguel Mir- anda landbúnaðarróðherra Argen- tínu hefur skýrt svo frá, að Ar- gentína væri nú að framleiða mat- væli í stórum stíl handa hinum sveltandi. Evrópuþjóðum, og gæti aukið framleiðsluna að .miklum mun, ef hún fengi meiri kol og olíu. M.b. Hugrún hleður til Flateyrar, Bolungar- víkur, ísafjarðar, Súðavíkur. — Vörumóttaka mánudag og þriðjudag. Sími 5220. Sigfús Guðfinnsson. Utvarpið ÚTVARPIÐ í DAG: 8.30—9.00 Morgunútvarp. 10.10 Veðurfregnir. 11.00 Messa í Dómkirlfjunni (sjera Jón Auðuns dóm- kirkjuprestur). 12.10—13.15 Hádegisútvarp. Í3.15 Erindi: Vandamál fá- mennu skólanna (Stefán Jónsson námsstjóri). 15.15—16.25 Miðdcgistónleikar (plötur): a) Etudes eftir Debussy. b) 15.40 Dichter- liebe eftir Schumann (Panz- era syngur). c) 16.05 Cindr- ella, Romance og Konsert- vals eftir Coates. 18.30 Barnatími (Þorst. Ö. Stephensen o. fl.). 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar: „Stenka Ras- in“ eftir Glasounow (plötur). 20.00 Frjettir. 20.20 Orgelleikur í Dómkirkj- unni (dr. Victor v. Urbants- chitsch). 20.40 Erindi: Hjá Molbúum (Hendrik Ottóson frjetta- maður). 21.05 Tónleikar: Norðurlanda- kórar (plötur). 21.20 Þýtt og endursagt: „Kristni og lýðræði“, eftir Stafford Cripps (sjera Ósk- ar Þorláksson). 21.45 Tónleikar: Ljett klassisk lög. 22.00 Frjettir. 22.05 Danslög. 23.30 Dagskrárlok. ÚTVARPIÐ Á MORGUN: 8.30—9.00 Morgunútvarp. 10.10 Veðurfregnir. 12.10—13.15 Hádegisútvarp. 15.30—16.30 Miðdegisútvarp. 19.25 Veðurfregnir. 20.30 Erindi: Milli heims og helju (Árni Óla ritstjóri). 20.55 Tónleikar (plötur). 21.00 Um daginn og veginn (frú Aðalbjörg Sigurðar- dóttir). 21.20 Útvarpshljómsveitin. 21.50 Tónleikar: Lög leikin á ýmis hljóðfæri. Ljett lög (plötur). Abyggilegan og duglegan mann viljum við ráða á þvottahúsið. FramtíÖaratvinna. |> Uppl. (ekki í sima) á skrifstofunni kl. 9—12 á mánudag. Þvottamiðstöðin Borgartúni 3. Reykjavíkurbr jef _ Framh. af bls. 7 því að stuðla að því af öllum mætti að framleiðslan verði svo dýr að hún stöðvist. Þjóna ekki tveim herrum. KOMMÚNISTAR geta ekki, frekar en aðrir, þjónað samtím- is tveim svo ólíkum herrum, sem hinni rússnesku heimsveld- is- og kúgunarstefnu, og hags- munum íslensku þjóðarinnar. Það er augljóst öllum mönnum að þeir meta skemmdarverkin mest, í hlýðni sinni við byltinga- stefnuna. En hitt er líka greinilega komið á daginn, að þeir eru sjálfir orðnir alvarlega smeykir um, að þeir verði fyrr en síðar í augum alþjóðar einskonar skóggangsmenn þjóðf jelagsins eða einangraðir útlendingar með sinni eigin þjóð. Neyðaróp þeirra í Þjóðviljan- um á dögunum, bendir til þess, að þeim sje orðið alvarlega ó- rótt innanbrjósts, er blaðið segir að enginn kommúnistaflokkur sje lengur til á íslandi (!!) Á- tyllan til þessarar fullyrðingar er sú, að kommúnistar hafa fyr- ir nokkru skírt upp flokk sinn og nefna hanr^ nú sósíalista- flokk, sameiningarflokk alþýðu. Er þetta útlegging á nöfnum þeim, sem hinir rússnesku valds menn hafa gefið kommúnista- flokkum Austur-Evrópu, er þeir kúga jafnaðarmenn til hlýðni við hin kommúnistisku yfirráð. Skyldi Brynjólfur Bjarnason hætta að vera til, enda þótt hann tæki upp á því, að nefna sig Gromyko eða Molotov eða einhverju slíku nafni? Annað mál er svo það, að hvergi í víðri veröld mun nokk- ur stjórnmálaflokkur hafa gert svo lítið úr sjer, og auglýst bet- ur hræðslu sína við almennings- álitið, en hinir íslensku komm- únistar, daginn sem þeir hjeldu því fram í málgagni sínu að flokkur þeirra hefði gufað upp, og þyrði ekki lengur að láta sjá sig, með þeirri stefnu hans, þeim áformum hans og því brennimarki hans, sem öll þjóð- in hefur fyrir augum. Skœruliðum gefin sakaruppgjöf ATHENA: — Sophoulis hefur lát ið svo ummælt, að boð grísku stjórnarinnar um sakaruppg-jöf verði framlengt um einn mánuð. K1***-- — Siglf í slrand Framh. af bls. 1 Frásögn Magnúsar. Magnús sagði að í fyrrakvöld hefði lekans fyrst orðið vart, en ekki hefði hann ágerst neitt að ráði fyr en í gærmorgun. Skip- ið sagði hann vera lítilsháttar brotið að ofan, því það lá undir stöðugum áföllum, en allir væru skipverjar vel hressir. — Dæla skipsins hafði ekkert undan lek- anum, sem stöðugt fór vaxandi, og urðu þeir að ausa skipið með fötum og voru að við austur í alt að 5 kist. Svo vel tókst þeim að verja vjelina sjó að hún gekk allan tímann og varð aldrei að grípa til seglanna. 10 mín. lengur sokkið. Magnús Sigurðsson háseti sagði ennfremur, að þrátt fyrir þenna látlausa austur, þá hefðu þeir ekki getað haft við lekan- um, nema örskamma stund enn þá, og varla lengur en 10. mín. Þá hefði skipið sokkið. Við sá- um aldrei til flugvjelarinnar, sagði Magnús, enda mun hún hafa verið á sveimi miklu vestar. Siglt í strand. Þegar skonnortunni'var siglt inn á Þorlákshöfn, voru festar ekki látnar falla uns skipið stóð á grunni. Magnús sagði að lokum, að þeir skipverjar myndu láta fyr- irberast í skonortunni í nótt, en ekki kvaðst hann vita hvað svo yrði gert, því hann taldi ógern- ing. að hreyfa skipið, eins og það nú er. ■ Rjeffarhöld vegna ráðherramorðanna I Burma Rangoon í gær. RJETTARHÖLD hófust hjer í Rangoon í dag í máli U Saw, fyrverandi forsætisráðherra Burma. Er hann sakaður um að hafa, ásamt fleirum, staðíð fyrir morði sjö ráðherra í júlí. Fjórir aðrir sakborningar, sem einnig mættu í rjettinum í dag, halda því fram, að lög- reglan hafi misþyrmt þeim og neytt þá til að játa á sig morð- in. — Reuter. Maðurinn hugsar: — Það er eiginlega engin von honum batnar ekki, á hann þó skilið að verða um að maðurinn lifi, en jeg verð að gera hvað jeg jarðsettur á virðulegan hátt — það er að segja, án get. Jeg get ekki bara skelt honum í gröfina. Ef þess að yfirvöldunum verði tilkynnt um daúða hans. V/HO 15 LNER-LIPSf 5TR/W6E PENEWCTOR2 | o Jeg geri ráð fyrir, að jeg verði að taka af honum hægri fótinn. Það er eina vonin um að bjarga lífi hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.