Morgunblaðið - 12.10.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.10.1947, Blaðsíða 1
Sænskri skonnortu sem á voru 3 íslend- ingar siglt í strand Hún var að því komin að sökkva UM KLUKKAN eitt í gærdag sendi sænska skornortan Trinite frá Málmey,- út neyðarskeyti. Sagði skipstjórinn mik- inn leka vera kominn að skipinu og aðeins tímaspursmál væri kve lengi skipið gæti verið ofansjávar. Botnvörpungurinn Gylfi og björgunarflugvjel leituðu að bátnum lengi dags í gær en án árangurs. Voru menn farnir að óttast um afdrif skipsins. Klukkan að ganga sjö bárust þær frjettir hingað að skipið væri komið til Þorlákshafnar og væri skipshöfnin heil á húfi. Meðal skipverja eru þrír Islendingar. Á leið til Svíþjóðar. Skonnortan var á leið til Sví- þjóðar og hafði farið frá Akra- nesi í fyrrakvöld áleiðis til Seyðisfjarðar. Skonnortan var hjer á síldveiðum í sumar og haust og hafði um 15 til 1600 tunnur síldar innanborðs. Hún er rúml. 300 smál. að stærð. Bunduríkin því fyigjundi uð Pulestínu verði skipt -«> prmssss'jnnar Rak undan veðri og vindi. Þegar neyðarskeytið var sent hjelt skipstjórinn sig vera um 20 sjóm. út af Krísuvíkurbjargi. Var þá mikill leki kominn að skipinu og sagði skipstjórinn, að takast mætti að halda vjel skipsins í gangi til um kl. 3. — Skipið rak auk þess undan veðr- inu að Krísuvíkurbjargi, að sögn hans. Eftir að þetta skeyti barst tókst ekki að hafa samband við skipið. Togari og flugvjcl leita. Slysavarnafjelagið gerði þeg- ar ráðstaíánir til þess að fá skip á næstu grösum til þess að fara Trinite til aðstoðar. Gylfi var staddur um það bil tveggja og hálfs tíma siglingu frá beim stað, er skipstjórinn á skonnort- unni gaf upp. Var nú full ferð sett á vjelar Gylfa og var hann kominn á vettvang ■ klukkan að ganga sex. Einnig hafði tekist að fá björg unarflugvjel frá Keflavíkurflug velli til þess að leita að Trinite. Bæði flugvjelin og Gylfi leituðu þar til klukkan að verða sjö, en þá barst sú fregn bingað, að skonnortan væri komin inn á Þorlákshöfn, sem er langt fyrir áustan Krísuvík eins og vitað er. Islendingarnir. Morgunblaðið átti tal við Þor- lákshöfn um kl. 7.30 í gærkvöldi Þar var staddur inn: einn ís- lendinganna, Magnús Sigurðs- son frá ísafírði. Skýrði hann svo frá að auk hans væru á skipinu tveir aðrir landar, þeir Rein- hard Sigurðsson frá Siglufirði og Bragi Jóhannsson einnig frá Siglufirði. Alls voru 7 menn á skonnortunni og voru hitt Norð- menn, Finni og skipstjórinn sem er sænskur. Framh. á bls. 8 SEINNI part dagsins í \ gær bjargaði togarinn i Drangey breska fiskiskip- ; inu Stundet Prince frá i Grimsby, er það ' var í i nauðum statt út af Garð- i skaga. i Drangey, sem var á leið i út á Hala, fór hinu breska i skipi þegar til aðstoðar og i var kominn klukkan að i ganga 10 í gærkvöldi að i Studcnt Prince. — Þegar | Drangey var komin skip- i inu til hjálpar, kom í Ijós, i að stýri þess hafði brotrt- i að. Var nú þegar byrjað á I að koma vírum milli skip- i anna og mun það liafa i gengið sæmilega, því að : skömmu síðar hafði tekist : að koma öruggum vírum \ yfir í breska skipið og var í þá haldið af stað hingað til \ Reykjavíkur. Breska skip- \ ið er milli 80—100 smál. : að stærð. Áhöfnin er 7 1 —8 menn. — Drangey : mun vera væntanleg hing- | að fyrir hádegi í dag. — : Skipstjórinn á Drangey er : Lúðvíg Vilhjálmsson. Fjöldafundir í Rém Rómaborg í gærkvöldi. KOMMÚNISTAR og vinstri armur sósíalista í Rómaborg undirbúa nú mikla fjoldafundi í Fregnir um 200,000 manna arabískan varnarher NEVV YORK í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. HERSHEL JOHNSON, fulltrúi Bandaríkjanna í Palestínu- r.efnd S. Þ., lýsti því yfir í dag, að bandaríska stjórnin væri fylgjandi skiptingu Palestínu, eins og stungið hafi verið upp á í meirihlutaáliti rannsóknarnefndar þeirrar, sém send var til Palestínu á sínum tíma. Johnson sagði þó ekkert um hver fara ætti með stjórn í Landinu helga frá þeim tíma, sem S. Þ. kæmu sjer saman um skiptingu landsins, þar til hún yrði framkvæmd. Vekur þetta talsverða athygli, þar sem vitað er, að stjórnmála- menn um heim allan hafa af þessu miklar áhyggjur, og þá eink- um þar sem Bretar hafa lýst því yfir, að þeir muni ekki einir taka að sjer að koma ákvörðun Sameinuðu þjóðanna í fram- kvæmd. Búið er að gefa út leyfisbrjef þeirra Elizabeth Englandsprins- essu og Philips Mountbatten, sem ætlað að gifta sig' 20. nóv. n. k. Sjest skjalið hjer á mynd- inni. Rekur ósannindi kommúnista lil baka. PRAG: — Steinhart sendiherra Bandaríkjanna hjer, hefur mót- mælt þeim ummælum eins af blöð- um kommúnista, að flugvjelar Bandaríkjanna hafi kastað sprengj um á verksmiðjur í Tjekkóslóvak- íu, til að „lama iðnað landsins", eins og blaðið kemst að orði, þegar Þjóðverjar voru á undanhaldi í Tjekkóslóvakíu. Ekkert samkomulag um aust- urrísku: friðarsamningana Kröfur Rússa þykja of harðar Vínarborg í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. FJÓRVELDANEFNDIN, sem gera átti tillögur um friðar- samninga við Austurríki, lauk störfum hjer i Vínarborg í dag. Hefur enginn árangur náðst af störfum nefndarinnar, og hefur hún þó setið á rökstólum í þvínær fimm mánuði. Nefndarfull- trúarnir hafa þó komið sjer saman um, að senda utanríkisráð- herrum fjórveldanna skýrslu, er þeir koma saman í London 23. nóvember næstkomandi. Bevin mun vera því meðmælt^ ur, að friðarsamningarnir við Austurríki verði eitt af því fyrsta, sem tekið verði á dag- skrá utanríkisrá ðherra f undar • ins. Kröfur ílússa. Það sem valdið hefur fjór- veldanefndinni i Vínarborg sambandi við hinar væntanlegu hvað mestum erfiðlcikym, er af bæjarstjórnarkosningar. Mun J staða sú, sem Rússar hafa tek fundum þessum aðallega beint. jð til eigna Þjóðverja i Austur- gegn stjórn De Gasperis. Allmikil ólga er í Rómaborg í dag, vegna óeirða, er þar urðu riki. Krefjast þcir fjölda verk- smiðja óg vjela í skaðabæfur, en fulltrúar Breta, Bandaríkja í gær. Urðu þær í sambandi við manna og Frakka hafa ekki get f jöldafund, sem sumir segja að j að fallist á þetta og telja Rússa fasistar hafi beitt sje>' fyrir. ganga of langt. Ekki þýskar eignir. Breski fulltrúinn hefur með al annars bent á að margt af því, sem Rússar vilja telja til þýskra eigna, hpfi verið tekið með valdi af Austurríkismönn um, er nasistar innlimuðu landið. Nýr banki slojnaöur JERUSALEM: — Nýr arabiskur Landbúnaðarbanki hefur verið stofnaður af sjö Arabaríkjum. ■—• Þcssi banki á að liafa það hlutverk að hjálpa Áröbum að kaupa land í Palestínu. Breytingar. Johnson tók þó fram, að Bandaríkjastjórn væri þeirrar skoðunar, að nokkrar landfræði legar breytingar yrði að gera á meirihlutaáliti rannsóknar- nefndarinnar um skiftingu. Tók • hann það sem dæmi, að stjórn sín liti svo á, að Jaffa ætti að falla í hlut Araba, þar sem íbú- ar þeirrar borgar væru lang- flestir arabiskir. Arabar reiðir. Ymsir af leiðtogum Araba hafa þegar svarað Johnson, og taka sumir þeirra svo djúpt í árinni, að þeir segja, að með þessu hafi bandaríska þjóðin áunnið sjer hatur allra Araba. Tjáði Azzam Pasha, aðalritari Arababandalagsins, frjetta- mönnum í kvöld, að ef nokkur þjóð tæki að sjer að fram- kvæma skiftingu Palestínu með valdi, mundu Arabar hvergi hika, en verjast öllum árásum. Mikill her. Fregnir hafa heyrst um það, að fimm Arabaríki hafi nú kom ið sjer saman um, hversu mikið lið þau muni leggja fram, ef Bretar halda frá Palestínu og útlit er fyrir að skiptingin verði að raunveruleika. Segja fregnir, að hjer sje um 200,000 hermenn að ræða frá Irak, Egyptalandi, Sýrlandi, Lebanon og Transjor- dan. Fulltrúi Indlands. Frú Pandit, fulltrúi Inlands í Palestínunefnd, talaði áður en Hershel Johnson hafði lýst yfir afstöðu Bandaríkjanna. Lagði hún áherslu á, að enginn mætti skilja orð sín svo, að Indverjar hefðu ekki fylstu samúð með Gyðingum, en þó litu Indverjar svo á, að skipting Palestínu væri ekki rjett Iausn þessa deilumáls. Framh. á hls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.