Morgunblaðið - 21.10.1947, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.10.1947, Blaðsíða 7
7 Þriðj udagur 21. okt. '1947 II' 1 ' » ; > i ■■ ‘ ■' : MORGUISBLAÐIíj — Bókasafn Hafnarfjarð- ar 25 ára í DAG, 18. október, eru liðin 25 ára síðan Bókasafn Hafnar- fjarðar tók til starfa á vegum bæjarins. Var bókasafnið upp- haflega stofnað fyrir atbeina kennara barnaskólans, og áttu þeir Gunnlaugur Kristmundsson fyrrv. sandgræðslustj. og Bjarni Bjarnason, núverandi skólastj. á Laugarvatni, drýgstan þátt í stofnun þess. Hefur Gunnlaugur átt óslitið sæti í stjórn bókasafns íns öll þessi ár, og þrátt fyrir ágætt og óeigingjarnt starf og stuðning margra annara, mun ekki ofmæit, að safnið eigi hon- um meest allra einstakra manna að þakka. Auk þeirrar forgöngu sem Gunnlaugur hafði um stofn un safnsins, má sjerstaklega geta þess, að hann hefur aflað bókasafninu margra fágætra og dýrmætra íslenskra bóka af stök um dugnaði og ósjerplægni. Bókasafnið átti framan af við slæman húsakost að búa, og var einungis notað til útlána þar sem engin tök voru á því að starf- rækja lestrarsal í sambandi við það. Þeim styrkjum, sem bóka- safnið fjekk úr bæjar- og ríkis- ' sjóði, var að langmestum hluta varið til bókakaupa, en f járhag- ur þess leyfði ekki jáfnframt að launa fastráðnum bókaverði. — Bókavörsluna á þessum frum- býlingsárum önnuðust oftast ýmsir áhugamenn fyrir lítil laun í hluífalli við fyrirhöfn. Þegar Mensborgarskólinn nýi var byggður, var safninu ætlað- ur staður þar á efstu hæð, og fluttist safnið í hin nýju húsa kynni í október 1938. Varð við það mikil breyting til batnaðar á högum safnsins. Bókasafnið fjekk til umráða rúmgóða bóka geymslu og lestrarsal sem op- inn heíur verið fyrir almenn- ing síðan. Jafnframt var þá ráð ínn fastur Bókavörður í fyrsta sinn, og varð það Magnús Stef- ánsson skáld (Örn Arnarson). Lagði hann grundvöllinn að nýrri flokkun bókasafnsins og tilhögun ú.tlána, þótt hans nyti aðeins skamma stund við sök- um heilsubilunnar. Eftirmaður hans næstu tvö árin var Ólafur Þ. Kristjánsson. Hjelt hann skipulagningu Magnúsar Stef- ánssonar áfram og festi starf- semi safnsins í þær skorður, sem hún hefur verið í síðan. 1942 var Magnús Ásgeirsson rithöf- undur ráðinn bókavörður saíns íns og gegnir enn því starfi. Bindatala safnsins mun nú vera nokkuð á ellefta þúsund, og hefur vöxtur þess verið hraður hin síðustu ár, enda hafa fram- lög bæjarsjóðs verið stóraukin. Bókalán hafa verið mikil og stöðug, og nýverið hefur verið komið á útlánum til fiskiskipa gegn nokkru framlagi af þeirra hálfu. Lestrarsalurinn hefur og verið fjölsóttur, en þó einkum af börnum og unglingum úr skól um bæjarins. Lega staðarins veldur því, að fullorðið fólk hefur sótt þangað raiður en ann ars hefði mátfvænta. Núverandi húsakynni bókasafnsins eru að vísu ekki ýkjalangt frá miðdepli bæjarins, en þó í útjaðri hans, og í rúmlega hundrað þrepa hæð frá götu. Af þessari ástæðu hefur far- ráðamönnum og velunnurum bókasafnsins lengi verið ljóst, að húsnæðið í Flensborg yrði ekki til frambúðar, ef safnið ætti að hafa fullt notagildi. Stofenend ur safnsins höfðu og frá upphafi haft það mark fyrir augum, að það eignaðist sjálft varanlegt húsnæði. I því skyni stofnuðu þeir snemma byggingarsjóð af árgjöldum notenda og vanskila- sektum. Sjóðurinn hefur fram að þessu ekki haft aðrar tekjur en þessar, og því vaxið fremur hægt, að vonum, en allt um það er hann þegar orðinn nokkur undirstaða og ber framsýni og áhuga stofnendanna gott vitni. Nú hefur svo skipast, að við framkvæmd hinna nýju fræðslu laga, mun Flensborgarskólinn ó- hjákvæmilega þurfa á húsnæði safnsins að halda vegna stórauk ins nemendafjölda. Er því auð- sætt, að bókasafnið verður að víkja þaðan á næsta ári eða ár um. Það er því orðið raunhæft viðfangsefni að sjá safninu fyrir nýju húsnæði á hentugum stað þar sem það getur fullnægt menningarhlutverki sínu. Að líkindum hefði slík bók- hlaða verið reist í Haínarfirði á undanförnum uppgangsárum bæjarins, ef ekki hefði verið á það treyst, að bókasafnið gæti enn um alllangt skeið haft bæki stöðvar í hinum rúmgóðu salar- kynnum Flensborgarhússms, þr.tt fyrir nokkra annmarka. Nú þegar útsjeð er um, að svo verði hafa forráðamenn bæjarins og bókasafnsins tekið málið til al- varlegrar athuguna, og alveg nýlega, nokkrum dögum fyrir 25 ára- starfsafmæli safnsins, hefur bæjarráð samþykkt ein- róma, að leggja til, að all-álitleg fjárhæð verið veitt byggingar- sjóði á næstu fjárhagsáætlun bæjarins. Til frekari stuðnings við skjóta lausn húsnæðismálsins, hefur fjáröílun, að vísu í smáum stíl, verið undirbúin á öðrum leiðum og ennfremur vænta forráða- menn og vinir bókasafnsins, að ýmsir Hafnfirðingar verði til bess ao minnast byggingarsjóðs ins á aldarfjórðungsafmæli þess. Fullkomin bókaskrá safnsins kom út vorið 1946, og ritauka- skrá er væntanleg fyrir næstu áramót. — Bókasafnsnefnd skipa nú, svo sem mörg ár að undanförnu, þeir Guðjón Guðjónsson, skóla- stjóri, Gunnlaugur Kristmunds- son, fyrrum sandgræðslustjcri, og Stefán Jónsson, forstjóri. Bókavörður er Magnús Ásgeirs- son, eins og fyrr segir. — Bílamiðfyiiin Bankastræti 7. Síml 6063 er miðstöð bifreiðakauna irðaverð landbúnaðarins fetfeífáS - Framleilsluráð LADY Baden Powell, kona hins látna skátahöfðingja, er foringi allra kvenskáta heims Kauphöllin er miðstöð verðbrjefavið- skiftanna. Sími 1710. Nýr unglinpskóii HINN 10. okt. s.l. var Ung- lingaskóli Mosfellsskólahverfis settur í fyrsta sinn að Brúar- landi af Lárusi Ilalldórssyni skólastjóra. Starfar skólinn sam kvæmt hinum nýju fræðslulög- um, en aðeins í einni deild í vetur. Kennarar verða, auk skólastjóra, sjera Hálfdan Helga son prófastur og ungfrú Klara Klængsdóttir kennari. Við setn- ingu skólans fluttu ræður auk skólastjóra, sr. Hálfdan Helga- son formaður skólanefndar og fræðsluráðs, Björn Birnir hrepp stjóri, Magnús Sveinsson og Jónas Magnússon oddvitar Mos- fells- og Kjalarneshreppa. Lýstu þeir allir ánægju sinni yfir stofn un skólans og því nýja skrefi, sem nú hefði verið stigið í fræðslumálum hjeraðsins og árn uðu skólanum framtíðarheilla. ÝMSUM mun finnast að Brekkan hafi færst all-mikið í fang, er hann tekur sjer yrkis- eíni í skáldsögu úr sjálfri Njálu. Og ekki er það efíirbreytnis- vert! En Brekkan hreinar sig dável af þessu, enda er þetta eíni, sem í fornsögunni er tals- vert hornrekulega um fjallað. Það er samband Hallgerðar Lnngbrókar og Þjóstólfs fóstra hennar. Brekkan gerir þau að jafnöldrum og elskendum. Er þaö all-djarft, en skemmtilega til fundið og höf. heíur skrifað um ástir þeirra sína bestu bók. Tekst honum einkum vel með Þjóstólf, en erfitt var að stækka Ilallgerði og má þykja gott, að hún smækkar ekki að mun. Er skapgerð hennar best lýst í upp- vextinum, en hæpnari verður hún stundum síðar, þó sjer í lagi, er hún sendir Þjóstólf feygðarförina. Margir af persónum þessarar löngu sögu eru dágóðar — og væru betri, ef lesandi þyrfti ekki að minnast Njálu! — Frá- sögnin er í góðu lagi. lipur og spennandi, auðug að atburðum og vel skipulögð. Brekkan hefur farið mikið fram, frá fyrri bók um, stíllinn hreinni, verkið á flestan hátt betra. Og spá mín er sú, að þessi skáldsaga verði mikið lesin utan íslands, ef hún Itemst á önnur mál. Þar mun Njála ekki spilla fyrir henni, heldur hið gagnstæða. En einnig hjer á sagan skilið að sem flestir lesi hana, þóí hún er merkasta bók rithöfundar, sem er alls góðs maklegur. ÞEGAR samkomulag náðist i sexmannanefndinni árið 1943 um afurðaverð landbúnaðarir.s í hlutfalli við tekjur annara stjetta, þá vakti það almenna ó- ánægju meðal bænda og sveita- fólks. Vissu menn, að sú deila var þá leyst á meðan stríðið stæði og margir gerðu ráð fyrir að líkt hlutfall yrði látið hald- ast áfram þá stríðinu lyki, hvern ig sem færi með verðbreytingar á erlendum markaði, og laúna- breytingar innanlands. Árið eftir, 1914, var þó vísi- töluhækkun ársins geíin eftir samkvæmt ákvörðun búnaðar- þings. Var hún 9,4%. Búnaðarráð. Þegar búnaðarráðið var stofn að árið 1945 og verðlagsnefnd þess tók til starfa ætlaði Tíma- liðið alveg að ærast. — Fjöldi skammargreina birtust í blöðum flokksins, urmull af ræðum voru fluttar innan Alþingis og utan, og margvíslegar sam- þykktir voru gerðar í herbúð- um liðsins. til að semja um nýjan verð- grundvöll. Skyldi sá samningur gilda ef allir yrðu sammála og þar með tekin upp sú tillaga, stra jeg fekk samþykkta í fjár- hagsnefnd neðri deildar 1943 og sem Tímamenn töldu þá hina mestu fjarstæðu. Ef, samkomulag næðist ekki átti nú gerðardómur að dæma, þar sem einn embættismaður (hagstofustjóri) skyldi vera oddamaður með einum fulltrúa framleiðenda og öðrum frá ncyt endum. Síðan skyldi nefnd sem heitir: ,,Framleiðsluráð“ annast söluna. Þetta var keyrt í gegn um Alþingi. Barðist jeg og fleiri þar í gegn og bentum við á, að þetta fyrirkomulag mundi aldrei verða til annars en minka rjett bænda og lækka verðið. Nefnd- in gæti eigi orðið á eitt sátt eins og nú stæði og því vrði alt und- ir gerðardóminum komið. Nú hefir reynslan sannað þetta svo að ekki er um að villast. Liggja nú fyrir tölurnar um Allt gekk út á það, að útmála þá niðurstöðu sem varð. hvílík ósvífni það væri, að stofna búnaðarráð og fela því verðlagsvald og söluumsjón af- urðanna. Tveir menn voru það einkum, sem lýst var sem hin- um verstu svikurum og fjand- mönnurn bændastjettarinnar á íslandi. Það var landbúnaðar- ráðherrann, Pjetur Magnússon og jeg undirritaður. Það var og svo, að ráðherrann setti lögin og jeg var fyrir hönd Sjálfstæð- isflokksins í þeirri nefnd er samdi lögin ásamt fulltrúum frá Alþýðuflokknum og Sócíalista- flokknum. Við 'oárum því á- byrgð á lögunum og höfum aldrei skorast undan henni. — Lögin voru samningslög þriggja ílokka og að því leyti byggð á mjög sterkum grundvelli, að bændur og bændafulltrúar áftu að ákveða verðið og hafa eftirlit með sölunni, allt með samþykki þeirra stjórnmálaflokka, sem kaupendur varanna skipa. Þegar verðið var ákveðið 1945 og 1946 gerðu Tímamenn hið mesta hróp að ráðinu og verðlagsnefndinni fyrir það, að hafa ekki tekið inn í verðið hm margumræddu 9,4% frá 1944, heldur aðeins vísitöluhækkun áranna hvors um sig, 1945 og 1946. Svikarar, Júdasar, þjónar heildsala o. s. frv. voru nöfin, sem nefndarmennirnir fengu. — Vita þó allir að þeir eru meðal fremstu og heiðarlegustu bænda á íslandi. Ákváðu þeir líka hæsta verð, sem nokkru sinni hefur veiið greit fyrir landbúnaðarafurðir. Framleiðsluráð. Svo voru Tímaliðar búnir að æsa sig upp í mikla vitleysu gegn búnaðarráði og verðlags- nefnd landbúnaðarafurða, að þeir heimtuðu það sett inn í stjórnarsamning s.l. vetur, að leggja þessar stofnanir niður og rjúfa þar með það samkomulag, sem gert var við kaupendurna í bæjunum 1945. Nú skyldi sett ný sexmanna- Kristmann Guðmundsson. nefn neytenda og framleiðenda Nefndin kom sjer ekki sam- an. Gerðardómurinn klofnaði í þrjá hluta eins og mennirnir í honum vöru margir. Dómur hagstofustjórans er það sem gildir, eins og við mátti búast. Utkoman er þessi: Vísitöluupphæðin fyrir meðal búið vár 1946 samkvæmt verð- lagningu Búnaðarráðs nettó kr. 36135.00. Reiknað á sama hátt 1947 átti hún að verða kr. 40690.00. Vísitöluhækkun árs- ins því 12,6%. Niðurstaða hagstoíustjóra varð aftur á móti kr. 37686.00 og hækkun frá 1946 því aðeins 4,3% eða 8,3% lægri en vera bar samkvæmt eldri reglunni og verðlagningu Búnaðarráðs. Auk þessa eru svo hin marg- umtöluðu 9,4% fallin burtu fyr- ir fult og alt. Verðlagið til bænda er því samkvæmt gerð- ardómi ákveðið 17.7% lægra en vera mundi samkvæmt sex- mannanefndar samkomulaginu frá 1943 og 8,3% lægra en vera mundi samkvæmt verðskrán,- ingu Búnaðarráðs Nú hefir Tíminn samt ekkert orð sagt um svik við bændur, þjónustu við heildsala o. s. frv. Þvert á móti hefir hver greinin komið af annari þar sem reynt er að afsaka það hve verðið sje nú hátt. Um greiðslu til milliliða flutningskostnaðar o. fl. hefir framleiðsluráð rjett til að á- kveða. Tímaliðið hrópaði ákaft um það í fyrra og hitteð fyrra hve mikið færi í þetta. Nú virð- ist það enn hækkað verulega frá því sem var í fyrra og auð- vitað þegir nú Tíminn. Fá eða engin dæmi munu vera til þess, að heill stjórn- málaflokkur kokgleypi svo allar sínar árásir út af stórmáli eins og Tímaliðið hefir hjer gert. Þeir hafa svo rækilega sem frek ast er unt jetið ofan í sig allar skammirnar, alla lygina og all- ar dylgjurnar um Búnaðarráí? og verðlagsnefnd landbúnaðar- (Framhald á bls. 12)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.