Morgunblaðið - 21.10.1947, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 21. okt. 1947
Útg.: H4 Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigíús Jónsson
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsíngar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands,
kr. 12,00 utanlands.
1 lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Leabók.
Vei tin ga valdi ð
og Háskólinn
í LÖGUM og reglugerðum um Háskóla íslands er þess-
ari æðstu menntastofnun landsins mörkuð nokkur sjer-
staða. Háskólanum er veittur rjettur til þess að hafa
veruleg áhrif á val vísindamanna, sem starfa eiga í þjón-
ustu hans. Mun það hafa vakað fyrir löggjafanum er þessi
ákvæði voru sett að í því fælist mest trygging fyrir
stofnunina að sjerfræðingar hennar á hinum ýmsu svið-
um hefðu úrslitaáhrif á val nýrra kennara er þangað
rjeðust. Var sú skoðun og í samræmi við það, sem tíðk-
aðist við háskóla annara þjóða. Þessvegna voru sett í
reglur Háskóla íslands ákvæði um það að ekki mætti
veita embætti við stofnunina nema að meirihluti þar til
skipaðrar dómnefndar úrskurðaði umsækjanda hæfan til
þess að gegna starfinu, og að leitað hefði verið álits hlut-
aðeigandi háskóladeildar.
Hvernig hefur nú þessi ótvíræði vilji löggjafans verið
framkvæmdur af þeim, sem með veitingavaldið hafa far-
ið á hverjum tíma?
Það er ómaksins vert að athuga það.
Árið 1936 losnar prófessorsembætti við lagadeildina.
Deildin .eggur til að efnt verði til samkeppni um em-
bættið.
Hvað gerist þá?
Ráðherra virðir óskir deildarinnar að vettugi en skipar
mann til starfans án þess að nokkur samkeppni fari fram.
Árið eftir losnar embætti við guðfræðideildina. Dómnefnd
er skipuð og samkeppni fer fram. Dómnefndin mælir með
ákveðnum umsækjanda, sem þótti hafa gert verkefni sínu
1 vímælalaust best skil að áliti hinna sjerfróðu manna.
Hver er afstaða veitingavaldsins að þessu sinni? Ráð-
herran neitaði að hlíta tillögum dómnefndarinnar en skip-
aði annan mann í embættið.
Nokkrum árum síðar losnaði aftur embætti við guð-
fræðideildina. Deildin mælti með því að ákveðnum manni
yrði veitt það. Ráðherran veitti það öðrum manni.
Fjórða og síðasta dæmið um framkvæmd veitingavalds-
ins á vilja löggjafans um sjálfsákvörðunarrjett Háskól-
ans er frá s. 1. sumri.
Þá er það prófessorsembættið við læknadeild og jafn-
framt yfirlæknisstaða við Landsspítalann, sem losnar.
Deildin mælir með því að ákveðnum umsækjanda verði
veitt starfið.
En enn fer sem fyrr. Ráðherran veitir embættið öðrum
manni þvert ofan í tillögur deildarinnar.
Þessi saga, sem hjer hefur verið rifjuð upp er sönn og
rjett.
En þetta er ljót saga, sem ber raunalegan vott um hróp-
lega misbeitingu hins æðsta valds.
Hið pólitíska veitingavald hefur með þessu atferli lýst
siálft sig dómbærara til þess að dæma um hæfni manna
til vísindastarfa en þá menn, sem gert hafa slík störf að
lífsstarfi sínu.
í slíkri framkomu felst frekleg móðgun við alla mennt-
un og sjerþekkingu. Og það sætir hinni mestu furðu, hve
þjóðin hefur tekið mildum höndum á henni.
Hjer er ekki aðeins um það að ræða, hvort Háskólinn,
æðsta menntastofnun þjóðarinnar, eigi að njóta þess rjett-
, ar, sem honum hefur tvímælalaust verið áskilinn. Málið
er miklu stærra. Á yfirleitt að hlíta tillögum sjerfróðra
manna ú þeim sviðum, sem sjerþekking þeirra og mennt-
un nær til?
Hið pólitíska veitingavald hefur svarað þeirri spurn-
ingu neitandi að því er Háskólann varðar. Fyrir það á
það skilið þungan áfellisdóm. Þánn dóm verður þjóðin
.einnig að kveða upp ef veitingavaldinu á ekki í fram-
Uðinni að haldast uppi sá sjálfbyrgingslegi hrokagikks-
háttur, sem einkennt hefur framkomu þess gagnvart
Háskóla íslands undanfarin ár.
DAGLEGA LlFINU
Framsagnarlist.
ÞAÐ ER í rauninni undar-'
legt hve við íslendingar höfum
lagt litla stund á ffamsagnar-
list og hvað við eigum fáa lista-
menn, sem kunna að lesa upp,
eða hafa lagt þá list fyrir sig
í fullri alvöru. Við eigum lista
menn, sem hafa varið til þess
hálfri æfi sinni, að geta túlk-
að fyrir okkur Bach á orgelið
eða Beethoven á slaghörpuna,'
én það er ekki til íslendingur,
sem kann að lesa upp kvæði
Jónasar Hallgrímssonar, eða
Einars Benediktssonar, svo
dæmi sjeu nefnd.
Það er eins með kvæði og
nótur, áð ef þeim er ekki gefið
líf í flutningum, þá missa þau
mikið af sínu listagildi.
•
Langt nám og erfitt.
ÞEGAR ÞAÐ kemur fyrir,
einstaká sinnum, en altof sjald
an, að það koma fram fyrirles-
arar í útvarpinu, sem kunna
að lesa upp, sem hafa lagt sig
eftir að kynna sjer sjerein-
kenni þess, sem þeir ætla sjer
að lesa og flytja eftir því, þá
er talað um þenna viðburð 1
marga daga. Svo sjaldgæft er
það, að hjer sje lesið verulega
vel upp í útvarpi eða af ræðú-
stóli.
Flutningur Lilju Eysteins í
útvarpið í fyrra opnaði fyrir
mönnum nýjan heim. En Ein-
ar Ól. Sveinsson prófessor, sem
undirbjó lesturinn fyrir flutn-
ing í útvarpið þurfti að hafa
meira fyrir því, en að rjetta
hendina upp í bókaskáp eftir
Lilju og hlaupa með hana nið-
ur í útvarp á síðustu stundu.
Bak við þenna flutning lá langt
nám og erfitt, heilabrot og hug
leiðingar.
•
Ævistarf.
ÞJÓÐ, eins og við íslending
ar, sem eigum skínandi bók-
mentaperlur, ættum einnig að
eiga framsegjendur, eða upp-
lesara, sem geta túlkað fyrir
hlustendum sínum hugsanir
skáldanna og leitt þá inn í
töfraheima.
Svo að segja hvert manns-
barn á landinu kannast við
borðsálminn lians Jónasar Hall
grímssonar, en fáir hafa skilið
hann til hlýtar fyr en þeir
heyrðu og sáu Göggu Lund fara
með hann af þeirri snilld, sem
henni einni er lagið.
Nokkrir Islendingar hafa gert
sjer það að æfistarfi, að geta
orðið túlkendur meistara tón-
anna. En því ekki að leggja það
fyrir sig að túlka Jónas, Einar
Ben., Matthías Jochumsson,
Tómas Guðmundssön og aðra
meistara í orðsins list. Það er
líka æfistarf fyrir einn.mann
og það er veglegt takmark.
«
Fyrir ofan garð og
neðan.
HVERSU oft heyrum við
ekki og sjáum að góð skáldverk
fara fyrir ofan garð og neðan
í útvarpi vegna þess að þau eru
illa flutt og stundum sjáum við
að miðlungsskáldskapur hríf-
ur allan hlustendahópinn vegna
þess, að vel er flutt. Helgi
Hjörvar bljes lífi í Bör Börs-
son svo þjóðin hreifst með. En
fluttar hafa verið skáldsögur í
útvarpið, sem eru mikið bet-
ur ritaðar og skemtilegri en
Bör, en sem hlustendur hafa
ekki haft neina ánægju af eða
notið vegna flutningsins.
íslendingar eiga að leggja
meiri rækt við túlkun orðsins
listar, því í bókmenntunum
eigum við gnægtabrunn, sem
aldrei þrýtur, eins og aðrar
þjóðir eiga tónverk, sem veita
unað og ánægju.
•
Tilkynningar til sjó-
farenda.
BRJEFRITARI, sem kallar
sig „strandamann“, en sem jeg
veit, að talar ekki fyrir hönd
Hornstrendinga, heldur hinna,
sem ferðast á sjónum meðfram
ströndum landsins, skrifar á
þessa leið um tilkynningar fyr-
ir sjófarendur:
„Jeg vildi mega beina þeim
tilmælum til hlutaðeigenda að
tilkynningar um hafís, tundur-
dufl og aðrar siglingahættur
og tilkynningar um nýja vita
og breytingar á öðrum, sjeu,
auk þess að vera birtar á ís-
lensku, einnig birtar á ensku
með lestri veðurfregna og um
loftskeytastöðvar landssímans,
en á þann hátt má telja víst
að þær berist öllum þeir er
þær varðar. Skipaútgerð ríkis-
ins hefur birt ís og tundur-
duflatilkynningar' á báðum
tungumálunum í útvarpinu, en
það er ekki nóg. Vitað er að
erlendir sjómenn hlusta yfir-
leitt aldrei á ísl. útvarpið, nema
þegar veðurfregnir eru lesnar
kl. 01.00 og 10.10“.
/• •
Skip í hættu.
„SAMA ER að segja um aug
lýsingar eftir bátum er ekki
hafa náð landi. Slíkar tilkynn-
ingar ætti ætíð að senda á báð-
um tungumálunum um viðkom
andi loftskeytastöð Landssím-
ans á 182 og 600 metra öldu-
lengd, auk þess með veðurfregn
unum. Geta má þess að á ensk
um togurum er að jafnaði sjald
an hlustað á 182 og 600 m. öldu
lengd, heldur halda þeir góð-
an vörð á 140 metrum og nú
orðið við veðurfregnirnar kl.
01.00 og 10.00. Er því nauðsyn-
legt að hægt sje að ná til
þeirra á þessum öldulengdum
ef líkur eru til að einhver þeirra
gæti veitt aðstoð.
Víða við strendur landsins
eru erlend skip, sem vegna
stöðu sinnar *gætu í mörgum
tilfellum veitt skjótari aðstoð
en þau íslensku, sem ef til vill
eru lengra í burtu, aðeins ef þau
fengju upplýsingar um það á
rjettan hátt. Að lokum vil jeg
spyrja: Hvenær mega sjófar-
endur við strendur landsins bú
ast við miðunarstöðvaþjónustu
frá landi, t. d. við Faxaflóa?
Slík tæki munu ekki kosta
meira en einn ekífi-lúxusbíir'.
f MEÐAL ANNARA ÖRÐATT. .
|-----f fiir G. ]. A. |-—-------
59 þúsund flóttamenn mm hehn
MINNISMERKI — Fyrir'
skömmu síðan var í Aabenraa,
Suður-Jótlandi, afhjúpað minn
ismerki 135 flugmanna banda-
manna. Meðal þeirra, sem graf-
settir eru í kirkjugarði þarna,
er ungur Kanadamaður.
Fyrir 25 árum síðan yfirgaf
Dani nokkur jóskan bóndabæ,
þar sem foreldrar hans bjuggu.
Hann fór til Kanada og gift-
ist þar. Eitt barna hans gekk
1940 í kanadiska flugherinn, og
eftir að hafa notið kennslu í
Kanada, var hann sendur til
Bretlands.
í loftárás á Þýskaland varð
flugvjel hans fyrir skotum og
fjell logandi til jarðar í Dan-
mörku — á landareign afa hans,
sem hann aldrei hafði sjeð.
• •
VÖRUSÝNINGU HÓTAÐ —
Tjekkneska stjórnin leggur nú
mikla áherslu á aukinn útflutn
ing og endurbætta framleiðslu.
Telur stjórnin vöruvöndun oft
og tíðum ekki nógu mikla og
að einstaka útflutningsfyrir-
tæki blátt áfram skaði álit
landsins út á við.
írak hótar honum öllu illu, ef
Bretar styðja kröfur Gyðinga.
Til að fá úr þessu bætt, hef-
ur aðstoðarverslunarmálaráð-
herrann hótað því að efna til
vörusýningar, þar sem aðeins
gallaðar vörur verði sýndar —
ásamt nöfnum fyrirtækja
þeirra, sem framleiða þær.
STIKLAÐ Á STÓRU — Rúss
ar hafa þegar fengið 98.000
tonn af vjelum og verksmiðju
tækjum frá Vestur-Þýskalandi
.... Bandaríkjamenn aðstoða
nú ítali á ýmsan hátt við að
endurreisa skipasmíðastöðvar
þeirra, en margar þeirra ger-
eyðilögðust 1 sþrengjuárásum í
styrjöldinni .... Rússland hef
ur í dag meir en 4,000,000
manns undir vopnum. 1939
voru um miljón manns í rúss
neska hernum .... Breska
stjórnin hefur ákveðið að láta
ítali fá 200 Spitfire flugvjelar.
e •
FLÓTTAMENN SNÚA HEIM
— Um 50,000 spánskir flótta-
menn, sem verið hafa í útlegð
frá því borgarastyrjöldinni
lauk_ munu hverfa heim til sín
á næstunni.
Tala þessi er bygð á umsókn-
um þeim um heimfararleyfi,
sem borist hafa spönskum ræð
ismannsskrifstofum í Frakk-
landi að undanförnu, en stjórn
arvöldin á Spáni hafa heitið
öllum þeim sakaruppgjöf, sem
Framli. á bls. 12