Morgunblaðið - 21.10.1947, Side 11

Morgunblaðið - 21.10.1947, Side 11
Þriðjudagur 21. ott. 1947 MORGUNBLAÐIÐ 11 Rannsakar örnefni í Englandi, Skodandi, Færeyjum og Islandi Viðtal við Ragnar Knudsen, ÞEGAR jeg kom til þess að heilsa upp á Regnar Knudsen, dósent, sá jeg að hann var að lesa íslensku blöðin. Knudsen er miðaldra maður, hógvær og rólyndur, en sjerstak- lega veitir maður því fljótí at- hy'glí, hvað hann er vingjarn- legur og brosmildur. Það er eins og hann hafi verið góðkunníngi manns í mörg ár. Jeg get alveg lesið og skilið það sem stendur í íslensku blöð- unum, segir hann. Já, og meira, að segja, skil jeg íslenskuna, ef hún er töluð hægt. Hefur fiaur komi'ö til landsins Jeg hef komið áður til íslands, meira að segja tvisvar. Jæja, segi jeg, og í hvaða er- indagerðum varstu þá? Jeg kom hingað í fyrra skipt- ið 1925. Þá var jeg í stúdenta- kórnum, sem fór í söngför um ísland, og jeg get ekki annað sagt, en að það var dásamlegt sumar, að vera á íerðalagi í hinni íslensku náttúru. Já, þá varð jeg hrifinn bæði af landi og þjóð. Jeg lærði meira að segja íslenska þjóðsönginn, Ö, guð vors lands, og jeg hef ekki gleymt honum. Hvenær komstu svo í annað sinn ? ' Það var 1938. Þá var norrænt kennaramót haldið á Laugar- vatni og jeg var í flokki danskra kennara, sem það mót sóttu. í bæði þessi skipti eignaðist jeg marga góða vini hjer á landi og nú er jeg hjer eiginlega sem gestur Kennaraskólans. Hin mikla þróun á tslamli Fyrst þú hefur komið svona oft til íslands, gætirðu sagt mjer, hvað þú heldur um þróun og framfarir hjer á landi. Já, Það er stórkostlegt, hvern ig þið íslendingar hafið rifið ykkur áfram. Fyrst þegar jeg kom til Reykjavíkur, 1925, þá var bærinn eins og smáþorp, einna líkastur því, sem jeg gæti hugsað mjer gullgrafarabæ í Ameríku. Árið 1938 var meira skipulag komið á allt og borgin sómdi sjer vel sem höfuðborg landsins. — Nú í styrjöldinni finnst mjer hinsvegar, að borgin hafi fengið á sig all-mikínn ame- rískan svip, bæði fólkið og um- hverfið, en hins vegar er jeg þess fullviss, að þjóðin er farin að færast aftur í hina áttina til þess, sem áður var og verður meir norrænt íslenskt. Já, þetta fer allt í sinn gamla farveg. Reykjavík og Árósar Hringbraut á báðum stöSum Annars skal jeg segja þjer, að mjer finnst margt líkt með Reykjavík og Árósar á Jótlandi, þar sem jeg á heima. Það er nú til dæmis Hringbrautin hjerna. Henni má alveg jafna til Ring- gaden í Árósum. Jeg var að tala við bæjarverkfræðinginn ykkar, Bolla Thoroddsen, og sagði hon- um meðal annars, að í Árósum væri þegar farið að undirbúa Régnar Knudsen aðra hringbraut, því að nú væri borgin komin út að hinni gömlu. Þið ættuð vissulega að.hafa það eins, því að slíkar breiðar braut- ir eru til mikillar prýði. — Má þar nefna Boulevardana í París, sem einnig hafa komið upp sem hringbrautir. Rannsóknarfer'ð Jæja, se^i jeg. Nú ættirðu að láta mig vita eithvað um þig sjálfan og ferðalag þitt hingað. Já, í rauninni er jeg á rann- sóknarferð um England, Skot- land, Færeyjar og Island, til þess að reyna að fá yfirlit yfir norræn örnefni og átthagafræði í þessum löndum. Einnig hef jeg rannsakað gamla norræna kast- ala og virki í þessum löndum og á íslandi hef jeg sjerstaklega í huga Borgarvirki í Víðidal. — Háskóli Islands hefur gefið mjer tækifæri til að halda hjer tvo fyrirlestra, þar sem jeg hef rætt um þessi hugðarefni mín og sýnt skuggamyndir til útskýringar efninu. Átthagafræði er all-víð- tæk fræðigrein og tekur yfir meira en hjeraðssögu eða hjer- aðalýsingar, því að hún er bæði náttúru- og menningarlýsing í íortíð, nútíð og framtíð. Ornefnasöfnun Og hvernig er unnið að þeim fræðum? 1 Danmörku er heil stofnun, sem vinnur að söfnun örnefna. Sama er að segja um England og Svíþjóð. Örnefnastofnunin í Kaupm.höfn gefur út stóra upp- drætti af hinum einstöku hjer- uðum, sem síðan eru sendir kennurum út um allt landið, sem eiga að fara um, safna ör- nefnum og skrifa þau á kortin. Já, segi jeg, eitthvað líkt þessu hefur verið reynt hjer á íslandi, en það gaf ekki góða raun. Fæstir nenntu að hafa fyrir að safna örnefnunum. Því verður að taka. Ekki er hægt að gera við því, þótt sumir sjeu áhugalausir, en ef svo er, þá verða fræðimennirnir sjálfir að fara í þau hjeruð. Mikið af fornum örnefnum Er mikið af fornum örnefnum í Danmörku? Já, það úir og grúir af þeim, svo að frumskilyrðið til þess að maður geti lagt fyrir sig ör- nefnafræði er að kunna forn- norrænu. Sum örnefnin eru ann- ars óskiljanleg og hefur það oft valdið misskilningi. í Danalögum Jeg hef nú ferðast um austur England, um Yorkshire og Lin- colnshire, sem eru hin gömlu Danalög og það er margt merki- legt, sem maður rekst á þar. — Sjáðu til dæmis: 1 York enda næri öll götunöfn á „gate“, sem auðsjáanlega er norræna orðið gata. — Ein þeirra heitir „Ket- mongaragate“ og til samanburð- ar skal jeg nefna fyrir þig Köb- magergade í Kaupmannahöfn. sem er afbökun á nafninu Kjöt mangaragata þar sem kjötversl- anir hafa verið. Já, það er margt undarlegt, er maður rekst á. Þegar jeg fór með langferðabifreiðinni frá Grimsby til Lincoln tók jeg eftir, að hvarvetna í kring voru hundr uð af al-norrænum örnefnum. Samt talar fólkið ensku nú. í Skotlandi er hinsvegar minna um slíkt, nema á Suðureyjum. lirautryðjendur , Ilvernig finnst þjer örnefna-’ og átthagafræði hjer á landi komið ? Ja, eins og jeg sagði áðan, þá er all-mikið auðveldara að starfa að því hjer á landi, en annars staðar, vegna þess að tungumál þjóðarinnar hefur svo lítið breytst. Þó geta jafnan komið vafaatriði og víst er að margt merkilegt má finna í íslenskri átthagafræði. Jeg álít, að núver- andi rektor Iláskóla ísl., próf. Ólafur Lárusson, megi óhikað teljast brautryðjandi í þessum málum á íslandi, líkt og Jo- hannes Steenstrup var braut- ryðjandinn í Danmörku. Ann- ars er margt líkt með þeim. Til dæmis að báðir eru lærðir í lög- fræði. Fyrir þá danska menn, sem ætla að kynna sjer örnefna- fræði er eitt öndvegisritið „Is- lands Stednavne i Nordisk Kultur“, eftir prófessor Ólaf Lárusson. Samvinna Að endingu langar mig til að segja, að höfuðtilgangur minn með ferðinni er að kynnast rann sóknum íslendinga á þessu sviði til þess að stofna til samvinnu um lausn á sameiginlegum vandamálum. Það er ekki aðeins á þessu sviði heldur á öllum sviðum, sem þjóðirnar eiga að vinna saman. Um íslensku handritin í Danmörku vil jeg segja, að það er skiljanlegt, að íslendingar vilji fá þau aftur, þar sem þeir hafa náð aftur fullu sjálfstæði og viðhaldið þeirri menningu, sem við hin Norðurlandaríkin stöndum í þakklætisskuld við. Með þolinmæði og gagnkvæm- um skilningi hlýtur rjetta mark ið að nást. Þ. Th. Kínverska sýningin í Listamannaskálanum REKVÍKINGAR verða að láta sjer lynda að fara á mis við ýmis gæði, sem höfuðstað- arbúar annara landa eiga kost á að njóta. í þessum bæ geta menn veitt sjer fæði og klæði — hvorttveggja skammtað — og fátt annað. Menningarlífið er fábreytilegt, og ekki úr mörgu að velja sjer til upp- byggingar hversdagslega. Söfn, vantar hjer næstum alveg önn- ur en hókasöfn og varla hægt að telja annað en listasafn Einars Jónssonar og Þjóðminjasafnið, hið síðarnefnda í óviðunandi húsakynnum. Annars eru hjer engin menningarsöguleg söfn' og engin listasöfn. Venjulegt fólk hefur því mjög lítið af list að segja. Söfnin engin, en verð- lag listaverka (málverka) hjer aðeins miðað við pyngju hinna ríku. Bygging listamannaskálans var stórt spor til úrbóta í þessu máli. Þar er oftast nær eitthvað á seyði, og það er hægt að fylgjast vel með i íslenskri nú- tímalist, ef maður sækir dyggi- lega allar sýningarnar þar. En þar flýtur fleira með. Sýning- in, sem þár er nú, er t. d. af allt öðrum toga og samsvar- ar einni deild í þjóðfræða- eða listiðnaðarsafni af þeirri teg- und, sem ekki er, fyrirsjáanlegt að nokkurn tíma verði sett sam an hjer á landi nema í mjög smáum stíl. Þetta er hin kín- verska sýning frú Oddnýjar Sen. Þessi sýning er svo sjerstæð, gefur sýn inn í svo merkilegan menningarheim, að hana má telja til stórviðburða í bæjar- lífinu. Mörgum er víst í fersku minni, er frúin hjelt síðast sýn- ingu á safni r.ínu fyrir hártænr 10 árum, en samt munu menn undrast, er þeir sjá alla dýr- gripina, að slíkur fjársjóður skuli allan bennan víma hafa verið geymdur í koldimmum kjallara, þar sem dagsljósið er óþekt, hvað þá að nokkurt mannlegt auga hafi hann litið öll þessi ár. Þetta hefur verið kaupmennskuöld hin mesta í sögu þjóðarinnar. landið hefur verið eitt stórt sölutorg, en kín- versku munirnir, sem margir mundu seljast á jarðarverð, hafa ekki verið snertir, fafnið er enn heilt og óskert, eins og það kom frá Kína, er frú Odd- ný flutti heim árið 1937. — Fellibylurinn hefur farið fram hjá því, og þess vegna eigum við þess enn kost að njóta þess á opinberri sýningu. Skyldi nokkur mgður hjer- lendur verða fræðiinaður á sviði kínverskrar iistar og listiðnað- ar? Líklega ekki, og allra síst jeg. Það er ekki þess vegna að jeg skrifa þessi orð, heldur að eins til að vekja athygli á sýn- ingunni, því að jeg finn svo j vel að hún fyllir skarð, sem ann I ars er opið, hún kemur að nokk I uru leyti í staðinn fyrir það þjóðfræðasafn, sem okkur vant ■ ar. Kínverjar eru fornasta j menningarþjóðin, sem enn lifir . í órofnum tengslum við forn- |menningu sína; allt sem við höf um af að státa á Vesturlöndum Guð auðlegðar. er nýjabrum í samanburði við menningu Kínverja. Siðfágun þeirra er dæmalaus, að vísu oft fjarstæðukend, afkáraleg og hefur reynst allt of þung í vöf- unum fyrir nútímalíf. En hún hefur borið ríkulega ávexti í lærdómi, bókmentum og heim- speki, og ekki síður listgreinum svo sem málara- og höggmynda list og þaulfáguðum listiðnaði, sem ekki verður með skýrum landamærum skilinn frá listinni sjálfri. A kínversku sýningunnl get- ur að líta hinar ýmsu greinar listiðnaðar, útskurð í trje og stein, vefnað, útsaum, lakk og postulín af mörgum tegundum, sem ber vott um fullkomna sjer þekkingu safnarans. Af öll- um kínverskum listiðnaði er postulínsiðnaðurinn kannske frægastur, og hann er einna mest áberandi á sýningunni. þó að jeg búist við, að íslendingar mun'i gefa enn betri gaum að ýmsu öðru, t. d. útsaumi og út- skurði. En þó eru þarna gripir úr heimsfrægum kínverskum postulinstegundum, sem marg- ur postulínsiramleiðandi á Vest urlcndum mundi gefa sál sina til að geta Hkt eftir. En það hefur aldrei tekist^ Hinir gömlu kínversku postulínsgerðarmenn bjuggu yíir leyndarmálum sem fóru í gröfina með þeim, og ekki hefur enn tekist að lesa út úr verkum þeirra. En sem sagt, við munum staldra lengur við ýmislegt annað á bessari sýn- ingu, af þvi að bað er skyld- ara þeim listiðnaði, sem menn fást við hjer. Útskurður í trje og fílabein, vefnaður og út- saumur mun draga að sjer ó- skifta athygli. Jeg ætla ekki að lýsa einstökum gripum, en handbragðið er slíkt, að mig grunar að margur muni burfa að endurskoða það sem hann hefur áður kallað snildarhand- bragð. Bæði útskurður og út- saumur er gerður með þeim ódæma hageik, að ekki er auð- vet að hugsa sjer, að unnt sje að komast öllu lengra. Það er næstum því broslegt, að befa þennan listiðnað saman við okk ar gömlu íslensku alþýðulist, grófa og sterka, úr óvönduðum, stórgerðum efnum. Munurinn er gífurlegur. Það eru fáir stórir hlutir á kínversku sýningunni, og við (Framhald á bls. 12) »

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.