Morgunblaðið - 21.10.1947, Page 12

Morgunblaðið - 21.10.1947, Page 12
12 tfíORGV ISBLAÐIÐ Þriðjudagur 21. okt. 1947 Ludvig Storr fimtugur Fimm mínúfna krossgáfan I DAG er Ludvig Storr, konsúll, fimmtugur. Fyrir rúmum aldarfjórðungi síðan kom hann hingað til lands ókunnugur íslenskri tungu og íslenskum staðhátt- um. I heimalandi sínu hafði hann kynnst íslenskri stúlku, Elínu, dóttur Sigurðar heitins Björnssonar, brunamálastjóra, og varð hún síðar kona hans. Ludvig Storr hikaði hvergi við að flytjast noður yfir hafið og reisa þar bú, enda hafði hann trú á landið og sjálfan sig. Fyr ir 3 árum varð hann fyrir þeirri miklu sorg að missa þessa ágætu konu sína eftir nærri aldarfjórðungs hamingju samt hjónaband. Storr byrjaði verslun í Reykja vík, reyndar í smáum stíl til að byrja með, en með óþreyt- andi elju sinni og miklum hæfi leikum framkvæmdamannsins tóks honum á fáum árum að gera verslun sína þá stærstu í sinni grein hjer á landi. Ludvig Storr er enn ungur að árum, en starfsferill hans allur færir okkur heim sannanir fyrir ágæti einstaklingsframtaksins, þar sem það má njóta sín. Ludvig Storr hefur látið fje lagsmál mikið til sín taka. Þannig er hann einn aðalstofn andi Roteryklúbbs Reykjavík- ur ásamt Knud Zimsen fyrv. borgarstjóra og sinn ómetan- lega þátt á hann í útbreiðslu rotaryhugsjónarinnar hjer á landi. Fíann stendur og framar lega í fjelagsmálum landa sinna hjer á landi og lætur öll mál varðandi Island og Dan- mörku mikið til sín taka. Ludvig Storr er einn af mörg um Dönum, sem hjer eru bú- settir og hafa tekið ástfóstri við Island. Hann hefur eignast hjer marga vini, enda er hann með afbrigðum vinsæll ekki síður meðal Islendinga en landa sinna. Hug sinn til íslenskra iðnnema sýndi hann glöggt er hann á 25 ára afmælisdegi verslunar sinnar s.l. mánuð gaf stórfje til styrktar þeim við framhaldsnám í Danmörku. Jeg tel, að Ludvig Storr sje sá danskfæddur einstaklingur hjer á landi, sem mest hefur unnið að því að efla vináttubönd Is- lands og Danmerkur og marg an misskilninginn hefur hann leiðrjett milli þessara frænd- þjóða. Hann er tvímælalaust Minningarorð um Jarjfriiði Jónsdóttur einn af fremstu fulltrúum* sinnar þjóðar hjer á landi enda sýndi danska ríkisstjórnin skiln ing sinn á hæfileikum hans og dugnaði með þvi að skipa hann danskan ræðismann hjer á landi fyrir nokkrum árum. Vinir hans færa honum í dag sinar bestu árnaðaróskir. A. G. - Kínverska sýningin Framh. af bls. 11 fyrstu sýn kann manni ef til að finnast, að sýningargripirnir fylli ekki vel sal listamannskál- ans. En það sem þá vantar í stærð, bæta þeir upp í fínleik og margbreytileik og fáum mun endast sá tími sem þeir hafa til ráðstöJunar til að skoða vand- lega alt, sem verðskuldar það, því að það er fjölmargt. Og alt speglar það anda hinnar æva- gömlu kínversku menningar. — Ekkert efni er of fínt, engin vinna of tímafrek, þegar skapa á fallegan hlut, ná háleitu marki. Kínverjar drekka te úr bollum, sem eru litlu stærri en fingurbjargir, en drykkurinn er þá gerður með þeirri fyrir- höfn og hótfyndni, að vestræn- um mönnum með klunnalegri smekk, finnst hlægilegt. En í raun og veru er hið sama sýni- legt í listiðnaðinum, ágæti og fullkomnun hlutarins er fyrir öllu, fyrirhöfnin er aukaatriði. Reykvíkingar mega vera frú Oddnýju þakklátir fyrir að hafa flutt þessa gripi til íslands. — Hún hefur dvalist langdvölum í Kína, og henni hefur tekist betur en flestum öðrum að kynna hið nýja land sitt fyrir þeim, sem heima sátu. Vonandi líða ekki aftur 10 ár áður en henni verður kleift að sýna safn sitt næst. Krisfján Ekljárn. SKYRINGAR Lárjett: — 1 maka — 6 kven maður — 8 forsetning — 10 tónn — 11 brotnar — 12 stai- ur — 13 eins — 14 á handlegg — 16 skemmast. Lóðrjett: — 2 hvíldi — 3 L- land — 4 frumefni — 5 hnapp- ur — 7 líkamshluti — 9 húo- fletta — 10 draup — 14 drukk- ur — 15 ónefndur. Lausn á síðustu krossgátu. Lárjett: — 1 kista — 6 stó — 8 ok — 10 K. A. — 11 fell- ing — 12 aa — 13 án — 14 áin — 16 errið. Lóðrjett: — is — 3 stillir — 4 tó — 5 rofar — 7 fagna — 9 K. E. A. — 10 kná — 14 ár — 15 ni. — Meðal annara orða Framh. af bls. 8 ekki hafa gerst sekir um sann- anlega glæpi. OLÍA — írak hefur tilkynt Bevin utanríkisráðherra, að landið muni rjúfa verslunar- sambandið við Breta, ef þeir styðji tillöguna um að gera Palestínu að sjálfstæðu Gyð- ingaríki. Bretar fá megnið af olíu sinni frá írak. Talið er, að olíulindir þær, sem teknar hafa verið í notkun í Bandaríkjunum til þessa, verði þurausnar fyrir 1960. Olíuþörf Rússlands fer vax- andi, en rússneska olíufram- leiðslan hefur minkað um einn fjórða síðan 1939. Enn er ekki vitað, hversu mikil olía er í jörðu í Norð- ur íran, en sagt er, að Stalin vildi gjarnan komast að því. Marshall utanríkisráðherra, hefur lofað íranstjórn stuðningi Bandaríkj anna, ef svo færi, að erlent herveldi rjeðist á landið. EYÐUBLÖÐ I fyrir húsaleigusamninga, i i fást hjá l l Fasteignaeigendafjelagi i \ Reykjavíkur Laugaveg 10. Harmafregnin lýstur oss æ- tíð óviðbúin. Þegar mjer var tjáð, að Jar- þrúður Jónsdóttir væri látin, fannst mjer það of óskiljanlegt til þess að það gæti verið 'satt. Það samrýmdist ekki rökum skynseminnar, að hún, sem ein mitt um þessar mundir var að hefja hugþekkt lífsstarf, væri hrifin burt á þessari stundu. Jarðþrúður Jónsdóttir var fædd og uppalin á Ólafs- völlum á Skeiðum, dóttir hjón anna Guðríðar Jóhannsdóttur og Jóns Brynjólfssonar. Svo sem kunnugt er, stendur að þeim hjónum báðum dugnaðar og gáfufólk, og hlaut Jarþrúð ur mikið af einkennum • ættar sinnar í vöggugjöf. Hún var mjög vel greind, vel að sjer um marga hluti og sjerlega skemtileg í viðræðum. Störf sín vann Jarþrúður mest heima í foreldrahúsum og á heimilum ættfólks -síns, en auk þess fjekkst hún talsvert við hjúkr unarstörf. I sambandi við þau störf kom fram sú mild og hjartagæska, sem henni var eig inleg, þegar í hlut áttu sjúkir og bágstaddir. Þessir þættir skapgerðar hennar voru ekki öllum vel ljósir, vegna þess, að viðhorf hennar til lífsins var blandið dálítilli kaldhæðni sem hún þó ljet elcki hvað síst bitna á sjálfri sjer. Nú hafði Jarþrúður flutt fyr ir fullt og allt frá gamla heim- kynninu sínu og stofnað sitt eigið heimili í Vestmannaeyj um, en þar verður hún jarð- sett í dag. Sjálfsagt hefði henni tekist að gefa sínu eigin heim- ili þann blæ gestrisni og hress andi glaðværðar, sem einkendi liana sjálfa og sem hún var al in upp við og vafalaust hefði þekking hennar á húsmóður- störfum, natni hennar og hjartagæska notið sín vel inn- an veggja hennar eigin heim- ilis. En skyndilega var það stöðvað, starfið, sem hún virt ist vera að byrja, og þótt víða komi maður í manns stað, þá' er enginn til að taka við þar sem hennar starfi sleppli. Hún Jarþrúður hefir kvatt æskuheimilið sitt. Móðir henn- ar getur litið með ánægju til þeirra stunda, er hún fjekk að hlúa að henni þar síðastliðið sumar, og ástvini sínum hefir hún skilið eftir til umönnunar litlu stúlkuna þeirra, sem kost aði hana lífið. .Tarþrúður .Tónsdóttir hefir lokið lífsstarfi sínu. Hún dóttir hennar lifir og mun varðveita minninguna um móður sína og hún mun gefa þeim gleðina aftur, sem í dag eru syrgjandi. Rannveig Þorsteinsdóttir. - lingversko kosn- Framh. af bls. 9 jafnaðarmaður, sagði af sjer og sakaði innanríkisráðherrann, sem er kommúnisti, um, að hann þindraði sig í að láta kosninga- svikarana svara til saka. Allir hinir jafnaðarmannaráðherrarn- ir sögðu af sjer með honum. —- Svo vel vildi til, að formaður Jafnaðarmannaflokksíns, Szaka- sits, varð veikur. Smábænda- flokkurim, sem var afargramur yfir óförunum, snerist þegar gegn foringjunum, þar á meðal Dinnyes, forsætisráðherra, og krafðist, að þeir yrðu reknir úr flokknum. Til svo mikilla óeirða kom á þessum fundi, að Ortyary, menntamálaráðherra, Smá- bændaflokksmaður, bað um vernd stjórnmálalögreglunnar, sem kommúnistar ráða yfir, og fekk hana. Afurðaverð iand- Framh. af blá. V afurða. Þetta hafa þeir ekki gert með orðum heldur verk- um. Nú geta bændur sjeð hve alvaran hefir verið mikil og hvernig er háttað heilindum og heiðarleik þessara manna. Það sanna þær tölur sem hjer hafa verið birtar. Þar er dómur reynslunnar á fyrsta ári. Senni- lega batnar ekki síðar. Jón Pálmason. Falsaðir bankaseðlar. STOKKHÓLMUR: Nýlega fann sænska lögreglan á manni, sem kom flugleiðis frá París, falsaða sterlingspnndaseðla, sem höfðu ver ið keyptir í banka í Palestínu. X-9 f TOO BAD TH/.T X DOK'T BAVE ONE OF Tm05£ THROATJ <S£AF-0PEKA TO PARRGT '’SCALPEL" ! AND AFTER MB W MA'TEN'T DONE AN A/WP 5INCE LEFTV LOöAN S70PPED A $H0TöUN$LU6' MV HANDÍ- ARE 6HAK!Nó.„H/V,.-M . A 5»UTURE WfTl-l 6CALlOP^] Effir Robert Sform ^ ALLRIöHT, UVER-LIPe- TAKE A DEEP DRA6...BREATNE DEfPLV.... DEEPLV... THAT'6- lT...BREAT8e 0£f VJHERE ARE THE ^ AERlAL PHOTOS OF THIE> VICINITV? /MU&T j BE M0KS CABIN$ IN THE£E HIU6J C Maðurinn (hugsar); Jeg hefi ekkert fengist við læknisstörf, síðan Lefty Logan varð fyrir skotinu. Jeg er skjálfhentur. •— (Upphátt) Jæja, Kalli. ■— Dragðu djúpt að þjer andann. Alveg rjett . . . . En meðan þessu fer fram halda Phil og Bing áfram Co£t. 1946, King Fcaturcs Syn<ficaU‘,lnc:i Worft^ight^rescrvctl.i leitinni. Bing segir: Kalli er ófundinn enn. •— Phil: Það hljóta að vera fleiri kofar hjerna í hæðunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.