Morgunblaðið - 24.10.1947, Side 6

Morgunblaðið - 24.10.1947, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 24. okt. 1947 ; ftí llttlllllftlb Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgffarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Aml Garðar Kristinaion. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlanda. kr. 12,00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Letbók. Arfurinn frá fyrrverandi stjórn ALLT FRÁ að núverandi ríkisstjórn var mvnduð hafa blöð Framsóknarflokksins og þá fyrst og fremst Tím- inn lagt á það höfuð áherslu að sanna þjóðinni það að lyrrverandi ríkisstjórn og þá fyrst og fremst forystu- menn Sjálfstæðisflokksins og ráðherrar hans í stjórninni eigi alla sök á vandk'. æðum þeim, sem nú steðja að. Svo langt gengu F ramsóknarmenn í þessari iðju að segja má að erindrekar þeirra færu eldi um landið á s. 1. sumri til þess að flytja þjóðinni þennan boðskap. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins og blöð hans hafa til- tölulega lítið gert til þess að hnekkja þessum áróðri enda þótt hann sje hinn ósvífnasti. Þeir hafa talið annað skipta meira máli nú en að hinir borgaralegu flokkar lægju í illdeilum innbyrðis. En Framsóknarblöðin hafa haldið rógi sínum áfram. Seinast í gær talar Tíminn um að núverandi ríkisstjórn hafi tekið .,við verri arfi af fráfarandi stjórn en dæmi sjeu til hjerlendis um lengri tíma“. Hinum persónulegu svívirðingum um Ólaf Thors og Pjetur Magnússon er að þessu sinni sleppt en aðeins ráðist að fyrrverandi stjórn í heild. Þjóðin dæmdi um stefnu fyrrverandi ríkisstjórnar í síðustu kosningum. Hvernig fjell sá dómur? Framsóknarflokkurinn tapaði, Sjálfstæðisflokkurinn treysti fylgi sitt. En það hefur annar dómur fallið um stefnu Sjálfstæðis- flokksins í fyrrverandi ríkisstjórn. Það er dómur reynslunnar. Hin nýju framleiðslutæki sem keypt voru inn i landið fyrir forystu fyrrverandi ríkisstjórnar og þá fyrst og fremst togararnir hafa nú þegar tekið forystuna í útflutn- ingsframleíðslu landsmanna. Þessi skip selja nú afla sinn vikulega í Englandi fyrir ágætt verð. Sölur þessara nýju og fullkomnu skipa skera sig úr. Skyldi Sjálfstæðisflokkurinn og ráðamenn hans þurfa að skammast sín fyrir þann ,,arf fráfarandi ríkisstjórnar?“ En þáttur þessa hluta „arfsins“ á þó eftir að verða miklu þýðingarmeiri þegar hinir 32 nýsköpunartogarar verða á næsta ári allir komnir til landsins. En hversvegna minnist Timinn ekkert á „arfinn" hans Vilhjálms Þór, sem emu sinni var atvinnumálaráðherra, Svíþjóðarbátana, ódýru og hraðsmíðuðu!! Pjetur Magnusson eyddi öllum gjaldeyrisinnstæðum þjóðarinnar til þess að þóknast heildsölunum, segir Tím- inn svo. Hvað segja sjómennirnir á togurunum og flutn- mgaskipunum, útgerðarmennirnir, sem byggðu hrað- írystihús og verksmiðjur, bændurnir, sem fengu þúsundir Jandbúnaðarverkfæra og jeppabifreiða, um þessa stað- hæfingu? En Tíminn heldur áfram að þrástagast á þessum ósann- indum. Það er hans leið til að efla borgaralega samvinnu. Hann um það. En allur almenningur í landinu veit að þátt- taka og forysta Sjálfstæðisflokksins í fyrrverandi ríkis- stjórn miðaði fyrst og fremst að því að hagnýta gjaldeyris- inneign landsmanna, sem að Verulegu levti var til orðin vegna hinna miklu gjaldeyriskaupa erlends herliðs í iandinu, til þess að treysta grundvöll atvinnulífsins. Um það, hver eigi raesta sök á verðbólgunni ætti Tím- inn að hafa sem fæst orð. Hvernig fylgdi flokkur hans setningu verðfestingarlaganna 1942 eftir? Og hvað er að gerast núna? Framsóknarflokkurinn situr í ríkisstjórn en verðbólgan eykst samt hröðum skrefum. Nei, umræður um arf liðna tímans eru ekki Framsókn- arflokknum hagstæðar. \Jiluerji ólri^ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Síld í sundum — síld á borðum. BLÖÐIN birta þessa dagana með stórum fyrirsögnum frá- sagnir af því að það sje komin síld í Sundin við Reykjavík og hvalur í flóann. Það flýgur fiski sagan og vonir vakna þegar síldin heyrist nefnd. En um hitt er minan skrafl- að, að íslendingar, sem eru á þönum eftir síldinni árið út og árið inn borða hana ekki sjálf- ir, heldur gera úr henni doll- ara og pund, eða rússneskar rúblur. Að einhverju leyti stafar það af því að við höfum ekki lært átið á þessu lostæti, en að nokkru leyti stafar það af því, að það er stundum jafnerfitt fyrir okkur í landi, að leita uppi og klófesta síld, eins og sjómennina okkar. • Gömul og þrá. MAÐUR nokkur hjer í bæn- um, sem ætlaði að gera sjer glaðan dag og kaupa nokkrar síldar til hátíðabrigða fór á stúfana á dögunum og hjelt að það væri ljett verk og löður- mannlegt að fá keyptar nokkr- ar saltsíldar í síldarlandinu mikla. En raunin varð sú, að hann varð að ganga búð úr búð áður en hann gat fengið Norðansíld frá því í sumar. I flestum fiskbúðum gat hann að vísu fengið síld, en það var ýmist gömul síld frá í fyrra, þrá og vond, eða það var Faxa- flóasíld, horuð og illa verkuð millisíld. • Horfið góðgæti. JÁ, ÞAÐ hefir gengið illa að kenna íslendingum að borða síld, þótt margar atrennur hafi verið gerðar til þess af hús- mæðrakennurum og næringar- fræðingum, sem benda á að síldin sje einhver vitamínauð- ugasta fæða, sem hjer kemur úr sjó, — og þar að auki herra- mannsmatur. Og það er fleira, sem við getum fengið úr sjónum við strendur Islands, sem kitlar bragðlaukana og er heilnæmur og góður matur. Hjer á árunum var hægt að fá humar af Vest- mannaeyjamiðum, krækling af fjörum víða að og rækjur. Nú sjest ekkert af þessu nema rækjurnar. Það er horfið góðgæti. • Framsagnarlistin. KUNNINGI minn skrifar eft- irfarandi brjef, sem rjett er að komi fyrir almenningssjónir, ef svo skyldi vera, að fleiri hafi misskilið pistil um framsagnar list, sem hjer birtist á dögun- um: „Kæri Víkverji. Margt gott og nytsamlegt hef ir oft staðið í þáttum þínum. En í blaðinu frá 21. þ. m. þyk- ir mjer nokkuð djúpt tekið í árinni, þar sem þú fullyrðir, að enginn núlifandi íslendingur kunni að lesa ljóð t. d. Einars Benediktssonar og Jónasar Hallgrímssonar. Það er að vísu hverju orði sannara, að menn eru hjer illa læsir upphátt a. m. k. En ýmsa ágæta upplesara eigum við þó og koma mjer í því sambandi í hug ýmsir leik- arar okkar. Þá mun og einn ís- lendingur, Sigurður Skúlason, magister, hafa lært framsagnar list erlendis og kennt hana hjer árum saman. Og oft hefir sá maður flutt ljóð í útvarpinu að mínu álitu mjög prýðilega, til þess að rjett sje að ganga framhjá slíku. Þetta langar mig til að benda hjer á, af því að jeg hef alltaf orðið þess var, að þú vilt bera sannleikanum vitni“. • Of fáir. í RABBINU um framsagnar- listina á dögunum, var þess nú einmitt getið, að það væru til undantekningar frá þeirri alt- of almennu reglu, að upples- arar kynnu ekki sitt fag. Það vita allir, sem hugsað hafa um þessi mál, að það er hörmung að heyra lestur í út- varpi á stundum. Hóstar og ræskingar, þaulalestur og staut er algengara en hitt. að vel og skírt sje lesið. Merkur mentamaður sagði við mig einu sinni í haust, að hann ætti oft blátt áfram bágt með að skilja sumt, sem flutt væri í Ríkisútvarpinu. En svo er forsjóninni fyrir að þakka, að það eru til menn, sem lesa sæmilega og sumir á- gætlega. • Stórmerkilegt nýmæli. í BLAÐINU í gær er ein- mitt skýrt frá stórmerkilegu nýmæli, en það er bókmenta- kynning Helgafellsútgáfunnar. Útgáfan ætlar að gangast fyr- ir því, að helstu skáld og rit- höfundar, leikarar og fleiri, lesi upp í einu nýjasta og glæsi legasta samkomuhúsi landsins á hverjum sunnudegi í vetur. Þessir upplestrar munu, ef vel takast, sem varla þarf að efa, auka þroska og smekk al- mennings fyrir góðum upp- lestri og það kann að koma að því. að menn láti ekki bjóða sjer neitt staut í þessum efn- um. Og þá fyrst er vel. j MEÐAL ANNARA ÖRÐaTT. . 1 ---—EftirG.J.Á. |------------------* 223 sólarhringa í kvikmyndahusi Ef þú fórst í bíó kring- um 1914, ættirðu að kann ast við Asta Nielsen-Gad. KLUKKAN 9 eitthvert kvöld ið í næstu viku munu 2680 Reyk víkingar taka sig til og fara í bíó. Sumum kemur til með að leiðast, aðrir skemta sjer sjálf sagt konunglega. En allir munu þeir eiga það sameiginlegt, að hverfa aftur innan skamms inn í sýningarsali kvikmyndahús- anna, hvort sem það svo kann að verða hjá Austurbæjarbíó (sem taka mun tæplega 800 manns í sæti), Gamla bíó (625), Nýja Bíó (487), Tjarnarbíó (387) eða Tripolibíó (381). Þessir 2680 Reykvíkingar munu á 9-sýningunni samtals eyða að minsta kosti 223 sólar- hringum, átta klukkustundum og nokkrum mínútum í að horfa á kvikmyndahetju eltast við fag urlimaða og andlitsfríða stúlku. Garpurinn kann að vera tötra- legur beljuhirðir á hestbaki eða kjólklæddur kappi frá Man hattan. Vel má vera að keppi- keflið sje tildursleg tískumær frá París eða „fallin“ stúlka úr „skuggahverfum Lundúna- borgar“. En það skiptir ekki máli — þessir 2680 munu mæta og halda áfram að mæta og láta sig litlu eða engu skipta, j hvort myndin er „góð“ eða »ljeleg“. 17 stjörnur. Dagana 25. til 30. júlí sáu Reykvíkingar eftirfarandi „stjörnur“ í kvikmyndahúsun- um: Claudette Colbert, Gene Ti- erny, John Wayne, Don Am- ache, Alan Ladd, Gloriu Jean, Victor Mature, Carole Lom- bard, James Stewart, Brian Donlevy, Sir Cedric Hard- wicke, Martha O’Driscol, Denn is O’Keefe, Don De Fore, Willi- am Bendix, Barry Fitzgerald og John Loder. Á sama tíma- bili sáu reykvískir bíógestir 13 Vinsælasta skemmtuiiin. kvikmyndir. — Fyrir fáeinar krónur höfðu þeir þannig á sex dögum sjeð að minsta kosti 17 heimsþekkta listamenn og þús- undir minni spámanna og litið vinnu leikstjóra og kvikmynda tökumanna, leiktjaldamálara og ljósameistara, verkamanna og iðnaðarmanna og sjerfræðinga á ýmsum sviðum. • • Asta Nielsen-Gad. Flesta þessa kvikmyndaunn- enda' mætti að sjálfsögðu kalla nýliða í fylkingum stjörnudýrk endanna. Þó eru þeir eflaust nokkrir, sem í bíóhljeinu gætu látið hugann reika aftur í tím- ann og minnst fallinna stjarna eins og frú Astu Nielsen-Gad. Frú Asta Nielsen-Gad ljek að- alhlutverkið í kvikmvndinni „Æskubrek“, sem Biograf- teatred (Gamla bíó) sýndi hjerna 18. maí 1914. Hjer er auglýsingin: Biografteater. — Besta gamanmynd Pal- ads-leikhússins. — ÆSKUBREK Þýsk gamanmynd í 3 þátt- um eftir Urban Gad. Aðal- hlutverkið leikur: frú Asta Nielsen-Gad. Allir, bæði börn og fullorðnir, munu hafa ánægju af þessari framúrskarandi skemtilegu Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.