Morgunblaðið - 29.10.1947, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.10.1947, Qupperneq 1
i 34. árgangur 246. tl»l. — Miðvikudagur 29. október 1947 ísafoldarprentsmiðja h.f. SÓSIALISMINN HEFIR LAMAÐ BRESKU Þeir stsrku í bresku stjórninni ÞJÓÐINA segir Churchill Þjóðnýtingin hefir ger- STERKU MENNIRNIR í ríkisstjórn Breta sjást hjer saman á myndinni. Þeir eru talið frá vinstri: Bevin utanríkisráðherra, Strachey birgð amálaráðherra, Attle forsætisráðherra og Dalton Óeirðir á götum Par- ísar og í franska þinginu PARÍS í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgbl. frá Reuter. RÚMLEGA 200 manns voru handteknir í París í kvöld, eftir óeirðir, sem urðu í Etoile-hverfinu. Þar hafði verið boðað til fundar til að ræða um ,,þær þjóðir, sem eru undirokaðar af Sov- jet-Rússlandi“. Kommúnistar fjölmenntu 'fyrir framan fundar- staðinn og ljetu þar illum látum. Meðal annars var hrópað: ,,I iangelsi með de Gaulle“. Lögreglan skerst í leikinn. Lögreglan skarst í leikinn og notaði kylfur til .að dreifa mannfjöldanum. Urðu talsverð ar óeirðir. Blaðaljósmyndarar höfðu komið sjer upp ljósaút- búnaði til þess að geta tekið myndir af mannfjöldanum, en lögreglan rjeðist einnig á þá og barði með kylfum. Borgar- stjórinn í París hefir látið í ljósi ánægju sína yfir hve lög- reglan stóð sig vel í þessum átökum. Fundurinn var ekki haldinn. Mikii átök í þinginu. í þinginu ætlaði alt um koll að keyra í dag er verið var að ræða trausttillöguna á Rama- dierstjórnina. Náðu lætin há- marki sínu er bingflokksformað ur kommúnista byrjaði að tala og skamma .stjórn Ramadiers. Hann sagði að kommúnistaflokk urinn myndi ekki greiða atkv. með traustyfirlýsingu á stjórn- inni, en hánn gat þess ekki hvort hann myndi sitja hjá við at- kvæðagreiðsluna, eða greiða at- kvæði á móti stjóminni. Þingmaður úr einum af hægri flokkunum reyndi að komast upp að ræðustól til þess að leggja í Duclos, en þingverðir gátu stöðvað hann áður en hann komst leiðar sinnar. Ætlaði þá alt að fara í bál í þingsalnum. Sprengjutilræði mss- Norðmenn flytja út niðursuðu fyrtr 100 miljónir NORÐMENN hafa það sem af er þessu ári flutt út niður- soðnar fiskafurðir fyrir 100 miljónir króna og er það met í útflutningi á niðursuðuvörum þar í landi. Norðmenn hafa lagt mikla áherslu á að koma niðursoðnu fiskmeti á erlendum markað og hvorki sparað til þess fyrirhöfn nje auglýsingar i væntanlegum markaðslöndum. Þeir flytja mikinn hluta af niðursuðuvör- um síniun til Bandaríkjanna. fókst hrapalega ÚTVARPSUMRÆÐURNAR í gærkvöldi um frumvarp Sig- fúsar Sigurhjartarsonar um að gera skömmtunarseðlana að innkaupaheimild fyrir verslan ir, urðu kommúnistum mikil vonbrigði. Stjórnarilokkarnir eru ráðn ir í að framkvæma þá stefnu, sem mörkuð er í lögunum um fjárhagsráð, að láta þá. sitja fyr ir innflutningsleyfum, sem bestum verslunarkjörum ná í vörukaupum til landsins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins í umræðunum, þeir Ingólf- ur Jónsson og Jóhann Hafstein, gerðu glögga grein fyrir stefnu Sjálfstæðisflokksins í verslunar- málunum. Flokkurinn teldi hags munum almennings best borgið með því að frjáls samkeppni ríkti milli f jelagsverslana og ein staklingsverslana um innflutn- inginn til landsins. Fyrir Framsóknarflokkinn töl uðu Eysteinn Jónsson og Skúli Guðmundss., fyrir Alþýðuflokk- inn Emil Jónsson og Finnur Jónsson, en Sigfús fyrir komm- únista. Skipbrohmennimir SKIPBROTSMENN af hollenska olíuskipinu Mildrid, sem strand- aði vestur á Snæfellsnesi á mánudagsmorgun, eru væntan- legir til bæjarins í dag. Öllum líður þeim vel, enda hafa íbúarnir á Sandi hlúð að þeim eftir bestu getu. — I gær- kvöldi átti flugvjel að sækja þá, en hún gat ekki lent sakir myrk- urs. samlega mistekist London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. WINSTON CHURCHILL, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í breska þinginu hjelt langa ræðu í neðri deild í dag og deildi þar fast á stefnu bresku stjórnarinnar fyrir stefnu hennar í landsmálum yfirleitt og þjóðnýtingaráform hennar sjerstaklega. Sagði hann að stjórninni hefði gersamlega mistekist að stjórna landinu og hún hefði sannað, að þjóðnýting og höft geta ekki blessast á friðartímum. Kommún- istar stór- tapo í Danmörku ÞEGAR blaði'ð fór í pressuna í gærkveldi var atkvæðataln- ingu í Danmörku komið það. langt, að hægt var að fá nokk- urn veginn heildarmynd af því, hverniig úrslit kosninganna yrðu. Jafnaðarmenn juku fylgi sitt all mikið, en nær eingöngu á koslnað kommúnista. Líklegt var þð talið, að þeir fengju ekki hreinan meirihluta á þingi. Kommúnistar fengu hina hraklegustu útreið. í Mörgum kjördæmum mistu þeir yfir helming atkvæða sinna frá fyrri kosningum. Vinstri menn, flokkur Krist- cnsens forsætisráðherra, juku einnig fylgi sitt mjög, svo lík- legt var talið að þeir myndu halda áfram að vera í stjórn, annaðhvort einir eða með öðr- úm flokkum. Hægri menn biðu mikinn ó- sigur og fylgi radikala fór nvinkandi. — Smáflokkurinn Retsforbundet jók fylgi sitt. í blaði kommúnista í gær- kveldi var kvartað undan því hve eindregin andstaða allra flokka hefði verið gegn þeim í kosningaharáttunni. * Örbirgðinni jafnað niður. Churchill var að svara frum- vörpum stjórnarinnar, er komu fram í hásætisræðu konungs, við setningu þingsins á dögun- um. Hann sagði, að sósíalism- inn væri sú stefna í stjórnmál- um, sem gerspilti. Þessi stefna jafnaði örbirgðinni niður á alla jafn auma. Þjóðnýting stjórnarinnar hefði algerlega mistekist og bresku ríkisstjórr.inni hefði tekist, að leiða bresku þjóðina inn í jarðgöng og mætti ham- ingjan vita, hvort þjóðinni auðn- aðist nokkurn tíma að komast aftur út í dagsljósið. Prenluifu fnlska dollaraseðla MARSEILLE: — 12 glæpamenn voru handteknir nýlega íyrir að prenta falska dollaraseðla. — Alls höfðu verið prent.aðir 5,800.000 dollarar. — Við frekari rannsókn lögreglunnar fundust fjórar aðrar prentsmiðjuf, sem prentuðu fals- aða peninga. Fyrst að framleiða fyrir þjóðina. Churchill sagði það rjett vera, að breska þjóðin þyrfti að flytja út vörur á erlendum markaði. En verkamannastjórn in hefði tekið það ráð ,að flytja allt út, áður en farið væri að hugsa um þarfir þjóðarinnar sjálfrar. í Bandaríkjunum væri þetta gert með öðrum hætti. — Þar væri fyrst hugsað um að framleiða handa þjóðinni en síðan fyrir erlendan markað. Og þannig ætti það að vera, að sjá þjóðinni fyrst og fremst fyrir nauðsynjum og síðan að flytja út það, er afgangs væri handa öðrum. Einstaklingsframtakið drepiS Verkamannastjórnin væri að drepa einstakl.íramtak bresku þjóðarinnar og þar með að lama framfaravilja hennar. Það hefði verið einstaklingsframtakið,. er hefði hafið bresku þjóðina upp til valda og virðingar, en nú væri verið að draga hana niður með sósíalisma, þessari stefnu, sem alt eyðilegði og færði til baka. Sósíalisminn væri hin dauða hönd á framfarir, fram- leiðslu og vellíðan þjóðarinnar. Skapað blóðbað í Indlandi Churchill veittist mjög að rík- Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.