Morgunblaðið - 29.10.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.10.1947, Blaðsíða 2
2 MORGUN BLAÐIÐ Miðvikudagur 29. okt. 1947; , iæstiiieltur kveður upp dóm í niÉli luftskeytaKiBnttshis a ftretie í GÆRMORGUN var kveðinn upp dómur í Hæstarjettarmál- inu Rjettvísin gegn Jens Björgvin Pálssyni loftskeyta- rnanni, Jens var loftskeytamað- ur á m.s. Arctic, er það fór til Spánar á styrjaldarárunum. Hæstirjettur dæmdi -Jens Pálsson til 20 mánaða fangelsis vistar, en verðhatdsvist hans vegna máls þessa bæði erlendis og hjerlendis, skal koma í stað refsingar. Hjeraðsdómur svipti hann kosningarjetti og kjör- gengi til opinberra starfa og til annara almennra kosninga frá birtingu dómsins og stað- festi Hæstii'jettur þetta. Þá var honum gert að grciða allan kostnað sakarinnar. bæði í hjer- aði og fyrir Hæstarjetti. Við dómsuppkvaðninguna, gerðu hæstarjettardómararnir Gissur Bergsteinsson og Árni Tryggvason sjeratkvæði, vegna tilvitnunar dóms Hæstarjettar, til 88. gr. hegningarlaganna. Málavextir eru í stuttu máli þessir: Jens Pálsson var loftskeyta- maður á mótorskipinu Arctic. Skipið kom með farm til hafn- arborgarirmar Vigo á Spáni þann 20. des. 1941. Þar var skipið í höfn til 15. febr. 1942, vegna ýmisskonar tafa. en þann dag lagði það úr höfn til Islands aftur. Þjóðverjar ætluðu að sökkva skipinu. Skömmu áður en skipið fór ■frá Vigo, kom skipstjóri þess, sem nú er látinn, á fund Jens Pálssonar og tjáði honum, að hann væri kominn í samband við Þjóðverja, sem hefðu beðið sig að senda veðurskeyti á leið- jnni til Islands og kvað þá hafa haft i hótunum um að skipið rnyndi ekki komast lengra en útfyrir landhelgislínu Spánar, nema að gengið væri að þessu. Eftir því sem Jens. hefir skýrt fiá, kvað skipstjóri það vera álit sitt, að þeir yrðu að ganga að þessari kröfu Þjóðverjans, og það væri einnig álit íslenska konsúlsins í Vigo, Alvarez Tome. Hinsvegar kvað skipstjóri ekki mundi neiða hann til eins eða neins í þessu sambandi. Hóíanlr við loftskeyta- manninn. Eftir að Jens hafði haft um- hugsunarfrest, gekk hann með skipstjóra á fund íslenska konsúlsins, og komu þá einnig til hans nokkrir Þjóðverjar. Þjóðverjarnir lögðu fyrir hann að taka við senditækjum og senda veðurskeyti til þeirra á leiðinni heim. Hjet Jens því. Síðan fóru þeir fram á, að hann sendi einnig veðurfregnir frá íslandi og lofaði Jens að gera það, ef hann gæti. Þá fóru Þjóð- verjarnir fram á, að hann sendi fregnir um skipalestir, er hann yrði var við á leiðínni. Kveðst Jehs hafa svarað því svo, að hann sæi hvað sætti og myndi -,gera það ef hann sæi fram á að hann yrði ekki miðaður, en það kvaðst hann hafa óttast og bent Þjóðverjunum á. Loks lögðu þeir fyrir Jens, að senda sjer blöð og blaðaúrklippur frá íslandi, eftir að hann væri þang að kominn og hjet hann því. í öllum þeim viðtölum er Jens átti við Þjóðverjana kveður hann þá hafa sífellt ógnað sjer með því, að þeir myndu láta sökkva skipinu á leiðinni, ef hann ekki gengi að þessum kröf um þeirra, og kveðst Jens hafa játast undir þetta einungis vegna þessara ógnanna og vegna þess, að hann taldi sjer ekki fært að neita þeim og eiga á hættu, að Þjóðverjarnir efndu þær og sökktu skipinu og týndu mannslífum. 7 skeyti. Þeir Jens og skipstjóri tóku síðan við senditæki af Þjóð- verjunum, ásamt kóta. Á þetta senditæki kveðst Jens hafa á heimleiðinni sent 7 veðurskeyti, það síðasta ér skipið var ca. 200 mílur suður af íslandi. Hann telur veðurfregnir sínar hafa verið ónákvæmar. Er þeir komu uppundir land varð orðræða með þeim Jens og skipstjóra. um hvað gera skyldi við tækið og kótann, var það úr, að skipstjóri kom tækinu í land, en ákærður kótanum. Jens segir, að Þjóðverjarnir hafi ekki talað um greiðslu fyr- ir þetta. En síðar kom skip- stjóri til hans og afhenti honum 1400 eða 1500 peseta fyrir starf hans. Kvaðst skipstjóri sjálfur hafa fengið sömu greiðslu. Sömu upphæð áttu þeir að fá greidda ef þeir kæmu aftur og átti hún að geymast hjá íslenska ræðis- manninum. Var þetta fje fram- boðið af Þjóðverjunum, en þeir Jens og skipstjóri voru á einu máli um það, að ekki væri fært að neita að taka við f jeinu. Hins vegar kveður Jens, að mið- að við atvinnutekjur sínar, hafi þessi upphæð verið sjer harla lítils virði. Jens handtekinn. Svo fór sem Jens hafði órað fyrir, að stöð hans var miðuð. Var hann því handtekinn af breskum hernaðaryfirvöldum, ásamt allri skipshöfn skipsins í aprílmánuði 1942. Var Jens síðan hafður í haldi hjá hern- aðaryfirvöldunum allt fram til 3. ágúst 1946, er hann kom hing að heim og var afhentur ísl. yfirvöldum ásamt öðrum skip- verjdm af Artic. Strax eftir komuna var mál hans tekið til meðferðar hjer og var hann þá úrskurðaður í gæsluvarðhald og sat í því til 14. ágúst. í forsendum dóms Hæsta- rjettar segir m. a. svo: Bandaríki Norður Ameríku fóru samkvæmt samningi frá 10. júlí 1941 með hervernd ís- lands á þeim tíma, er ákærði játaðist undir að fremja njósn- ir fyrir herveldi, sem átti í styrjöld við Bandaríkjn, og sendi í framhaldi af því veður- skeyti Utan af hafi til fyrir- svarsmanna greinds herveldis. Fræðsla, er íslenskir menn veittu óvinaríki Bandaríkjanna um atriði, sem því mátti að haldi koma í styr-jöldinni, og aðstoð íslenskra manna við hernað slíks óvinaríkis Banda- ríkjanna miðaði samkvæmt þessu að því að veikja viðnáms þrótt íslenska ríkisins. Athafn- ir ákærða varða því við 2. mgr. 89. gr. laga nr. 19, 1940 auk 93. gr. sömu laga Sending njósnarskeyta þeirra, er fyrr greinir, frá íslensku skipi, sem gert var út hjeðan. hlaut og að valda hættu á a'ukinni íhlutun herstjórna Breta og Bandaríkja manna um siglingar lands- manna alment. Þetta mátti ákærða vera ljóst, og varðar athæfi hans því einnig við 88. gr. nefndra laga. Högum á- kærða var þannig háttað, að hann gat búist við harðræðum ef hann synjaði aðstoðar. Ber af þeim sökum að ákveða refs- ingu ákærða með hliðsjón af 6. tl. 74. gr. laga nr. 19, 1940. Hinsvegar er það refsiþyngj- andi atriði, að hann varðveitti og leyndi senditæki því, er hon um hafði verið fengið til fram- kvæmdar njósnarstarfsemi sinni. Olli hegðun ákærða í sam bandi við varðveislu tækis þessa og útbúnaðar þess, að sak lausir menn íslenskir, sem í grandleysi höfðu við mununv þessum tekið, voru grunaðir um samsekt- í njósnarathöfnum og því fluttir til Bretlands og hafð ir þar nokkra mánuði í varð- haldi. Refsing ákærða Þykir hæfi- lega ákveðin fangelsi 20 mán- uði. Samkv. lögjöfnun frá 76. gr. sbr. 4. mgr. 8. gr. laga nr. 19, 1940 svo og samkv. 76. gr. beinlínis ákveðst, að varðhalds vist ákærða vegna máls þessa bæði erlendis og hjer á landi komi í stað refsingar. Ákvæði hjeraðsdóms um sviftingu rjettinda og máls- kostnað í hjeraði staðfestist. Ákærði greiði allan áfrýjun- arkostnað sakarinnar. Eins og fyr segir, gerðu tvéir dómaranna, Gissur Bergsteins- son og Árni Tryggvason, sjer- ákvæði í málinu svohlj.: Við erum samþykkir forseúd um og niðurstöðu hæstarjett- ardómsins að fráskilinni vitnun til 88. gr. hegningarlaganna og rökstuðningi fyrir þeirri til- vitnun. Það varðar ákærða ekki sjerstaklega við 88. gr., þar sem lögð er refsing við því að koma af stað eða valda hættu á ó- umbeðinni íhlutun erlends rík- is, þótt það hlytist af njósnum hans, sem heimfærðar eru undir hin víðtæku refsiákvæði 2. mgr. 89. gr. og 93. gr., að styrjaldaraðili sá, sem falin var með sáttmála hervernd íslands og þar með vernd gegn her- njósnum, hóf rannsókn vegna atferlis ákærða svo og til próf- unar í því, hvort aðrir menn kynnu að vera honum samsek- ir, en ekkert er fram komið, er bendi til annarar íhlutunar um ísl. málefni af hendi herstjórn- arinnar vegna hátternis á- Fraxnh. á bls. 8 ■ ■ raálverkasýningi; Orlygs Sigurðssonar Kristmann Giiðmundssoir rithöfundur. Málverkasýning Örlygs Sigurðssonar listmálara var opnuð i’ í gær í Listamannaskálanum. Er sýningin opin aiiíi daga frá 10—10 til 9. nóvember. AlfreS Andrjesson leikari kominn heira ALFREÐ ANDRJESSON og frú hans eru nýlega komin heim, en þau hafa övalið á annað ár á Norðurlöndum og kynt sjer leik- list. Voru þau lengst af í Kaup- mannahöín, en fóru' einnig til Svíþjóðar og Noregs. Alfreð mun hafa í hyggju að efna hjer til skemtana á næst- unni, en fyrst um sinn býst hann við að hafa nóg áð gera við að útvega sjer og fjölskyldu sinni húsnæði og koma sjer fyrir á ný. Alfreð Andrjesson, sem eins og Reykvíkingar vita, er einn skemtilegasti maöur, sem til er, er alls ekki skemtilegur á svip- inn er hann talar um húsnæðis- vandræðin hjer og erfiðleikana á að fá inni. En þegar hann er búinn að fá þak yfir höfuðið, mun hann á ný taka til og stkemta bæjarbú- um og þá verður glaðlegt yfir honum og áhorfendum hans. Alfreð vill ekkert tala um sjálf an sig, eða útivist þeirra hjóna að svo stöddu við blöðin. „Það er ekki frá neinu að segja. Við höfum lagt kapp á leiklistina og meðal annars verið í einkatím- um mest allan tímann á meðan við vorum erlendis, sótt leikhús o. s. frv. Netin sukku undan síldinni í FYRRINÓTT voru síldarnet lögð í Herdísarvík. í gærmorgun er þeirra var vitjað, kom í ljós, að svo mikil síld hafði veiðst í þau, að þau sukku undan þunga hennar. Síldveiði hjer í Flóanum hef- ur undanfarið verið heldur treg, en nokkrir bátar stunda hana er.nþá. Lætur ríkið byggja Sveggja þilfara die- selfogara! GÍSLI JÓNSSON flytur í Ed. frumvarp um smíði tveggja þil- fara togara í tilraunaskyni. Er þar lagt til að ríkissjóður láti smíða í tilraunaskyni einn tveggja þilfara dieseltogara með öllum nýtísku vjelum og útbún- aði til fullkominnar hagnýting- ar á fiski og vinnuafli. Skal undirbúningur hafinn að smíoi skipsins nú þegar og hennl lokið fyrir árslok 1949. Til þesSara framkvæmda heim ilast ríkisstjórninni að taka 4 milj. kr. lán. - (hurchill Framh. af bls. I isstjórninni fyrir framkomu hennar í nýlendumálum. Sagði iiann, að stjórninni hefði tekist það eitt í Indlandi að koma þar á blóðbaði og borgarastyrjöld og nú væri hún að kasta Burma út í samskonar öngþveiti. En ræðumaður sagði, að Bret- ar væru hinsvegar búnir að vera alt of lengi í Palestínu og ættu að hverfa þaðan hið fyrsta. Morrison svarar Herbert Morrison, /nnsiglis- vörður konungs, svaraði ræðu Churehills og sagði, að það væri engu líkara en að ræða Churc- hiils hefði verið samin á 19. öld- inni, en ekki þeirri 20. Hann sagði, að það væri ekki rjett hjá Churchill, að skipulagning at- vinnuveganna og eftirlit með fjármagni skapaði örbirgð og öngþveiti. Gætu menn sahnfærst um það með þvi að líta til Banda ríkjanna, þar sem einstaklings- framtakið fengi að ráða óhindr- að. — ;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.