Morgunblaðið - 29.10.1947, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 29.10.1947, Qupperneq 8
8 MORGlINBLAÐiÐ Miðvikudagur 29. okt. 1947 i— Meðal annara orða Sjera Sigurjón Þ. Árna son 25 ára prestur Framh. af bls. 6 á sama tímabili rannsakað mál 1.500.000 manna, með þeim árangri, að 296.000 mönnum og konum var vikið úr stöðum sínum, en 34.000 voru dæmdir til fangelsisvistar. Um hernámssvæði Banda- ríkjanna gaf Marshall þessar upplýsingar um nasistahreins- unina: Fjögur hundruð og fimmtíu dómstólar höfðu þegar fjallað um mál meir en 200.000 manna. Auk þess höfðu 12.000.000 Þjóð verjar verið skrásettir til rann- sóknar, en þar af höfðu um ára mótið 1946 um 6.000.000 verið sýknaðir. Molotov skýrði frá því, að 390.500 nasistum hefði verið vikið úr embættum á rússneska hernámssvæðinu í Þýskalandi. • • Afleiðingin. Þegar á tölur þessar er litið, mun fáa furða, þótt Þjóðverj- um gangi stirðlega að koma málum sínum í gang á ný. Bret ar og Bandaríkjamenn hafa að vísu að undanförnu lagt mikla áherslu á það, að þýska þjóðin tæki við stjórn þeirra mála, sem ekki snerta beint varð- gæslu og hagsmuni hernáms- veldanna. En sannleikurinn er sá, að Þjóðverja skortir þjálf- aða menn: stjett sú, sem alt frá fyrstu árum nasista fór með æðstu völd í landinu, er nú rjettilega útlæg og svift öllu áhrifavaldi. • • Of fjölmennir. Ekki mun það minka erfið- leikana, að þrátt fyrir hina gífurlegu eyðileggingu styrjald arinnar og afhroð Þjóðverja, er hin forystulausa íbúatala lands ins alt of há. Samkvæmt manntali sem tekið var 1946, voru þá 66.000.000 manns í Þýskalandi, að hernámsliðpm bandamanna undanskildum. Þetta samsvarar 185 manns á hvern ferkílómeter lands þess, sem Þjóðverjar nú ráða yfir, en til samanburðar má skjóta því inn, að í Frakk- landi eru 75 manns á hvern ferkílómeter og 62 í Pólland.i. • • Vantar höfuðið. Engum mun láta sjer koma til hugar, að gagnrýna nasista- hreinsun bandamanna í Þýska- landi. Hún er nauðsynleg og óumflýjanleg. En hitt má vissu- lega gagnrýna, hversu banda- menn hafa undanfarna mánuði verið gjarnir á að kenna Þjóð- verjum um alt það, sem verst hefir tekist í stjórn hernáms- svæðanna, því sannleikurinn er sá, að Þjóðverjar eru höfuð- laus her, og á meðan þjólfaðir þýskir embættismenn eru ekki fyrir hendi, verða hernáms- stjórnirnar að ,,leggja til höf- uðið“ •— hvort sem þeim líkar ver eða betur. Framh. af bls. 5 verið síðan 1934 frk. Guðr.ý Rósants. Ráðskona í þvottahúsi er frk. Guðríður Jósepsdóttir. Heimilislæknir er Karl Sig. Jónasson. Sjera Sigurbjörn Á. Gíslason var vígður prestur heimilisins 1942 og hefur ríkis- sjóður styrkt það starf með 500 kr. árslaunum. Endurskoðendur eru Ragnar Bjarkan, skipaður af ríkisstjórninni og Þórður Bjarnason, skipaður af borgar- stjóra Reykjavíkur. Hefur Þórð ur verið endurskoðandi Elliheim ilisins síðan 1930. Forstjóri er Gísli Sigurbjörnsson. Samtals eru starfsmenn um 60. — Hæsfarjelfardómur (Framhald af bls. 2). kærða. Refsiákvæði 88. gr. voru og í núverandi mynd sinni sett aðallega til verndar gegn mis- ferli, sem sjerákvæði X. kafla hegningarlaganna taka ekki yf- ir. Hin þungu viðurlög, sem 93. gr. og 2. mgr. 89 gr. leggja við því að veikja með njósnum viðnámsþrótt ísl. rikisins á styrjaldartímum, taka einnig til þess þáttar í atferli ákærða, að af því hlaust eða kynni að hljótast rýrt athafnafrelsi ís- lenskra aðilja vegna rannsókn- ar ríkís þess, sem herverndin var fengin, var fengin á her- njósnum. Sækjandi í málinu var Gú- staf A. Sveinsson, en verjandi Einar Arnórsson. iiii ii iiiiim ........ SÍRA SIGURJÓN ÁRNASON lauk aldarfjórðungs prestsstarfi með prjedikun, sem hann flutti í Dómkirkjunni í fyrra kvöld, er hátíð var haldin helguð minn- ingu Hallgríms Pjeturssonar. — Textinn, sem presturinn hafði valið, voru þessi orð úr guð- spjalli Jóhannesar: „Náðin og sannleikurinn kom fyrir Jesúm Krist.“ Hvortveggja hextinn og ræðan átti vel við er menn komu í kirkju til þess að heiðra minn- ingu trúarskáldsins, sem skýrast allra á landi voru hefur sungið um náð og sannleik, sem fæst fyrir Jesúm Krist. Prjedikunin í fyrra kvöld var þrungin krafti og einurð þess manns, sem tal- ar, af því að hann trúir. Það má með sanni segja, að síra Sigurjón hefur í foreldra- heimkynnum hlotið hinn besta arf, því að Guðs orð er hið ágæt- asta erfðaf je, þann arf vjer best- an fengum. Að loknu skólanámi, en stú- dent varð síra Sigurjón 1917, tók hann að lesa guðfræði. Varð hann kandidat 1921. Dvaldi hann um nokkurt skeið erlendis, og varð þar fyrir á- hrifum ákveðinnar, kristinnar trúar. Sú trúarfesta, sem hann þannig eignaðist, hefur einkent dagfar hans og starf til þessa dags. Það veit jeg af persónulegum kynnum, að síra Sigurjón er ávált að bæta við þekkmgu sína. Þarf ekki annað en að líta á bókasafn hans. Þar er ekkert ljettmeti í bókaskápnum, en margar bækur, er geyma hin dýpstu viðfangsefni. Er sira Sig urjón víðlesinn maður og vel kunnugur hinum ýmsu stefnum í heimi guð^ræðinnar. Eftir dvöl sína erlendis vígð- ist hann, 29. okt. 1922, aðstoðar- prestur til föður síns í Görðum á Álftanesi. En 1924 varð hann sóknarprestur í Vestmannáeyj- um. Ber öllum saman um, að hann hafi rækt prestsstarfið með sannri alúð. Var kirkjusókn þar í besta lagi, og vel Ijet prest- inum að starfa meðal æskulýðs- ins, enda er hann frábær barna- fræðari, og vel lætur honum að skýra fyrir öðrum orð heilagrar ritningar. Hugur hans styrkist af heilögu orði, og því er það honum hjartans mál, að það sje öðrum flutt. Þeir, sem hlusta á prjedikanir hans, munu komast að raun um, að þær eru skipulega samdar og bornar fram af sannfæringar- krafti trúarinnar. Síra Sigurjón er einbeittur, einarður og rök- fastur prjedikari. Af gnægð hjartans mælir munnurinn. Það er auðheyrt og auðfundið, að hjartað brennur. Þess vegna hlýtur vitnisburðurínn að brjót- ast fram. Síra Sigurjón hlustar áreiðan lega eftir þessari áminnigu: — „Vakið, standið stöðugir í trúnni“. Um eins árs skeið gegndi hann prestsstarfi í Dómkirkjupresta- kallinu. En'hin síðustu ár hefur hann verið sóknarprestur í Hall- grímsprestakalli, og rækir starf sitt með prýði og kostgæfni. Með lífi og sál er hann allur í starfi sínu. Honum er það heill og hejður að mega vera prestur. Því láni á hann að fagna, að eiga fagurt heimili í sambúð við ágæta konu sína, frú Þórunni Eyjólfsdóttur Kolbeins. Má þar líta innilegt samfjelag foreidra og barna. Síra Sigurjón er á besta skeiði nýlega fimtugur. Vonandi fær Reykjavík því enn um langt skeið að njóta preststarfs hans. Bj. J. Arniar nýsköpunar- fogari fil Hafnar- fjarðar ENN einn nýsköpunartogar- inn hefir bæst við togaraflota landsmanna. í gærmorgun sigldi inn á Hafnarfjarðarhöfn togarinn Surprise, eign Einars Þorgilssonar & Co. Surprise var bygður i Aber- deen. Skipstjóri er Jónbjörn Elíasson. Framh. af bls. 7 kynna ráðherra fyrir leikkon- um, sem eru vinkonur hennar. Aður fyrr var laglegur, ung- ur sjóliði alltaf í fýlgd með Evitu. Menn segja, að þau hafi verið svo glæsileg saman, að Perón hafi allt í einu munað eftir, að hann var nærri helm- ingi eldri. Nú gæta óeinkennis- klæddir menn konu hans. ( Mólari! | i Ungur reglusamur mað- i i ur vanur húsamálningum, | i óskar eftir atvinnu við \ i húsamálningar hjá mál- i | arameistara. Tilboð send- i i ist afgr. Mbl. fyrir laug- i i ardagskvöld, merkt: „Mál i I ari X 32 — 137“. •iiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Vjelskófla óskast til kaups. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir föstu |> dagskvöld, er tilgreini aldur, tegund og verð, merkt: I „Vjelskófla". Verksmiðju- Húsnæði Húsnæði ca. 300 til 400 ferm. gólfpláss óskast fyrir verksmiðjurekstur. Tilboð merkt: „Verksmiðjupláss“ sendist Mbl. fyrir 1. nóvember n.k. Bing: Phil, við erum búnir að rannsaka hvern Við s||um skipta okkur, til vonar og vara. — a,ð valda mjer svolitlum erfiðleikum. — Hvers- ekiasta smákofa hjerna í nágrenninu — þetta er ÍNokkþaijn mínútmh sfelnna bet Píiil Cqrrigan að konar erfiðleikum ert þú í? Phil: Veiðierfiðleik-* V. sá síðasti. Phil: . Bíðum váð. Nóg rýkur úr skor- dyrúmí' Plazdik áegir: G'arigtu í baéinn vínur,, jeg um, Jeg er leynilögregluinúðWv ; ... steininum. Að minnsta kosti er einhver heima. skal bjóða upp á te. Eldurinn hjerna hefur verið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.