Morgunblaðið - 29.10.1947, Síða 10

Morgunblaðið - 29.10.1947, Síða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Miðvilmdagur 29. okt. 1947 MÁNADALUR jSháldóacjci eftir J}ach cJdondo n 41. dagur í nágrenninu var þegar far- ið að bera á þrengingum, sem stöfuðu af járnbrautarverkfall- inu. Þegar Saxon kom í búð- irnar á morgnana fann hún til þess vonleysis, sem hafði lagst á fólkið. Engum manni stökk bros, énginn gerði að gamni sínu. Allir voru áhyggjusam- legir, ekki síst mæður barn- anna, sem ijeku sjer á götunni. Þær töluðu nú aðeins saman í hálfum hljóðum og sjaldan heyrðist nokkur hlæja, þó að þær væri saman komnar á kvöldin við húsdyrnar eða garðhliðin. Mary Donahue var vön því að kaupa þrjá potta af mjólk á morgnana, en nú keypti hún aðeins einn pott. Enginn mint- ist framar á að fara í bíó. Úr- gangskjöt mátti heita ófáanlegt hjá slátrurunum. Nágranna- kona hennar, Nora Delaney, var hætt að kaupa nýjan fisk á föstudögum. Nú Ijet hún sjer nægja trosfisk, áður höfðu börn in verið því vön að vera með snúða í höndunum úti á götu, smurða og með sykri ofan á. Nú voru þau með litla snúða, en á þeim var hvorki sykur nje smjör. Sum börnin voru meira að segja snúðalaus og fengu ekkert milli máltíða. Hvarvetna gætti þess að fólk var að reyna að spara og minka við sig, því að nú mátti ekki eyða jafn miklu og áður. Af- leiðingin varð sú að skapið versnaði og fólk varð uppstökk ara. Konunum hætti nú miklu fremur til þess en áður að reið- ast við nágrannakonur sínar og börnin. Og Saxon vissi það að þau Bert og Mary hnakkrifust á hverjum degi. „Það væri alt í lagi ef hún gæti skilið það að jeg hefi líka áhyggjur“, sagði Bert einu sinni við Saxon. Hún virti hann fyrir sjer og það fór einhver nístandi kvíða- hrollur um hana. Það var brjál semi í augum hans. Hann var orðinn magur og það var eins og skinnið væri strengt á kjálk ana og kinnbeinin. Munnurinn var ekki eins og áður, hann hafði geiflast af innibyrgðu hatri. Framkoma hans öll, jafn vel það hvernig hann setti á sig hattinn, bar merki ,um meira skeytingarleysi og þrjósku en hún hafði kynst. Það kom stundum fyrir, þeg- ar Saxon sat við gluggann og hafði ekkert fyrir stafni, að hún fór að reyna að gera sjer í hugarlund hvernig hefði ver- ið leiðangur forfeðra sinna yfir sljettur og fjöll og eyðimerkur vestur til landsins við hafið. Og oft dreymdi hana dagdrauma um hið frjálsa og öfundsverða iíf sem þeir höfðu lifað þar áður en fólkið fór að búa í borgum þjakað og þjáð af verkamanna- fjelögum og atvinnurekenda- fjelögum. Hún mintist þess, sem henni hafði verið sagt um það að þá hefði hver maður verið sjálfum sjer nógur. Þeir höfðu kýr eins og þeir þurftu, þeir ræktuðu ávexti og græn- meti handa sjálfum sjer. Þeir gerðust smiðir og skóarar og vefarar og framleiddu alt heima, sem þeir þurftu á að halda. Og þá mintist hún löng- unarinnar í svip Toms, þegar hann trúði henni fyrir þv,, að það hefði altaf verið sín inni- legasta ósk að leigja sjer land- skika og fara að búa. Já, bænd- urnir lifa eftirsóknarverðu lífi, hugsaði hún með sjer. Hvernig stóð á því að nokkurri mann- eskju skyldi geta komið til hugar að eiga heima í borg? Hvernig stóð á því að tímarnir höfðu breyst svona? Úr því að allir höfðu nóg fyrir sig að leggja í gamla daga, hvernig stóð þá á því að það gat ekki verið eins nú? Hvernig stóð á því að verið var að ríf- ast og berjast og gera verk- föll til þess að fá atvinnu? Hvers vegna var ekki nóg til handa öllum? Það var ekki lengra síðan en í morgun að hún hafði sjeð verkfallsmenn ráðast á tvo verkfallsbrjóta og misþyrma þeim hrottalega. Hún þekti þessa verkamenn, þeir voru þarna úr nágrenninu. Þetta hafði skeð beint á móti húsinu hennar. Það var við- bjóðslegt, ódrengilegt — tíu menn á móti tveimur. Og svo höfðu það verið börnin, sem byrjuðu. Þau byrjuðu á því að kasta grjóti að verkfallsbrjót- unum og kalla á eftir þeim ó- kvæðisorðum, sem börn ætti alls ekki að kunna. Svo höfðu komið vopnaðir lögregluþjónar og þá hurfu verkfallsmenn inn í hliðargöturnar og húsasundin. Annar verkfallsbrjóturinn var meðvitundarlaus og honum var ekið burt í sjúkravagni. Lög- reglan fylgdi hinum á vinnu- staðinn. Mary Donahue hafði þá staðið á húströppum sínum með barn sitt í fanginu, og látið ókvæðisorðum rigna yfir hann. Orðbragðið var þannig að Sax- on kafroðnaði af að hlusta á það. En hinum megin stóð Mer- cedes og horfði á þetta og brosti kankvíslega. Hún hafði sýni- lega skemt sjer við að horfa á þetta. Saxon sá að hún var hvergi hrædd, aðeins forvitin. Svo var það að Saxon fór til hennar til þess að spyrja hana um hvernig stæði á því að heim urinn var svona. Mercedes vissi alt, hún hlaut að vita það líka. En útskýringar gömlu konunn- ar í iðnaðar- og fjármálum voru þannig, að Saxon botnaði ekki neitt í þeim. „Þetta er ákaflega einfalt, góða mín“, sagði Mercedes. „Flestir menn fæðast heimskir og þeir verða þrælar. Nokkrir fæðast vitrir, og þeir verða herrar. Þannig hefir guð víst skapað mennina“. „En hvað haldið þjer þá að guð segi um það sem gerðist áðan?“ „Jeg býst við að hann hafi ekki minsta áhuga fyrir því“, sagði Mercedes og brosti. „Jeg efast meira að segja um að hann hafi tekið eftir því“. „Jeg er svo hrædd — jeg er veik af hræðslu“, sagði Saxon. „En þjer gátuð horft á þetta eins og ekkert væri um að vera“. „Þetta var bara leikur, góða mín“. sagði Mercedes. „Að þjer skuluð geta sagt þetta“. „Jú, jeg hefi fyr sjeð menn drepna. Maður á ekki að kippa sjer upp við það. Allir menn eiga einhverntíma að deyja. Heimsku mennirnir deyja eins og naut — skilja ekki hvers vegna þeir deyja. Það er grát- broslegt. Þeir verða vitlausir, hamast með hnúum og hnefum og bareflum og mola hausana hver á öðrum. Það er ófagur leikur. Þeir eru alveg eins og skepnur. Þeir eru eins og hund- ar, sem fljúgast á um bein. Og þetta bein, sem þeir berjast um, heitir atvinna og ekkert annað. Ef þeir berðust um fagrar kon- ur, háleitar hugsjónir eða skæra gull og hrúgur af demöntum, þá væri það virðingarvert. Æ- nei, þeir eru aðeins svangir og berjast um hvern bita til að seðja hungur sitt‘. „Æ, jeg vildi að jeg gæti skilið hvers vegna þetta þarf að vera svona“, sagði Saxon í örvæntingu. „Það er svo sem ekki mikið að skilja. Þetta liggur í augum uppi. Hjer á jörðinni hafa altaf verið til heimskir menn og vitr ir menn, þrælar og herrar, bændur og höfðingjar. Og þessu mun halda áfram, býst jeg við“. „Hvers vegna, segi jeg enn?“ spurði Saxon. „Já, hvers vegna er bóndinn bóndi, góða mín? Einfaldlega af því að hann er bóndi..Hvers vegna er fluga fluga?“ Saxon gramdist þetta tal og hún ljet hana finna það á sjer. „Nú, jeg var aðeins að svara því, sem þjer spurðuð um. Eng inn heimspekingur getur gefið yður betra svara. Og nú langar mig til a"ð spyrja: Hvers vegna vilduð þjer heldur eiga mann- inn yðar en einhvern annan? Það hefir sjálfsagt verið af því að yður geðjaðist þannig að honum. Þetta er alt og sumt. Hvernig stendur á því að manni þykir vænt um einhvern? Af því einu að manni þykir vænt um hann. Hvernig stendur á því að eldurinn brennir en frost ið bítur? Hvernig stendur á því að til skuli vera heimskir menn og hygnir menn? Herrar og þrælar? Verkamenn og vinnu- veitendur? Hvers vegna er svart svart? Ef þjer getið svar- að þessu, þá hafið þjer ráðið gátu lífsins“. „En það er ekki rjettlátt, að fólk skuli þurfa að vera at- vinnulaust og svelta, þegar það vill vinna“, sagði Saxon. „Jú, það er álíka rjettlæti í því eins og hinu, að steinar skuli geta brunnið eins og trje, að fjörusandur skuli ekki vera sykur, að þyrnarnir stinga, að vatnið er vott, að reykinn legg ur upp í loftið og að allir hlutir falla niður en ekki upp í móti“. Þessi röksemdaleiðsla afði ekki hin minstu áhrif á Saxon. Hún skildi þetta ekki og fanst það tómar öfgar. „Jæja, með þessu móti er þá hvorki til frelsi nje sjálf- stæði“, sagði hún. „Menn hafa ekki allir sama rjett til að lifa. Barnið mitt hefir ekki sama rjett til þess eins og barn ríkrar konu“. „Nei, það er svo sem auð- vitað“, sagði Mercedes. „Og þó hafa forfeður mínir barist fyrirfrelsi og sjálfstæði landsins“, sagði Saxon. Illllf 11111111111111111111(1 lllllllllllllllrrmrrlllllltlllllllllimil i Bílamiðlunin I | Bankastræti 7. Sími 7324. 1 | er miðstöð bifreiðakaupa. \ iiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniilliiill GULLNI SPORINN 120. „Ágætt,“ hrópaði Sir Bevill og spratt á fætur. „Af stað þá, piltar mínir, í þetta skipti verðum við að sigra“. Svo sveiflaði hann sverði sínu og hinir hugrökku menn lians fylgdu honum enn einu sinni upp hæðina. Mjer hafði nú skánað svo, að jeg gat tekið þátt í hinni nýju árás. Pottery gekk hægra megin við mig, en á vinstri hönd mjer fór sannkallaður risi. Hann hjet Arthur Payne eg var í daglegu lífi þjónn hjá Sir Bevill. Og það var hann, sem nú tók að singja kröftugan stríðssöng, sem við allir tókum undir, en húsbóndi hans kastaði hatti sín- um upp í loft og kvatti menn sína til að duga sjer nú. Við vorum komnir um hálfa leið upp hæðina, þegar tvær herdeildir af rauðklæddum fótgönguliðum hlupu niður virkisveggina og komu hlaupandi í áttina til okkar. Aður en varði voru þeir komnir að okkur, svo varð eins og andartaks hlje, en innan stundar hafði hafist ægilegt návígi. í slíkum bardaga gagnar ekkert ao vera leikinn að berj- ast. Jeg rak sverð mitt í gegnum fyrsta óvininn, sem jeg náði til, smeygði mjer undir handieggin á fjelaga hans, sem gerði sig líklegan til að höggva til mín, og sá þá, að jeg var kominn upp að hliðinni á Sir Bevill. Margir upp- reisnarmenn sóttu að honum í einu, og við höfðum fellt tvo þeirra, þegar jeg fjekk geysimikið högg í höfuðið. Það næsta, sem jeg man eftir, er, að jeg átti í höggi við gríðarstóran hermann, en andartaki seinna hafði Pottery fellt hann með spjóti sínu og við hlupum saman upp hæð- ina. Svo komum við að virkisveggnum og byrjuðum að klifra — og nú leið ekki á löngu þar til við vorum komnir upp! Jeg hvíldi mig svolítið og leit í kringum mig. Enginn óvinur var sjáanlegur á virkinu, en Sir Bevill benti með sverði sínu á nyrsta hluta hæðarinnar, þar sem hvítur fáni reis upp úr.mannþyrpingunni. „Þarna er Nich Slanning kominn“, hrópaði hann. „Guði ' sje lof — við höfum sigrað.“ — Vinnið þið þarna? — Nei. nei, við erum bara að leika Indíána. ★ Skotar eiga alltaf tvo hatta af sitt hvorri stærð. Annan nota þeir í þrjá mánuði, áður en þeir láta klippa sig en hinn nota þeir næstu þrjá mánuði eftir að þeir hafa verið klippt- ir. — ★ Gamall Skcti, sem hafði ver- ið gefin whisky-flaska, var á leið heim til sín með flöskuna hálfa í vasanum. Þá kom bíll eftir_götunni, en gamli maður- inn tók ekki eftir honum, svo að bíllinn lenti á hann og hann fjell í götuna. Hann stóð nú samt ugp og hjelt leiðar sinnar einn og ó- studdur, en skyndilega - fann hann, að eitthvað lak niður eft- ir fætinum á sjer. — O, guð minn góður, sagði hann, jeg vona að það sje blóð. ★ — Það var svo kalt þar sem jeg var, sagði annar ferðamað- urinn, að kertaljósin frusu og við gátum ekki slökkt það. — Þetta er nú ekki mikið, sagði hinn. Þar sem jeg var, var svo kalt, að orðin komu í stykkjum ýt úr okkur, og við urðum að bræða þau til að sjá hvað þau þýddu. ★ Forstjórinn (við sendisvein- inn, sem kom hálftíma of seint): — Þú átt að vera kom- inn hingað hálftíma fyrr. Sendillinn: — Nú, hvað hef- ir skeð. ★ Hann: — Elskan mín, jeg verð að giftast þjer. Hún: — Hefurðu sjpð pabba og mömmu? Hann: — Oft, elskan, en jeg elska þig jafnt fyrir það. ★ Bóndinn: — Það er einkenni- legt, að hvítu hestarnir jeta mikið meir en þeir svörtu. Bæjarbúinn: — Það er skrít- ið. Af hverju heldurðu að það stafi. Bóndinn: — Jeg held að það sje vegna þess, að þeir eru fleiri. Ef Loftur getui það ekki — þú hvei ?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.