Morgunblaðið - 02.11.1947, Síða 7
Sunnudagur 2. nóv. 1947
MOIIGU TSBT^AÐIÐ
7
R E Y K
Síldin.
SVO fór það, að síldin kom
hjer inn í Flóann, svo um mun-
ar, einsog í fyrra vetur, og er
nú snögtum fyr á ferðinni held-
ur en menn urðu við hana var-
ir síðastliðið ár.
Inni í ísafjarðardjúpi hefir
nú um skeið verið mikil veiði,
en ekki ýkja margir getað stund
að hana. Þar hafa menn haft
landnætur einsog tíðkaðist t. d.
á Eyjafirði í upphafi síldveið-
anna fyrir og um aldamótin.
En síðan lagðist sú veiði niður
að heita má, vegna þess, að síld-
in breytti um göngur sínar.
Nú hefir heyrst, að vestur í
fjörðunum í Djúpi, hafi reynst
vera svo mikil síld, að dregið
hafi jafnvel verið fyrir hana að
ósjeðu, og með því fengist góð-
ur afli upp í landsteina.
.i
í Noregi.
í NOREGI er altaf á hverj-
um vetri veitt mikið í landnæt-
ur, þegar á annað borð veruleg
veiði er. Sagði mjer kunnugur
maður nýlega, að þar tíðkaðist
sú söluaðferð, að síldarkaup-
menn kaupi síldina í sjónum
þegar veiðimenn hafa lokað
torfurnar inni í lásana. Sje þá
áætlað hve mikil síldin sje sem
innilokuð hefir verið, og komi
seljandi og kaupandi sjer sam-
an um verðið eftir ágiskun um
það hvers virði aflinn sje sem
er í nótinni. Þá er þáttur veiði-
manna úti. En kaupendur hafi
alla fyrirhöfnina, við að taka
síldina upp, og áhættuna af því
að veiðin kunni að sleppa úr
lásnum ef nótin bilar áður en
síldin hefir verið tæmd úr lásn
um.
Reynslan hefir kent mönnum
þar að gera ýmsar ráðstafanir,
til þess að tryggja sem best, að
síldin sleppi ekki úr lásunum.
Hafa síldarkaupmenn þeir sem
taka á sig slíka áhættu, kafara
við hendina, til þess að fara
með nótinni, sem landföst er
með síld, og líta eftir að hún
lyki sem best um veiðina.
Ljósaveiðí.
VIÐ síldveiðarnar að vetrin-
um er mælt að norskir sildveiði
menn noti ljóskr/:tara. Beina
þeir sterku ljósi á vissan stað á
hafflötinn þar sem þeir telja
líklegt, að síld sje í nánd í
djúpinu, þó hún láti ekki á sjer
bera í yfirborði. En reynsla er
fyrir því, að síld leitar í ljós-
ið.
Þegar sjávarborðið hefir ver-
ið lýst á þennan veg um stund,
er athugað með lóðum frá smá-
kænu, hvort síld sje komin svo
nálægt yfirborði að hún sje tæk
í herpinót. Og hún síðan hand-
sömuð þegar hún er það nærri
sjávarborði að það er hægt.
Heyrst hefir, að tilraunir með
þessa aðferð, sjeu nú að hefj-
ast vestur í ísafjarðardjúpi.
Sumar og vetur.
NÆRRI má heita hlálegt, og
þó ekki að því hlægjandi, ef
svo á að vera ár eftir ár, að
veiðiskip svo hundruðum skipt-
ir, sjeu við síldveiðar á sumrin
þegar síldveiði er treg fyrir
Norðurlandi, en síðan komi
mikil síld hjer upp að vestan-
J A V í
verðu landinu að vetrinum, en
þá sjeu ekki útvegir að notfæra
sjer þá veiði, nema að litlu
leyti.
Háskólasjóðir.
í RÆÐU þeirri er Ólafur
prófessor Láruson háskóla-
rektor flutti við háskólahátíð-
ina á laugardaginn var, hreyfði
hann máli, sem menn þyrftu að
festa sjer í minni. Hann benti
á hve nauðsynlegt það er, fyrir
vísindaiðkanir í landinu, að til
sjeu gildir sjóðir í vörslum Há-
skólans, sem styrki slíka starf-
semi.
Aðal stoð vísindaiðkana sem
Háskólinn hefir haft við að
styðjast í þessu efni, er Sátt-
málasjóðurinn. Hann var upp-
runalega ein miljón króna,
hefði verið 1,400,000 ef í hann
hefði ekki annað bæst, en þeir
vextir hans, sem eiga að leggj-
ast við höfuðstólinn. En með
því að stjórn Háskólans rjeðist
í að festa kaup á kvilxmynda-
húsi fyrir fje sjóðsins er höfuð-
stóllinn nú kr. 2,600,000. Ætti
sjóðurinn með hóflegu mati á
eigninni, að vera álíka verð-
mætur nú, og miljónin var, þeg
ar sjóðurinn tók til starfa fyrir
27 árum.
Háskólanum hafa borist gjaf-
ir er honum hafa verið af góð-
hug gefnar. En það væri ekki
nema sjálfsagt og eðlilegt, að
sjeð verði svo um með sjer-
stakri löggjöf, að velunnarar
Háskólans og vísindaiðkana í
landinu, gætu t. d. notið skatt-
frjálst vaxta af eignum þeim,
sem þeir hefðu ánafnað Háskói
anum eftir sinn dag, eða ekki
væri ýerið að skerð'a slíkar
gjafir með sköttum til ríkisins.
Það er sannarlega í þágu al-
þjóðar, að æðsta mentastofnun
landsins, fái með tíð og tíma þau
fjárráð fyrir sig að Háskólinn
geti örugglega tekið að sjer að
kosta mikil og þarfleg vísinda-
verk. Eitt slíkt er nú hafið fyr-
ir nokkru, undirbúningur að
útgáfu hinnar miklu rísinda-
legu orðabókar yfir íslenska
tungu.
Allir þeir menn í landinu sem
eiga ekki nána erfingja, eða
þeir sem láta eftir sig mikil
efni, ættu að hugleiða það í
alvöru, hvort þeir teldu ekki
eignum sínum best varið, eftir
þeirra dag, með því að láta
þær renna til styrktar þeirri
vísindastarfsemi, sem Háskól-
inn verður að. annast í fram-
tíðinni. En það væri þá líka
þeirra áhugamál, að erfðafje
slíkt kæmi stofnuninni og vís-
indastarfinu að sem fylstum
notum, en yrði ekki skert með
miklum skattgreiðslum.
Umræðurnar um
innflutninginn.
KOMMÚNISTAR gerðu til-
raun til þess í þinginu í þessari
viku, að bæta sjer upp álits-
hnekkinn af frammistöðu Ein-
ars Olgeirssonar á dögunum,
þegar hann heimtaði að fá að
tala í útvarp um þátttöku Is-
lendinga í Parísarráðstefnunni
í sumar, en varð að gjalti fyr-
ir framan til.jóðnemann.
Átti Sigfús Sigurhjartarson
að reyna að bæta flokknum það
KURB
tjón er hann hlaut af framkomu
Einars og ræða í áheyrn alþjóð-
ar innflutningstillögur þær, er
Hermann Jónasson og Sigtrygg
ur Klemensson fluttu í Fjár-
hagsráði, og almenningi er kunn
ugt um af blaðaskrifum.
Sigfúsi Sigurhjartarsyni tókst
ekki að rjetta hlut flokks síns.
Honum tókst ekki að kveikja
neina sundrungu meðal stjórn-
arflokkanna einsog hann kvaðst
hafa ætlað sjer, með útvarps-
umræðum þessum. Honum
tókst ekkert af því, sem har.n
ætlaði sjer, nema það, að end-
urtaka nokkuð af þeim blekk-
ingum og vaðli í útvarpið, sem
Þjóðviljinn flytur dagiega.
Þráðurinn í ræðum þeirra
þingmanna stjórnarflokkanna,
sem þátt tóku í umræðum þess-
um, var sá: Að mestu máli
skifti í innflutningnum, að
fylgt sje fram þeirri megin-
reglu,- sem sett var í stjórnar
sáttmálann, að þeir innflytj-
endur, sem geta boðið bestar
vörur fyrir lægst verð, eigi að
fá að njóta sín sem best. Þetta
er að láta frjálst framtak í út-
vegun nauðsynjant'a, koma al-
menningi í landinu að gagni.
Hafi þeir sem stjórna inn-
flutningnum þetta í huga, þá
er fylgt þeirri grundvallarreglu
í viðskiptum, sem mestu máli
skiftir fyrir almenning, sem
verður að búa við þau viðskipta
kjör er verslun landsmanna býr
honum.
Kosningar og
andstaða.
VIÐ þingkosningarnar í Dan-
mörku á þriðjudaginn var, fengu
kommúnistar níu þingmenn
kjörna. Fyrir þessar kosningar
voru þingmenn kommúnista þar
í landi 18. Við þessar kosningar
fjekk kommúnistaflokkurinn
114,000 atkvæðum færra en
hann f jekk fyrir tveim árum, er
þingkosingar fóru þar fram.
Formaður kommúnistaflokks-
ins, er slíka útreið fjekk, Axel
Larsen, Ijomst að orði x blaði
sínu á þá leið, að ekki væri við
öðru að búast, en flokkurinn
biði ósigur. Því aldrei hefði
nokkur flokkur í D.anmörku
fengið eins samstilta andstöðu
eins og kommxmistar við kosn-
ingar þessar.
Eftir því sem frjest hefur frá
umræðum blaða þar, eftir kosií-
ingarnar, er ekki mikið um
kommúnista talað þar lengur.
Menn skoða sem sögu þeirra sje
lokið í landinu, eða að minsta
kosti sje útilokað, að áhrifa
þeirra gæti nokkurs að ráði, í
dönskum stjórnmálum eftir
þetta, á meðan þar fær að rikja
lýðræðis stjórnarfar.
Að vísu þóttust menn vita, að
fylgi kommúnista færi mink-
andi, áður en upp komst um end
urreisn kommúnistasambands-
ins. En eftir að auglýstar voru
fyrirskipanir þær, sem kommún-
istar hafa fengið frá yfirboður-
um sínum, um að efna til skipu-
lagðrar skemdarstarfsemi um
gervalla Vestur-Evrópu, má geta
nærri, að fylgi þeirra hrakar.
Kosningarnar í
Noregi,
VIÐ bæjar- og sveitarstjórnar
R JEF
kosningarnar í Noregi á dögun-
um mistu kommúnistar eftir 150
fulltrúa. Þar unnu allir hinir
borgaralegu flokkar á. Jafnaðar
menn urðu einnig fyrir nokkru
tapi fulltrúa enda þótt atkvæða-
tala þeirra væri hærri, en við
síðustu kosningar. En þátttaka í
kosningunum var mun meiri en
hún hafði verið við síðustu'kosn
ingar, og kom hin aukna þátt-
taka fyrst og fremst borgara-
legu flokkunum að gagni.
í frjálslyndu sænsku blaði,
þar sem rætt er um kosningarn-
ar í Noregi, er komist að orði
á þessa leið:
Það er greinilegt, að ástandið
í utanríkismálunum hefur gert
það að verkum, að kommúnistar
hafa tapað í kosningunum. Síð-
an Sovjet-Rússar endurvöktu
,,Komitern“ hefur andstaðan
farið vaxandi gegn hinum ,,f jar-
stýrðu“ flokkum kommúnista í
álfunni. En þeir flokkar fá aukið
fylgi, sem halda uppi eindreg-
innni andstöðu gegn kommún-
istum.
í Noregi hefur kjósendum
vepið í fersku minni, afstaða
norskra kommúnista til Sval-
barðamálsins. Þá, sem ætíð
endranær, sýndi það sig að leið-
togar kommúnista eru viljalaus
verkfæri í höndum þeirra
manna, sem hafa stjórnartaum-
ana í höndum sjer austur í
Moskva. Þegar hagsmunir fóst-
urjarðarinnar eru aðrir, en hags
rounir Rússlands, þá eru komm-
únistar ætíð hinir skeleggustu
málflutningsmenn fyrir hinn
rússneska málstað. I Noregi er
mönnum orðið þetta fullkomlega
ljóst, segir blaðið.
Síðan hefur það sem sje kom-
ið á daginn að danskir kjósendur
eru eindregnari í því en Norð-
menn að snúa baki við kommún-
istum.
Sama tóbakið.
, ÞEGAR rætt er hjer á landi
um ánauð kommúnista undir hið
erlenda vald, verða þeir jafnan
hljóðir við. Ekki er það opin-
bert gert, að íslenska flokks-
deildin sje í hinu ný auglýsta
alþjóðabandalagi. Og má gera
ráð fyrir, að ekki þyki vænlegt
til fylgis fyrir kommúnista hjer,
að nokkur auglýsing verði um
það gefin. — En samstarfið er
jafn víst hvort sem það er meira
eða minna opinbert.
Á fundinum í Varsjá, þegar
kommúnistar auglýstu alþjóða-
samstarf hinna „fjarstýrðu"
flokksdeilda, eins og hið sænska
blað kemst að orði, flutti ritari
miðstjórnar kommúnistaflokks-
ins, Shdanov, ræðu, þar sem
hann sagði m.a.: Grundvöllur-
inn fyrir stjórnmálastefnu
Rússa, er skifting heimsins 5
tvær andstæðar samsteypur. ■—
Það var mjög leitt að kommún-
istaflokkar í sumum Evrópu-
löndum, skyldu taka mark á
upplausn ' alþjóðabandalags
kommúnista, sem auglýst var
árið 1943. Náin samvinna milli
kommúnistaflokka allra landa
er nauðsynleg og sjálfsögð".
Ekki dettur Þjóðviljamönnum
í hug að dylja það, að þeir sjeu
þátttakendur í því nána sam-
starfi, sem yfirboðarar þeirra
telja „sjálfsagt og nauðsyn-
legt“.
Laugardagur
1. névember
Fjárliagurinn.
INNAN skamms koma fjár
lögin til umræðu. Hefur fjár-
málaráðherra nú fyrir nokkn*
lagt frumvarpið fyrir þingið.
Dregur nú að því, að kunnugt
verði hvernig stjórnarflokkarn
ir hugsa sjer að stýra eigi út úr
þeim erfiðleikum, sem nú tefla
atvinnuvegum landsmanna í
fullkomna tvísýnu, og fjárhag
þjóðarinnar í voða.
Enn sem komið er, er það
kommúnistaflokkurinn einn sem
hefur ákveðna stefnu í því máli.
Og fylgir henni fram með
offorsi, eins og þeim „fjarstýrða-
flokki“ er lagið. Stefnan er sú,
í stuttu máli, að „gera allt v.U-
laust, þar sem því verður við-
komið“, eins og einn fylgis-
manna kommúnista komst nð
orði á dögunum.
Stefnan.
STEFNU sinni í atvir.nu- og
f jármálum hyggjast kommúníst
ar að koma fram hjer á landi,
með því að láta verðbólguna fá
að „njóta sín“ sem mest.
Þegar gerðar eru ráðstafanir
sem að því miða, að forða þjóð-
inni frá því, að safna skuldum,
þá segja kommúnistar að verið
sje að búa til kreppu í landinu.
Eins og hægt sje að telja nl-
menningi trú um, að við, 1ÍUI
eyþjóð út í reginhafi, geturn
haldið áfram að veita okkur
eitt og annað, sem stórþjóðir
hafa orðið að neita sjer úm i
mörg ár, og hafa ekki efni á enn
í dag.
Þegar stefnt er að því, að sam
ræma verðlag á íslenskum af-
urðum við afurðaverð keppi-
nauta okkar, og forðast með því,
að allar okkar afurðir verði ó-
útgengilegar, en utanríkisversl-
un okkar verði brátt að engu,
og atvinnuleysi steðji að þegur
verið er að reyna að forðast allt
þetta, þá segja hinir forhertu
kommúnistar hjer, eða eru látn-
ir segja að verið sje að efna til
atvinnuleysis meðal íslend-
inga(!)
En þegar það er öllum lýðura
Ijóst, að kommúnistar flytja
öfugmæli sín samkvæmt skip-
un, og þeir eru með þessu að
fylgja fyrirmælum húsbæn<la
sinna um það að stöðva íslenskt
atvinnulíf koma hjer.á allshe.rj-
ar atvinnuleysi, og jafnvel a3
kippa fótum undan frelsi og
sjálfstæði hins nýstofnaða íýð-
veldis okkar, þá er ekki senni-
legt að þeir vinni áformum sín-
um fylgi. Menn geta að minsta
kosti gert sjer fulla grein fyr-
ir, hvar í flokki sem þeir standa,
hver er tilgangur hinna íslensku
kommúnistaforingja, hvað þeir
ætla sjer, til að þóknast yfir-
boðurum sínum.
Framleiðsla og '
„fórnir“.
ÞEGAR rætt er um ráðstaf-
anir til þess að tryggja atvinnu
og framleiðslu landsmanna, og
verðlag afurða, sem geri þær
söluhæfar, er oft talað um, að
landsmenn þurfi að koma sjer
saman um, að færa meiri eða
minni fórnir.
En jeg fæ ekki sjeð, að þnð
sjeu nein fríðindi, sem menn
Framh. á bls. Ð