Morgunblaðið - 11.11.1947, Blaðsíða 14
14
MORGVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 11. nóv. 1947
MÁNADALUR
Sí áídiaqa ej-tir J/ach cjCondon
52. dagur
Þegar hann var farinn fleygði
hún sjer upp í rúm og gret svo
sárt að henni fannst hjarta sitt
8'tla að springa. Hún þekti auð
mýkt kærleikans, en vissi líka
hváfhsjer var samboðið. Og hún
hafði ætlað sjer að standa við
hiið mannsins síns eins og
hetja. En til hvers var það nú
þegar hann brást' henni alveg,
gleymdi manndómi sínum og
i jettlætistilfinningu?
Hún hafði verið ein um það
að bera sorgina út af missi
barns &íns — þessa þungu sorg
að missa líf af sínu lífi — og
nú varð hún ein að bera þessa
sorg, sem var máske ennþá
þyngri, að hafa misst ást og
virðingu manns síns. í stað þess
var komin meðaumkun. blönd-
uð viðbjóði. Hún fann þetta vel
og henni fjell það ákaflega
þúngt, en hún gat ekki að þessu
gert.
Hún tók á öllu þreki sínu
til þess að horfast í augu við
þessar staðreyndir. Og eftir
nokkra hríð fannst henni hún
geta fyrirgefið Billy og þá leið
henni betur á eftir, þangað til
henni flaug það í hug, að hin
lrreinasta og sannasta ást hefði
aldrei neitt að fyrirgefa.« Þá
grjet hún aftur og háði baráttu
við sínar eigin tilfinningar. Og
hún komst að þessari niður-
stöðu: Þessi Billy er ekki sá
Eilly, sem jeg elskaði. Þetta var
annar maður, sálsjúkur mað-
ur, sem ekki gat borið ábyrgð
gerða sinna. Hún varð að brjóta
ödd af oflæti sínu og hjúkra
honum með hreinu geði, án þess
að hugsa nokkurn tíma um fyr-
irgefningu. Honum var líka
■ vorkunn. Þetta illa ástand var
ekki honum að kenna, heldur
þeirri þjóðfjelagsskipan, sem
)icyddi menn til þess að berj-
ast um atvinnu, eins og hundar,
sem bitast um bein.
Ut frá þessu sjónarmiði tók
•Saxon upp baráttuna. Þá
þyngstu og erfiðustu baráttu,
sem háð er í heiminum — bar-
áttu kvennanna. Hún hreinsaði
hug sinn af efasemdum og van-
trausti. Ilún fyrirgaf ekkert,
Jiví að hjer var ekkert að fyr-
irgefa. Hún treysti því að ást
þeirra Billy væri enn jafn
fölskvalaus og hún hafði verið,
og ástin mundi komast óskemd
út úr þessu öngþveiti þegar
Jieimurinn kæmist í samt lag.
Þegar Billy kom heim um
kvöldið stakk hún upp á því að
hún skyldi byrja á saumaskop
aftur til þess að afla heimilinu
tekna og fleyta því yfir þessa
erfiðu tíma. En það mátti Billy
ekki heyra nefnt.’
„Þetta lagast“, -sagði hann
hvað eftir annað. „Það er ekki
nauðsynlegt að þú farir að
vinna fyrir okkur-. Jeg skal ná
í peninga fyrir vikulokin og þú
skalt fá þá alla. Og á laugar-
dagskvöldið förum við út að
skemta okkur. Við látum okk-
ur þá ekki næga að fara í bíó,
við förum í leikhús. Það er
jafrt áreiðanlsgt og að dagur
kemur eftir þennan dag að jeg
fæ peninga á laugardaginn“.
A föstudagskvöldið kom'hann
ekki heim að borða. Það þótti
Saxon mðiur, því að Maggie
Donahue hafði skilað einu
pundi af kartöflum og tveimur
pundunj af hveiti, sem hún
hafði fengið að láni hjá henni,
' svo að nú var nógur matur til.
Saxon hjelt matnum heitum til
níu, en þá fór hún að hátta.
Hana langaði mest til þess að
vera á fótum þangað til hann
kæmi, en hún vissi að þann
mundi þá verða bálreiður, ef
hanp væri'fullur.
Klukkan eitt um nóttina
heyrði hún að grindin í hliðinu
var opnuð. Hún heyrði að hann
staulaðist upp tröppurnar og
var lcngi að reyna að koma lykl
inum í skráargatið. Það spáði
ekki góðu. Svo kom hann inn í
svefnherbergið, settist og
stundi þungan. Hún lá liyr og
þagði því að hún hafði áður
komist að raun um hve upp-
stökkir og vangæfir fullfr menn
eru. Hún var því hrædd um að
hann mundi reiðast ef hann
vissi að hún hafði vakað eftir
honum. Hún skalf á beinunum.
Svona slæmur hafði hann ekki
verið fyr.
I ,,Saxon“, drundi í honum.
,,Saxon“. ' |
Hún teygði úr sjer og geysp-
aði. • |
„Hvað viltu?“ spurði hún.
„Viltu ekki gera svo vel að
kveikja? Jeg er með eintóma
þumalfingur". j
Hún ætlaði að gera þetta, en
hún var svo skjálfhend að
lampaglasið slóst í kúpulinn
og það dó á eldspýtunni í hönd- ,
um hennar. /
i „Jeg er ekki fullur, Saxon“,'
sagði hann dálítið ertnislega.1
1 „En jeg hefi fengið tvö eða þrjú
slæm högg“.
i Hún reyndi aftur að, kveikja
og í þetta sinn tókst það. Svo
sneri hún sjer við og leit á
hann og hljóðaði þá af hræðslu.
Hann var óþekkjanlegur. Hún
sá ekki neinn svip af Billy á
þessu andliti. Það var alt stokk
bólgið, blátt og blóðugt. Ann-
að augað var sokkið, en í hitt
rifaði aðeins. Annað eyrað
! sýndist hálfrifið af honum og
hægri kinnin var helmingi
stærri en sú vinstri. Það var
ekki furða þótt róidd hans væri
torkennileg, því að varirnar
voru hræðilega bqlgnar og þal
blæddi úr þeim. Henni varð
óglatt af að horfa á hann og
j jafnframt fyltist hún innilegri
J meðaumkun og hana langaði
. mest af öllu til þess að faðma
hann að sjer. En hún vissi ekki
hvernig hann munrfi taka því.
j „Elsku Billy minn“, sagði.
' hún. „Segðu mjer hvað eg á að
gera. Jeg veit ekki hvernig jeg
á að fara með þig“.
„Viltu gera svo vel að hjálpa
mjer úr fötunum11, sagði hann
ems bliðlega og hann gat. „Jeg
fór í þau rjett áður en jeg stirðn
: aði“.
„Og svo þarftu að fá heitt
vatn — það er gott“, sagði hún
og byrjaði að toga af honum
fötin. I
„Jeg sagði þjer það að jeg er
með eintóma þumalfingur“,
sagði hann og lyfti upp hend-
inni og reyndi að horfa á hana
með þv'í auganu, sem ekki varj
alveg sokkið.
„Bíddu nú á meðan jeg
kveiki upp eld og hita vatn“,'
sagði hún .„Jeg skal vera fljótj
að því. Svo skal jeg hjálpa þjer
í rúmið“. ' I
Ilún hljóp fram í eldhúsið og!
hún heyrði þangað að hann var
altaf að tala við sjálfan sig.
Hún lagði við hlustirnar og
annm
heyrði þá að hann sagði hvað
eftir annað:
„Við þurftum á þessum pen-
ingurn að halda, Saxon. Við
þurftum á þeim að halda“.
Hún sá að hann var ekki ölv-
aður og vissi því að hann mundi
tala óráð.
Hún kom nú inn áftur og dró
smám saman af^honum flík-
urpar. Og á meðan hún var að
því fjekk hún að heyra hvað
fyrir hafði komið þótt hann
segði frá í sundurlausum setn-
ingum.
„Hann kom mjer á óvart.
Þetta var ókunur hnefaleikari
frá .Chicago. Jeg var ekki var- 1
aður við honum, nema hvað'
ritari sportklúbbsins sagði að
jeg mundi fá mig fullsaddan. I
Jeg hefði unnið ef jeg hefði
verið vel undir búinn. En það (
er ekki að vera vel undir búinn
að hafa ljest um fimtán pund t
og hafa ekkert æft. Og svo hefi
jeg drukkið alt of mikið upp á
síðkastið og þess vegna var jeg
úthaídslaus“.
Saxon færði hann nú úr,
Skyrtunni og hún tók varla eft- I
ir því hvað hann sagði. Svo
mjög brá henni þegar hún sá!
hann nakinn. Hann var allur,
blár og bólginn og sums staðar
var eins og skinninu hefði ver-
ið svift sundur.
„Hvernig í ósköpunum stend-
ur á því að þú ert svona út-
lítandi?“ sagði hún.
„Jeg fjékk þessi sár af köðl-
unum. Jeg hentist á þá hvað
eftir annað og oftar en jeg hefi.
gaman að hugsa um. Hann Ijet
mig fá fyrir ferðina. En jeg
Ijek á hann samt sem áður. Hon
um tókst ekki að yfirbuga mig.!
Jeg barðist við hann tuttugu
lotur og jeg vona að það sjái
líka eitthvað á honum. Ef hann
verður ekki handlama á vinstri
hendi fyrst um sinn, þá er jeg
illa' svikinn. Heyrðu, þreifaðu
hjerna á höfðinu á mer. Er það
ekki stckkbólgið? Jú, jeg átti
von á því. Hann var altaf að
dangla í þ^ð. Og það var ljóta
danglið. Jeg hefi aldrei komist
í anað eins. Þeir kalla hann j
Skelfir. Og jeg tek ofan’fyrir
honum. Þetta er röskleika
strákur. En jeg hefði nú samt
sem áður átt alls kostar við
hann, ef jeg hefði verið vel und
ir búinn og ekki svona mæð-
inn. Æ, æ, komdu ekki fast við ,
mig þarna, það er eins og opið í
sár'..
Saxon hafði ætlað að leysa-
af honum beltið en kom þá ó-
vart við rauðan blett, eldrauð-
an blett, sem var á stærð við
disk. j
„Þetta stafar af nýrnahögg-
unum“, sagði Billy. „Hann var
fantur að beita þeim. í hvert
skifti sem jeg ætlaði að taka
hann hryggspennu þá barði
hann mig þarna. Og það var
svo sárt að jeg misti nær með-
vitund. Þessi högg gera ekki út
af við mann, en þau lama mann i
hræðilega, sjerstaklega þegar
til lengdar lætur“.
GULLNI SPORINN
129.
I aðalsal hallarinnar sátu karlmennirnir við langt borð.
Allir voru þeir mjög kátir, og nokkrir höfðu fengið sjer
heldur mikið af hinu ágæta öli og víni; en þjónarnir höfðu
varla við að færa þeim stóra bakka fulla af steik og
brauði. Eftir að hafa borðað og drukkið, náði jeg í þjón,
sem fylgdi mjer upp á loft í einni af hlöðunum, og þarna
lagðist jeg nú til svefns.
Jeg vaknaði snemma næsta morgun, og eftir að hafa
þvegið mjer við brunninn, gekk jeg inn í höllina til að
snæða morgunverð og ná tali af Sir Bevill. Jeg hitti Sir
Bevill á skrifstofu hans, þar sem hann sat og virti fyrir
sjer nokkur landabrjef. Eftir að hafa beðið hann að af-
saka ónæðið, afhenti jeg honum játningu Tingcombs og
sagði honum sögu mína.
Er jeg hafði lokið henni, hugsaði Sir Bevill sig andar-
tak um og sagði að því loknu.
„Sem aðalfulltrúi konungsins hjer í Cornwall, get jeg
látið handtaka þennan þorpara. Það er mjer líka ánægju-
efni, því jeg man vel eftir Deakin Killigren. Kæri vinur“,
— hann stóð á fætur, gekk til mín og tók vingjarnlega
í hendina á mjer — „jeg hefi sjeð dóttur hans. Er það of
spint að vara yður við því, að verða ástfanginn af henniú
,,Hvað eigið þjer við?“ spurði jeg undrandi. ,,Já, jeg
geri ráð fyrir, að það sje um seinan.“
• „Hún er bæði fögur og gáfuð, og ekkert væri mjer
íjærri, en að hafa eitthvað á móti'giftingu yðar og henn-
ar. En á þessum bvltingartímum á maður ekki að gifta
sig.“
Hann þagnaði snögglega, en hjelt svo áfram:
,,Af ýmsum ástæðum er mjer það gleðiefni, að geta
látið handtaka Tingcomb, en jeg má eiginlega engan
mann missa til að framkvæma handtökuna. Við getum bú-
íst við árás á hverri stundu.“
„Ef það er það eina, sem er til fyrirstöðu,“ svaraði jeg,
„látið mig þá fá handtökuheimildina. Með mjer er góður
vinur minn, sem er skipstjóri, en skip hans liggur þessa
73
Seljum smurt os snittur. í
Breiðfirðiigabúð. "
Reikningshald & endurskoðun
^JJjartar f^jeturiíonar
Sanct. oecon.
Mjóstræti 6 — Sími 3023
— Bændurnir í geta fengið
ofna dúka, sem samsvarar því
uUarmagni, scm þeir leggja
inn. Hvernig er það með kjötið?
★
Hún: — Jeg heýri sagt að þú
sjert orðinn mikill listamaður.
Hann: — Það er nú ef til vill
heldur orðum aukið, en jeg hefi
von með að verða það, og er
þegar byrjaður að vinna að
því.
Hún: — Hvað gerirðu til
þess?
' Hann: — Jeg hefi ,leigt mjer
vinnustofu og er farinn að láta
mjer vaxa skegg.
* *
Kennarinn var að segja börn
unum frá nýlendum ýmsra
landa og hvaða varningur fehg
ist þaðan helst og skýrði nyt-
semi hans.
— Jæja, Jóhann. geturðu
þá sagt mjer, hvað sykur er?-
spurði hann að Ipkum.
—Sykur er efni, sem gerir
sætsúpuna vonda, ef hann er
ekki settur í hana, var svarið.
— Hefirðu aldrei hlegið þig
í grát?
— ,iu, og það síðast í morgun,
— Hvað kom þer til þess?
— - Pabbi datt niður stigann.
;-c ror að hlæja, en hann sá
: og síðan grjet jeg.
— Jeg’ fann 100 kall á göt-
íær.
— Það er einmitt 100 kall-
tm jeg tapaði.
■ — Hvernig veistu það?
— Nafnið mitt stendur á
’ionum.
— Nafnið þitt, hvaða vit-
leysa.
— Jú, sjerðu ekki hjerna, Jón
Arnason.
— Það er alveg rjett, hjerna
er 100 kallinn.
82?*»
i Ungur maður, sem hefir f
í áhuga fýrir kvikmyndum, f
\ óskar eftir
| sfaifl við kvikmynda |
hús I
i Tilboð merkt: „Bíó — i
1 859“ sendist afgr. Mbl. fyr i
= ir n. k. laurardag.