Morgunblaðið - 14.11.1947, Page 10
10
MORGVNBLAÐIÐ
Föstudagur 14. nóv. 1947
mAnadalur
háldóacja ej'tlr JjacL cJdondo
n
&•
55. dagur
Þegar hún var komin inn í
stofuna fleygði hún sjer í hæg-
indastólinn og fór að hágráta.
Hún heyrði alt sem fram fór í
eldhúsinu.
„Jeg verð hjer að minsta
kosti þessa viku“, sagði kynd-
arinn, „jeg hefi greitt húsaleig-
una fyrirfram“.
„Það er nú stryk í þeim reikn
ing“, sagði Billy hægt og Sax-
on heyrði að reiðin sauð í hon-
um. „Ef þú vilt halda heilsu,
þá skaltu hypja þig undir eins
á burt hjeðan með alt þitt
skran. Annars mun jeg fleygja
þjer út“.
„Já, jeg veit það að þjer eruð
áflogahundur“, sagði Harmon.
En meira fjekk hann ekki
sagt. í sama bili heyrði Saxon
að högg reið og samstundis
heyrðist brothljóð í glugga. Svo
heyrði hún stympingar og eftir
litla stund að einhver valt nið-
ur tröppurnar. Svo heyrði hún
að Billy kom aftur inn í eld-
húsið og fór að tína upp gler-
brotin, Þar næst þvoði hann
sjer og raulaði á meðan. Svo
kom hann inn í stofuna. Hún
þorði ekki að líta upp. Hún var
bæði hrygg óg reið. Hann stóð
þarna nokkra stund eins og
hann vissi ekki hvað, hann ætti
af sjer að gera. Að lokum sagði
hann:
„Jeg þarf að fara á fund í
fjelaginu. Ef jeg kem ekki aft-
ur, þá er það vegna þess að
þorparinn hefir kært mig fyrir
lögreglunni“.
Hann opnaði hurðina, en
staðnæmdist á þröskuldinum.
Hún vissi að hann horfði á sig.
Svo heyrði hún að hurðinni var
lokað og hann gekk út.
Hún áttaði sig ekki fyr en
hún heyrði hávaða í börnum
úti fyrir. Þá var komið kvöld.
Hún þreifaði eftir lampa og gat
kveikt á honum. Hún fór fram
í eldhúsið, stóð þar og starði á
matinn, sem aldrei var fram-
reiddur. Vatnið í kartöflupott-
inum hafði soðið upp og þegar
hún lyfti lokinu af kom sterk
brunalykt upp úr pottinum. Af
gömlum vana þvoði hún pott-
inn og hreinsaði og skar svo
kartöflurnar í 'sneiðar og hugð
ist steikja þær daginn eftir.
Hún var eins og í leiðslu og í
leiðslu gekk hún svo inn í svefn1
herbergið og háttaði. Hún var
svo yfirkomin af þreytu að hún
sofnaði þegar.
Þetta var fyrsta nóttin síðan
hún giftist að Billy var ekki
hjá henni. Og um morguninn
skyldi hún ekkert í því að hún
skyldi hafa getað sofið, að hún
skyldi ekki hafa legið andvaka
alla nóttina af kvíða og
hræðslu. Þá Varð hún þess vör
að hún hafði verk í handleggn-
um, einmitt þar sem Billy hafði
tekið á henni. Hún fletti upp
erminni og sá þá að handlegg-
urinn var kolblár. Henni hnykti
við, ekki vegna þess að maður-
inn, sem hún elskaði skyldi
hafa farið þannig með hana,
lieldur vegna þess að augna-
bliks snerting skyldi geta meitt
hana svona. Hann var hræði-
lega sterkur. Ósjálfrátt fór hún
að hugsa um hvort Charley
Long mundi vera jafn sterkur.
Það var í rauninni ekki fyr
en hún van komin á fætur og
hafði kveikt upp eld, að hún
fór að átta sig á því, sem gerst
hafði. Billy hafði ekki komið
heim — hann hafði því verið
handtekinn. Hvað átti hún að
gera? Atti hún að láta hann
eiga sig, hlaupast brott og byrja
nýtt líf? Það var frágangssök
j að búa með manni, sem hag-
aði sjer eins og hann hafði gert.
Var það nú frágangssök? spurði
hún svo sjálfa sig. Hann var þó
maðurinn hénnar og hún hafði
lofað að vera með honum í
blíðu og stríðu. Ef hún hljóp
frá honum þá var alt glatað.
Hvað mundi móðir hennar hafa
gert í hennar sporum? Hún
mundi ekki hafa gefist upp.
Hún þorði að horfast í augu við
erfiðleikana. Og Saxon fanst að
hún mætti ekki vera minni. Og
þegar öllu var á bptninn hvolft
þá var Billy góður eiginmaður,
betri en nokkur annar, sem hún
hafði haft spurnir af. Og nú
rifjaðist upp fyrir henni ýmis-
legt úr sambúð þeirra, hvað
hann hafði verið nærgætinn og
góður oft, og hvað hann hafði
oft sagt það í einlægni að ekk-
ert væri of gott fyrir hana.
Rjett fyrir hádegi kom gest-
ur. Það Bud Strothers, fjelagi
Billys úr verkfallsverðinum.
Hann sagði henni, að Billy
hefði verið tekinn fastur og
hann hefði neitað að setja trygg
ingu, og hann vildi ekki fá lög-
fræðing til að verja sig. Hann
hefði verið dæmdur til að
greiða sextíu dollara sekt, eða
sitja í fangelsi í mánuð ella.
Hann hefði bannað fjelöguih
sínum að greiða sektina fyrir
sig.
„Hann er vitlaus“, sagði Bud.
„Það er ekki hægt að koma vit-
inu fyrir hann. Hann krefst þess
að sitja af sjer sektina. Jeg
ímynda mjer að hann hafi
drukkið of mikið að undan-
förnu og sje orðinn ruglaður
út af því. En hann bað mig fyr-
ir brjef til yðar. Hjer er það.
Og ef þjer þurfið á einhverri
hjálp að halda þá skuluð þjer
láta mig vita. Við viljum allir
hjálpa konunni hans Billy. Þjer
eruð ein af oss. Hvernig eruð
þjer stödd með peninga?“
Saxon sagði að hún þyrfti
ekki á neinni hjálp að halda.
Þá kvaddi hann og hún opnaði
ekki brjefið fyr en hann var
farinn. Það var á þessa leið:
„Elsku Saxon. Bud Stroth-
ers hefir lofað því að færa þjer
þetta brjef. Þú skalt ekki vera
óróleg mín vegna. Jeg ætla að
taka út refslnguna, og jeg á
hana skilið, eins og þú veist.
Jeg tapaði mjer algjörlega, og
nú iðrast jeg þess að jeg skyldi
sleppa mjer. Þú mátt ekki koma
að vitja um mig. Ef þig vantar
peninga þá geturðu fengið þá
hjá fjelagsstjórninni. Gjaldker-
inn er ágætur maður. Jeg losna
eftir mánuð. Og Saxon mín, þú
veist að jeg elska þig og reyndu
þess vegna að fyrirgefa mjer í
þetta sinn — þú skalt ekki
þurfa að gera það oftar. Billy“.
Rjett á eftir komu þær
Maggie Donahue og frú Olson
til þess að hughreysta hana.
Þær voru svo nærgætnar að
þær mintust sem allra minst á
óhapp Billys, og gáfu henni
fremur í skyn að hún skyldi
leita til sín, heldur en að þær
byði henni hjálp beinlínis.
Um kvöldið kom Jarnes
Harmon. Hann var dálítið halt-
ur, en Saxon fanst aö nann.
reyndi að harka af sjer. Hún
ætlaði að biðja hann fyrirgefn-
ingar á meðferðinni en hann
vildi ekki heyra það nefnt.
„Mjer dettur ekki í hug að
álasa yður“, sagði hann. „Þjer
gátuð ekkert að þessu gert.
Maðurinn yðar var ekki með
öllum mjalla og vildi endilega
deila illdeilum við einhvern,
og það var aðeins mitt gamla
ólán að jeg skyldi verða fyrir
honum“.
„En það er engin afsökun. . “.
Kyndarinn hristi höfuðið.
„Jeg kannast við þetta“, sagði
hann. „Jeg var ekki betri hjer
áður, þegar jeg drakk mig full-
an. Mjer varð^mörg skyssan á
þá. Nú sje jeg eftir því að jeg
skyldi kæra hann, en jeg var
fjúkandi reiður og það reið-
ur og það reið baggamuninn.
Síðan mjer rann reiðin hefi jeg
iðrast þess“.
„Það er fallegt af yður að
segja þetta“, sagði hún. En
henni lá þó annað á hjarta og
hún vissi varla hvernig hún átti
: að koma orðum að því. „Þjer
-----þjer-megið ekki — — vera
, hjer — — af því að hann er
farinn“, stamaði hún.
Nei. Það væri ekki sæm-
andi“, Sagði hann. „Jeg ætla nú
að ganga frá dótinu mínu og
svo sendi jeg vagn eftir því
klukkan sex,- Hjerna er úti
dyralykillinn".
! Hún varð að neyða hann til
þess að taka við þeim pening-
um, sem hann hafði greitt í
húsaleigu fyrirfram. Hann
kvaddi hana svo með handa-
bandi og bað hana að leita til
sín ef henni lægi á.
„Yður er það alveg óhætt“,
sagði hann. „Jeg er kvæntur
maður og á tvo syni. Annar
þeirra veiktist — það er eitt-
hvað í lungunum — og jeg varð
að senda konuna með hann á
hressingarhæli í Arizona. Járn-
brautarfjelagið hjálpaði mjer
að greiða kostnaðinn“.
Þegar hann var farinn var
hún að hugsa um hvernig á því
gæti staðið að svona góður mað
ur skyldi vera til í þessum bölv
aða heimi.
Drengurinn hennar ‘Maggie
Donahue fleygði kvöldblaðinu
inn til hennar. Þar var hálfur
dálkur um Billy og það var
ekki fallegt, sem um hann var
sagt, Það var sagt, að hann
hefði verið með glóðaraugu eft
ir eldri áflog þegar hann kom
fyrir dómarann. Blaðið lýsti
honum sem óþokka, illinda-
segg og áflogahundi, og það
væri skömm fyrir verklýðsfje-
lag hans að hafa hann í sínum
hópi. Hann hefði játað það að
hafa ráðist á alsaklausan mann
og algerlega ófyrirsynju. Og ef
þeir væri þannig allir vagn-
stjórarnir, þá mundi heppileg-
ast fyrir borgarfjelagið að leysa
upp fjelagsskap þeirra og gera
þá alla útlæga úr borginni. Að
lokum sagði blaðið að hann
hefði fengið alt of vægan dóm.
Hann hefði að minsta kosti átt
að fá sex mánaða fangelsi. En
dómarinn hefði afsakað sig með
því, að hann hefði ekki mátt
dæma hann í sex mánaa fang-
elsi vegna þess að öll fangelsin
væri full af mönnum, sem hefði
gerst sekir í óspektum síðan
verkföllin hófust.
GULLN! SPORÍNN
132.
Framundan okkur var allhá hæð, og í áttina að henni
stefndum við. Er við komum að hæðinni, sáum við að
fimm óvinanna höfðu gefist upp við eltingaleikinn og
stöðvað hesta sína. Þeir þrír, sem eftir voru, hjeldu áfram,
enda þótt stöðugt drægi í sundur með okkur.
Er við hófðum riðið framhjá hæðinni, komum við að
grænni flatneskju, sem alþakin var örsmáum mýrarpoll--
um. Jeg sá, að hjer var hætta á ferðinni, en áður en jeg
gæti aðvarað Delíu, hafði hestur hennar lent ofan í ein-
um pollinum og byrjað að sökkva í fenið.
„Kastaðu beislinu til mín!“ hrópaði jeg, um leið og jeg
beygði mig íram í söðlinum og greip í tauminn. En í
sama andartaki lenti hestur minn einnig í feninu og tók
að sökkva. Vatnið skvettist yfir okkur, og jeg var búinn
að gefa upp alla von, þegar hestarnir aftur fengu fastá
jörð undir fæturna og bröltu upp á þurt land á ný.
Aftur þeystum við af stað. Óhappið hafði auðvitað orð-
ið þess valdandi, að óvinirnir höfðu dregið talsvert á okk-
ur, en þó var jeg farinn að halda, að við ætlúðum að
. sleppa, þegar Delía allt í ei«u hrópaði:
„Ó, Jack, hesturinn minn er orðinn haltur!“
Og þannig' var því miður komið. Hesturinn var orð-
inn draghaltur, og fyrir mig var ekkert annað að gera,
en að taka Delíu á bak fyrir framan mig.
Skömmu seinna komum við upp á toppinn á háum
bakka, og er jeg leit niður fyrir mig, lá við að jeg hróp-
aði upp yfir mig af gleði. — Fyrir fótum okkar lá Temple-
heiðin, en vinstra megin við okkur sást ofan á þakið á
kofa Jóhönnu.
„Takist okkur að halda áfram í tíu mínútur enn,“ sagði
jeg við Delíu, „erum við sloppin.“
Án frekari tafar riðum við niður bakkann, þeystum
framhjá fjárhúsunum og húsarústunum og námum staðar
íyrir framan kofa Jóhönnu. Við stukkum af baki, en um
ieið komu tveir riddaranna í ljós uppi á bakkanum, og
]eg gat sjeð, að þeir höfðu komið auga á okkur.
AUGLY SING
ER GULÍS IGILBI
— Má jeg ekki bjóða yður
mjög græðandi og gott hármeð-
al, sem eykur hárvöxtinn á
undraverðan hátt.
★
— Heyrðu vinur, sagði held-
ur tötralega klæddur maður við
mann, sem átti leið um Hafn-
arstræti, gefðu mjer tíkall fyr-
ir kaffi.
— Já, en kaffi kostar ekki
nema 5 krónur.
— Það veit jeg vel, var svar-
ið, en jeg ætlaði að bjóða þjer
með mjer.
★
Kona nokkur, sem var feitari
en góðu hófi gegndi, áleit að
fitan gæti mikið stafað af líf-
erni hennar, en hún hafði verið
mjög reglusöm um æfina.
Læknirinn var einnig á sama
máli, að lífernið gæti haft mik-
il áhrif hvað holdarfar snerti.
— Haldið þjer þá, sagði kon-
an heldur dapurlega, að einasta
ráðið til þess að jeg megrist sje
að jeg leggist í óreglu.
★
Biðstofa læknisins var full.
Allir stólar voru löngu upp-
teknir og fjöldi manns stóð.
Fyrst í stað var haldið þarna
uppi fjörugum samræðum, en
brátt fór flestum að leiðast bið
in og dauðaþögn var í biðstof-
unni. Loks stóð gamall maður
á fætur og heyrðist segja um
leið og hann gekk út: :— „Nei,
þá held jeg að betra sje að fara
heim og deyja eðlilegum dauð-
daga“.
★
Breski líffræðingurinn dr.
Julian Huxley, sem vinnur nú
hjá United Nations Educational
Scientific, and Cultural Organ-
ization, hitti eitt sinn allþektan
amerískan stjórnmálamann. —
„Jeg er dr. Julian Huxley frá
UNESCO“j kynti hann sig.
„O, það gleður mig sannar-
lega að hitta fulltrúa frá þess-
ari fámennu þjóð, sem lagði þó
syo mikinn skerf til sigurs
hinna sameinuðu þjóða“, sagði
st j órnmálamaðurinn.
Ef Loftur getur þaS ehki
— Þá hver?