Morgunblaðið - 15.11.1947, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.11.1947, Blaðsíða 7
JLaugardagur 15? rxóv. 1947 MORGUNBLAÐIÐ 7 Furiuleg ráðstöfun íþrótta- kennarufjeluns íslands TILEFNI þessarar greinar er það. að íþróttakennarafjelag ís- lands hefur neitað fjelögunum ÍR, Fram og Víking um leyfi til að hafa hjer erlendan hand- knattleiksþjálfara. Eins og flestum íþróttaunn- endum er kunnugt hafa um- rædd fjelög haft danskan hand- knattleikskennara í sumar og haust, að nafni Henning Isach- sen. Hann hefur notið mikilla vinsælda hjá fjelögunum í starfi sínu, enda mundu þau ekki sækj ast eftir honum, ef svo væri ekki. En nú þegar þessi fjelög og einnig hanknattleikurinn í heild ætla að njóta góðs af þekk ingu og kunnáttu þessa manns, þá segja ráðamenn þessara mála (þ.e. íþróttakennarafjelag ís- lands) stopp. Skal nú vikið að þeim rökum (sem eru í raun og veru er.gin rök) er íþróttakennarafjelagií ber fram. 1. ) Henning Isachsen hefur enga sjer menntun nje rjetíindi sem íþróttakennari. — Þetta er rjett það sem það nær. Hann hefur ekkert kennarapróf og hefur ekki heldur verið á nein- um skóla sem líkist t.d. íþrótta- kennaraskólanum að Laugar- vatni. En hann hefur sjálfur leikið handknattleik frá unga aldri, og nú eítir stríð hefur hann'kennt bæði í Danmörku og Noregi og hefur þjálfun hans hvarvetna borið hinn besta ár- angur. En þessir háttvirtu ráða- menn, sem fara með þessi mál hjer, virðast álíta að með því að lærðar sjeu reglurnar utan að, sje fenginn þjálfari. En eins og allir hanknattleiks íðkendur vita, þá er það eitt aðal atriðið í handknattleiknum, að kennarinn geti sjálfur sýnt hvernig á að gera hlutina, alveg eins og leikfimiskennari verður að vera nemendum sínum til fyrirmyndar í sjálfum æfingun- um. En Henning Isavhsen er einmitt sjálfur það mikill leik- maður, að hann á svo auðvelt með að sýna hvernig á að leika. 2. ) Umsækjandi (þ.e. H. I.) Iaefur verið hjer síðastliðið sumar án leyfis og þar með brot- ið íþróttalögin. — Þetta er rjett að litlu leyti, þ.e.a.s. að mestan hluta sumarsins hefur hann ver- ið sem gestur okkar, en nú síð- ustu tvo mánuði hefur hann fengið laun fyrir að kenna, en þetta er atriði, sem ekki ætti að vera til fyrirstöou, ef íþrótta- kennarafjeiagio á annað borð vildi leyfa okkur að hafa þann þjálíara, sem bestur er og okkur sjálfum líkar best við. 3. ). íþróttakennarafjel. segir að umrædd fjelög hafi auglýst hann sem kennara í vetur, áður en þessi umsókn var send, og sje það því einnig brot á íþrótta- lögunum. Þetta eru hrein ósannindi, vegna þess, að við höfum aðeins sett undir auglýsingar okkar' í ,,Fjelagslífi“ dagblaðanna, að Her.ning Isachsen væri þjálfari, en það gerðum við vegna þess að við höfum ekki fyrr en nú íengið skriflega neytun íþrótta- kennarafjelagsins, en meðan svo er teljum við okkur í fullum rjetti. 4.) Sjel öglega að farið, segir íþróttakennárafjelagið, munum við ekki neita neinni umsókn um erlenda þjálfara, nema að hjer sjeu fyrir hendi íslenskir íþróttakennarar með fullnægj- andi menntun og þekkingu á við komandi íþróttagrein, en þetta síðastnefnda er einmitt fyrir hendi hjá okkur. Hjer virðist rökleysa íþrótta- kennarafjelagsins ná hámarki sínu, og hygg jeg að um það sjeu allir rjettsýnir menn sam- mála. Mönnum er í fersku minni koma sænska handknattleiks- flokksins frá Kristianstad, og all ir þeir yfirburðir, sem þeir sýndu og hið ólíka spilala^ (teknik), sem þeir notuðu. Þá var mikið talað um það, hvað við værum langt á eftir tíman- um í þessari íþróttagrein, sem og er alveg rjett. En nú þegar við ætlum að færa okkur í nyt þekkingu og kunnáttu Henning Isachsen í samskonar handknattleik og Sví arnir ljeku, því að Henning hef- ur keppt mikið bæði í Danmörku og Svíþjóð, þá segir íþrótta- kennarafjelagið afdráttarlaust nei. Þeir halda því fram, að við höfum á að skipa lærðum og fullkomnum kennurum í hand- knattleik, ‘sem hafa verið á Laugarvatni. En þetta er gvo mikil fjarstæða, að furðu gegn- ir að nokkur heilvita maður skuli halda slíku fram. Með fullri virðingu vfyrir í- þróttaskólanum að Laugarvatni og þeim, sem þaðan koma, þá er það staðreynd, sem ekki er hægt að bera til baka, að íþrótta- ker.narar þaðan eru alls ekki færi'r um að kenna handknatt- leik, eins og hann er leikinn meðal annara þjóða (Internat- ionalt). Það er ofur auðskilið, að svo skuli vera þar eð við er- um svo langt á eftir tímanum í handknattleik, höfum ekki fylgst með nýjungunum. 5.) Að siðustu segist svo 1- þróttakennarafjel. íslands hafa leitað álits eftirtaldra manna og hafi þeir allir verið sammála um að neita þessari umsókn: Jón Þorsteinss., Vignir Andrjes- son, Valdimar Sveinbjörnsson, Benedikt Jakobsson, Hallsteinn Hinriksson og Þorsteinn Einars- son, íþróttafulltrúi. Þarna ,,klikkir“ svo út hjá íþróttakennarafjelaginu. Allir þessir menn eru mjög þekktir íþróttakennarar og í miklum metum, sem þeir og eiga skilið og þess vegna e.t.v. sterkur leik- ur hjá íþróttakennarafjelaginu, að birta nöfn þeirra í þessu sam bandi. En enginn þeirra, að undanskilaum þeim Hallsteini og Valdimar, sem báðir eru orðn ir á eftir tímanum í þessari í- þróttagrein, er handknattleiks- kennari. Væri ekki rjett.ara fyrir íþróttakennarafjelagið að leita ráða þeirra, sem hafa kennt handknattleik að undan- förnu, og spyrja þá hversu mikla þörf við höfum á slíkum kennara, sem þeim, sem hjer er um að ræða, eða þá í öðru lagi að ráðgast um við Handknatt- leikráð Reykjavíkur, sem er æðsti aðili handknattleiksmála hjer í bænum. Slíkar synjanir sem þessar eru varla þess virði að þeirra sje getið í blöðum, en nauðsyn- legt er að allir unnendur íþrótta hjer á landi viti hvernig þessum málum er komið og sjái með eigin augum hversu órjettlæti íþróttæfjelögin eru beitt. En við munum ekki nema staðar við þessa synjun, munum heldur fara aðrar leiðir, en ó- neitandi virðist það öfugstreymi að best menr.tuðu íþróttamenn landsins, þ.e. íþróttakennaraxn- ir, skuli vísvitandi vinna á móti viðgangi íþróttanna. Þess skal getið hjer, að þetta er ekki fyrsta tilraun íþrótJa- kennarafjelagsins til að útdoka okkur frá því að hafa sem hæf- asta þjálfara. T.d. mátti ekki miklu muna að þeir útilokuðu ÍR frá því að hafa sænska frjáls íþróttakennarann Bergfors, en öllum landsmönnum er nú kunn ur árangurinn af starfi hans. Að lokum vil jeg svo benda íþróttakennarafjelaginu á eítir- farandi: 1. ) Það er engin minnkun fyr ir íslenska íþróttakennara að játa, að þeir standa erlendum kennurum að baki í sumum greinum, slíkt er eðlilegt og s]er stalilega í handknattleik, sem er hjer á lægra stigi en annars- staðar. 2. ) Með því að vinna á móti því að við fylgjumst með öðrum þjóðum í handknattleik, vinnið þið meira ógagn en þið gerið ykkur grein fyrir. Sig. Magnússon Murdo MacDougall á fðrum hjeðan reykfíikum kuaifspymu- gagn HINN skotski knattspyrnu- þjólfari Murdo Mác Dougall, er nú í eitt og hálft ár, hefir starf- að að knattspyrnukennslu hjer í Reykjavík, fram að nýári hjá Knatbspyrnufjelaginu Valur og síðan hjá Fram, er nú á förum til Skotlands. Fer hann hjeðan með nýsköpunartogaranum Agli Skallagrímssyni, er hann siglir næstu Englandsferð sína. Albert Guðmundsson og Murdo. Murdo Mac Dougall kom fyrst'hingað til lands sumarið 1937. Starfaði hann það sum- ar og einnig sumarið 1938 hjá Knattspyrnufjelaginu Valur. Endurspegluðust hinir góðu eiginleikar hans, sem knatt- spyrnuþjálfara í vexti og gengi Vals þessi ár, og þó fannst mönnum sjerlega áberandi hve míkla rækt hann sýndi hinum yngri meðlimum fjelagsins. Starfaði hann þar að hinni ó- rjúfanlegu reglu knattspyrn- unnar — Framtíð knattspyrnu- fjelags er uppbygging yngri flokkanna. — Eitt gleggsta dæm ið um gælsilegan árangur Mudros, frá þessum árum að undanskildu gengi og vexti fjelágsins, er hinn frægi knatt- spyrnumaður Albert Guðmunds son, en hann var þá i þriðja 4UGLYSING ER GULLS ÍGILUI Albert ouoinunasson, er íræg- asti knattspyrnumaður sem Is- lendingar hafa nokkru sinni átt. Hann leikur nú með franska atvinnuliðinu Nancy, hefir hann staðið sig það vel að hann hefir nokkrum sinnum verið valinn í frönsk úrvalslið tii kcppni við aðrar þjóðir. Murdo Mac Dougall. aldurflokki Vals. — Albert seg- ir sjálfur að mest eigi hann Murdo að þakka gengi sitt, sem knattspyrnumaður, því hjá hon um hafi hann fengið hina rjettu undirstöðu til að leika knatt- spyrnu og skilja hana. Knattspyman lakari nú en 1938. Er jeg frjetti að Murdo væri á förum hjeðan af landi, náði jeg tali af honum og rabbaði við hann um knattspyrnuna hjer í Reykjavík, svona yfir- leitt. Aleit hann að knattspyrn- an sje nú á mun lakara stigi, hjer í Reykjavík, en hún var 1938. Áberandi stærstu gallar eldri flokkanna, telur hann vera, vöntun á samleik og stað setningum, auk þess sem liðin hjer eru algerlega snauð af skotmönnum. Orsök þess, telur hann að fjelögin eigi öll sameiginlega, þar sem þau hafa eigi lagt nógu mikla rækt við yngri flokkana. „Knattspyrnumenn eiga að vera búnir að læra allt, sem að knatt spyrnu lítur. þegar þeir eru 18 ára“, sagði Murdo, „þá eiga þeir aðeins að eiga eftir að auka keppnisreynslu sína, og halda sjer í æfingu.“ Góð knattspymuefni. — Vöntun á grasvöllum. Það er sannfæring Murdu Mac Dougalls, að hjer megi byggja upp knattspyrnulið, sem væri keppnisfær, hvar sem væri í heiminum, því góð knattspymumannaefni væri að finna á hverju strái, (ef svo mætti að orði kveða) hjer í Reykjavík. , Drengir eru hjer yfirleitt tápmiklir, stórir, sterk ir og heilsugóðir, auk þess sena þeir hafa kjarngótt mataræði“, Framh. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.