Morgunblaðið - 15.11.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.11.1947, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 15. nóv. 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Rpykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.1 Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arnl Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Bölsýni er ekkert bjargráð ÞEGAR ráða skal miklum vandamálum til lykta skiptir það miklu máli að mönnum sjeu allar aðstæður sem ljósastar. Þjóð, sem á við örðugleika að etja þarf þannig fyrst og fremst að kunna skil á, af hverju þeir spretta. Það er fyrsta skilyrðið til þess að geta fundið lausnarorðið og sigrast á erfiðleikunum. íslenska þjóðin veit vel af hverju vandkvæði hennar stafa í dag. Hún sjer þá staðreynd ljóslifandi fyrir sjer að framleiðslukostnaður hennar er orðinn allt of hár og afurðir hennar þessvegna ekki samkeppnishæfar á er- iéndum mörkuðum. Það liggur líka í augum uppi, að það er ekki hægt að taka upp baráttu fyrir lagfæringu á þessu sviði án þess að meginþorri þjóðarinnar taki þátt í henni. Þau fjelaga samtök fara þessvegna villur vega, sem gera sjer í hug- arlund að stjettir þeirra eða einstakir starfshópar þurfi þar hvergi nærri að koma, en geti aðeins bent á annara herðar til að leggja byrðarnar á. En sá hugsunarháttur er því miður alltof ríkur með okkar þjóð ennþá. Það við- urkenna allir hugsandi menn, að nýjar og róttækar leið- ir í verðlagsmálunum sjeu óumflýjanlegar. En þegar far- ið er að ræða um þátttöku hinna ýmsu stjetta í væntan- legum aðgerðum, bendir hvor á annan en burt frá sjálf- um sjer. Þetta er sá dapurlegi sannleikur. En þótt ýmiskonar erfiðleikar steðji að, er það þó víst að bölsýni og vonleysi bjargar engu við. Þess eru áreið- anlega engin dæmi, að nokkur þjóð hafi sigrast á erfið- leikum sínum með því að gera ekkert annað til þess en sð þylja kveinstafi og barlóm. Það er nauðsynlegt að þjóð- in viti, hvar hún er á vegi stödd í efnahagsmálum sínum. Sú mynd þarf að vera sem skýrust í hugum fólksins. En sigurinn verður ekki unninn nema að baráttan sje háð af þrótti og fullum kjarki og trú á framtíðina. Við íslendingar höfum heldur enga ástæðu til þess að vera bölsýnir um framtíð okkar. Við höfum aldrei haft betra tækifæri til þess en nú, að sýna manndóm okkar. Við höfum aldrei átt betri og fullkomnari tæki til þess að vinna með en einmitt nú. Efnahagur almennings í Jandinu hefur aldrei verið betri og jafnari en nú. í raun 1 jettri er hættan á að atvinnuleysi skapist hjer minni en nokkru sinni fyrr, ef fólkið vill leggja lið sitt til þess að efla framleiðslu landsins. Það er hinsvegar hægt að haga sjer svo heimskulega að hjer verði atvinnuleysi og öng- þveiti. Andakílsvirkjunin ANDAKÍLSÁRFOSSARNIR hafa verið virkjaðir. Tvö stór þorp, Akranes og Borgarnes og Bændaskólinn á Hvanneyri fá nú raforku frá aflstöð þeirra. Þessi nýja aflstöð er nú þriðja stærsta orkuver landsins. Það framleiðir í dag fimm þúsund hestöfl en möguleikar eru á að auka vjelaafl þess upp í tólf þúsund hestöfl. I framtíðinni munu það ekki aðeins verða þorpin og skólarnir í Borgarfirði, sem fá ljós og hita frá Andakíls- árfossum, heldur einnig bændabýlin í þessu myndarlega landbúnaðarhjeraði. Hugsjón þeirrar stefnu sem Jón heit. Þorláksson markaði í raforkumálunum á Alþingi fyrir tæpum 20 áium, er að verða að raunveruleika. Er það allri þjóðinni mikið fagnaðarefni. Raforkan er mikilvæg- ustu lífsþægindi nútímans. Hún skapar skilyrði margvís- iegra umbóta, bjartari og fegurri húsakynni, aukins iðn- ; aðar og fulikomnari vinnubragða við fjölmörg störf. • Þess fleiri hjeruð landsins, sem fá raforkuver, þess meiri möguleikar fyrir fjölbreytni og jafnvægi í líf og starf þjóðariiinar. ÚR DAGLEGA LÍFINU Síldarspjall. HVAR SEM tveir menn eða íleiri hittast þessa dagana ber síldina á góma. Það er talað um aflabrögðin, veðrið og ekki síst hvort veiðin haldist nú eitt- hvað frameftir. Og það er talað um mál og tunnur, verðið í krónum og dollurum, eða pund um. Aflahluti og óhemju gróða. En eins og oft vill verða, þá vita menn ekkert hvað þeir eru að tala um. En ef menn vilja fræðast um síld þá er örugt ráð að hitta Svein Benediktsson útgerðar- mann, sem veit alt, bókstaflega alt um þenna litla dutlunga- fulla silfurfisk. Jeg sneri mjer því til Sveins í gær og bað hann að leiða pkkur í allan sannleika um hvað., væri átt við, þegar talað væri um síldarmál, síldar tunnur, gjaldeyri fyrir síld, aflahluta og annað. Alt að 650 síldar í máli. SUNNANSÍLDIN, eins og hún er kölluð þegar hún veið- ist hjer er misjafnlega stór. Það er bæði hafsíld og smásíld eða millisíld. Að meðaltali er hafsíldin 350 grömm að þyngd og 35 sentimetrar að lengd, en minni síldin er frá 120 til 206 grömm að þyngd og 25—31 sentimeter að lengd. Fitumagn- ið er svipað í báðum stærðum, eða frá 15,5 upp í 15,9%. Það mun láta næri, að V3 þeirrar síldar, sem veiðist á hvalfirði sje stórsíld, en hitt smásíld. í hvert síldarmál fara að meðaltali 650 síldar af smærri síldinni eingöngu, en um 380 síldar, ef eingöngu er um hafsild að ræða. Ef skip veiddi 1000 mál af smásíld eingöngu hefði það um 650.000 síldar innanborðs. • Mál og tunnur. í HVERJU SÍLDARMÁLI eru 150 lítrar, eða 135 kg. Hjer er öll síld mæld og því rjettara að halda sjer við lítramálið. Ein síldartunna tekur um 100 lítra af vatni, en þegar búið er að salta í tunnu vegur síldin 1 henni frá 95 uppí 115 kíló. í skipi, sem hefir 1000 mál af síld innanborðs eru því 150.000 lítrar af síld, eða 135 smálestir. 80—90 kr. í gjald- eyri á mál. SÍLDARVEKSMIÐJUR rík- isins greiða hjer í Reykjavík 32 krónur fyrir síldarmálið, en 50 krónur komið til Siglufjarðar, þar sem bræðsla fer fram. I fiskbúðunum hjer í bæn- um kostar síldin 2 kr. kg. eða 270 krónur málið! Það fer eftir fitumagni og öðru hvaða útflutningsverð- mæti fæst úr hverju síldarmáli og er því nokkuð misjafnt, en það mun láta nærri, að hvert ■ síldai'mál gefi af sjer 80—90 \ krónur í gjaldeyri. Ef enn er reiknað með 1000 mála veiði þá verða það 80—90 þúsund krónur í gjaldeyri. Það mun láta nærri, að það sem af er haustvertíð hafi aflast um .70 þúsund mál síldar, bæði hjer sunnanlands og fyrir vestan og er verðmæti síldarinnar í gjald eyri því til þessa um rúmlega 6 miljónir króna. Hlutur sjómannsins. TRÖLLASÖGUR GANGA um hvað sjómenn beri úr býtum í einni síldarferð hjer upp í Hval fjörðinn. Það er.nú svo. Ekki eru allar ferðir farnar til fjár og oft fær hásetinn lítið í sinn hlut. En það er eins og vant er, að það er talað um hið óvenju- lega, en þagað er yfir hinu, sem hversdagslegt er. En það er rjett, að þegar vel aflast þá fær hásetinn góðan hlut. Á stærri síldveiðiskipun- um, þar sem fjölmenn skips- höfn er, fær hver háseti í sinn hlut tæplega 67 aura á mál, en 82 aura á smærri skipum. Og ef enn* er reiknað með 1000 málum, sem því miður er það óvenjulega og fæst ekki nema á stærri skipunum, þeg- ar vel veiðist, þá fær hver há- seti í sinn hlut 670 krónur, eða 820, ef um smærri skip er að ræða. • Mörg handtök. ÞAÐ ER gott að fara í smiðju til Sveins Benediktssonar til að fræðast hjá honum um síld, mál og vog, híru og valútu. En að þessu sinni spurði jeg hann ekki um hitt, hve mörg handtök eru við hvert síldar- mál, áður en það er orðið að dollar innstæðu í amerískum banka. En þau handtök eru nokkuð mörg og væri fróðlegt síðar að minnast á það. En það sem er fyrir mestu eins og er, er að gott veiðiveður haldist og að síldin haldi sig í sundunum eitthvað fram eftir vetri. í fyrra tóku menn ekki eftir sildinni hjer fyr en í byrjun desember og hún var hjer fram í marsmánuð. Megi svo verða enn. Þá mun rætast úr mörgum erfiðleikum fyrir okkar litlu og gjaldeyrissnauðu þjóð. i Leiðiogar kommúnisfa í Vesfur-Evrópu, í Vestur-Evrópu eru fimm menn, sem stundum eru kall- aðir hinir „fimm stóru“ meðal rauðliða þessa hluta álfunnar. Að minsta kosti þriggja þeirra er sjaldan getið í frjettum, en álitið er, að áhrif þeirra innan kommúnistasamtakanna sjeu mikil. Þessir rauðliðar eru: Maurice Thorez byrjaði starfs feril sinn 1 Frakklandi sem námumaður. Komst til valda 1 kommúnistaflokknum franska, en strauk úr hernum eftir inn- rás Þjóðverja 1 Frakkland, og dvaldist í Moskva til 1944. Hann var sviftur borgararjett- indum 1940 ,en er nú á ný orð- inn valdamesti maður franskra kommúnista. Það er hann, sem þessa dagana leggur á ráðin um verkföllin og upplausnina í Frakklandi, en einn af ötulustu samstarfsmönnum hans er Jacques Duclos. Áhrif Duclos í kommúnistasamtökunum eru sögð vera geysivíðtæk. Haldið er fram að áhrifa hans gæti víðsvegar um heim, enda álitið að hann standi framarlega í al- þjóðasamtökunum, sem komm- únistar nú kalla „upplýsinga- skrifstofu“ og magna á Rússa- vini allra þjóða til að vinna sem ötullegast að útbreiðslu austræna ,,lýðræðisins“. Mælt er að Duclos hafi komið mjög við sögu, er bandarískir kompi- únistar skiftu um forystu 1945. Palmire Togliatti er leiðtogi ítalskra kommúnista. Hann ritar áróðursgreinar sínar und- ir dulnefninu Ercole Ercoli. Togliatti hefir, eins og fleiri góðir kommúnistaleiðtogar, lengi búið í Moskva og notið þar kenslu og þjálfunar rúss- nesku öreigaleiðtoganna. Wilhelm Pieck hefir um 50 ára skeið staðið framarlega í flokki þýskra kommúnista. Fregnir herma, að hann sje nú heldur að stillast, enda mun hann hafa kynst starfsaðferð- um einræðisherrarjna meðan Hitlersklíkan fór með völd í landi hans. William Gallacher er leiðtogi breskra rauðliða. Hann fylgdi upprunalega jafnaðarmönnum að málum, en bauð sig fram til Thorez var 1940 sviftur borg- ararjettindum neðri málstofunnar 1935 og var lengi ,vel eini kommúnistinn sem sæti átti í breska þinginu. Hljótt hefir verið um Gallacher að undanförnu, enda eru bresk- ir kommúnistar svo fáliðaðir, að áhrifa þeirra gætir lítið sem ekkert. • • Fara dult. Þarna eru þeir þá — hinir fimm stóru meðal rauðliða Vest ur-Evrópu. Yfirleitt er minna vitað um þá en aðra þekkta stjórnmálamenn, og enginn ut- an innsta hrings kommúnista- sambandsins veit yfirleitt, hversu víðtæk áhrif þeirra eru. Um eitt efast þó enginn: Að þeir hafi náið samband við ráðamennina í Moskva, og að verkfallsaldan, sem nú virðist fara sívaxandi í Evrópu, eigi að miklu leyti rót sína að rekja til þeirra og pndirmanna þeirra. Sáffmáii Ceylon 09 Brdlands London í gærkvöidi. í DAG var birtur hjer í London samningur, sem Ceylon og Bj et- land hafa gert með sjer. Telur breska stjórnin að þetta sje fyrsta sporið í áttina til þess, að jCeylon taki ábyrga stöðu innan breska heimsveldisins. —• Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.