Morgunblaðið - 16.11.1947, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.11.1947, Blaðsíða 7
Sunnudagur 16. nóv. 1947 MORGUNBLAÐIÐ REYKJAVÍKURBRJEF Síld og hryggjarliðir. HIN nýja síldarvertíð er enn umtalsefni manna sem eðlilegt er, þar eð telja má þessa nýj- ung í atvinnuvegum okkar til mikilla tíðinda. En mikill misskilningur er það ef menn halda, að sú síld sem fór framhjá sildveiðimönn um í sumar fyrir Norður- og Austurlandi, hafi nú að ein- hverju leyti komið fram hjer. Því síld sú, sem veiðist hjer í Hvalfirði og annarsstaðar um þessar mundir er af öðrum kyn stofni, en aðalstofn þeirrar síld- ar sem veiðist við Norðurland á sumrin. Þetta er sem sje Faxa síldar stofn, eða stofnar og að því leyti frábrugðin norðlensku síldinni að í henni eru fleiri hryggjarhðii', svo aðgreiningin er glögg. I sumarveiðinni fyrir Norð- urlandi er ætíð i\okkuð af Faxaflóasíld bæði vorgots- og sumargotssíld með hinni hærri hryggjarliðatölu. En í síld þeirri sem hjer veiðist nú er ekkert af þeim stofni sem er með færri hryggjaríiðunum og veiðist við Norðurland á sumrin. Þetta hefir sagt mjer Árni Friðriksson. Og getur ekki farið á milli mála þareð hryggjar- liðafjöldinn segir til, hverrar ættar síldin er. Úthafssíld og hcimasíld. EFTIR því sem Árni skýrir frá, er Faxasíld sú, sem nú er hjer veidd staðbundinn síldar- stofn, sem að því er menn best geta gert sjer grein fyrir, fer ekki langt frá landinu. En norðlenska síldin er veiðist á sumrin er úthafssíld, „flökku- síld'1, er fer langa vegu. En það fer nú að koma í ljós hvert ferðalag hennar er, þegar síld- armerkingar hefjast í Noiegi á útmánuðum í vetur. Aldursflokkar síldarinnar sem veiðist hjer fyrir surinan, eru alt aðrir en iíðkast fyrir Norðurlandi. Millisíldin sem hjer veiðist er ekki nema fjögurra ára yfirleitt. Og tals- vert af aflanum er millisíld. En stóra síldin er þetta 6, 7 og 9 ára. Svo hún er yngri en venjulegur meðalaldur síldar- innar sem veiðist fyrir norðan á sumrin. Meðalaldur síldarinn ar sem þar veiðist, er þetta 11 ár. Og þar fyrir finnast síMar í aflanum, sem eru komnar um og yfir tvítugt. Hin staðbundn- ari Faxasíld nær yfirleitt ekki svipað því eins háum aldri og úthafsstofninn. Það er sem sje ekki að finna neitt orsakasamband á milli aflatregðunnar fyrir Norður- landi undanfarin sumur, og síldargöngunnar hjer inn á vík ur og voga. En hvernig á því stendur að svo mikið er alt í einu af Faxasíldinni, og hvers- vegna hún veður nú inn á firði, er ein af þeim ráðgátum í hátta lagi síldarinnar, sem fiskifræð- ingarnir eiga óleystar. Hvort Faxasíldin hefir breytt um ferðalag þessi síðustu ár? Elleg ar alt í einu er þetta mikið meira af henni í sjónum, en ver 75 hefir undanfarna áratugi. Kornræktin. KLEMENS KRISTJÁNSSON bóndi og tilraunastjóri á Sám- stöðum hefir nú gefið út eitt af ritum atvinnudeildar Háskól- ans, er fjallar um kornrækt- unartilraunir hans á árunum 1923—1940. Tilraunir þær, sem Klemens hefir gert, sanna, sem vitað er, ao 6-raða bygg og snemmváxn- ir hafrar ná þroska hjer á Suð- urlandi í flestöllum árum. — En þó svo köld sumur kunni að koma að kornið þroskist ekki til fulls, þá verður fóðuröflun af hektara akranna eins mikil og meiri en af túna hektara. Svo akrabóndinn þarf ekki að verða fyrir miklu skakkafalli, en getur af kornlandinu fengið uppbót fyrir grasbrest í köld- um árum. Tilraunir þær sem Klemens gerir grein fyrir í skýrslu sinni, undirbyggja þá skoðun -hans að ræktun byggs og hafra „getur orðið fastur liður í íslenskri jarðrækt, í öllum veðursælli hjeruoum landsins, ef þekking og árvekni í framkvæmdinni fylgjast, að, og við er að styðj- ast áframhaldandi tilraunir er m. a. leita nýrra afbrigða, og aðferða“, segir Kleméns í nið- urlagi bókar sinnar. Hann hefir á síðustu árum tekið upp ræktun á byggi frá Færeyjum, sem mun vera e. t. v. ennþá tryggara til fullþrosk- unar, en nokkurntíma þeir stofnar sem hana hafði með höndum, þau árin sem hann greinir frá í þessu riti sínu. Bændur, og aðrir, sem hafa áhuga fyrir kornrækt og bún- aðarframförum yfirleitt, ættu að kynna sjer þær niðurstöður, sem Klemens greinir frá í þessu yfirliti sínu. Veðursældin. EN hvernig á að gera korn- ræktina að „föstum lið í jarð- ræktinni? Þeirri spurningu verður ekki svarað hjer, nje það rakið hvernig á því stendur, hve tiltölulega fáir bændur hafa notfært sjer reynslu Klem ensar á Sámstöðum. Síðustu tvær aldir, hafa menn altaf við og við risið upp, og gerst for- göngumenn í bessu velferðar- mál sveitanna. En sjaldan hafa þessar tilraunir gengið mann fram af manni, heldur dofnað útaf, þegar hinir einstöku jarð- ræktarfrömuðir hafa horfið frá starfi sínu. Mikilvirkastur þeirra allra hefir Klemens á Sámstöðum verið, enda haft betri skilyrði en fyrirrennarar hans. Og veð- ursældin jafnvel verið meiri í landinu en tíðkast hefir á seinni öldum. Hinir bölsýnu, ;Sem enn efast um gildi kornræktar hjer á landi, og framtíðarmöguleika hennar, segja sem svo, að það sje óvenjulegu tíðarfari að þakka hve vel Klemens hafi tekist. Þegar aftur fari að kólna í veðri, lognist þessi nýbreytni út af eins og hin fyrri áhlaup í málinu. En því er til að svara, að eins getur fárið svo, að heldur hlýni veðráttan hjer á landi eins og hún kólni, frá því sem nú ér. Veðurfarsbreyting sú, sem Island hefir notið undanfar in ár, og sjest m. a. á því, hve jöklar landsins hafa gengið saman, nær til allra heimskauta landa, bæði við norður- og suð- urskautið. Telja visindamenn eins líklegt, að þessi hlýindi haldi áfram mannsöldrum sam an og geti hæglega farið vax- andi úr þessu um langt skeið. íslenskir bændur geta því rólega kynnt sjer kornræktina, og fært sjer þá rey-nslu í nyt, sem þegar er fengin í henni, án þess að láta óttar.n við harð- indi draga úr sjer framtak til þeirrar fjölbreytni í búnaðar- háttum. Skógarnir og veðráttan. EN úr því jeg er að minnast á hina allsherjar breytingu á veðráttunni, sem gert hefir vart við sig í öllum norðlægum lönd um, og suður við hitt heim- skautið, þá get jeg ekki stillt mig um að minnast á skógana. Á næstu árum verða vonandi sett í íslenska jörð feiknin öll af trjáfræi, frá norðlægustu skógarhjeruðum au.stanhafs og vestan. Fræ þetta verður tekið af barrtrjám, sem vaxið hafa við veðurskilyrði sem verið hafa mjög lík eða að heita má eins, og veðráttan hefir verið hjer á landi áður en fór að hlýna. Svo telja má víst, að trjágróður sá, sem hjer vex upp á næstu áratugum, og ættaður er af trjám sem vaxa tugi metra og gefa hinn besta gagn- við, fái hjer betri skilyrði, en voru í Alaska og Norður-Nor- egi þegar þeir skógar uxu sem þar eru nú. Jeg fæ ekki betur sjeð, þegar tekið er tillit til allra staðhátta hjer á landi, og þeirrar reynsiu, sem fyrir hendi er, en menn megi vera þess fullvissir, að hjer verði í framtíðinni akur- lendi í öllum hinum veðursælli sveitum landsins, og þau geti jafnvel fengið skjól af hávöxn- um nytjaskógum barrtrjáa, Það er verkefni þeirrar kyn- slóðar, sem nú lifir í landinu, að leggja grundvöllinn að þess- um framkvæmdum. Og er kyn- slóðin öfundsverð af þvi hlut- verki. Magnús Sigurðsson. ÞEGAR menn í mikilvæg- ustu stöðum þjóðfjelagsins falla frá, er rækt hafa störf sín af alúð svo lengi að heil kynslóð man ekki glöggt lengra en þeir hafi þar verið, þá skilja þeir eftir tóm, sem fáir hafa hugsað um, hvernig fylt verði. Þetta rifjast upp við fráfall Magnúsar Sigurðssonar þjóð- bankastjóra. Staða hans hefir verið hin vandasamasta. I 3 áratugi hefir hann haft viðtæk áhrif á bankamál þjóðarinrtar. Það er enginn hægðarleikur, að vera forstjóri áðalbanka með fátækri framfaraþjóð á þeim tímum, sem með henni gerist stórfeld atvinnubreyting. Mikið reynir á vinsældir slíks manns, sem áratugum sam an hefir um það atkv. hvort eða að hve miklu leyti menn fái í hendur ,,afl þeirra hluta sem gera skal“ eður eigi.Þvi þar eru úrlausnir jafnan taldar sjálf- sagðar, en synjanir móðgun. Þegar Magnús Sigurðsson hefir endað ævi sína og starf og hver um sig lítur yfir kylmi þau, sem hann heíir haft af hin um látna heiðursmanni, þá verða hugleiðingarnar á þessa leið: Hjer á þjóðin á bak að sjá, manni, sem var allur úr henn- ar jarðvegi sprottinn. Er gerði sjer fulla grein fyrir þeirri ábyrgð, sem á herðar hans var lögð. Þjóðræknum manni, er mat manngildi meira en aðra fjársjóði, og lagði sig allan fram til þess að Islendingar eignuð- ust það traust viðskiftaþjóða sinna, sem yrði þeirra styrkasta stoð, þegar þeir stigu sin fyrstu spor, í samfjelagi frjálsra þjóða. Kommúnistar og verðbólgan. AUKAÞING kommúnista í Alþýðusambandi íslands fór fram með þeim hætti, sem við var að búast. Því lauk nú í vikunni. Þar var gerð samþykt um atvinnumál og verðbólgu, sem sýnir jafnvel betur en skrif Þjóðviljans, að kommúnistar vilja ekki að hróflað sje við verðbólgunni en láta svo, sem umhyggja þeirra fyrii' vexti hennar stafi frá áhuga þeirru fyrir velferð verkafólks í land- inu og annara launastjetta. Kommúnistar vita það eins vel og aðrir, að áframhaldandi verðbólga er leiðin til atvinnu- leysis, til stöðvunar á fram- leiðslu, til armóðs og öngþveitis Þeir vita sem er, að hvarvetna um heiminn, þar sem verðbólg- an hefir náð að komast í al- gleyming, þar á Verkafólkið við hörmungakjör að búa. Það er hraksmánarlegt að sjá kommúnista hjer á landi halda því fram, og látast tala í alvöru, er þeir vilja „viðhakla hjer því þjóðfjelagsböli, fyjir verkafólkið, sem er ollum verka lýð heims til sárustu kvalar. Reynt að leita aðstoðar. í SAMÞYKKTUM kommún- ista á aukaþinginu gætiv þeirr- ar sömu stefnu og meðal komra únista annara landa, að látast vilja halda samvinnu við að'ra Framh. á bls. 8 ÞÁNNIG LSIA BLÖÐ ÞRiGGiÁ ÞJÓÐA A NÝJA KGMiNTERH Canrlido (Milanó) Italskt: „Löndin, þar sem viö höfum sett upp okkar lýðræði eru ínerkt" (með gálgum), Grískt: Demetriades (Aþena) „Vekur upp drauginn“. acjÉi.j flgia úu _ Ðaily Hefald (London) Breskt: „Komið þið í skjól ur bansettri rigninguicmi, geyin mín“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.