Morgunblaðið - 23.11.1947, Síða 3

Morgunblaðið - 23.11.1947, Síða 3
MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 23. nóv. 1947 Guðbrandur ísberg sýslumaður: SALA ÁFENGS ÖLS MUNDI DRAGA ÚR NEYSLU STERKRA DRYKKJA Raunhæfar aðgerðir verða að koma í stað innantóms orðagjálfurs FYRIR rúmum liálfum fjórða tug ára, kom jeg fyrst til Reykja víkur, þá unglingur. Fáum dög- um eftir komu mina þangað, var jeg sendur niður í Miðbæ ein- hverra erinda. Þegar jeg kom á Lækjartorg, sá jeg standa þar hóp af fólki á rniðju torginu, kringum mann nokkurn, sem Virtist vera að rnessa þarnæ í miðri viku. Það þótti mjer afar furðulegt. Þá varð jeg fyrst íorviða fyrir aivöru, er jeg heyrði mál guðsmannsins. Hann foarðist á hæl og hnakka og bölv aði og ragnaði, svo að söng í götunni. Mjer alveg ofbauð, enda hafði jeg þá ekki verið til sjós. Hjer við bættist svo það, að þó að hann öðrum þræði skoraði á menn a£ yðrast synda sinna og „frelsast“, þá tóku orð hans af allan vafo um það, að í hjarta sínu var hann sann- færður um að allur söfnuðurinn, sem þarna var samankominn, mundi fara beint „norður og niður“, og jeg var sjálfur einn i hópnum. „FRELSUNAR"- j ÁSKORANIR ■ Mjer var það þó nokkur fróun, að áheyrendurnir virtust, væg- ast sagt, ekki alveg sannfærði> um óskeikulleik prjedikarans og satt að segja fannst mjer hann heldur ekki sannfærandi. Ein- hver sagði mjer að þetta væri maður úr „Hjálpræðishernum". Þetta voru fyrstu kynni mín af * því trúmálafyrirbæri. Jeg veit nú orðið nokkru betri skil á þeim hlutum og hefi gert mjer grein fyrir, að hjei , eins og víð- ar, þarf ekki nema „einn gikk í hverri veiðistöð". En jafnan eru mjer í fersku minni fyrstu kynni mín af „her-mennskunni", eins og hún þá kom mjer fyrir gjónir. Jeg hef:. ' síðan heyrt 5,frelsunar“-áskoranir bornar fram af ýmsum aðiljum og (í ýmsum myndum og „her- mennskunni“ hampað. Jeg hefi sjeð henni skjóta upp kollinum á ýmsum sviðum þjóðlífsins, svo sem í stjórnmálum,' kvenn- rjettindamálum, dýraverndunar málum o. s. frv., og síðast en ekki síst í áfengismálum þjóðar- innar. DRUKKIÐ FYRIR SJÖTÍU MILLJÓNIR Ástandið í áfengismálum þjóð arinnar er víst ekki sem best, enda væri synd að segja að því sje fagurlega lýst. Drukkið er áíengi í landinu, að sumra sögn, fyrir ca. 70 milljónir króna á ári, og gera það jðfnt konur sem karlar. Æskulýður landsins veð- ur uppi í ölæði á hverri sam- • komu, og afbrotum, unnum í öl- aeði, stórf jölgar ár frá ári. Vínið þykir selt allt of dýrt, svo að ríkissjóður græði allt of mikið' á því. Telja sumir óvérjandi að taka slíka blóðpeninga inn í rík- issjóðinn, rjett e.ns og öll áfeng- isspillingin muni loða' við aur- ana, sem látnir eru fyrir áfeng- íð. Þannig er tónninn í skrifum hinna sjálfkjörnu vökúmanna þjóðarinnar í áfengismálunum. En er nú ekki sumt af þessu blásið óþarflega mikið út, til þess að gera frásögnina áhrifa- meiri en el'a. Mig langar til í því sambandi að tírepa lauslega á nokkur atriði, sem mál þetta snerta. Hagstofan greinir svo frá, að á árinu 1946 hafi verið flutt inn „drykkjarvörur og edik“ fyrir kr. 1.363.000.00. Með öðrum orðum siriámunir einir, borið saman við tcbaksinnflutn- inginn, kr. 5.018.000.00; kaffi og te fyrir kr. 3.893.000.00, svo jeg nú ekki tali um ávexti og ætar hnetur fyrir kr. 7.127.000.00. Þó hefi jeg því hvergi heyrt haldið fram, að of mikiö væri flutt inn af nýjum ávöxtum. heldur hinu gagnstæða. HVERS VEGNA MÁ ÁFENGI EKKÍ VERA DÝRT? Innanlands er áfengi selt fyr- ir mikið fje, þvi ber ekki að neita. En hvað er eiginlega um það að segja?, Eru menn í al- vöru á móti því að taka hærra gjald í ríkissjóð af óþarfavöru en nauðsynjavöru. og það þeim mun hærra af vörunni, sem hún er óþarfari? Eða er vínið allt í einu orðin nauðsvnjavara, sem ekki má selja dý’rt? Hingað til hefur það verið talið nokkuð öruggt, að því dýrari sem mun- aðarvara væri seld, því minna væri af henni keyp.t. Þetta styðst við okkar eigin reynslU, a.m.k. fram á síðustu ár. — Og fyrir nokkrum mánuðum var sagt frá því í útvarpinu cg blöðum, að vínneysla Finna hefði orðið miklu minni á liðnu ári en und- anfarin ár, og það talið stafa af verðhækkun á áfengi innán- lands. Þá er það athyglisvert, að áfegnismagn það, sem flutt var ihn á árinu 1946, nam ekki full- um 2 lítrum á mann af hreinu alkoholi. Eftir þv sem jeg best veit, gerir engin sambærileg þjóð sig ánægða með svo lítinn skammt og munar þar víðast miklu. Þegar þessa er gætt og margs annars, sem til greina kemur í þessu sambandi, þá verður manni að vjefengja rjett- mæti þeirrar fullyrðingar, sem svo oft heyrist borin fram, að drykkfeldni sje þjóðarlöstur ís- lendinga. Skakkac þar áreiðan- lega miklu að rjett sje, því að mikill sneiri hluti þjóðarinnar er f jarri því að geta talist drykk> feldur. Jeg leyfi mjer meir að segja að efast um það í fullri alvöru, að 1 — einn — af hundr- aði þjóðarinnar, verði með rjettu talinn „dry kkfeldur”, en sjálfsagt er þó, i því efni sem öðrum, að hafa það sem sannara reynist, ef einhver vcit betur. Jeg get ekki a það fallist, að íslenska þjóðin, sem heild, sje drykkfeld. Hitt er mjer aftur á móti vel Ijóst, að hjer á landi eru samt sem áður allt of margir menn og konur, sem drekka vín sjer til tjóns og vanvirðu og öðrum til angurs og leiðinda. Meðan einn maður er eftir í þeim hóp, er þar einum of margt. Hvaða ráð hafa menn nú á takteinum, til þess að ráða bót á því böli, sem mitnotkun áfeng- is. þ.e. ofdrykkja og ölæði veld- ur? Einn er sá ílokkur manna í þessu landi, sem ekki er í vand- ræðum með svar við þeirri spurn ingu. Og svarið cr: Algjört að- flutningsbann. BINDINDISFRÆÐSLA Jeg minnist þess frá mínum uppvaxtaárum eítir aldamótin síðustu, að þá þótti það mikill ljóður á ráði ungra manna, ef þeir ljetu sjá sig ölvaða á al- mannafæri, hvað þá ölóða, þ.e. viti sínu fjær. Þet.ta hafði áunn- ist fyrir mikið og gott starf bindindisfrömuða í landinu, og þá einkum Góðtemplara. Þetta starf var fyrst og fremst bind- indisfræðsla, þ.e. fræðsla um skaðleg áhrif áfengis, ef þess er neitt í óhófi, og fræðsla um margskonar hörmungar í mann- legu lífi, er ofnautn áfengis oft heíur leitt til og jafnan getur leitt til. Islendingar eru yfir- leitt náttúrugreindir raunsæis- menn, og slík fræðsla fjell í góðan jarðveg. Nú má segja að þessi fræðsla sje fyrir löngu orðin almenningseign, líkt og ýms undirstöðuatriði eðlisfræð- innar. Börn og unglingar fá hana í skólunum, og eiga að gera það.’ En auk þessa megin- þáttar í starfsemi bindindisfröm uða landsins, var einnig annar þáttur, sem Góðtemplarar beittu sjer fyrir og sem menn litu nán- ast á sem nokkuiskonar trúar- atriði þeirra. Þaö var krafan um algjört aðflutningsbann. — Um það atriði var deilt. En svo fór að lokum, sem inenn vel mega muna, að aðflutningsbann á- fengis fjekkst samþykkt á Al- þingi, vegna ákafs, einhliða á- róðurs Góðtemplara. — Með fræðslustarfsemi sinni áunnu Góðtemplarar sjer velvilja og þakklæti þjóðarinnar, sem þeir hafa notið góðs af fram á þenna dag. Þeir hjeldu sig hafa sigrað í bannmálinu, en það varð þeirra mikli ósigur. Áratuga barátta þeirra varð næstum að engu á skömmum tíma. Nú var það ekki lengur talin hneisa, að láta sjá sig við skál, jafnvel þó að eitthvað skærist í odda. Mönn- um var talin vorkunn, þó að þeir fengju sjer heldur ríflega i staup inu, fyrst þeir á annað borð gátu náð sjer í hinn forboðna drykk. Þeir fengu þetta svo sem ekki á hverjum degi. SPILLING BANNÁRANNA Heimabruggið kom til skjal- anna. Það var skilgetið afkvæmi aðflutningsbannsins. Ár frá ári færðist viðleitniu að búa til á- fengi í aukana. Menn drukku bruggið soðið og ósoðið. Menn drukku suðuspritt í stórum stíl, trjespíritus, hárvötn, bökunar- dropa hoffmannsdropa og jafn- vel glycerinsspiruus, — eitt sjer c(ða blandað öðrum vökva. Auk þessa smygluðu menn áfengi inn í landið, næstum því hver sem betur gat. Von bráðar rann það upp fyrir þjóðinni, að þrátt fyr- ir aðflutningsbannið var mikið drukkið í landinu. Að vísu nokk- uð takmarkað af vínum, en þess meira af allskonar óþverra, sem menn lögðu sjer til munns,’ af því að þeir höfðu ekki annað skárra, eða töldu sig ekki hafa eíni á að greiða það verð, sem heimtað var. Ofnautn áfengis er vansæmandi, þeim er þess nc-ytir svo, og þjöðinfti allri, ef mjög margir einstaklingar henn ar hegða sjer þarnig. — Nautn mengaðs áfengis er enn meira vansæmandi og skaðlegra heilsu manna, og víst ekki hollari þjóðarheiðrinum. Bannið varð brátt að einskonar uppsprettu yfirtroðslna laga og velsæmis. Munu fáir sæmilega sanngjarnir menn telja, að aðflutningsbann- ið hafi orðið þjóðinni skóli í löghlýðni, heldur hið gagn- stæða. Þau uppeldisáhrif eru ekki enn úr sögunni. — Þess skyldu þeir minnast, er fárast mest yfir yfirtroðslnum og ólög- hlýðni þjóðarinnar nú á dögum og þá einkum urigu kynslóðar- innar. DÓMUR REYNSLUNNAR Aðflutningsbannið reyndist ílla, hjer á landi sem annars- staðar. Um það eru menn yfir- leitt sammála — nema allmargir Góðtemplarar, sem ekki hafa enn haft manndcm til að viður- ke-nna, að sjer hafi skjátlast. Að sjálfsögðu ber ekki að álasa þeim fyrir að koma banninu á. í því efni unnu þeir samkvæmt yfirlýstri sannfæringu sinni. — Engin „bannreynsla" var þá fyrir hendi, h v’orki hjer nje annarsstaðar. En nú eftir að reynsla er fengin í málinu, ekki aðeins hjá okkur, heldur og hjá ýmsum öðrum þjóðum, og alls- staðar á einn og sama veg, verð- ur krafa Góðtemplara um nýtt bann og ekkert nema bann harla athyglisverð, svo jeg segi ekki beinlínis tortryggileg. Hún vek- ur grun um, að í hugum þeirra sje það ekki lengur aðalatriðið, að vinna að því að gera þjóðina bindindissamari, en hún er nú, — ekki það fyrst og fremst a# " vinna gegn ofnautn áfengis og ölæði, heldur hitt, að knýja- - fram ákveðið stefnumáí sitt, hvað sem það kostar og án til- lits til afleiðinganna, og um leicfo- — ef til vill — að geta ljett al - sjer sem flestum þáttum starf- semi sinnar, öðrura en talæfing- unum. Bannið er eina úrræðk « þessara manna. Það er þeirrtk. • „frelsunar“-kenning. — Öðrunv . . finnst að annara úrræða verðK að leita. NÝAR LEIÐIR TIL ÚRBÓTA Hverra úrræða á að leita í áfengismálunum? Það er nauð- synlegt að borgarar þjóðfjelags- ins leggi þá spurningu fyrir sig, og reyni að finna skynsamleg svör við henni. Mitt svar er á þessa leið: 1. Viðhalda skipulegri bind- indisfræðslu. 2. Leyfa bruggun áfengs öls í landinu., 3. Takmarka sölu sterkra drykkja. Um fyrsta lið svarsins þarf ekki að fjölyrða. Þar eru allir á sama máli. Um þriðja liðlnn hygg jeg að sje heldur ekki veru legur ágreiningur og ef til viU enginn. En það má öllum vera augljóst, að því aðeins getur náðst tilætlaður árangur af skömmtun sterkra drykkja, að mönnum sje jafnframt gert kleift, að afla sjer annars, ó- skaðlegra áfengis með frjálsu móti. Sinn er siður í landi hverju. Sumar þjóðir drekka nær ein- göngu vínberjaviii, Við Islend- ingar fengum Spánarvínin svo- nefndu, sællar mmningar. Mjer skilst að þeim hafi — vægast sagt —ekki fall'ð þau. Maigir hafa sagt mjer, að þeim hafi' orðið illt í maganum af Spánar- víninu. ög þó va», hitt kannske enn verra, að þau voru sæt- smeðjuleg líkt og saftblanda. Sem sagt, alls ekki drykkur fyr- ir karlmenn' ísiendingar hafa neytt öls og sterkra vína og þeir vilja hafa það svo áfram. Þeir fengu sterku vínin, er banninu var afljett. Þau mega þeir • arekka af vild. Á AÐEINS VÖL Á BRENNIVÍNI En áfengt öl mega Islendingar ekki drekka í landi sínu. Svo vísdómslega hefur þeim málum verið skipað fyrir atbeina Góð- templara. Unglingufinn, sem langar til að smakka áfengi og leyfir sjer að gera það, án þess» að spyrja Góðtemplara um leyfi, hefur ekkert val á milli áfenga öls og sterkra drykkja. Hann fær ekki annað en sterka drykki. Það verða hans fyrstu kynni a£ áfengi og nokkuð miklar líkur til, að það kunni að valda tals- verðu um val hans 1 •framtíð- inni. Jeg veit vel að skákað hef- ur verið fram hinu og þessu i þessu sambandi, svo sem því, að Framh. á bls. 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.