Morgunblaðið - 23.11.1947, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 23.11.1947, Qupperneq 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 23. nóv. Í947 /Bd men t ,.Nóatún‘‘, eftir William • Heinesen. Bókasafn Helga fells. Þýð. Aðalsteinn 5ig- mundsson. Höfundur þessarar sögu er Færeyingur, þótt hún sje upp- runalega rituð á dönsku. Will iam Heinesen vakti athygli í Danmörku með fyrstu skáld- sögu sinni frá Færeyjum, en hún mun hafa komið út laust eftir 1930. Síðan hefur birst eftir hann ljóðahók á dönsku og skáldsagan „Nóatún“. Þótti sú saga miklu betri en hin fyrri og hlut hvarvetna ágæta dóma. Hún fjallar um nýbýlahverfi eitt í Færeyjum, sení skýrt hefur verið Nóatún, — en stað urinn heitir áður „Dauðs- mannsdalur“. Dálítill hópur af fólki hefur reist sjer þarna kofa og numið land. Það á við margs konar örðugleika að stríða, fá- tækt og úrræðaleysi frumbyggj ans, hjátrú og ýmsan annan mannlegan veikleika, en auk þess óblíða náttúru og slæmar samgöngur! Sagan hefst á þvi að skriða fellur úr fjallinu og eyðilegg- ur einn kofann, — sem er þó mannlaus þá stundina. Þetta fyrirbæri notar höf. til að kynna mikinn hluta persón- anna, og gerir það þannig, að lesandinn á bágt með að sleppa bókinni úr því, fyrr en hann er búinn að lesa hana alla. Þó byggðin sje afskekkt og fólkið fátækt, gerist þarna margt merkilegt og skrítið, en bæði frásögnin og mannlýsingarnar eru með ágætum. Angelund, trausti færeyski bóndinn, og veifiskatinn Óli örnberg eru báðir bráðlifandi og eignast báðir jafnt skilning og samúð lesendans. Og lesandinn verður sjálfur sem eirur*f þátttakend- unum í þessu erfiða og tals- vert hæpna nýbýlafyrirtæki; gleði og sorgir fólksins verða einnig hans. Hann auðgast að lífsreynslu og jákvæðum lífs- vilja við lesturinn, og persón- urnar verða vinir hans og kunningjar. — Svo kunna góðskáld ein að yrkja. Það er gott til þess að vita, að þessi ágæta saga, úr lífi nán ustu frændþjóðar vorrar, skuli nú vera komin út á íslensku. Kristmann Guðmundsson. Ný skáldsaga eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson. „Litbrigði jarðarinnar“. Helgafell. ÓLAFUR JÓHANN er nú sá, meðal yngri rithöfunda íslands, sem mestar vonir standa til og mestu er búist við af. Hann er enn ekki þrítugur, en hefur þegar birt ritverk, er setja hann á bekk með góðskáldum, sem eru honum miklu eldri að ár- um. Unnendur íslenskra bók- mennta fylgja ritferli hans af miklum áhuga: — Hvað verður úr þessari óvenjulegu skáld- gáfu? Tekst Ólafi að sigrast á öllum erfiðleikum og gjörast sá öndvegishöfundur, sem hann virðist borinn til að verða? — Eða lætur hann sjer minna nægja? itaðnar þroski hans á ‘ 1 miðri leið? Lætur hann glepj- ast af froðu þeirri, er flýtur *’ ofan á straumi samtíðarinnar, fi stað þess að kafa hann og skygnast nógu djúpt undir yfir borðið? Verður dægurþras og brauðstrit honum að fótakefli? Á hann djörfung og þrek til að afla sjer nægrar lífsreynslu, menntunar, víðsýni og skiln- ings? — Lengi má spyrja, en víst er um það, að nógar eru gáfurnar, og útlit fyrir að þessi ungi maður hafi fullan vilja á því að ávaxta sitt mikla pund. En þjóðin verður að gera sitt til, að . það megi vel takast. Þetta skáld á að styrkja og magna svo sem mest má verða. Það er skemmst frá að segja, að „Litbrigði jarðarinnar“ er hailsteypt listaverk, ritað aí öruggri snild og tæru látleysi. Bókin er lýsing á ást sextán ára pilts. Frásögnin er fumlaus og flýtur áfram, sem hægur straumur, en svo vel unnin, að hvergi sjer merki smíða- átakanna. Fer saman í henni skáldleg fegurð, tilfinning og samúð, heilbrigð raunsæi og sálfræðileg þekking. Málið er með ágætum, og stíll Ólafs er nú orðinn fullkomlega sjálf- stæður; — hefur enda yerið það í þrem síðustu bókum hans. Hann er margorður, en það er hans máti, og verður ekki um sakast, þegar svo vel er gert. — Höfuðpersónurnar eru ljós- lifandi, aukapersónum bregður fyrir í skýrum leifturmyndum. Og enn sem fyrr eru náttúru- lýsingarnar þannig. að lesand- inn sjer litbrigði jarðarinnar, finnur ilminn af mold og gróðri svala lofts og vatns, hlýju sól- skinsins. — Innan um látlausar lýsingar bregður fyrir ógleym- anlegum og litauðugum tákn- myndum: „— vöktu hvikula og viðkvæma drauma, sem flögruðu kringum hjartað eins og gullin fiðrildi —“. Náttúran er notuð sem einskonar undir- spil við óð kendanna í huga mannsins, — notuð af mikilli leikni, svo unun er að. — Kristmann Guðmundsson. „Sylvanus Heythorp“, eft- ir John Galsworthy. Bóka- safn Helgafells. ÞETTA er ein af hinum styttri skáldsögum Galsworthys en ekki sú lakasta. — Sylvanus gamjli Heythorp, heimsmaður og bragðarifur, er dásamlega vel gerð persóna, frá höfund- arins hendi. Hann er hniginn að aldri, þegar sagan hefst og hún segir aðeins frá síðustu mánuðum í lífi hans, en les- andinn kynnist honum eigi að síður eins og hann hefði þekkt karlinn persónulega um margra ára skeið — og raunar betur! — Hann er karlmenni og gefst ekki upp, þótt margt bjáti á. Farinn að heilsu, svo að hann er naumast rólfær, berst hann við andstæðinga sína, narrar þá og gabbar og vinnur sigur! Hann er fátækur, verður því að halda stöðu sinni, þótt hann sje alls ekki fær um það, til þess að geta hjálpað aflíomendum sínum og þeirrar einu konu er hann hefur elskað, — og til þess að þurfa ekki að vera upp á aðra kominn. Sagan um það, hvernig honum tekst að tryggja barnabörnum sinum fram- færslufje, — með prettum að vísu, en ekki beinum svikum, Víðförli Tímarit imi pðfræSi og kirkjumá! — er bráðskemmtileg og spenn andi! — Að unnum sigri fer svo gamli maðurinn heim til eínt Hánn veit að prettirnir muni komast upp og kosta hann stöðuna. En hann ákveður að verða fyrri til að segja henni upp. Sóma síns ætlar hann að gæta. Og hann er ánægður, þrátt fyrir allt, krökkunum er borgið. Það verður þá að fara sem auðið er með allt annað. En þetta kvöld ætlar hann að ' láta sjer líða vel! Hann lætur bera á borð fyrir sig margrjett- aðan miðdegisverð, með vínum, sem minna á gamla og góða daga, þegar þrekið var nóg til að njóta lífsins. Og hann gerir bæði matnum og áfenginu svo góð skil, að hann sofnar út frá vindlinum síhum, — svefnin- um langa. Lesandinn ann hon- um þess, karlinn#á það skilið! Auk Heythorps eru margar aðrar vel gerðar persónur. — Góð bók! Þýðing Boga Ólafs- sonar er snildarleg. Kristmann Guðmundsson. „Hænir í storkahreiðri“. Eftir Georg Ruseler. Sigurður Thorlacius ís- lenskaði. Útgefandi: Bóka- safn sjúklinga á Vífisstöð- um. ÞAÐ er æfinlega hörgull á góð um bókum handa' yngstu les- endum íandsins. Þessar smá- sögur bæta nokkuð úr þvi. Þær eru sjerstaklega vel til þess fallnar að lesa þær upp fyrir smákrakka, sem hafa ekki enn lært að lesa, og eins eru þær góðar handa krökkum sem farn ir eru að geta stautað eitthvað. Og þar sem bók þessi er ofan í kaupið, gefin út í fjáraflaskyni fyrir þarft og gott málefni: til bókakaupa handa berklasjúkl- ingrun, er ástæða til að hvetja menn til að kaupa hana. Kristmann GuÖrnundsson. Bók imi Harald Björnsson liekara NÝLEGA er komin í bóka- búðir bók um Harald Björnsson leikara. Bókin er gefin út í til- efni 30 ára leiklistar afmælis hans. En það eru nokkrir vinir Haraldar, sem gefið hafa ritið út, sem virðingar og þakklætis vott fyrir þann mikla skerf, er hann hefur lagt til menningar- lífs þjóðarinnar, eins og komist er að orði í formála fyrir bók- inni. Undir formálann rita um 20 menn og eru á meðal þeirra nokkrir landskunnir menn. Bókinni er skiít niður í 13 kafla og er í þeim rakinn lista- ÞAÐ telst ekki til mikilla j tíðinda í íslensku bókmennta- i lífi nú á dögum, þótt nýtt tíma- I rit hefji göngu sína. Það hefur . líka verið næsta hljótt um ; í ,,Víðförla“ Sigurbjörns dósents Einarssonar, sem byrjaði að | koma út s. 1. vetur. Utgefandi j þeíjsa rjts er Helgafell. Það ! kemur út fjórum sinnum á ári I og eru nú út komin þrjú hefti. Út af fyrir sig er það merkis- atburður í íslensku kirkjulífi, að kirkju og kristni þessa lands skuli bætast nýtt málgagn, sem I helgar sig trúmálunum ein- 1 göngu, því að þar er ekki um j auðugan garð að gresja. Og þó að þau rit, sem fyrir eru sjeu að sumu leyti aðgengileg og læsileg, hefir ekki verið þar mikið af veigamiklum greinum guðfræðilegs efnis. En hvað höfum við að gera með guðfræði? munu margir spyrja. Þessu hygg jeg best svarað með líkingu, sem jeg las í nýrri guðfræðibók eftir enska bók- menntafræðinginn C. S. Lewis. Hann segir, að guðfræðin geti gert okkur sama gagn og kort- ið við nám í landafræði. Það er að vísu aðeins litaður pappír en ekki raunveruleg höf og lönd. En það veitir okkub mikl ar upplýsingar um það raun- verulega, byggðar á reynslu og rannsóknum mannanna. Það er okkur mikilsverður leiðarvísir. hollur undirbúningur undir okkar eigið ferðalag, þannig er guðfræðin. Hún er nokkurs- konar landabrjef — byggt á reynslu fjölda manna, sem á öllum kristnum öldum hafa ver ið í raunverulegri snertingu við Guð. Þessvegna er hún gagn- nýt fræðigrein. Ef menn van- rækja hana verður afleiðingin ekki sú, að menn gera sjer eng- ar hugmyndir um Guð, heldur sú, að menn fá mesta sæg af hugmyndum en þær eru slæm- ar, grautarlegar, úreltar. Þetta finnst honum vera reynsla sinnar þjóðar eins og sjest á þessum ummælum hans: „Það er blátt áfram að færa klukk- una aftur á bak að aðhyllast þann átrúnað, sem mestrar hylli nýtur í Englandi nú á dög um — það er líkt og að trúa því, að jörðin sje flöt.“ Sigurbirni dósent finnst líka okkar „guðfræðikort" vera orð- ið úrelt og slitið, gallað og gamalt. Og hann vill hjálpa til að lagfæra gamla kortið. Hann vill veita ferskum straum um inn í íslenska guðfræði. Til þess gefur hann ,.Víðförla“ út og hefir skrifað hann sjálfur að verulegu leyti hingað til. Of mannaferill Haraldar frá því hann fyrst byrjar að fást við | snemt er um það að dæma enn- leiklist. Mikill fjöldi mynda | Þá hvernig þetta tekst. En ekki prýða bókina, sem bæði eru jer Það að efa að jafn gáfaður teknar hjer heima og erlendis. I °S lærour maður og sr. Sigur- Ritstjóri ritsins er Gunnar M. Magnús, en útgef. er Hrapps- eyjarprent. Bókin er prentuð á góðan pappír og er frágangur góður. imiiiiimitimmiMHmmiiii i Almenna fasteignasalan : I Bankastræti 7, sími 7324 | I er miðstöð fasteignakaupa. \ björn er, mun hafa margt að flytja, sem okkar kirkju er feng úr að. Ræður hans og greinar í „Víðförla" og víðar sýna líka, að hann hefur gott vald á við- fangsefnum sínum og flytur mál sitt skörulega, án hiks eða hálfyrða eins og hann sakar kennimenn landsins um að iimmiiiiimmmmmrmmmi mimmmmmmim1 £QT<X HU. ..Kirkjan þarf sjálf að vita hvað hún vill. Annars á hún einskis liðs að vænta, hvorki frá Guði nje mönnum," segir sr. Sigurbjörn í síðasta hefti „Víðförla“. Til að sýna hvers efnis „Víð- förli“ er, skulu hjer nefndar nokkrar greinar, sem hann hef ur flutt: Fjórar greinar hafa verið birtar um Skálholt og framtíð þess. Er þ'að mjög tíma- bært mál og vert rökræðna. Tillögur sr. Sigurbjörns um framtíð Skálholtsstaðar skulu ekki ræddar hjer Mesta nauð- syn ber til að gera nú þegar* þetta tvennt: setja lög um frið- un staðarins og ákveða árlega fjárveiting til endurreisnar hans. Þarf kirkjan að einbeita kröftum sínum að þessu máli, því að senn verða liðin þúsund ár síðan biskupsstóll var sett- ur í Skálholti. Einnig í þessu máli verður hún að vita hvað hún vill. Af greinum, sem birst hafa í „Víðförla“ um kirkjulíf er- lendis má nefna: Norska kirkj- an hernámsárin eftir sr. Gunn- ar á Skarði, Danska kirkjan hernámsárin eftir sr. Sigurð á Grenjaðárstað og frá kirkju- þinginu í Lundi eftir sr. Sigurð í Hraungerði. Þá hefur „Víð- förli“ flutt kafla úr erlendum guðfræðibókum og ritdóma um þær, sem næsta fátíðir hafa verið síðan Prestafjelagsntið hætti að koma út. Af öðru því, sem ritið hefur flutt má nefna hið snjalla út- varpserindi ritstjórans: Hvað er maðurinn? og aðra grein, sem hann nefnir: Þjóðkirkja íslands, játningar og vígsluheit. í eitt heftið skrifar hann um trú og verk að kenningu Lúters, í öðru svarar hann Gunnari skáldi Gunnarssyni í grein, sem hann nefnir: Heilindi og hleypi dóma, og í öllum heftunum kemur hann víða við í rabbi sínu: Við málelda. Má af þess- ari þurru upptalningu sjá að efni „Víðförla" er bæði fjöl- breytt og fróðlegt, og er hann líklegur til nokkurra áhrifa og góðra í íslensku kirkju- og trú- arlífi ef hann heldUr í því horfi sem byrjað er, og nýtur stuðn- ings klerkdóms og kirkjuvina í landinu. Eins og kunnugt er mun sr. Sigurbjörn nú dvelja árlangt við erlenda háskóla á vegum Alþjóða kirkjuráðsins og kynna sjer nýjungar í guðfræði og kirkjulífi. Er góðs að vænta fyrir íslenska kristni af störf- um þessa vel menntaða og víð- sýna guðfræðings í framtiðinni. I fjarveru hans mun sr. Jóhann Hannesson, sem nú kennir fyrir sr. Sigurbjörn í HáskólanumJ einnig annast ritstjórn „Víð- förla“. G. Br. - - 9 * l « 8 ÆTLAR TIL AUSTUR-AFRÍKU WASHINGTON. — Hinn frægi landkönnuður, fyrirlesari og rit- höfundur Osa Johnson, vonast eft- ir að geta á næsta ári farið inn í frumskóga Austur-Afríku, þar sem hún og Martin Johnson, eigin- maður hennar, er liest fyrir nokkr um árum, tóku binar frægu kvik- myndir sínar 1937.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.