Morgunblaðið - 23.11.1947, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Simnudagur 23. nóv. 1947
$var til Jóhannesar Snorrasonar fiijqiiianns
■ í SÍÐASTA hefti F 1 u g s gefur
að’ líta grein eftir Jóhannes
'Snorrason, yfirflugmann hjá
Flugfjelagi íslands h.f., og kall-
■ ar hann grein sína „Hafa cr-
yggismálin verið vanrækt?"
í gT-eininni, sem er þrungin
stóryi ðum og rangfærslum, þótt
ekki sjeu notuð sterkari orð,
gætir slíkrar heift.ar í garð flug-
málastjórnarinnar, að undrun
sætir og er helst að sjá sem
greinin sje skrifuð af óábyrgum
ofstækismanni en ekki af reynd-
um flugmanni, sem jafnframt er
falið hið vandasama verk að
vera yfirflugmaður starfandi
flugfjelags.
í upphafi greinar sinnar verð-
ur Jóhannes þó að viðurkenna,
að það sje í rauninni éftirtektar-
vert, hversu ör þróun flugmál-
anna hafi verið hjer á landi
undanfarin ár, þó einkanlega
árið 1946, en hanr. virðist þakka
þetta allt heimsstyrjöldinni,
setuliðunum, sem byggðu flug-
velli hjer á landi og svo flug-
íjelögunum.
Næst kemst Jóhannes að
þeirri einkennilegu niðurstöðu
að þar sem „okkur hafi nú verið
afhentir flugvellirnir og flest
öryggistækin, sem nauðsynleg
voru fyrir stóra flugvelli“, þá
„gera menn ráð fyrir að farþega
fluginu okkar sje búið fyllsta
öryggi, bæði hjer í Reykjavík
og einnig úti um land“ (letur-
breyting mín).
Hjer er látið í veðri vaka, að
setuliðin hafi skilið eftir ýmis-
konar öryggistæki, se_m nægja
myndu flugvöllunum í Reykja-
vík og úti um land og væntan-
lega einnig öllum flugleiðum
mnanlands og sem myndu veita
„farþegafluginu okkar fyllsta
öryggi“, ef „viljinn væri fyrir
hendi“, en ekkr „áhugaleysi
þeirra manna, sem með málin
hafa farið“, svo notuð sjeu eigin
Vrð greinarhöfundar!
Oryggistækin.
Við skulum nú athuga hvaða
öryggistæki það voru, sem setu-
liðin „skildu hjer eftir“, en
reyndar varð þó flugmálastjórn-
in að kaupa þau. 1 Reykjavík
var úr sjer gengið brautarlýs-
ingarkerfi, sem sífelt hefur
þurft að gera við og endurbæta.
Þá var í flugturnmum lágmarks
útbúnaður til lendingar og um-
íerðarstjórnar. Á Skerjafirðin-
um voru legufæri og ýmiskonar
varahlutir til þeirra í landi. Enn
var þar hraðskreiður bátur, sem
gerður hefur veriö upp og ávallt
er til taks þegar beðið er um.
Þá ber loks að nefna radio-
stefnuvitann á Álftanesi. Eru þá
talin öryggistækin í Reykjavík,
að undanteknu slökkviliði flug-
vallarins og flugfjarskiptavirkj-
um hans, en hvorugt þetta gerir
J. Sn. að umtalsefni í grein
sinni. Ástæða er þó til að taka
fram, að slökkvitæki breska
setuliðsins voru svo ófullkomin,
að flugmálastjórnin ^arð að
kaupa tvo háþrýstislökkvibila
frá Keflavíkurflugvellinum auk
annara endurbóta og að því er
flugf jarskiptavirkin snertir varð
að gera á þeim stórfelldar endur
þætU'’ til þess að þau gætu full-
nsegt þeim kröfum, sem nú eru
gerðar til þeirra. Á flugvöllum
eða sjóflughöfnum utan Reykja-
víkur voru engin öryggistæki
skilin eftir, að undanskildum
tveim legufærum fyrir sjóflug-
vjelar, á Akureyri og Reyðar-
firði. Úti á landi var aðeins um
að ræða radiostefnuvitann í Vík
og radiovitann á Hornbjargi, en
allir radiovftar heyra undir em-
bætti vitamálastióra. — Keypti
hann nokkra einfálda radiovita
(beacons) af setuliðunum og
ljet snemma reisa einn þeirra á
Vestur-Horni. Loks er LORAN-
stöð á Reynisfjalli við Vík, sem
þó engin íslensk flugvjel getur
enn hagnýtt sjer og er þá bók-
stafloga allt talið. sem setuliðin
gátu látið oss í tje, sem til ör-
yggismála heyrir, og getur nú
hver og einn dæmt sjálfur um
það, hvort sú staðhæfing J. Sn.,
að „tæki þau, sem setuliðið
skildi eftir“ nægi til að búa
„farþegafluginu okkar fyllsta
öryggi, bæði hjer í Reykjavík
og úti um land“, hafi við rök að
styðjast.
Starfsemi flugmála-
stjórnarinnar.
Þá segir J. Sn. að þegar em-
bætti flugmálastjóra var stofnað
hafi flugmenn vonað að gert
yrði „allt sem unnt væri til þess
að bæta lendingarstaði úti um
landsbvggðina og gera þá sem
öruggasta úr garði, einnig að
komið yrði fyrir miðunarstöðv-
um á nauðsynlegustu stöðum,
en að flugmálastjórnin hafi al-
gjörlega brugðist vonum okkar
flugmanna í þessum efnum“. —
Skulum við nú athuga þetta
nánar.
Þegar embætti flugmálastjóra
var stofnað og jeg gerðist starfs
maður hans, lágu fyrir lög nr.
24, 12. febr. 1945, um flugvelli
og lendingastaði fyrir flugvjel-
ar. Samkvæmt lögum þessum
átti að byggja um 40 flugvelli á
landinu. Gert var ráð fyrir ör-
yggistækjum á fáeinum þeirra,
en* hvergi minnst á hjálpartæki
á flugleiðum. Á f járlögum sama
árs var veitt alimiklu fje til
nýrra framkvæmda, sem sje til
byggingar flugvallarins í Vest-
mannaeyjum og dráttarbrautar
og flugskýlis fyrir sjóflugvjelar
á ísafirði. Þessi 'ög munu hafa
verið lögð fyrir Alþingi á árinu
1944 og er mjer ekki grunlaust
um, að einmitt forráðamenn
Flugfjelags íslands hafi átt
drjúgan þátt í samningu þeirra
og þá um leið verið frumkvöðlar
að þeirri stefnu í flugmálum
næstu ára, sem lögin eiga að
marka. Skrifstofa flugmála-
stjóra fjekk þegar í upphafi ó-
teljandi aðkallandi verkefni,
sem óf langt yrði upp að teija
hjer, en vitanlega var stærsta
’verkefnið þá þegar að undirbúa
framkvaémdir þær, sem lög-
bundnar voru og fyrr eru taldar.
Var þetta sjerstaklega að því er
Vestniannaeyjaflugvöllinn snert
ir, óskaplegt verk, en löngu áður
en framkvæmdir þessar voru
komnar í öruggar skorður,
bætti't annað enn erfiðara og
tímafrekara verk á skrifstof-
una, sem sje undirbúningurinn
að yfirtöku Reykjavíkurflug-
vallarins og síðan rekstur hans
og flugumferðaþjónusturnar,
sem byggja varð upp frá grunni
með nýjum mönnum, lítt reynd-
um á þessu sviði. Jafnvel þótt
svo hefði verið, að allur tími
flugmálastjórnarinnar hefði far
ið í bað, að anna þeim störfum,
sem að ofan segir. fram að þeim
tíma er grein J. Sn. er skriíuð,
hefðí sanngjarn maður ekki lát-
ið sjer sæma að nota slík orða-
tiltæki um aðgerðaleysi á öllum
sviðum, eins og J. Sn. En sann-
leikurinn er þó sá, að flugmála-
stjórnin gerði sjer þá begar
Ijóst, að einmitt öryggismálin
væru þýðingarmestu málin næst
á eftir skipulagningu á rekstri
Reykjavíkurflugvallarins, að áð
ur en farið væri í það að byggja
nema fáa þeirra nýju flugvalla,
sem i flugvallalögunum eru á-
kveðnir, yrði að auka öryggið á
ílugleiðum þeim, sem fyrir voru,
fjölga flugdögum með bættri
veðurþjónustu, talstöðvum,
radiovitum og öðrum öryggis-
tækjum. Flugmáiastjórnin kom
því til leiðar að veðurathugun-
um var stórkostlega fjölgað og
athugunartími færður til, svo
hægt yrði að hefja flug fyrr á
morgnana og þar með raunveru-
lega að fjölga flugdögum. Nýjar
veðurathugunarstöðvar voru
settar upp og sjerstakar upplýs-
ingar gefnar um veðurfar á á-
kveðnum ílugleiðum. Ein þess-
ara flugveðurstöðva (í Æðey)
er þegar útbúin.talstöðvartækj-
um, þá hefur verið komið upp
talstöð á flugvellinum í Vest-
mannaeyjum og í undirbúningi
er að' koma upp talstöðvum á
Fagurhólsmýri, í Höfn í Horna-
firði og á ‘Egilsstöðum. Þá er nú
nærri lokið að koma upp radio-
vita (beacon) á Akureyri. Auk
þeirra endurbóta á öryggistækj-
um Reykjavíkurflugvallarins,
sem þegar hafa verið gerðar,
hefur flugmálastjórnin unnið að
því að fá að kaupa til landsins
ýmiskonar bættan öryggisútbún
að og varahluti, en því hefur
verið lítill skilningur sýndur af
þeim, sem með‘gjaldeyrismálin
nafa farið og fara.
Stefnuvitar.
Að því er rad'o-stefnuvitann
á Skaga snertir, yil jeg segja J.
Sn. þetta: Það er langt síðan að
farið var að ræða um það innan
flugmálastjórnarinnar, að nauð-
r.ynlegt væri að koma upp stefnu
vitum víða um landið, og þá
fyrst og fremst á flugleiðinni til
Akureyrar. Það var líka í sam-
ræmi við áður lýst sjónarmið
flugmálastjórnárinnar, að
ieggja meiri áherslu á slílcar
framkvæmdir en aðrar. — En
þegar farið var að ræða bessi
mál við vitamálastjóra, skýrði
hann frá því að nýtt kerfi,
,DECCA“, væri til athugunar
hjá vitamálastjórninni, og ef
það kerfi reyndist eins og upp-
lýsingar bentu til, gæti það
komið í stað ótal stefnuvita og
venjulegra radiovita og sjer-
staklega yrði það ómetanlegt
tæki við stðarákvörðun í sam-
bandi við fiskveiðar. Meðan mál
þetta er í athugun þykir ekki
rjett að ráðast nema takmarkað
í byggingu ljósvita og radiovita,
sem óþarfir yrðu ef kerfi þetta
yrði sett upp hjer á landi. En
þar sem málið drógst þó þetta
d langinn ritaði ílugmálastjóri
flugmálaráðurieyxinu hinn 27.
febrúar s.l. brjef, varðandi f jár-
veitingar til flugmála, þar sem
m.a. er lögð áhersla á að fje
verði veitt til byggingar og starf
rækslu stefnuvita. í brjefi dags.
11.s mars, árjettaði flugmála-
stjóri mál þetta aftur. Skulu
hjer teknir kaflar úr brjefum
þessum, sem í fyrsta lagi sýna
þá stefnu flug'nálastjóra að
bæta sem mest útbúnað á flug-
völlum þeim, sem fyrir eru úti
um land, og í öðru lagi afstöðu
hans til bygginga stefnuvitans á
Norðurlandi. Þar iegir svo m a.:
„Að rjettast sje að fullkomna
sem fyrst þau lendingavirki,
sem fvrir eru og yfirleitt eru
miðuð við að fxdlnægja ílutn-
ingaþörfinni, þar sem hún er
mest, en ekki að taka fje frá
þeim til að koma upp lendinga-
virkjum á öðrum stöðum“ —
("Brjef flugmálastjóra til flug-
málaraðuneytisins 27. febrúar
1947). „Að endingu skal það
aftur tekið fram, að ef hið háa
Alþingi sjer sjer ekki fært, sbr.
áðurnefnt brjef mitt til f járveit-
inganefndar, að veita meira fje
á fjárlögum en umdæddar kr.
350.000.00, þá álít jeg að megin
áherslu beri að leggja á bygg-
ingu stefnu- og radiovita til
leiðsögu flugvjela. Hafa flugfje-
lögin og flugmenn lagt sjerstak-
lega áherslu á, að byggður verði
stefnuviti (fjögra leggja) á
Norðurlandi og þá væntanlega
helst á norðanverðum Skaga. —
Viti á þessum stað myndi jafn-
framt verða mjög mikið notaður
af skipum, ekki hvað síst síld-
veiðiflota vorum. Stofnkostnað-
ur slíks vita er áætlaður kr. 160.
000.00 og rekstrarkostnaður kr.
30.000.00 til kr. 40.000.00. Það
er því von mín að hið háa Al-
þingi sjá sjer fært að veita á
fjárlögum ársins 1947 fje til
nýrra framkvæmda á bessu
sviði og að neðangreind mann-
virki verði þá látin sitja í fyrir-
rúmi í þeirri röð, sem þau eru
talin njer:
1. Stefnuviti á Skaga áætlaður
stofnkostn. kr. 160.000.00.
2. Flugskýli og dráttarbraut á
Austfjörðum (væntanlega á
Reyðarf.) áætlaður stofn-
kostnaður kr. 380.000.00.
Til vara leyfi jeg mjer að fara
fram á, að veitt verði byrjunar-
tillag á þessa árs fjárlögum til
greindra mannvirkja". (Brjef
flumalstjóra til flugmálaráðu-
neytisins 11. mars 1947).“
Háttvirt Alþingi sá sjer ekki
fært að veita fje til stefnuvitans
á Skaga, en hinsvegar var sam-
þykkt að veita kr. 255.000.00,
sem oyrjunartillag til byggingu
flugskýlis og dráttarbrautar á
Austfjörðum.
Jóhannes Snorrason fullyrðir
1 sarnbandi við stefnuvitan á
Skaga, að flugmálastjórnin hafi
' fórum sínum og hafi haft um
langt skeið miðunarstöð, fjög-
urra leggja ,,radio-range“. Hvað
an Jóhannes hefur þessar upp-
lýsingar er mjer algerlega ó-
kunnugt um. Þegar ameríski
herinn var að flytja frá Kefla-
vík, var gerð fyrirspurn um,
hvort þar væri til slíkar miðun-
arstöðvar „radio-range“. Virtist
i fyrstu eftir þeim svörum, sem
íengust, að þessi tæki væru þar
til sölu. — Var verkfræðingi
Landssímans, Sigurði Þorkels-
syni, falið að athuga málið, og
fjekk hann að vita, að tveir
„radio,range“ væru þar á flug-
vellinum í kössum, en síðar var
honum tilkynnt að þeir væru
ekki til sölu, heldur ættu þeir
að notast í Nýfundnalandi. —
Hefði nú verið nær fyrir Jóhann
es að afla sjer betri upplýsinga
um málið áður en hann fór að
skrifa um þetta rjúka upp til
handa og fóta, aðeins að fengn-
um óábyggilegum sögusögnum.
Þá veitist J. Sn. að afgreiðsl-
unni í flugturninum. Er leiðin-
legt til þess að vita, að reyndur
flugmaður í ábyrgðarstöðu
skuli vera að stofna til óvináttu
milli „starfandi atvinnuflug-
manr.a“ og flugumíerðastjórn-
arinnar, ekki síst á þann hátt,
sem hann gerir í grein sinni. —
Mjer er kunnugt um það, m.a.
samkvæmt frásögn hans sjálfs,
hve lofsamlega erlendir flug-
menn tala um íslensku flug-
þjónustuna og að þeir telja
hana jafnvel eina þá ábyggileg-
ustu á Norður-Atlantshafi.
Oryggismálin og fiugvalla-
byggingar.
Það er einkennilegt að sjá að
J’. Sn. ruglar í grein sinni saman
öryggismálum og byggingu flug
valla Vissulega má til sanns
vegar færa, að hver nýr flug-
völlur veiti aukið öryggi með
möguleikum til fteyðarlending-
inga, en þeir eru sjaldnast til
þess gerðir að vera varaflugvell-
ir og þegar um það er að ræða
að gera fyrir takmarkað fje og
á takmörkuðum tíma, auknar
ráðstafanir í öryggismálum,
verður ekki hjá því komist, að
gera það á kostnað nýbygginga
flugvallá og jafnvel ýmsra end-
urbóta á flugvöllum og lendinga
stöðum, sem fyrii eru.
Hann álítur að flugmálastjóri
hafi átt að vera búinn að rann-
saka lendingaskilyrði á ótal
stöðum og að merkja eigi hvern
og einn brúklegan lendingar-
stað, yfir 500 m. langan og vind
pokar settir upp sem víðast. En
auk þess sem bæði er takmarkað
fje og tími fyrir hendi þá er það
einu sinni svo, að jafnvel þótt
ríkið eigi í hlut, getur það ekki
merk'. alla þá staði, sem því
þókn^st án samkomulags við
landeigendur, og óviturlegt að
hefja nokkrar framkvæmdir á
tilteknum stað fyrr en gengið
hefur verið frá afsali landsins
eða öruggum samningi um afnot
þess.
Melgerðisflugvöllurinn í Eyja
íirði var byggðu- sem hernaðar
flugvöllur af setuliðinu. Öllum
er það ljóst, og ekki síst J. Sn.,
að flugvöllur þessi er allt of
langl frá Akureyri til þess að
hann komi að lullum notum.
Athuganir hafa verið gerðar á
bví, á hvern hátt ódýrast væri
að lagfæra flugbrautina, þar til
ákvörðun væri tekin um nýjan
flugvöll í Eyjafirði, en þar sem
þetta verður aldrei framtíðar-
flugvöllur fyrir Akureyri, væri
brjálæði næst að ætla sjer að
fleygja hundruð þúsunda til lag-
færingar á honum, þar sem allir
eru óánægðir með legu hans.
Nýlega var gerð tilraun til þess
að bera sand á alla brautina (þá
malbikuðu). Þetta dugði í 2—3
daga, en sandurinn fauk svo út
í veður og vind. Aðgerð þessi
kostaði um 18.000.00 krónur. —•
Nýtt 7—8 cm. malbikslag, sem
vafasamt er að myndi bindast
Framh. á bls. 9