Morgunblaðið - 23.11.1947, Side 9

Morgunblaðið - 23.11.1947, Side 9
Sunnudagur 23. nóv. 1947 MORGmSBLAÐlÐ 9 Jj Svar tll Jóhannesar Snorrasonar flugmanns Framh. af bls. 8 því lagi, sem er í brautinni nú, myndi kosta um milljón krónur og dygði þó aðeins í fá ár. Eig- endur Melgerðismela hafa boðið melana til sölu, en verðið er að allra dómi of hátt og auk þess á því kvaðir, og á meðan ríkis- sjóður ekki á melana, er ekkert vit í því, að kosta til þeirra stór- 'fje, sem svo yrði að endurkaupa ef rr.elarnir yrðu keyptir, eins og ríkissjóður varð að gera, þeg ar landið undir flugvöllinn á Egilsstöðum var tekin eignar- námi. Stjórnarsandsflugvöllur. Stjórnarsandur við Kirkju- bæjarklaustur hefur aldrei þótt heppilegur fyrir neinar flugvjel- ar, og því síður fyrir Douglas DC-3. Flugfjelagið Loftleiðir raun fyrst hafa auglýst ferðir þangað á „Anson“ flugvjel fje- lagsins, sem tekur 8 farþega, og þá bregður svo við, að Flugfje- lag Islands auglýsir allt í einu ferðir þangað líka og notar til þess „Douglas DC-3 farþegaflug vjel, m.ö.a. það er fjelag J. Sn„ sem fyrst lendir þar með stóra flugvjel, og vegna þess, að flug- f jelagið hafði lent þar, var þessi lendingarstaður tekinn með í skýrslu til blaðanna. Það er margt sem veldur því, að ekki hefur verið hafist handa um lag Xæringu á Stjórnarsandi. — í fyrsta lagi er það ætlun Klaust- ursbræðra að veita Skaftá yfir sandinn til þes að græða hann upp. Til þess að það sje hægt, er ætlunin að hólfa sandinn í reiti með lágum görðum svo á- veituvatnið renni ekki burtu. í öðru iagi er ekki hægt að valta þennan sand svo að gagni komi, íreKar en aðra foksanda og ætti J. Sn. að kynna sjer ofurlítið betur, hvernig aðstæður eru á þessum stað, áður en hann fer að íullyrða um ágæti sandsins. Eða hefur J. Sn. máski aldrei komið að Kirkjubæjarklaustri ? Melatangi í Hornafirði. Melatangi í Hornafirði er einn af þeim fáu stöðum, sem eru hæfir til lendingar fyrir stórar farþegaflugvjelar (t.d. DC-3), frá náttúrunnar hendi. Mjer er þó' nær að halda, að Jóhannes hafi aldrei .komið þangað, eða er honum ekki kunnugt um það, að lengd norður-suður brautar- innar takmarkast í suðri - aí sjálfu Norður-Atlantshafinu og í norður af Hornafjarðarlóninu. Og hvað heldur hann að muni kosta að lengja þá braut, sem þannig er ástatt með, auk þess sem örsjaldan þarf að nota hana þar ::em vindur stendur \ nær öllum tilfellum eftir hinum tveim brautum, sem þarna eru merktar? — Flugmálastjórnin ljet merkja allar þrjár brautirn- ar seinnipartinn 1 sumar og eru allir þeir flugmenn, sem jeg hefi átt tal við og þangað hafa flogið mjög ánægðir með völlinn. Hitt er aftur á móti rjett, að vind- poka og stöng vantar þar nú sem stendur. Hvað völtun flugbraut- ánna viðvíkur þá eru nú aðstæð- ur á Hornafirði þannig, að ó- mögulegt er að flytja þangað þung vinnutæki, svo sem valt- ara og dráttarvjelar, en án þungra tækja er þýðingarlaust að valta brautirnar. Reynt mun þó verða að steypa valtara á staðnum, en verklega aðstoð er erfitt að fá á Hornafirði. Legufæri sjóflugvjela. Það sem J. Sn. skrifar um legufæri þau fyrir sjóflugvjelar, sem sett hafa verið niður víða um land, ber vott um mikið þekkingaríeysi hans á því máli, sem öðrum, er grein hans fjallar um. Þar sem sýnt þótti, að niðursetning legufæranna og viðhald myndi hafa talsverðan kostnað í för með sjer, var bæj- arstjórnum og hreppsfjelögum úti á landi skrifað og þeim boð- ið, að fá legufærin með því skil- yrði, að þau aðstoðuðu við að koma legufærunum fyrir, lán- uðu bát og menn, endurgjalds- laust, en flugmálastjórnin legði til mann frá sjer, sem hafði kynt sjer niðursetningu þeirra. Tóku allir aðilar, er leitað var til, vel í þetta mál (að undanskildri bæjarstjórn Sigluf jarðar, sem enn hefur ekkert látið til sín heyra). Um það hvar á landinu' legufærunum yrði komið fyrir, var höfð fyllsta samvinna við bæði flugfjelögin hjer, Flugfje- lag íslands h.f. og Loftleiðir h.f. og algerlega farið eftir óskúm þeirra. Á hverjum stað, þar sem legufærum var komið fyrir varð auðvitað að hafa samvinnu við viðkomandi hafnaryfirvald, því vitanlega verður að taka tillit til skipa og báta á hverjum stað, og ganga þannig frá hlutunum, að legufærin trufli ekki ferðir á sjó. Það er rjett að einn af starfs- mönnum Flugf jelags Islands var fenginn til þess af flugmála- stjórninni, að koma legufærum fyrir á nokkrum stöðum á Aust- fjörðum, eyddi hann sumarfríi sínu í þetta og fjekk fulla borg- un fyrir. Flugmálastjórnin hafði þá ekki mann til þessa verks, og þar sem kunnugt var, að þessi starfsmaður Flugfjelagsins var mjög vel til þess fallinn að vinna verk þetta, náðist samkomulag við hann að hann tæki þetta að sjer. Ljósprammar. Um ljósprammana skal jeg taka fram að prammar þessir, sem reyndar eru litlir bátar með einu mastri, voru boðnir til sölu af breska setuliðinu. Voru þeir í kössum og höfðu aldrei verið , taldir nothæfir hjer. Mr. Pringle sem dvaldi hjer á vegunf R.A.F. sem yfirmaður sjóflugdeildar hersins, upplýsti, að tæki þessi væru algerlega gagnslaus og ekki-yrði kostað upp á flutning á þeim til Englands. Vissi flug- málastjórnin síðan ekkert um tæki þessi eða hvað af þeim varð. Fyrir ca. þremur vikum upplýstist að bátar þessir höfðu lent í skúr, er Flugfjelag ís- lands h.f. hefur haft til afnota á flugvellinum. Það er þá fyrst nú, að ganga má út frá því, að flugvöllurinn eigi báta þessa. Má nú ganga úr skugga um, hvort bátar þessir eru nothæfir, en illa lýst mjer á, að hentugt reynist að nota þá hjer, auk þess sem hjer er aðeins um eina ís- lenska sjóflugvjel aö rœöa, og yrðu lendingagjöld á sjó senni- lega að hækka töluvert frá því sem nú er, ef halda yrði dýrum mönnum til taks að koma bát- um þessum á flot í þau örfáu skifti, sém sjóflugvjelin lendir eftir að dimma tekur. Aftur á móti er ávalt til taks hraðskreiði báturinn, sem áður hefur verið bent á og búinn er Ijóskastara, ef óskaö er eftir honum í tima, en slíkt er hægurxvandi fyrir Catalina-flugbátinn, þar sem hann er búinn hinum fullkomn- ustu og langdrægustu loftskeyta tækjum og heíur fastan loft- skeytamann. Menntun flugmanna. J. Sn. virðist ekki skilja, hvaða rjettindi sá flugmaður öðlast, sem að afloknu prófi vestanhafs eða í Bretlandi fær skírteini til atvinnuflugs (Commercial Pil- ot). Rjettindi þessi veita flug- mönnum heimild til að fljúga með farþega fyrir borgun, þ. e. a. s, til óreglubundins atvinnu- flugs á þeim flugvjelum, er þeir hafa rjettindi til að stjórna. Sjálfur greinarhöfundurinn Jóhannes Snorrason fjekk þessi rjettindi í Kanada að afloknu prófi, alveg sömu rjettindin og þeir flugmenn hafa, sem undan- farið hafa komið frá Bandaríkj- unum og Bretlandi. Að afloknu prófi bauðst honum ásamt tveim öðrum íslenskum flugmönnum sem útskrifuðust um líkt leyti, atvinna hjá kanadiska flughern- um, sem flugkennarar. Hefði nú ekki þannig viljað til, að styrjðld stóð yfir, er þeir útskrifuðust og þeir þess vegna fengið atvinnu við flugkennslu, þá hefðu allir þessir menn kom- ið heim til Islands að námi loknu með h. u. b. 150 klst. og auðvit- að farið fram á að fá íslenskt skírteini til atvinnuflugs, sem þá heimilaði þeim að fljúga með farþega fyrir borgun „hvert á land sem er“. Býst jeg við að þeir hefðu ekki sætt sig við að neinar takmarkanir hefðu verið settar á hvert þeir mættu fljúga. Jeg get fullvissað J. Sn. um, að jeg er þeirrar skoðunar, að flugtími sá, er flugmenn koma með heim að námi loknu er síst of mikill, og er sjálfsagt að þeir menn, er byrja að starfa hjá| flugfjelögunum í reglubundnu atvinnuflugi sjeu látnir fljúga sem aðstoðarmenn sem allra lengst til þess að fá sem besta æfingu. En hvað um hina, sem ekki fá atvinnu, að loknu dýru flugnámi? Sumir þeirra hafa upp á eigin spýtur keypt sjer flugvjelar og taka að sjer flug- kenslu og leiguflug. Hvernig eiga þeir að fara að því að bæta við flugtíma sinn? Heldur J. Sn. að þeir öðlist nokkura verulega reynslu með því að fljúga hring- inn í kringum flugvöllinn í Rvík klukkutímum saman, eða hvern- ig fór J. Sn. að því að fá sína reynslu í flugi hjer heima? Áuð- vitað með því að fljúga um land- ið þvert og endilangt, og hann lenti áreiðanlega á mörgum stöðum á landinu án þess að hafa komið þar áður með öðr- um flugmanni. J. Sn. virðist sjá ofsjónir yfir því, að flugmálastjórnin hefur eignast flugvjel, útbúna full- komnum loftskeyta- og blind- flugstækjum, í stað þeirrar „litlu hentugu flugvjelar" eins og J. Sn. orðar bað, er keypt var frá Bretlandi fyrir tilstilli flugmálaráðunauts ríkisins 1944 Hinni nýju fullkomnu og geysi- verðmætu flugvjel flugmála- stjórnarinnar, sem þó fjekkst fyrir sama verð og litla vjelin var seld á, eru ætluð mikilvæg verkefni til bætts öryggis í flug- málum okkar. Flugmálastjórnin festi kaup á tveim „Link Train- ers“ og hefur anhað tækið þegar verið tekið í notkun og er í gangi alla daga, fil þess að þjálfa flug- menn í blindflugi. Sökum þess, hve hin nýja flugvjel flugmála- stjórnarinnar er vel búin öllum tækjum til æfinga í blindflugi, verður flugmönnum þeim, er þess óska, gefinn kostur á að fá hana leigða til slíkra æfinga- fluga að „Link-námi“ loknu og til þess að viðhalda blindflugs- rjettindum sínum. Það er álit mitt, að flugvjel þessi sje betur komin í höndum flugmálastjórn- arinnar, notuð til framan- greindra hluta, heldur en að ganga kaupum og sölum milli flugskóla og einkaflugmannanna fyrir hækkandi verð, eins og átt hefur sjer stað með margar flug vjelar, sem upprunalega fengust fluttar til landsins til flug- kenslu. Um fullyrðingar Jóhann esar um að litla flugvjelin, sem flugmálastjórnin seldi, sje búin loftskeytatækjum, sem gera sama gagn og í hinni nýju flug- vjel, þá þori jeg óhikað að leggja það undir dóm hvers ílugmanns að dæma um hvort þetta sje rjett. „F. í. A.“ Svargrein mín til J. Sn. er nú orðin nokkuð lengri en ætlast var til í byrjun, en það er með öllu óhæft að láta slíka grein eins og J. Sn. óátalda. Ef hann í fullri alvöru álítur að greinar sem þessar verði til þess að koma á samvinnu milli flugmála stjórnarinnar og „starfandi at- vinnuflugmanna“ eins og hann orðar það, þá fer hann villur vegar. Síðastliðinn vetur var stofnað hjer í bæ Fjelag ísL atvinnuflugmanna ;,F. í. A.‘‘. Vandlega var þess gætt, að eng- ir aðrir en „starfandi atvinnu- jflugmenn“ gætu haft þar at- kvæðisrjett. Kom í ljós á stofn- fundi fjelagsins að atvinnuflug- menn töldu sjer og fjelagsskaþ sínum mundi stafa hætta af þvi, að fjórir elstu fíugmennirnir hjer á landi fengju inntöku og óskert fjelagsrjettindi i f jelag- inu. Hvers var að óttast frá þeirra hálfu? Var f jelagsskapur inn fyrst og fremst til þess að starfandi atvinnuflugm. kæmu I fram ákveðnum sjerhagsmuna-1 málum sínum eða hvað ? Ætlaði | f jelagið ekki einnig að bera J fram tillögur til úrbóta í „ör- yggismálum“ flugsir.s og ræða við flugmálastjórnina um ýms þau mál, er hinir reyndu „starf- andi atvinnuflugmenn" höfðu fundið að iagfæra þurfti? Ekk- ert hefur he.yrst frá þessu fje- lagi í þessa átt, en bágt á jeg með að trúa því að nokkur fje- lagsmannanna eigi þátt í þessu frumhlaupi formanns fjelagsins, Jóhannesar Snorrasonar. Hin öra framþróun í flugmál- um okkar íslendinga síðustu tvö árin sýnir, að við erum á franv* fara leið með flugmál ökkar, og það er augijóst mál, að ölíu verður ekki kippt í lag í einu vetfangi. Verkefni eru mörg og með samvinnu allra hlutaðeig- andi aðila, flugfjelaganna, f lug- mannanna og þeirra er fara með yfirstjórn ílugmálanna, náum við settu marki, en ekki með því, að.éina til óverðskuldaðra árása, sem verða til þess eins að fjarlægja þá menn, er helst eiga að vinna saman. Reykjavík 5. nóv. 1947. Sigurður Jónsson. Framh. af bls. 1 verða g'ereydd, brend og alger- lega ótoyggileg. Vera kan.n að öllu Mfi verðj útrýmt. Em verði ‘einhverjir ef.tir uppistamdaiuli, þá verða þeir á sama stigi, eins og mannkynið var fyrir þús- und árem. Framleiðsla þeirra, sem cft- irlifa, verður ekki hægt að líkja •wið núverandi iðnframleiðstu manna. Nýlega birtu nokkrir menn grein um áhrif kjarnorkustyrj- aldar, er vissu hvað þeir sungu. Þeir lýstiui því, að með 12—20 kjamoirkusprenigjum væri hægt að þurka út alt líf í Banda- ríkjununi ekki aðeins mönnum og dýrumi, toeldur líka öilum gróðri. Engin önm'ir leið er t«1, en :ú, að komast hjá styrjöld.' Rússar lhafa varla sprengjima enn, Er prófessorinn var að því spurður hvort hSr.n liti svo á, að Rússar h'efðu komið sjer upp kjarnorkusprengjum, sagði hann, að það vær; hans álit, að svo værj ekki. Hann kvaðst byggja þessa skoðun sína á því, áð svo mikl- um þyrfti að koma upp, til þess að hægt sje að hefja framleiðsl- una. Þessj undirbúningur gæti naumast. tekið skemri tíma* on þrjú ór. Svo hanr, byggist ekki við að Rússar hefðu koroið þessn í kring. hjá sjer fyrr en að ári. (Ur Pohtikén). REPUELIKANAR í öldunga- deild Bandaríkjaþings tilkyntu í dag, að frumvarpið um 597 miljón dollara bráðabirgðaað- stoð til handa Frökknm, ítölum og Austurríkismönnum mundi verða tilbúið fyrir næstkomandi niiðvikudagskvöld. Fjárveitinga nefnd deildarinnar fær frura- varpið þá t:il meðferðar, e.n þar er búist við skjótri afgreiðslu þess. Eugcne Milken, formaður fjár veitinganefndar, hefur tjáð frjettamönhum, að ekkert bendi til þess, að neinir stórvægilegir hlutir komi til með að teíja fyrir endanlcgri afgreiðslu aðstöðar- innar. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.