Morgunblaðið - 27.11.1947, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.11.1947, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 27. nóv. 1947 MORGVNBLAÐIÐ l FERÐAFJELAG ÍSLANDS 20 ÁRA Hefur unnið þjóðnýtt starf FERÐAFJELAG ISLANDS verð- ur í dag 20 ára. Það var stofnað 27. nóv. 1927. Stjórn þess hefir alltaf verið vel skipuð og hafa forsetar jafnan verið hinir mæt- ustu menn. Fyrsti forseti fjelags- ins var Jón Þorláksson borgar- stjóri, en aðrir forsetar hafa ver- ið þeir: Björn Ólafsson stórkaup maður, Gunnlaugur Einarsson iæknir, Jón Eyþórsson veðurfræð ingur og hin síðustu ár Géir G. Zoega vegamálastjóri. A stofn- fundi voru skráðir 63 fjelags- menn og teijast þeir stofnend- ur þess. Aukin þekking á Iandinu Tilgangur fjelagsins hefir jafn- an verið að stuðla að ferðalög- um á Islandi, vekja áhuga lands- manna á þeim, sjerstaklega til þeirra landshluta, sem almenn- ingi eru lítið kunnugir, en eru fagrir og sjerkennilegir. Þá að beita sjer fyrir byggingu sælu- húsa í óbyggðum, stærri og full- komnari en tíðkast hefur. Einnig að gefa út ferðalýsingar um ýmsa staði, gera uppdrætti og leiðar- vísa, gefa út bæklinga og ritlinga Sæluliús í Kerlingartjollum Jón Þorláksson fyrsti forseti fjelagsins. varðandi ferðalög. Þá var lika til- gangur fjelagsins að gangast fyr- ir að ruddir sjeu og varðaðir fjallavegir og þeim haldið við. Kynna fólki jarðfræði landsins, jurtaríki og sögu ýmsra merkra staða. Hvernig hefur svo Ferða- fjelaginu tekist að framkvæma hugsjónir sínar? Skemmtiferðir Fyrsta skemmtiferðin mun hafa verið farin 21. apríl 1929, út á Reykjanes og næsta ferð 20. maí sama ár, gönguferð á Hengil með 56 börn úr efstu bekkjum barnaskólans. Á árinu 1930 fjellu skemmtiferðir niður. Sumarið 1931 voru farnar 5 ferðir og síðan hefur verið farið á hverju sumri fjöldi skemmtiferða, og oftast yf- ir þúsund manns á hverju sumri. Á undanförnum árum hafa verið farnar margar ferðir inn í óbyggðir og má þar nefna Arnar- vatnsheiði, Þórisdal, Þjófadali, Hvitárvatn, Hveravelii, Kerling- arfjöll, um Kjalveg norður í Skagafjörð, í Nauthaga, að Arn- arfelli hinu mikla, í Þórsmörk, í Landmannahelli og Laugar, til Veiðivatna eystri, Fjallabaksleið- ina nyðri og austur að Laka- gígjum. Þá mætti nefna nokkra staði í byggðum landsins, t.d. íljórsárdal, Fljótshlíð, undir Eyjafjöll, austur á Síðu og Fljóts- hverfi, Öræfi og Hornafjörð. Austur á Fljótsdalshjerað um Möðrudalöræfin, í Axarfjörð áð Dettifossi og Ásbyrgi, í Mývatns- sveitina, Eyjafjörð, Skagafjörð (Hólar í Hjaltadal), um Iiúna- vatnssýslur, Hornstrandir, Vest- firði, Barðaströnd, Breiðafjarðar- eyja, Dali, um Snæfellsnes,. Mýra- og Borgarfjarðarsýslur, oft gengið á Raulu og TröIIa- kirkju, þá ferðast um Hallmund- arhraun og skoðaðir hellarnir. Gengið hefur verið á nafnkennd fjöll og jökla, svo nokkuð sje nefnt, Snæfellsjökul, Skarðsheiði, Þyril, Botnssúlur, Ármannsfell, Hrafnabjörg, Skjaldbreið, Ok, Langjökul, Hlöðufell, Bjarnar- fell, Hagafell, Jarlshettur, Kerl- ingafjöll, Heklu, Loðmund, Tinda fjallajökul, Eyjafjallajökul og á Öræfajökul. Á vegum Ferðafje- lags Akureyrar hefur verið farið til Dyngjufjalla, í Öskju, i Herðu breiðarlindir og gengið á Herðu- breið. Margar ferðir hafa verið farnar um nágrenni Reykjavíkur, t.d. gönguferðir á Esju, Skálafell, Mosfell, Reykjaborg, Grímanns- fell, Úlfarsfell, Hengil, Vífilsfell, Bláfjöll og margsinnis ferðast um Reykjanes-skagann og fjöldi ann ara ferða, sem of langt væri upp að telja. Fararstjórar eru venjulega kunnugir í þeim landshlutum, sem íerðast er um, og leitast við að gefa fólki upplýsingar um það sem fyrir augu hefur borið. 7 sæluhús í óbyggðum Fyrsta húsið var byggt í Hvítár nesi árið 1930, svo voru byggð sæluhús í Kerlingafjöllum (1937) Hveravöllum (1938) Þjófadölum (1939) og við Hagavatn (1942). Þá var keyptur hermannaskáli norður í Brunnum við Kaldadals- veg (1944) og loks byggt mjög vandað sæluhús við jökulrönd Snæfellsjökuls. Húsin eru öll vel úr garði gerð og vistleg. Verð- mæti húsanna er að minnsta kosti 150 þús. krónur og á þeim hvíla engar skuldir. Fjelagið hyggst að halda áfram sæluhúsabyggingum á næstu árum. Á undanförnum árum hefur fólk í þúsundatali gist í húsunum, enda er bílfært að þeim öllum, nema að Snæfells- nes- og Þjófadalshúsunum. Virð- ast húsin hafa mikið aðdráttar- afk Fljótshhð, Þórsmörk og Eyja- fjöil. 1932 Snæfellsnes. 1933 Fjallabaksleið, nyðri. 1934 Þing- eyjarsýsla, Mývatn. 1935 Vestur- Skaftafellssýsla. 1936 Nágrenni Reykjavíkur (Landnám Ingólfs) 1937 Austur-Skaftafellssýsla. 1938 Eyjafjörður. 1939 Fuglabókin. 1940 Sæluhús og Veiðivötn, eystri. 1941 Kelduhverfi, Tjör- nes. 1942 Kerlingárfjöll. 1943 Kristján Skagfjörð framkvæmdarstjóri. Ferðaþættir. 1944 Fljótsdalshjer- að. 1945 Hekla. 1946 Skaga'jörð- ur Árbók fyrir yfirstandandi ár mun koma út fyrir hátiðirnar. fjallar hún um Dalina og skrifuð af Þorsteini Þorsteinssyni, sýslu- manni. Verður það 20. árbók fje- lagsins. Flestar árbækurnar eru uppseldar, enda voru upplögin lítil meðan fjelagið var fámennt. En vegna þess, hve f jelagið hefur vaxið hröðum skrefum, verður ekki hjá þvi komist, að prenta upp aftur hinar eldri árbækur þess. Rúmir 6000 fjelagar Eins og áður er getið, voru stofnendur fjelagsins taldir 63, en síðan hefur fjelagatalan aukist, sem hjer segir: ferðatækja vakti mikla athygli, enda var tilætlunin að leiðbeina fólki um viðleguútbúnað. Sýnd- ar voru 450 ljósmyndir af 50 sýn- endum og voru veitt þrenn verð- laun í tveim flokkum. Sóttu sýn- inguna rúml. 5000 manns. Þá hjelt fjelagið Ijósmyndasýningu dagana 21. til 23. mars 1937, í tilefni af 10 ára afmæli sínu. Voru sýndar um 500 ljósmvndir af h. u. b. 50 mönnum. Þá var líka sýndur ferðaútbúnaður frá Guðmundi í Miðdal og Tryggva Magnússyni. Voru veitt 15 verð- laun og sóttu sýninguna nokkuð á fjórða þúsund manns. I tilefni af'20 ára afmæli sínu hjelt fjelagið ljósmynda- og ferða sýningu í haust i Listamannaskál anum, dagana 19.—30. september. Sýndar voru nærri 400 ljósmynd- ir af 25 sýnendum. Guðmundur frá Miðdal sýndi ferðaútbúnað Fjallamanna og Steinþór Sigurðs son sýndi motorsleða og annan ferðaútbúnað úr leiðangri þeirra fjelaga sumarið 1946 á Vatna- jökli. Veitt voru mörg verðlaun, samtals í peningum kr. 12.600.00. Vönduð ljósmyndavjel og margar bækur. Sóttu sýninguna rúml. 6000 manns. Einn daginn sóttu sýninguna (28. sept.) 1508 manns. Sýnt var tiald með öllum við- leguútbúnaði og ferðaútbúnaður landpóstanna Núverandi stjórn ferðafjelagsins Starfandi deildir í Ferðafjeiagl íslands eru á: Akureyri, Húsavík og Vestmannaeyjum og Fjalla- menn, sern hafa byggt tvo vand- aða fjallaskála á Fimmvörðuhálsi og Tindafjallajökli. Stjórn Ferðafjelags íslanda skipa nú: Forseti: Geir G. Zoega, vegamálastjórí. — VaraforSeti: Pálmi Hannesson, rektor. Með- stjórnendur: Gísli Gestsson, bankafulltrúi, Guðm. Einarsson, myndhöggvari. Helgi Jónasson frá Brenhu Jón Eyþórsson, veður fræðingur. Kristján Ó. Skag'jörð stórkaupmaður. Lárus Otiesen, kaupmaður. Þorsteinn Jósepsson, rithöfundur, Jóhannes Kolbeins- son, trjesmiður. Hallgrímur Jón- asson, kennari. Framkvæmdarstjóri og gjald- keri fjelagr ,s er Kristján O, Skagfjörð, stórkaupmaður. Steinþór Sigurðsson mag. sci- ent er ljest 2. þ. m., var varafor- seti fjelagsins, en í hans stað var kosinn Palmi Hannesson rektor. Ný bókmesita fel [|iisiliig Helf . Geir G. Zoega núvcrandi forseti fjelagsins. Að tilhlutun Ferðafjelagsins hafa verið gefnar út margir upp- drættir af íslandi og hin síðari ár hefur fjelagið sjálft annast út- gáfu aukna og endurbætta. Leið- arlýsing frá Reykjavík til: Akur- eyrar með myndum, er mjög þarfur ritlingur ritaður af Stein- aóri Steinþórssyni, menntaskóla- kennara. Árbækurnar — landslýsingar Þá eru þjóðkunnar árbækui Ferðaf jelagsins og rnunu vera taldar með merkavi bókurn, sem eru úígetnar hjer á lar.di. Þær fiaile um þessi efni: Árbók 1928 Þjórsárdalur. 192J Kjalvegur. 1930 Þingvellir. 1931 Árið 1928 386 fjelagsmenn — 1929 540 — — 1930 649 — — 1931 759 — 1932 750 — — 1933 902 — — 1934 1010 — — 1935 1180 — ' — 1936 1500 — — 1937 2141 — 1938 2372 — — 1939 2802 — — 1940 3008 — 1941 3679 — — 1942 4100 — — 1943 4247 — — 1944 5100 — — 1945 5764 — — 1946 5945 — Besfu uppiesarar lesa sifur, æfinfýri ogkvæði. BÓKMENTAKYNNING Helgafells heíur vakið mikla og mak- lega athygli í bænum. Bæði skiftin, sem lesið hefur verið upp, hefur hinn stóri salur í Austurbæjarbíó verið þjettskipaður hrifn- um og þakklátum áheyrendum. Er nú svo komið að fjöldi manns hlakkar til helgarinnar vegna þessara ágætu skémtana. Nú boðar Ilelgafell nýja upplestra, sem aðallega eru ætlaðir börnum á aldr- inum 7—12 ára, þó öllum eldri sem yngri sje heimill aðgangur. Efnið, sem lesið verður upp, er úr nýrri og mjög nýstárlegri út- gáfu Helgafells, sem nefnist „Jólabókin'* og sem mun eiga að koma framvegis út fyrir hver jól. Hefur Sigurjón Jónsson, læknir t----------------------------- að mestu valið efnið, sem er „það i um Vellýgna-Bjarna". Arndís sem þeir, sem nú eru 30 60 ára | Björnsdóttir les hina alkunnu 1 Þv 1' Vfrvvvll V-\ /w w4 4 h O /\ ___ Nú er fjelagatalan komin jpp i 6180. Ekkí eru taldir aðrir en gild ir fjelagsmenn, er hafa greitt árs- gjöld sín. Ferðafjelagið hjelt ferðatækja- og Ijósmyndasýningu dagana 18. febr. til 5. macs árið 1933, er var gerður góður rómur að. Auk þesS voru sýnd öll kort er herforingja ráðið hafði gert af íslandi og allir uppdrættir fslands, eldri og yngri, sem til náðist, — Sýning lásu þegar þeir voru börn“. Það er kánske mjög eðlilegur hlutur, að þeim sem nú eru komnir á þann aldur, finnist bækurnar, sem alment eru ætlaðar börnum núna, sjeu léiðinlegar og ljelegar bókmentir, og langi til að ná í sínar bækur. Hvað sem til er í því, er víst, að það er mikill og góður fengur að foreldrar geta nú lesið fyrir börnin sín það, sem lesið var fyrir þá og þeir lásu, er þeir voru á aldri barnanna sinna, og geri þeim auðveldara að verða aftur stundarkorn að börnum .með krökkunum sínum.- Bestu upplesarar Upplesarar verða í þetta sinn Helgi Helgason, hinn gamalkunni og ágæti leikari, Arndís Björns- dóttir, leikkona, Lárus Ingólís- son, leikari og uppáhalds barna- upplesari útvarpsins sjera Frið- rik Hallgrímsson. Lesnar verða dýrasögur, Kettirnir og apinn og Ljónið og Androkles, sem allir þekkja úr Lestrarbók Þórarins Böðvarssonar og hin ógleyman- lega, fagra saga Þorgils Gjallanda „Kýr tárfellir", sem án efa er ein fallegasta saga, sem skrifuð hefur verið á íslensku. Þá kemur gaman og alvara Lárusar Ing- ólfssonar: Sagan „Strik í reikn- inginn“, sem einnig er í Lestrar- bók Þórarins Böðv. og þjóðsög- urnar „Átján barna faðir i Álf- heimum“, „Kerling vill hafa nokk uð fyrir snúð sinn“ og „Úr sög- sögu um Georg Washington, Bandaríkjaforseta „Sannleiksást” og kafla úr skáldsögu Jóns Thor- oddsen, Piltur og stúlka. Er það kaflinn „Hjásetan" og er ein þjóð legasta sveitalífslýsing í íslensk- um bókmentum og eins og skrif- uð fýrir börn. Helgi Helgason les kvæðin: Ekkjan við ána eftir Guðmund á Sandi, Komum, tín- um berin blá og gamla, alkunna vögguþulu. Ennfremur les hann áður en upplesturinn hefst „Is- land öðrum skorið“ eftir Eggert Oiafsson, og að loknum-upplestr- unum Ó, guð vors lands. Til ágóða fyrir barnaspítalann. Upplesararnir, aðrir en Helgi, lesa sitjandi. Er það gert til þess að minna börnin á að verið er að segja þeim sögu, en ekki að láta þau ganga undir próf. Hefur ver- ið komið fyrir í húsinu mjög full- komnum gjallarhornum um sal- inn, svo upplesararnir geti lesið eins og þeir sætu í venju'egri baðstofu. Jólabókin, sem lesið er upp úr, mun vera væntanleg í bókabúðir fyrir helgina, svo þau börn, sem óska, geti lesið sjálf sögurnar, áður en þær eru lesnar. í bókinni eru hvorki meira nje minna en 75 sögur, kvæði og vísur eg er bókinni skift í kafla: Gamansög- ur, dýrasögur o. s. frv. og hefur Halldór Pjetursson hinn vinsæli Frh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.