Morgunblaðið - 27.11.1947, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 27. nóv. 1947
mAnadalur
Sl áídóafla eptir J}ach cJdondon
4-
66‘ dagur
„Sama er mjer“, saglði Billy,
„en þá misti jeg meðvitund.
Þegar jeg rankaði við aftur, þá
stóðu þeir Bud, Anson og Jack-
son yfir mjer og voru að ausa
yfir mig vatni úr brynninga-
trogi. Og svo ljekum við á blaða
snáp, sem bar þar að, og urðum
allir samferða heim“.
Bud Strothers lyfti upp hend
inni og sýndi að skinnið var
farið af hnúunum.
„Blaðamaðurinn vildi endi-
lega komast í kast við hann
þennan“. sagði hann við Billy.
„Þess vegna varð jeg ykkur við
skila í níundu götu og náði ykk
ur ekki aftur fyr en í sjöttu
götu“.
Nú kom Hentley Iæknir og
rak mennina út. En þeir biðu
fyrir utan á meðan hann batt
um Billy, til þess að ganga úr
skugga um það að hann hefði
ekki slasast meira. Þegar þeir
vissu að svo var ekki fóru þeir.
En inni í eldhúsi þvoði læknir-
inn sjer um hendurnar og gaf
Saxon ráðleggingar. Þegar hann
var að þerra hendur sínar tók
hann að smásnugga og gaf elda
vjelinni hornauga. Þar kraum-
aði í ofurlitlum potti.
„Skelfiskur?“ sagði hann.
„Hvar hafið þjer keypt hann?“
„Jeg hefi ekki keypt hann“,
sagði Sáxon. „Jeg náði í hann
sjálf“.
„Ekki þó niðri í fjöru?“,
sagði hann.
„Jú“.
„Fleygið þjer honum undir
eins. Hann er banvænn — full-
ur af taugaveikissýklum. Jeg
hefi núna þrjá taugaveikis-
sjúklinga og þeir hafa allir
fengið veikina af því að eta
skelfisk úr fjörunni“.
Þegar hann var farinn fleygði
Saxon skelfiskinum. Hjer er
ein ákæran enn gegn Oakland,
hugsaði hún. Oakland er gildra
og hún sýkir þá, sem hún getur
ekki svelt í hel.
Svo gekk hún inn til Billy.
Hann sagði:
„Þetta er ærið nóg til að gera
mann að drykkjumanni. Hef-
irðu nokkurn tíma heyrt getið
um annað eins óhapp? Jeg hefi
gengið óbrotinn úr öllum hnefa
neikunum — en nú — báðir
handleggir mölbrotnir“.
„Þetta hefði getað farið ver“,
sagði Saxon og reyndi að brosa.
„Hvernig hefði það svo sem
átt að fara ver?“ spurði hann.
„Þú hefðir getað hálsbrotn-
að“.
„Það hefði ekki gert mikið
til. Nei, jeg vil að þú segir mjer,
Saxon, hvað verra hefði getað
hent“.
„Það er mjög auðvelt að
svara því“, sagði hún. _
„Hvernig?“
„Hefði það ekki verið þúsund
sinnum verra, til dæmis, ef þú
hefðir tekið ákvörðun um það
að vera áfram hjer í Oakland,
þar sem þetta gæti komið íyrir
aftur á hverri stundu?“
„Mjer er sem jeg sjái mig
uppi í sveit og eiga að stjórna
plóghestum með þessum brotnu
pípum“, sagði hann.
„Hentley læknir sagði að
beinpípurnar yrði sterkari um
brotin en áður eftir að þær eru
grónar“, sagði hún. „Og þú
veist það sjálfur að þetta er
satt, þegar um þverbrot er að
ræða. En nú skaltu leggja aftur
augun og fara að sofa. Þú ert
ekki með sjálfum þjer og þess
vegna þarftu að hafa hvíld og
næði“.
Hann lokaði augunum eins
og þægt barn og hún stakk
hendinni undir kollinn á hon-
um.
„Æ, þetta er gott“, sagði
hann. „Hönd þín er svo svöl og
góð — eins og þú ert öll, Sax-
on. Þú ert eins og kvöldblærinn
þegar hann kemur inn í her-
bergi þar sem hitasvækja er“.
Hún sat þannig nokkra stund
og svo fór hann að hlæja.
„Að hverju ertu að hlæja?“
spurði hún.
„Ekki svo sem að neinu. Jeg
var bara að hugsa um þessa
hálfvita. sem fóru svona með
— mig, sem hefi lumbrað á
fleiri verkfallsbrjótum en jeg
fæ tölu á komið“.
Billy var í Ijettara skapi þeg
ar hann vaknaði um morgun-
inn. Saxon heyrði fram í eld-
hús að hann var farinn að raula.
„Nú kann jeg nýtt lag, sem
þú hefir aldrei heyrt“, sagði
hann þegar hún færði honum
morgunkaffið. „En jeg man
ekki vísuna, aðeins viðlagið.
Hún er um gamlan bónda, sem
talar við flæking, sem vill gift
ast dóttur hans, Mamie, stúlk-
an sem Bill Murphy var mest
með áður en hann giftist. söng
þetta oft. Þetta er mjög átak-
anlegur söngur, og Mamie fór
altaf að gráta þegar hún söng
hann. Viðlagið er þannig — þú
verður að minnast þess að það
er sá gamli sem talar“.
Og svo söng hann hátíðlega,
en svo ramfalskt að það var
hryllilegt:
Ef þú sýnir henni Helgu
hógvært geð,
skaltu hljóta bæði bæ
og bústofn með,
svín og kýr
og hesta og hunda,
hrúta, ær og fiðurfjeð.
„Þetta rifjaðist upp fyrir
mjer þegar jeg fór að hugsa um
kvikmyndina, sem við sáum í
gær“, sagði hann. „Sjerstaklega
fiðurfjeð — allir blessaðir litlu
kjúklingarnir. Við skulum líka
einhvern tíma eignast kjúkl-
inga góða mín“.
„Og dóttur“, sagði Saxon.
„Og þá mun jeg vera alveg
jafn mikill asni og gamli bónd
inn og segja hið sama við kaupa
manninn”, sagði Billy. „Það er
ekki svo ákaflega lengi verið
að því að koma upp fullorðinni
dóttur“.
Saxon tók nú ukulélen, sem
hún hafði ekki snert langa
lengi, og stilti strengina.
„Jeg kann líka söng. sem þú
hefir aldrei heyrt, Billy“, sagði
hún. „Tom syngur hann oft.
Hann lagar svo mikið, til að
verða bóndi, en Sara má ekki
heyra á það minst“.
Svo söng hún og ljek undir:
Við skulum eignast eigið bú
og eiga bæði hest og kú,
og jeg skal mjalta og
hænsni hirða
en hann skal sá og plægja
og girða.
„Þú ætlast til þess að jeg sjái
einn um það að plægja“. sagði
hann. „En syngdu nú „Uppsker
una“. Það er líka bóndasöng-
ur“. i
Hún var hrædd um að kaffið
væri að verða kalt og hún
neyddi hann til að drekka það.
Hann gat enga björg sjer veitt,
sem ekki var heldur von, með
báða handleggi brotna, og hún
varð því að mata hann eins og
barn.
„Nú skal jeg segja þjer eitt,“
sagði Billy milli sopanna. „Þeg
ar við förum að búa og höfum
komið okkur vel fyrir, þá áttu
að eignast hest. Þig hefir altaf
langað til þess. Og þú átt að
eiga hann sjálf og gera við
hann hvað sem þjer sjálfri þókn
ast, hafa hann til reiðar eða
fyrir vagni, eða selja hann ef
þjer sýnist svo“.
Svo lá hann hugsandi langa
hríð.
„Það kemur sjer, svei mjer,
vel þegar við förum að búa, að
jeg skuli hafa gott vit á hest-
um“, sagði hann síðan. „Það er
gott ,að byrja með, því að jeg
get altaf fengið vinnu, þar sem
þarf að nota hesta, vegna þess
að í sveitinni eru engin verk-
lýðsfjelög. En alt annað verð
jeg að læra, það sem búskap-
inn áhrærir. Heyrðu, manstu
eftir því hvenær þú sagðir mjer
frá því fyrst, að þig hefði altaf
langað til að eignast hest?“
Saxon mundi það vel að hún
viknaði svo að tárin komu fram
í augun á henni. Það voru fagn
aðartár, því að nú fanst henni
framtíðin brosa við þeim eins
og hún hafði gert áður en verk-
föllin komu til sögunnar. Nú
voru þau ráðin í því að skapa
sjálfum sjer gleðiríka framtíð,
þar sem allar vonir þeirra áttu
að rætast. .
Rjett á eftir laumaðist hún
inn í hitt svefnherbergið til
þess að skoða sig í spegli. Jeg
er ekki mikið breytt, hugsaði
hún og horfði í spegilinn á
mynd sína. Fríð var hún að vísu
ekki. Það vissi hún vel. En
hafði ekki Mercedes sagt henni
frá því að allar mestu konur
heimsins þær sem allir karl-
menn elskuðu, hefði verið ófríð
ar? En jeg er ekki ófríð, sagði
hún við sjálfa sig. Augun voru
björt og f jörleg og það var eins
og heill dásemdaheimur leynd-
ist í djúpi þeirra. Augabrýrnar
voru fallegar, dökkvar og boga
dregnar og fóru vel við nefið,
sem helst var eitthvað út á að
setja.
Hún veitti því þó eftirtekt,
að hún hafði lagt af, að var-
irnar voru ekki jafn rjóðar og
áður. að yfirbragðið var fölv-
ara. En þetta gat alt lagast. Hún
athugaði sjerstaklega varirn-
ar, hinar brosmildu varir, sem
höfðu komið öðrurrí í gott skap.
Hún brosti til þess að sjá hvort
brosið væri eins og áður, en
tók þá eftir því að djúpir drætt
ir voru komnir við munnvikin.
Hún gat líka brosað með aug-
unum eihum saman — það var
henni meðfætt. Og nú gerði hún
sjer það til gamans að brosa
bæði með augum og vörum svo
að skein í mjallhvítar tennurn-
ar. Þá mintist hún þess hvað
Billy hafði dáðst að tönnum
hennar, þegar þau voru í Ger-
mania Hall. „Þær eru hvorki
of stórar nje of litlar — engar
barnatennur — alveg eins og
þær eiga að vera“ hafði hann
sagt.
GULLNI SPORINN
142
„Fyrir ykkur öll! En hvernig í ósköpunum á jeg að finna
rúm handa þeim öllum. Sjómennirnir ættu þó a'ð geta sofið
um borð í skipi sínu“.
„Nú, já“, hugsaði jeg, „svo þú hefur þá verið á gægjum",
en Delía varð fyrir svörum:
„Jeg er Delía Killigren, og hjer er það jeg, sem skipa fyrir
verkum. Gjörðu svo vel að gera eins og þjer er sagt“.
En nú fjell gamli refurinn á knje fyrir framan hana.
„Ungfrú Delía! Hvílík hamingja! Jeg vildi að guð hefði
verið svo miskunnsamur, að leyfa herra Tingcomb að upp-
iifa þennan merkisdag!“
Tárin streymdu niður kinnar hans, en Delía gekk út úr
herberginu og stöðvaði þannig þessi loddaralæti hans.
Uti á ganginum hvíslaði hún að mjer: „Hjer er eitthvað
skrítið á ferðinni, Jack“.
„Þey“, svaraði jeg, „jeg veit það — Tingcomb er ekki
írekar í þessari kistu en þú og jeg“.
„Hvar heldurðu að hann sje þá?“
„Það er einmitt það, sem við verðum að reyna að komast
að“. En jeg hafði varla fyr sleppt orðinu, en jeg fór að sjá
hvernig í öllu lá. „Fari það nú norður og niður“, hrópaði
jeg, „þetta er einn og sami maðurinn!"
Delía leit undrandi á mig.
„Bíddu andartak", sagði jeg, „nú finnst mjer jeg vera
farinn að botna eitthvað í þessu“.
Við gengum til baka inn í salinn. Sá langhærði sat þar
ennþá að mat sínurn, en andspænis honum sat Pottery. Hanr.
var enn ekki byrjaður að borða, en þegar jeg kom inn „hvísl-
aði“ hann að mjer, svo að borðsáhöldin nötruðu á borðinu:
„Hann er bölvaður þorpari, þessi þarna“.
Þetta voru engin hrósyrði, en sönn vissi jeg að þau voru,
því mjer hafði nú tekist að leysa gátuna. Þessi ,,prestur“
var enginn annar en hestasveinninn, sem jeg hafði sjeð á
markaðinum í Bodmin, þar sem hann stóð og hjelt i vagn-
hesta Tingcombs.
Sólin var nú gengin til viðar, Delía fór til herbergis síns,
og ekki leið á löngu, þar til við hinir fórum að dæmi hennar.
Herbergi okkar voru saman í einnri álmu herrasetursins.
Herbergi Deliu var við hliðina á mínu, en hinum megin við
herbergi hennar svaf-Pottery og tveir manna hans. — Mitt
herbergi var stórt, en í því voru sárafá húsgögn og rúmið
var allt annað en aðlaðandi. En jeg hafði raunar alls ekki í
hyggju að leggjast til svefns.
Eftir hádegi.
— Nei, en jég geri ráð fyrir
honum á hverri stundu.
— Nei, hann er því miður
ekki kominn úr mat ennþá. En
get jeg ekki skilað einhverju
til hans.
■— Ja, hann er einhversstað-
ar í húsinu. Hatturinn hans er
hjerna.
— Nei, hann var alveg í þessu
að ganga út úr dyrunum.
— Nei, jeg veit ekki hvort
hann kemur aftur eða ekki.
— Nei, hann er farinn.
Á hcimili sjávardýrafræð-
ingsins.
★
Svör símastúlkunnar, þegar
hringt var og spurt um for-
stjórann:
Fyrir hádegi.
— Nei, hann er því miður
ekki kominn.
— Nei, en það er von á hon-
um á hverri stundu.
•— Hann var rjett í þessu að
hringja hingað og segja að hann
yrði heldur seinn fyrir.
— Nei, ekki núna. Hann kom
hjerna áðan, en er farinn út
aftur.
•— Nei, því miður. hann er
farinn í mat.
★
— Kemur aldrei fyrir að þú
vinnir framyfir í skrifstofunni?
— Jú, það henti einu sinni,
þegar úrið mitt byrjaði að
seinka sjer.
★
— Jeg hefi verið hjer í 10 ár
og unnið þriggja manna verk
allan tímann, en aðeins fengið
borgaða eins manns vinnu. Nú
fer jeg fram á kauphækkun.
Atvinnurekandinn (af skotsk
um ættum): — Jeg get enga
kauphækkun látið þig fá, en ef
þú . segir mjer hverjir hinir
tveir eru, segi jeg þeim strax
upp vinnunni.