Morgunblaðið - 27.11.1947, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 27. nóv. 1947
Útg.: H.f. Árvakur^ Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.).
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands,
kr. 12,00 utanlands.
I lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók.
Ný verkefni
Ferðafjelagsins
FERÐAFJELAG ISLANDS á í dag 20 ára afmæli. Þetta
fjelag hefur unnið íslensku þjóðinni mikið gagn og afrekað
merkilegu starfi á þeim tveimur áratugum, sem það hefur
starfað.
Það hefur í fyrsta lagi kent henni að þekkja sitt eigið land
betur en áður, í senn bygðir þess og óbygðir. Slík kynning
er mikils virði. Hún er í raun rjettri grundvöllurinn að sannri
ættjarðarás og hollustu við land sitt og þjóð.
En jafnhliða því að kynna fólkinu landið hefur Ferðafje-
lagið skapað fjelögum sínum, og mörgum öðrum, óteljandi
ánægjustundir.
Hinar skipulögðu ferðir þess um bygðir landsins og fjall-
lendi hafa veitt almenningi kost hollrar og þroskandi skemt-
unar. f þeim ferðum hefur íslensk náttúra í ríkum mæli
miðlað ferðafólkinu af nægtum fjársjóða sinna, fegurð og
tign landslagsins og f jölbreytni hins norðlæga gróðurlendis.
Það hefur kynst blómlegum sveitum, heiðalöndum grónum
mosa og lyngi, jöklum og eldfjöllum, hverum og l^ugum.
Töfra þessa andstæðukenda náttúrufars verður aldrei full-
notið. Þessvegna verður landið aldrei fullskoðað, þessvegna
sjer ferðalangurinn altaf eitthvað nýtt, hversu margar ferð-
ir, sem hann fer um það.
Ferðafjelagið hefur í 20 ár kent þjóðinni að kynnast landi
sinu. Það mun halda því verki áfram í framtíðinni. En nú
bíða þess ný verkefni. Það á að taka forystuna um að kynna
fsland öðrum þjóðum, laða hingað erlenda ferðamenn og
leiðbeina þeim um landið. Ferðafjelag íslands er áreiðan-
lega sá aðili, sem æskilegastur er til þess að vinna þetta starf.
2 öðrum löndum eru það oftast frjáls samtök einstaklinga,
sem reka ferðaskrifstofur, sem annast hverskonar fyrir-
greiðslu ferðalagá um löndin og milli landa og heimsálfa,
sumstaðar með stuðningi ríkisvaldsins. Þannig hlýtur þetta
einnig að verða hjer.
Við íslendingar gerum okkur það ekki Ijóst ennþá, hversu
geysivíðtækt verkefni bíður okkar á þessu sviði. ísland getur
orðið, og á að verða, fjölsótt ferðamannaland. Miklar iikur
eru til að það geti orðið þjóðinni stór tekjuiind og mikilvæg-
ur atvinnuvegur. En til þess að svo megi verða, þarf að gera
eitthvað meira en að tala um það. Fyrsta skilyrðið, sem
þarf að fullnægja, er fjölgun gistihúsa, ekki aðeins í bæj-
unum, heldur og á ýmsum fögrum stöðum í bygðum og ó-
bygðum landsins. Ennfremur þarf að skapa aukinn siðmenn-
ingarbrag í rekstri slíkra stofnana. En á hann brestur mjög
nú. Sjálf ferðalögin um landið og kynningu þess hjer heima
og erlendis á svo Ferðaf jelagið að annast.
Sumum hættir við að telja kynningu landsins erlendis til
fordildar og hjegómaskapar, sem lítið gildi hafi. Þetta er
mikill misskilningur, misskilningur, sem trauðla verður vart
meðal annara þjóða, hvort sem þær eru litiar eða stórar.
Hver einasta siðmentuð þjóð skilur, að það er henni mjög
mikilvægt, að aðrar þjóðir kunni sem gleggst skil á landi
hennar, menningu og framleiðsluháttum.
Ferðalög munu á næstu árum fara mjög í vöxt sökum stór-
bættra samgönguskilyrða. Á þau mun ekki verða litið sem
luxusflakk, sem æskilegt sje að koma í veg fyrir. Þau munu
þvert á móti verða talin meðal áhrifamestu leiða til þess að
eyða tortryggni og misskilningi þjéða í milli. Með þeim mun
fólkið sjálft, almenningur í löndunum, fá tækifæri til þess að
kynnast og öðlast nýjan skilning á lífsviðhorfum, sem því áð-
ur voru lítt kunn.
Við Islendingar verðum að búa okkur updir að taka þátt
í þessu mikilvæga kynningarstarfi. Við hljótum að gera það
af tveimur ástæðum. Við þurfum að kynna land okkar og
kynnast öðrum löndum og þjóðum. Við þurfum í öðru lagi
að afla okkur gjaldeyristekna með því að gera ísland að
ferðamannalandi. -Ferðafjelagi Islands verður ekki óskað
annars betra en að það geti lagt drjúgan skerf til þessa starfs.
. Til þess er því einnig vel treystandi.
uerji
'i álrifar:
UR DAGLEGA
24.000.000 mál í einni
síldartorfu.
MÉNN ÞREYTAST ekki á að
bollaleggja um síldina. Hvað
er mikil síld í Hvalfirði? —
Barnaleg spurning og þó. —
j Kunningi minn hefir að gamni
j sínu verið að reikna út eina
síldartorfu, sem sagt var frá
hjer í blaðinu og það eru engar
smátölur, sem hann fær út úr
dæminu.
Síldartorfan, sem m.s. Edda
silgdi yfir var talin vera 2000
metra löng 20 metra þykk og
100 metra breið.
Hvað væri nú mikið af síld í
slíkri torfu? Það yrði um 4 mil-
jónir teningsmetrar, segir hinn
reiknisfróði vinur minn, eða 24
miliónir mála, éf reiknað er
með að 6 síldarmál sjeu i hverj-
um teningsmetra.
•
1440 miljón kr. í
gjaldeyri.
OG ÞAR SEM reikningshaus!
inn minn er varkár maður vill
hann draga 25% frá vegna þess
að hann gerir fastlega ráð fyr-
ir að talsvert af sjó hafi verið
saman við torfuna. Fær hann
þá út 18 miljónir síldarmála.
— Snotur hrúga það.
Og þá er eftir að reikna þetta
alt ýt í gjaldeyri, því annars
væri lítið gaman að dæminu.
80 krónur eru sagðar fást fyrir
hvert síldarmál þegar búið er
að vinna það í verksmiðjunum
og gera úr lýsi og mjöl. En 18
miljón mál á 80 krónur verða
hvorki meira nje minna en
1440 miljónir síldarmála.
En verst við þetta dæmi er,
að þarna var sýnd veiði en ekki
gefin og því ekki hægt að veita
leyfi út á torfuna fyrir svo
mikið sem einum litlum land-
búnaðarjeppa.
•
Það þurfti 12 lögreglu
menn til að verja
Tyrone.
ÞAÐ VAR heppilegt að hann
Tyrone Power varð ekki inn-
lyksa hjer bg eilífur augnakarl,
því bað er dýrt að hafa slíka
gesti.
Kiartan Bjarnason varðstjóri
á lögreglustöðinni skrifar á
þessa leið:
,,Jeg vil leyfa mjer að taka
fram eftirfarandi í sambandi
við það sem Víkverji segir um
lögregluvernd að Hótel Borg á
sunnudagskvöldið. Þegar hringt
var í lögreglustöðina frá nefndu
hóteli og beðið um vernd, var
því svarað til að við hefðum
ekki lögreglumenn en þess ber
að gæta, að við höfðum þá þeg-
ar sent fjóra menn að húsinu.
Úr því var lögreglan smáauk-
in, eftir því sem hægt var, svo
að á tímabili voru 12 lögreglu-
menn við hótelið“.
Ja, haldið þið að það hafi
verið læti!
•
Hrifning.
JAMES WHITTAKER heitir
breskur maður, búsettur í Lond
on. Hann er umboðmaður Áfeng
isverslunar ríkisins þar í borg.
I styrjöldinni dvaldi hann hjer
á landi við einhver störf og
varð svo yfir sig hrifinn af
landi og lýð, að hann notar
hvert einasta tækifæri, sem
honum gefst til að segja lönd-
um sínum frá hve hjer sje in-
dælt og gott að vera. Ef ein-
hversstaðar birtist villandi frá-
sögn um ísland er Whittaker
kominn af stað til þess að mót-
mæla og leiðrjetta.
Hann hefir nokkrum sinnum
sent Morgunblaðinu línu og
blaðið hefir birt eftir hann
nokkrar greinar, einkum um
mál sem varða nýjungar í fisk
veiðum og framförum í hagnýt-
ingu sjávarafurða.
•
Afburða hól um
Island.
ÞESSI MAÐUR, hr. Whit-
taker, hefir flutt fyrirlestra
LÍFINU
um ísland í breska útvarpið og
stuðlað að því að sjónvarpað
var efni um ísland frá BBC.
Og nú hefir hann ritað grein
í nóvember hefti breska íima-
ritisins „Vogue“, sem tekur öllu
öðru hóli fram, sem sagt hefir
verið um okkur á erlendum
vettvangi.
Það hefði ekki verið hægt að
gera þetta betur. Það er mikils
virði að eiga slíka vini erlend-
is. íslendingar eru sjálfir svo
áhugalausir fyrir því hvað sagt
er og skrifað um þá erlendis,
að beim dettur ekki í hug að
koma neinu á franxfæri. Við
gerum ekki nema að bretta upp
á trýnið þegar illa er skrifað
um okkur.
•
Góð barnaskemmtun.
ÞAÐ MÁ GETA nærri hvort
yngstu borgararnir verða ekki
ánægðir á sunnudaginn kemur.
Nú hefir Helgafellsútgáfan gert
þeim svo hátt undir höfði, að
hafa sjerstaka bókmentakynn-
ingu fyrir börn og þar verður
lesið fyrir börnin ævintýri og
sögur úr „Jólabókinni“.
Það hefir lengi verið yfir því
kvartað, að ekkert væri gert til
að skemta börnunum í þessum
bæ. en þarna fá þau ábyggilega
það sem þau vilja.
•
Verkefni fyrir stál-
þráðinn.
ÞAÐ ER EKKI líklegt, að
þessi einstaka barnaskemtun
verði endurtekin, þar sem Helga
fell hefir meira á prjónunum
fyrir jólin. En hjer er ágætt
verkefni fyrir stálþráðinn
fræga. Það er að sjá að barna-
tími útvarpsins sje altaf í hraki
með efni.
Útvarpið gerði því sjálfu
sjer cg börnunum greiða með
því að fá leyfi Helgafells til að
taka skemíúnina upp á stálþráð
og útvarpa henni í barnatíma.
MEÐAL ANNARA ÖRÐA ,7. .
• - - - | EftirG.J.A. !— ---------- -----—
Þrælaveiðar í Kasmit
Ofbeldismenn í Kasmir
stela konum Sikha og
Hindúa og gera þær að
ambáttum.
HINAR furðulegustu sögur
um mannrán og þrælamarkaði
berast nú í sambandi við átökin
í Kasmir. Skýra frjettamenn
frá því, að algengt sje, að kyn-
þættir þeir sem aðallega hafa
beitt sjer fyrir ofbeldisaðgerð-
um í furstadæminu, ræni kon-
um og dætrum Hindúa og Sikha
og jafnvel Múhameðstrúar-
manna einnig, þótt þeir sjeu
trúbræður þeirra.
• •
Stela kvenfólkinu.
Einn af mönnum Kemsley-
frjettastofunnar er nýkominn
úr ferðalagi um óeirðasvæðin.
Skýrir hann frá því, að’ Hind-
úar hafi á einum stað sagt sjer
að árásarmennirnir hefðu safn-
að öllu kvenfólki þeirra saman
á einum ,,þrælamarkaði“. Þær
elstu fengu að fara frjálsar.
Þeim hraustlegu var smalað í
einn hóp, en árásarmenn fluttu
þær þvínæst til heimkynna
sinna, þar sem þeir höfðu í
) hyggju að nota þær til vinnu
á ökrum sínum og þjónustu í
húsum. Þær fríðustu voru hafð
ar sjer —r- þær áttu að fara í
kvennabúrin.
Vel skipulagt.
Áx-ásar-kynflokkarnir gengu
svo langt, að þeir notuðu lang-
Kasmirbúar sögðu Nehru ljótar
sögur
ferðabifreiðar til að flytja kven
fólk og ránsfeng til heimahjer
aða sinna. Stei'kur hervörður
var hafður um bifreiðarnar, en
alt bað, sem ofbeldismennirnir
ekki gátu flutt með sjer. bi'endu
þeir eða eyðilögðu á annan hátt.
• •
Nehru á óeirðar-
svæðinu.
Kemsley-frjettamaðurinn
skýrir lítillega frá því, hvað
íbúar borgarinnar Baramula í
Kasmir sögðu Pandit Nehru,
forsætisráðherra Indlands, er
hann kom þangað. ’
• •
Ráðast jafnt á alla.
í fyrstu rjeðust ofbeldis-
mennirnir aðeins á heimili
Hindúa og Sikha, en á þriðja
degi árásarinnar var engu leng
ur gerður nckkur greinarmun-
ur á hinum ýmsu þjóðflokkum.
því leði ekki á löngu þar til
grimmd og ofbeldisverk inn-
rásarmannanna (en þeir eru
Múhameðstrúar) hafði orsakað
það, að jafnvel kynbræður
þeirra í Kasmir voru orðnir
þeim mjög óvinveittir og lýstu
sig algerlega andvíga því, að
Frh. á bls. 8.