Morgunblaðið - 13.12.1947, Qupperneq 1
84. árgangur
286. tbl. — Laugardagur 13. desember 1947
fsaloldarprentsmiðja h.f.
FRABÍKAR FANGAR í
LAINIDI
r iiffliir
Ekki tókst að bjarga skip-
brotsmönnum í gær
TÓLF eða fjórtán breskir sjómenn börðust í allan gærdag og í
nótt er leið, harðri baráttu fyrir lífi sínu, undir 200 metra háum
hamravegg, Keflavíkurbjargs við Látrabjarg. Skip þeirra Dhoon
frá Fleetwood, rúml. 170 smál. strandaði undir bjarginu í gær-
morgun í myrkri og hríð. Gerðar \’oru tilraunir úr skipum til
þess að bjarga skipbrotsmönnum, en þeim varð ekki viðkomið.
Björgun úr landi var ekki möguleg í gær. Sögðu menn í gær-
kvöldi, litlar líkur til þess að þeim yrði bjargað, en björgunar-
sveit fer á vettvang í birtingu í dag.
Fvrstu frjettir
Fyrstu frjettir er Slysavarnar
fjelaginu bárust um strahdið
komu um kl. 10. Var það slíeyti
frá breskum togara, er sá hvar
Dhoon var strandað undir bjarg-
'inu. Staðarákvörðun var mjög
villandi. — Varðbáturinn Finn-
björn var staddur um -það bil 3
klst. siglingu frá strandstað og
brá hann þegar við. Var varð-
báturinn kominn á vettvang og
Síðusfu frjetfir.
UM KLUKKAN 11 í gær-
kvöldi átti Morgunblaðið tal
við Harald Björnsson skip-
herra á varðbátnum „Finn-
birni“, sem lieldur sig í ná-
munda við strandstaðinn.
Skiplierrann sagði, að sjer
væri ekki kunnugt um, að
neinn skipbrotsmanna hefði
farist. Sagði liann þá vera á
stjórnpalli og nokkra undir
hvalbak skipsins, en þar log-
aði enn eldur i báli því, sem
þeir höfðu kveikt..— Sjóar
voru miklir og gengu enn
nokkuð yfir skipið, en fjara
va'r. Sagði skipherra skipið
standa kjölrjett. Strekking-
ur var af SA og hafði hann
aukist nokkuð með kvöld-
inu. Hann sagði það álit sitt,
að hjörgun úr landi myndi
reynast mjög erfið. — Ekki
vildi hann spá neinu um ör-
lög sldps eða skipshafnar.
um 200 metrar. Er Hvallátra-
menn komu var að flæða að, og
myrkur að skella á. Var því ekk
ert hægt að hafast að um björg-
un skipsbrotsmanna. Togarinn
stóð kjölrjettur um 30 metra frá
landi og töldu menn hann vera
skorðaðan í stórgrýtisurð, sem
þarna er. Tvo skipsmenn sáu
þeir á hvalbak.
í franska þinginu
iiumálin við Rússa
Björgun af sjó útilokuð
Þegar varðbáturinn Finnbjörn
kom, voru þar fyrir tveir bresk-
ir togarar. Skipsverjum á Finn-
birni var það þegar ljóst, að úti-
lokað var fyrir þá, að geta bjarg
að mönnunum af hinu strand-
aða skipi. Mikill sjógangur var
og alt í kringum skipið braut
himinháar öldur á grúnnbrotum
og sjálft lá skipið undir stöð-
ugum áföllum. Var nú Finn-
birni siglt eins nálægt og for-
svaranlegt þótti, ef vera kynni,
að takast mætti að skjóta af
línubyssu að hinu strandaða
skipi. En því miður var það ekki
hægt.
Skipverjar á Finnbirni tóku
eftir því, er þeir komu á vett-
vang, að engan Jífbát var að sjá
Frh. á bls. 2.
búinn að finna skipið um kl. 2
í gær. Slysavarnarfjelagið hafði
og gert aðvart að Hvallátrum.
Fóru menn þaðan að leita hins
strandaða skips. Var ldukkan
orðin um 3 er Hvailátramenn
fundu skipið.
Strandstaðurinn
Staður sá, er hinn breski tog-
ari hafði strandað á, heitir Geld-
ingaskorardalur í Keflavíkur-
bjargi og er á milli Látrabjargs
og Bæjarbjargs. Þar er fjöru-
borðið mjög Iftið, en af hamra-
brúninni og þangað niður eru
Sex farasf í ffygslysi
u
i imm
París í gærkveldi.
SEX Menn ljetu lífið í dag,
er herflugvjel hrapaði til jarð
ar skammt, fyrir suð-vestan
París. Flugvjelin var nýfarin
frá frönsku höfuðborginni, er
hún fjell niður, og var þegar
alelda. •— Reuten
Italskir verslunarmenn
í Englandi.
LONDON: — Ttalskir verslunar-
menn frá Genoa, Milan og Turin
eru nýkomnir til Bretlands og
hafa þegar haft tal við breska
verslunarmenn um aukin við-
skipti.
Kommúnistar einir styðja Hoskvumenn
París í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morguhblaðsins frá Reuter.
í UMRÆÐUM, sem fram fóru í franska þinginu í dag í sam-
bandi við hinar nýuppkomnu deilur Rússa og Frakka, upplýsti
Pierre Closterman, einn af þingmönnum radikala, það, að að
minnsta kosti 45,000 af Frökkum þeim, sem Þjóðverjar á sínum
tíma þvinguðu til herþjónustu, væru ennþá í haldi í Rússlandi.
Skýrði hann frá þessu, eftir að talsmenn frönsku kommúnista-
þingmannanna höfðu reynt að verja aðgerðir Rússa að undan-
förnu á ýmsan hátt, og meðal annars haldið því fram, að það
hefði verið Frökkum sjálfum að kenna, að slitnaði upp úr samn-
ingatilraunum þeirra og Rússa. Hitt gátu þeir ekki um, að það
var rússneska stjórnin, sem tilkynti, að hún hefði ákveðið að
hætta samkomulagstilraunum.
LEON JOUHAUX, annar forseti
verklýSssambandsins franska, er
einu sinni var dáður mjög af
kommúnistum, m. a. fyrir baráttu
sína fyrir Alþýðufylkingunni,
hefur fordæmt kommúnista fyrir
stefnu þeirra og framkomu í
Frakklandi. Hann er fylgjandi
Marshalláætluninni og fyrir það
hefur rússneska blaðið „Pravda“
kallað hann Ameríkuagent og'
svikara.
Berlín í gærkvöldi.
SAMKVÆMT upplýsingum, sem
geínar voru hjer í Berlín í dag,
mun það kosta borgarbúa 36 mil
jónir ríkismarka að halda uppi
herjum bandamanna í borginni
næsta f járhagsár. — Kostnaður
þessi er um 100 mörk á hvern
hinna 3,500,000 ibúa Berlínar.
ðar deilur á fundi uf
LONDON í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
AÐ ÞVl er frjettamenn segja, var funclur utanríkisráðherra
fjórveldanna í dag einhver sá harðasti, sem þeir hafa haldið með
sjer, síðan ráðstefna þeirra hófst hjer í London. Rjeðist Molotov
heiftarlega á þá Marshall, Bevin og Bidault, og hafði rússneski
utanríkisráðherrann allt á hornum sjer, í sambandi við þá beiðni
Marshalls, að ráðherrarnir gæíu skýfslu um það á mánudag,
hversu mikið lönd þeirra hefðu flutt frá Þýskalandi upp í stríðs-
skaðabætur.
140,000 menn
Pierre Closterman sagði í sam
bandi við frönsku stríðsfangana
í Rússlandi, að þeir væru hluti
af 140,000 manna liði, sem Þjóð-
verjar hefðu neytt til þjónustu
í herjum sínum. Af mönnum
þessum komust 70.000 heim af
eigin rammleik, 15,000 voru
leystir úr haldi fyrir milligöngu
stjórnarvaldanna, en um 10,000
fjellu. Þeir 45.000, sem eítir eru
sagði Closterman, eru hinsvegar
í höndum Rússa.
Samningsrof
Francois Mitterand, ráðherra
sá, sem fer með mál uppgjafar-
hermanna, tók til máls á eftir
Closterman. Hjelt hann því fram
að Rússar hefðu rofið sáttmála
þann, sem þeir og Frakkar gerðu
með sjer um útlausn fanga. —-
„Okkur hefði þótt vænt um, ‘
sagði Mitterand, „að verða varir
við meira vinarþel og meiri virð
ingu fyrir samkomulaginu, en
raun varð á frá Rússa hálfu“.
Molotov hinn þverasti
Molotov svaraði beiðni banda-
ríska utanríkisráðherráns með
því að heimta það, að vestur-
veldin skýrðu frá því „hversu
mörg fyrirtæki þau hefðu keypt
í Þýskalandi“. Var hann hinn
þverasti, og kvaðst ekki verða
við bón Marshalls fyr en sjer
sjálfum þætti tími til kominn.
Hafði aðra áheyrendur
í huga.
í svarræðu, sem Marshall flutti
á ráðherrafundinum, sagði har.n
meðal annars, að sýnt væri, að
ræða Molotovs væri ætluð öðr-
um áheyrendum en utanríkisráð
herrunum og aðstoðarmönnum
þeirra, og bætti við: „Þegar litið
er á hlutverk þessarar ráðstefnu
og embætti þau, sem þátttakend-
ur hennar gegna í heimaíöndum
sínum, hafa starfsaðferðir sem
þessar það í för með sjer, að erf-
itt er að bera virðingu fyrir rúss
nesku stjórnarvöldunum.“
Bevin og Bidault svöruðu einn
ig árásum Molotovs, en Bevin
sagði að fundi loknum:
„Jeg hafði ekki látið mjer
koma til hugar, aö slíkum móðg
unum og ókvæðisorðum yrði
nokkru sinni ausið yfir okkur og
í dag. Alt breska heimsveldið
hlýtur að reiðast þessu. Og það
sem verra er — eftir margend-
urteknar neitanir og skýringar,
eru sömu ósannindin endurtekin
líkt og þeim hafi aldrei verið
svarað.
Kommúnistaatkvæðin
til Rússa .
Að umræðum loknum, fór
stjórn Schumans fram á það, að
þingmenn legðu með atkvæða-
greiðslu dóm á aðgerðir hennar
í deilunum við Rússa. Töidu 411
þingmenn, að stjórnin hefði í
alla staði komið rjett fram í
málinu, en 183 vildu víta fram-
komu hennar. Þessir 183 voru
þingmenn kommúnista.
s
Rómaborg í gærkv.
Tilkynnt var opinberlega hjer
í Rómaborg í dag, að allsherj-
arverkfallinu í borginni og um
hverfi hennar muni enda um
miðnætti í kvöld.
Frjettamenn munu almennt
sammála um, að endalok alls-
heriarverkfalls þessa sjeu tals-
verður sigur fyrir stjórn Da
Gasperis.