Morgunblaðið - 14.12.1947, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 14.12.1947, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 14. des. 194/ í 2 Undirbúitingi að virkjun heifavatnsins í Mosfelisdal verður hraðað Titlaga borgarsfjóra í bæjarráði ÖLLUM NAUÐSYNLEGUM undirbúningi að hagnýt- ingu heitavatnsins í Mósfellsdal, verður hraðað eins og föng eru á. Bæjarráð ræddi þetta mál á fundi sínum s. 1. föstudag og bar borgarstjóri fram svohljóðandi tillögu er samþykt var með samhlióða atkvæðum bæjarráðsmanna: „Bæjarráð samþykktir að fela hitaveitustjóra að hraða sem mest öllum undirbúningi undir hagnýtingu heita vatnsins í Mosfellsdal fyrir Hitaveituna, og heimilar borgarstjóra og hitaveitustjóra að fá þá aðstoð til þess verks, sem þeir telja nauðsynlega1'. Forstjóri Hitaveitunnar, Helgi Sigurðsson verkfræðingur, hafði sent bæjarráði brjef, þar sem hann gefur lýsingu á stað- háttum og gerir grein fyrir laus legri áætlun um framkvæmd verksins. 3 km. vatnsæð. Helgi Sigurðusson 'leggur mesta áherslu á, að hraðað verði byggingu dæluhúrs við Reykja- hlíð og steypt verði renna fyrir vatnsæðina frá Reykjahlíð að Reykjum.^Telur forstjórinn að leiðin, sem til greina komi, að farin verði, sje um Skamma- skarð, yfir Skammadal og að Reykjum. Leiðin er 3 km löng ,og liggur í um það bil 115 til 120 metra hæð þar sem hæst er. Erfiðleikar. Dælurnar við dælustöðina við 'Reykjahlíð, þurfa að vera gerðar fyrir helmingi meiri þrýsting en ella, vegna þess, hve leiðslan liggur hátt. — Þá víkur forstjórinn nokkuð að þeim pípugerðum, er þarf til virkjunarinnar. Bendir hann á, að afgreiðslufrestur þeirra sje yfirleitt mjög langur. — Nokk- uð víkur hánn og að gjaldeyr- iserfiðleikum í sambandi við kaup á nauðsyníegum dælum til dælustöðvarinnar og öðru efni. Ohcppilegur tímí. Eins og fyr segir, þá eru þess ar áætlanir Helga Sigurðssonar mjög lauslegar. Endanlegar áætlanir og mælingar og ann- að, er erfitt að gera um þetta leyti árs. Þá er nauðsynlegt fyr- ir Hitaveituna að fá verkfræð- ing til þess að vinna að þess- um framkyæmdum, því eins og er, er Helgi Sigurðsson einn verkfræðingur Hitaveitunnar. En hann hefur eins og gefur að skilja í mörgu öðru að snúast og því ekki mögulegt fyrir hann að beina starfi sínu ein- göngu'að þessum virkjunaráætl unum. Boranirnar. A þessum sama fundi var rætt um boranirnar í Mosfells- dal. Þar á Reykjavíkurbær nú rúml. 40 sekl. í borholum sem undanfarið hafa verið gerðar þar. Komið hafði til mála, að einjj, boranna þaðan yrði fluttur aust ur að Sogí til borana þar vegna jarðvegsrannsókna í sam ban.di við bygging neðanjarð- arorkuvers þar. i Bæjarráð samþykkti á þess- um f.undi sínum, að fela hita- veitustjóra, að láta gera bor, er keyptur var af setuliðinu, nothæfan, en svo verður þessi bor sendur að Sogi. Verður því hægt. að vinna að fullum krafti við boranirnar í Mosfellsdal, eins og að undanförnu. Borað hjá Korpúlfs- stöðum. Ennfremur samþykkti bæj- arráð, að hefja skyldi borun eftir heitu vatni við Korpúlfs- staði, með einum bor. Skammt frá bæjarhúsunum er dálítil heitavatnsuppspretta, með 16 gráðu heitu vatni. Síld veíðisf á Klepps- vík í herplnót LÍTIL veiði var í Hvalfirði í gær, enda var á kalsa veður. Nokkur skip komu þaðan og voru sum þeirra með fullfermi eftir tveggja daga útivist. En eins og kunnugt er hefur veð- ur hamlað veiðum síðustu daga. í gærkveldi voru komin hing að til Reykjavíkur 5 skip með um 4300 mál síldar. Nokkur skip fóru inn á Kleppsvík í gær, en þar hefur síld veiðst vel í landnætur að undanförnu. Fagriklettur var meðal þeirra skipa sem þang- að fóru. Hann einn mun hafa fengið sæmilega veiði þar. Var sagt_að hann hefði náð einu sjerlega góðu kasti. Hin skipin fengu mjög lítið eða ekkert. Annars voru frjettir áf veiði þaðan mjög óglöggar í gær- kveldi. Sjá mátti Ijós á nokkr- um skipum og virðist það benda til þess að einhver veiði hafi verið. Skipin sem komu í gær voru þessi: Andvari RE með 1000 mál, Hvítá 650, Helgi 1500, Sigrún AK 400 og Helga RE 750. — Handbók iim logsuðu og rafmagnssuSu komln út LANDSSAMBAND iðnaðar- manna heíir hafið útgáfu á handbókum fyrir iðnaðarmenn og er hin fyrsta þeirra þegar komin út. Það er handbók í log- suðu og rafmagnssuðu. Aðalsteinn Jóhannsson hefir þýtt bókina og samið ög stuðst við ýms erlend heimildarrit, er fjalla um þetta eíni. Bókin er um 130 bls. að r.tærð og skift í 12 meginkafla: Logsuða og logskurður, Logsuðuaðferðir, Suða á járni og stáli, Suða á öðrum málmum, Rafmagns- suða, Ljósboginn, Suðutækin, Elektrónur, Rafmagnsskurður, Logsuða eða rafmagnssuða?, Varúðarreglur og Töflur og suðublöð. Deilf á dylgjur JÓN HJALTASON, stud. jur., hefur nú birt ræðu þá, er hann flutti á „stúdentaráðsfundinum, sem útvarpað var“ og lætur fylgja nokkuð mörg orð til undir ritaðs, vegna greinarinnar: Há- skólastúdentar og 1. des., sem birtist í Mbl. 30. nóv. s.l. Jón neitar því að hafa minnst á deilumál meðal stúdenta í út- varpsræðu sinni og gefur í skyn, að hann hafi eingöngu minnst á ályktanir stúdenta. En svo að helsta dæmið sje tekið, þá segir Jón í ræðunni, orðrjett skv. Tím- anum: „Þessi dagur (þ.e. 1. des.) á framvegis að verða baráttudag- ur fyrir afnámi Keflavíkursamn- ingsins, baráttudagur gegn því, að hann verði framlengdur". — En einmitt um þetta, hvort 1. des. eigi að vera þessi baráttudagur, hafa deilur staðið meðal háskóla- stúdenta. Jón Hjaltason hefur sjálfur tekið þátt í þessum deii- um, béðið ósigur með skoðun sína og fáum ætti því að vera kunnara en honum að hjer er ekki um ályktanir stúdenta að ræða. Enda sá stúdentaráð á- stæðu til , ekki síst eftir að Þjóð- viljinn hafði notað ræðu Jóns, sem stefnuyfirlýsingd ráðsins, að lýsa því yfir, að það hefði enga slíka ályktun gert. Jón Hjaltason telur, að jeg hafi „snúist“, breytt úm skoðun i flugvallarmálinu frá því í fyrru. Jeg lýsti því yfir á almennum stúdentafundum í fyrra, bæði áð- ur en jeg var kosinn í stúdenta- ráð og eftir, að jeg væri með flugvallarsamningsgerðinni og á móti því, að gera 1. des. að bar- áttudegi fyrir uppsögn hans. — Sömu skoðun hef jeg enn. Þá bregður Jón Hjaltason mjer um að „finna hvöt hjá mjer. til a'ð hagræða sannleikanum" í frá- sögn minni um það, að stúdentn- ráðsmenn höfðu ekki tækifæri til að svara Jóni í útvarpinu, þar eð aðeins 3 af 9 ráðsmönnum voru viðstaddir, þegar sú ákvörð un var tekin, að ræðu Jóns skyldi útvarpað. Og til þess að sanna þessa ósannsögli mína, segir Jón orðrjett: „Hann (þ. e. núv. form. stúdentaráðs) vissi um efni og orðalag ræðunnar og ennfremur allir stúdentaráð'smenn og enginn þeirra fundmælti staf í“. Við fljót- legan lestur virðist Jón hafa stimplað mig sem ósanninda- mann. Og á þennan fljótlega lest- ur virðist Jón liafa treyst. En undirritaður sagði í sinni fyrri ■grein orðrjett: „Stúdentaráðs- menn höfðu áður heyrt ræðu Jóns ásamt öðru efni, sem upphaflega átti að mynda Uppistöðuna í fund í stúdentaráði, er útvarpa átti. En áður en kæmi til að ræða það efni málefnalega, var því hafnað af öðrum ástæðum". Geta hjer allir sjeð, að jeg tók skýrt fram í fyrri grein minni það atriði, sem Jón reyn- ir að láta menn trúa, að jeg hafi dregið undan af ásettu ráði. Jeg læt lesendur um að dæma slíkan málflutning, sem Jón er þarna staðinn að. Jeg hef áður þekt Jón að því að kjósa f’remur að kasta vafa- sömu Ijósi á andstæðinginn með persónulegum dylgjum en ræða með rökum málefnin sjálf. Og grein hans í Tímanum staðfestir því miður þessar starfsaðferðir hans. ' Jeg ætla svo ekki að gera neinn samanburð, hvernig rjetti hvors okkar um sig er varið til að taka þátt í afgreiðslu mála í stúdenta- ráði því, sem nú situr. En jeg get aftur á móti ómögulega stilt mig um að vitna í grein Jóns, þar sera hann segir: „Jeg vil ljúka með því að víta Geir Hallgrímsson. . Maður skyldi halda, að það væri páfinn sjálfur, sem talaði með makt og miklu veldi. En ætli það verði ekki svo, að af „vítum Jóns Hjaltasonar" bíði enginn hneklci, nema hann sjálfur. Geir Hallgrímsson. BEST Afí AJUGLfSA t MORCTJNPJ. AÐINV Frá Luciuhéiíð Norrænaf jelapns SÆNSKÍ sendiherran, S. H. Poussette, heldur ræðu. Aðrir á mynd- inni eru Stefán Jóhann Stefánsson forsætisráðherra og frú hans og frú Inga Árnadóttir frú Villijálms Þ. Gislasonar skóiastjóra, sem er Iengst til hægri. ; - VarMmdur m - dýr- j iiarinálin. , \ j Hefst kl. 2 e. h. í SjáHsfaSishuslnn. LANDSMÁLAFJELAGIÐ Vörður efnir til fundar í dag í Sjálf- stæðishúsinu og hefst hann kl. 2 e. h. Til umræðu verða væntan- legar dýrtíðarráðstafanir ríkisstjórnarinnar og málshef jendur eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson og Jóhann Þ, Jósefsson. Ræff um V. H. í bæj- arraði Á FUNDI bæjarráðs er haldinn var s.l. föstudag, var rætt um tillögur þær er komið höfðu fram í bæjarstjórn, varðandi starfsemi Vetrarhjálparinnar. Tillaga borgarstjóra, um að fela Stefáni A. Pálssyni forstöðu starfsins, var samþykt með 3 atkv. gegn 2. Að atkvæðagreiðslu lokinni ljet borgarstjóri bóka eftirfar- and.i: „Um 12 ára skeið hefur Stefán A. Pálsson haft með höndum framkvæmdaStjórn Vetrarhjálparinnar og gegnt því i starfi með ágætum. Hefur ekki með rökum verið fundið að þeim störfum hans. Bæjarfulltrúar hafa haft og hafa frjálsan að- gang að öilu bókhaldi og starf- semi Vetrarhjálparinnar. Mjer virðast ekki liggja fyrir þær á- stæður, er geri nauðsynlegar breytingar á tilhögun undanfar- inna ára.“ Jón Axel Pjetursson tók það fram, að hann greiddi ekki atkv. gegn tillögunni vegna þess, að hann vantreysti forstjórn Stef- áns, heldur vegna þess, að hann taldi heppilegra að starfsemin lúti stjórn fleiri manna. Skáiar safna penlng- um handa V. H. VETRARHJÁLPINNI hafa?'nú borist rösklega 200 umsóknir, um íjárhagslega aðstoð. 1 gær byrjaði forstjórinn, Stef án A. Pálsson að úthluta pen- ingum til umsækjenda. Söfnunarlistar eru nú byrjað- ir að berast skrifstofu Vetrar- hjálparinnar. Á þriðjudaginn fara skátar um Mið- og Vesturbæinn til f jár- öflunar á vegum Vetrarhjálpar- ’ Unnið hefur verið að því að ná samkomulagi milli stjórnar- flokkanna um ráðstafanir í dýrtíð armálunum og verður gerð grcirs fyrir þeim samningaumleitunum og hvernig þau mál horfa nú við. Öllum almenningi er nú löngis ljóst að knýjandi nauðsyn er fyrir okkur íslendinga að komast út úr þeirri dýrtíðarskrúfu, sem skapar okkur yfirvofandi hættu í sam- keppninni við aðrar þjóðir á er- lendum mörkuðum og orsakar ör- yggisleysi í fjárhagslífinu innan- lands. Hitt hefur viljað brenna við að mönnum verður á að benda fyr á aðra en sjálfa sig3 þegar að því kemur að takast á hendur óþægindi vegna nauðsyn- legra dýrtiðarráðstafana. .En sa hugsunarháttur má ekki verða sterkari heilbrigðu mati og skiln- ingi almennings á þeirri þörfa sem nú er á því, að allir taki á sig nokkrar byrðar til úrbóta J vandamálum verðbólgunnar. Eins og vanda er öllum Sjálf- stæðismönnum heimill aðgangur að þessum Varðarfundi meðaii húsrúm leyfir. Fjölbreyttur skemti- hmdur Hvatar á þriðjudegskvöM SJÁLFSTÆÐISKVENNA- FJELAGIÐ „Hvöt“ heldur á þriðjudagskvöld 16. þ. m. kl. 8,30 síðasta fund sinn fyrir þessi jól í Sjálfstæðishúsinu. 'Verður þar ýmislegt til skemt unar, svo sem kvikmjmd frá Heklu, frásaga um vestfirsk jól, dregið verður í bazarhapp- drætti fjelagsins, kaffidrykkjð og að lokum dans. Fjelagskonum er heimilt að taka með sjer gesli. Allar sjálf- stæðiskonur eru velkomnar meðan húsrúm. leyfir. Skemtifundir Hvatar eru allt af skemtilegir og þarf ekki að draga í efa að sjálfstæðiskonur muni fjölmenna á þennan fund,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.