Morgunblaðið - 14.12.1947, Qupperneq 10
1C
MORGUNBLAÐIÐ
\
Suiitnici'agur 14. des. 1947
MÁNAÐALUR
st d (L a^a ejtir /^aclz cd-ondon
**■
81. dagur
„Það var ' rjett“, sagði lög-
regluþjónninn. „Taktu eftir því
sem stúlkukindin segir“.
„Þetta er konan mín, og það
er vissara fyrir þig að tala
virðulega um hana“, sagði Billy
reiður. „Og nú er best fyrir
þig að hypja þig á brott, ef þú
vilt ekki verra af hafa“.
„Jeg hefi áður átt í tuski við
þína líka“, sagði lögregluþjónn-
inn. „Jeg hefi líka samherja
með mjer. Viltu sjá hann?“
Ljósgeislinn færðist til og
þau sáu hönd, sem hjelt á marg
hleypu. Það var eins og hún
hefði verið töfruð þarna út úr
myrkrinu, sjálfstæð hönd, laus
við líkama. Hún hvarf og kom
í ljós aftur eftir því, sem geisl-
inn fjell á hana — hönd í lausu
lofti með marghleypu. Þau
störðu á þetta.
„Nú vona jeg að þið þrjóskist
ekki lengur“, sagði lögreglu-
þjónninn.
„Þá verðurðu að hugsa þig
betur um“, sagði Billy.
I sömu andrá hvarf ljósið.
Eitthvert þrusk heyrðist og svo
hlunkur. Lögregluþjónninn
hafði mist vasaljósið í gólfið.
Þeir Billy leituðu báðir að því
og Billy náði í það. Þá brá þpnn
upp Ijósi og beindi því beint
framan í lögregluþjóninn. Þau
sáu nú fyrir framan sig grá-
skeg^jaðan mann í votum hlífð-
arfötum. Hann var gamall og
hann minti Saxon helst á upp-
gjafa. hermennina, sem hún sá
í skrúðgöngu 30. maí.
„Fáðu mjer ljósið grenjaði
hann.
Billy hló hæðnislega.
„Þá verð jeg að senda þjer
einá kúlu. Það er ekki um ann-
að að gera“.
Hann miðaði byssunni á Billy
og bau sáu inn í opið á henni.
„Skammastu þín ekki, lúsa-
blesipn þinn?“ sagði Billy. „Þú
þyrðir ekki einu sinni að skjóta
á skemt epli. Jeg þekki þig og
þína líka. Það vantar ekki reig-
inginn og stórmenskuna þegar
þið þykist eiga við huglausá
flækinga. En svo eruð þið eins
og skríðandi hýenur, þegar þið
hittið hugrakka menn. Skjóta
mig? Þú mundir kikna í knjá-
liðunum, þó jeg gerði ekki ann-
að_en segja bö-ö“.
I sama bili rak Billy upp helj
ar mikið baul. Lögregluþjónn-
inn hrökk í kút og Saxon skelli
hló begár hún sá það.
„Nú gef jeg þjer seinasta
tækifærið“, hvæsti lögreglu-
þjónninn fokreiður. „Fáðu mjer
ljósið undir eins og komdu með
mjer — annars hleypi jeg af“.
S.axon var hálfhrædd um
Billy. en hún -trúði því þó í
aðra röndina að lögregluþjónn-
inn mundi ekki þora að skjóta.
Og enn einu sinni dáðist hún
að hugrekki Billy. Hún sá ekki
framan í hann, en hún þóttist
vita að hann væri nú alveg eins
á svipinn og þegar hann barð-
ist við írana þrjá.
„Jeg hefi drepið menn áður“,
sagði lögregluþjónninn. „Jeg er
gamall hermaður og kippi mjer
ekki upp við það þótt jeg sjái
blóð“.
» „Þjer ættuð að skammast yð-
ar“. sagði Saxon, „fyrir það að
ráðast þannig á friðsamt fólk,
sem engum hefir mein gert“.
„Þið hafið ekki leyfi til þess
að sofa hjer“, sagði lögreglu-
þjónninn. „Þið eigið ekki þessa
hlöðu. Þetta er gagnstætt lög-
unum. Þeir sem setja sig upp á
móti lögunum verða að fara í
fangelsi, og þangað skuluð þið
fara, að mjer heilum og lifandi.
Jeg hefi útvegað fjölda flæk-
inga mánaðarfangelsi fyrir það
að sofa í þessari hlöðu. Hún er
nokkurs konar veiðigildra fyrir
þá. Jeg sá framan í ykkur áð-
an og jeg veit að þið eruð hættu
legir flækingar. Og nú hefi jeg
fengið nóg af þessum fíflalát-
um. Ætlið þið að koma með
góðu eða ætlið þið ekki?“
„Nú skal jeg segja þjer tvær
frjettir, asninn þinn“, sagði
Billy. Önnur er sú, að þú tekur
okkur ekki föst. Hin er sú að
við ætlum að vera hjerna í
nótt“.
„Fáðu mjer ljósið“, grenjaði
löregluþjónninn. ,
„Haltu kjafti, gamli minn, og
flýttu þjer burtu“, sagði Billy.
„Vasaljósið þitt geturðu reynt
að fínna í forinni úti“.
Billy beindi Ijósinu á dyrn-
ar og svo þeytti hann vasaljós-
inu út um þær eins langt og
hann gat. Nú voru þau í niða-
myrkri og þau heyrðu að gamli
gráskeggur gnísti tönnum af
bræði.
„Nú skaltu hóta okkur að
skjóta — og þá skaltu fá fyrir
ferðina“, sagði Billy.
Saxon þreifaði fyrir sjer
þangað til hún fann hönd Billy.
Hún tók innilega í hana, til
merkis um þakklæti og stolt.
En gráskeggur hafði í hótunum.
„Hvað — ertu ekki farinn
enn?“ sagði Billy.. „Heyrðu nú,
gamli gráskeggur. Þú hefir nú
þegaj sýnt mjer svo mikla ó-
svífni, að jeg þoli ekki meira.
Og ef þú ferð ekki undir eins
þá skal jeg hjálpa þjer út. Og
dirfist þú að koma aftur, þá
skaltu fá fyrir ferðina. Út með
þig“.
Það var svo mikill vindhvín-
ur í hlöðunni að þau heyrðu
ekki hvort hann fór. En Billy
náði sjer í vindling og þegar
hann kveikti í honum sáu þau
að sá gamli var farinn. Billy
hló.
„Jeg varð svo reiður“, sagði
hann, „að jeg gleymdi alveg
fingrinum á mjer. En nú segir
hann. til sín aftur“.
Saxon fjekk hann til að halla
sjer út af og reyndi svo að gera
hann rólegan.
„Það er ekki viðlit að far.a
hjeðan fyr en í fyrramálið",
sagði hún. „En þegar er birtir
af degi förum við með spor-
vagninum til San José og leigj
um það herbergi og fáum okk-
ur ,góðan mat. Svo skal jeg
skreppa í lyfjabúðina vog kaupa
bakstur eða eitthvað þess hátt-
ar til að leggja við veslings
fingurinn á þjer“.
„En Benson?“ sagði Billy.
„Jeg síma til hans frá borg-
inni — það kostar ekki nema
cent. Jeg sá að hann hefir síma.
Það er heldur ekki' hægt að
plægja í þessu steypiregni, og
svo ertu handlama. Nei, þetta
er langbest. Við getum þá jafn-
að okkur bæði. Mjer verður
batnað hælsærið um það leyti,
sem þú ert orðinn góður í fingr
inum, og svo getum við haldið
áfram göngu okkar“.
V. KAFLI.
Þrgmur dögum seinna, það
var á mánudagsmorgun, óku
þau Saxon og Billy með spor-
vagni út í úthverfi San José, og
þaðan hófu þau svo aftur göngu
sína í áttina til San Juan. Veg-
usinn var blautur, en nú var þó
sólskin. Himininn var heiður og
blár og grænni "slikju sló á jörð
ina. af nýgræðingi. Billy fór
heim til Benson að sækja þessa
sex dollára, sem hann átti inni
fyrir þriggja daga vinnu, en
Saxon beið á meðan.
„Hann var fokvondur út af
því að jeg skyldi vilja fara“,
sagði Billy, þegar hann kom
aftur. „Hann sagðist alls ekki
sleppa mjer, hann hefði nóg
handa mjer að gera eftir nokkra
daga, og það væri ekki svo
margir hjer um slóðir, er kynni
að fara með fjóreyki, að það
væri forsvaranlegt að sleppa
mjer“.
„Hvað sagðir þú þá?“
„Jeg sagði aðeins að jeg
þyrfti að halda áfram. Þá
reyndi hann að telja mjer hug-
hvarf, en jeg sagði honum að
konan mín væri með mjer og
hún vildi óvæg halda áfram“.
„Þú er nú jafn ákveðinn í því
eins og jeg, Billy“.
„Auðvitað, en ekki alveg jafn
ákafur. Mjer þótti nú gaman að
plægja og jeg verð aldrei fram-
ar deigur við það að biðja um
vinnu. Jeg er kominn upp á lag
ið og jeg treysti mjer til þess
að plægja á móti hverjum sem
er“.
Klukkustund seinna heyrðu
þau að bíll kom á eftir sjer.
Þau_gengu þá alveg út á veg-
brún til þess að hleypa honum
ffam hjá sjer. En bíllinn nam
staðar. Þetta var Benson.
„Hvert ætlið þið?“ spurði
hann Billy og leit um leið ein-
ken.nilega til Saxon.
„Til Montery — ef þjer ætlið
að fara svo langt“, sagði Billy
brosandi.
„Þið getið orðið mjer sam-
ferða til Watsonville“, sagði
Benson. „Það eru nokkrar dag-
leiðir fyrir ykkur með þessa
bagga á bakinu. Gerið svo vel
að koma upp í bílinn“. Svo
sneri han sjer að Saxon: „Vilj-
ið þier ekki sitja fram í?“
Hún leit spyrjandi á Billy.
„Jú, þigðu það, sagði hann.
„Það ér miklu betra að sitja
framí. Eftir á að hyggja —
þetta er konan mín, Benson“.
„Nú, það eruð þjer, sem tók-
uð manninn . af mjer“, mælti
Benson góðlátlega og lagði
skjólvoð yfir knjen á henni.
Saxon viðurkendi að það
hefði verið sjer að kenna.
„Jeg væri Ijelegur bóndi, ef
jeg ætti ekki meira land en það,
sem þjer hafið plægt“, sagði
Benson og sneri sjer aftur til
að sjá framan í Billy.
„Jeg hafði aldrei plægt fyr
en jeg kom til yðar“, sagði
Billy.
„Jeg hafði aldrei plægt fyr en
jeg kom til yðar“, sagði Billy,
„aðeins einu sinni gripið í plóg.
En jeg get lært“.
„Fyrir tvo dollara á dag“,
rurpdi í Benson.
„Já, þegar einhver vill borga
það fyrir að kenna manni“,
sagði Billy.
Benson hló.
GULLNI SPORINN
7153
Tingcombs, höfðu háSetar Potterys rekist á alian ránsfeng
þorparans, og þarna voru þrjár stórar eikarkistur fullar af
dýrgripum og peningum Delíu.
★
Sólin var að ganga til viðar, þegar við Delía stóðum á
ströndinni, örskammt frá bátnum, sem flytja átti hana frá
mjer.
Hún tók blíðlega í hendina á mjer, horfði feimnislega
framan í mig og hvíslaði svo:
„Á jeg þá að skilja eftir það, sem mjer þykir vænst um?
Kemur þú ekki líka með, hjartans Jack?“
„Delía“, stamaði jeg, „hvað þýðir þetta? Jeg hjelt þjer
stæði algerlega á sama um mig“.
„Það hjelt jeg líka, Jack . .. Þangað til jeg gerði mjer það
ljóst, að jeg elska þig meir en jeg hafði hugsað að væri
mögulegt“.
Hún tók hring af hendi sjer og setti hann á littlafingur
minn.
„Hjer er hringur minn, láttu mig nú fá eitthvað, sem jeg
get bæði gráljð og glaðst yfir, þar til við sjáumst aftur“.
Þar sem jeg engan hring hafði, varð jeg að láta mjer
nægja að láta hana fá hanska minn, en hún kyssti hann tví-
vegis og stakk honum að því loknu inn á barm sjer.
★
Jeg stóð og starði á eftir skipinu, þar til það hvarf út við
sjóndeildarhringinn. Þegar ekkert sást lengur nema hafið
og himininn, steig jeg á bak hesti mínum og reið upp frá
ströndinni — í stríðið, til að vinna „Hinn gullna spora“.
SÖGULOK.
ft/nui
— Því viljið þjer ekki halda
í hcndina á mjer?
★
— Heyrðu, Pjetur, vinnu-
konan sagði mjer að þú hefðir
verið að bisa við að velta tunnu
upp kjallaratröppurnar í nótt.
Er það satt?
— Já, húsbóndk það er satt.
— Hvar var jeg þá á meðan?
■— Þú varst í tunnunni.
Það er bjartsýnn maður, sem
fann upp gufuvjelina, en raun-
sæismaður, sem setti á hana ör-
yggisventil.
★
Dagblað eitt, sem aldrei vildi
viðurkenna annað en það væri
altaf fyrst með frjettirnir, birti
eitt sinn andlátsfregn Jóns Jóns
sonar, en komst svo að því síðar
að hún var á misskilningi
bygð. Daginn eftir var eftir-
farandi klausa í blaðinu: — í
gær birtum vjer fyrstir blaða
dánarfregn Jóns Jónssonar. í
dag berum vjer fyrstir fregnina
in baka. Blað vort er altaf
fyrst með frjettirnar.
Maður nokkur fór inn í veit-
ingahús og fjekk borð rjett við
hljómsveitina. Eftir áð háfa
þolað hávaðann möglunarlaust
nokkra stund snjeri hann sjer
til hljómsveitarstjórans.
„Spilar hljómsveit yðar það
sem beðið er um?“ spurði hann.
„Já, já“, sagði’ hljómsveitar-
stjórinn, „hvað viljið þjer?“
Maðurinn fór niður í sinn og
tók upp spil. „Ef svo er“, sagðf
hann, „viljið þið þá ekki spila
bridge á meðan jeg er að
borða“.
★
— Hvaða maður er þetta?
spurði lítill snáði föður sínn, er
þeir gengu framhjá breska
þinghúsinu.
— Það er þingpresturinn,
sagði faðirinn.
— Biður hann fyrir þing-
mönnunum, pabbi? spurði
strákur.
■— Nei, hann gengur 4nn í
fundarsalinn, lítur yfir þing-
heim, og biður svo fyrir þjóð-
inni.
SKIPAUTGCRÐ
RIKISINS
„SÆHRÍMNIR"
Tekið á móti flutningi til
Súgandafjarðar fram til hádeg-
is á morgun.
D,l or L
ac^HLii ^Jhoriacuii |
hæstarjettarlögmaður |