Morgunblaðið - 24.12.1947, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.12.1947, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 24- des. 1947 MORGUNBLAÐIÐ 3 JÓLASIÐIR í SÆ NSKRI SVEIT Eftir Magnús Gístason 1 NÖVEMBERLOK hefst und- irbúningur jólanna í mörgum stærri vöruhúsum Stokkhólms- borgar. Sýningargluggarnir eru skreyttir jólaskrauti. Þvert yfir eina aðalgötu borgarinnar — Drottninggatan — eru strengdir marglitir borðar og bönd og upp- lýst skraut í öllum regnbogans litum. Aðalverslunarhverfin — Stureplan, Kungsgatan — Norr- malmstorg, Hamngatan — loga af dýrð. Þúsundir og aftur þús- undir fólks fyllir allar verslanir, götur og torg. Fólk kaupir jóla- varning og jólagjafir — velur og hafnar. Allir eiga annríkt. En undirbúningur jólahátíðar- innar nær hámarki sínu á Lúcíu- daginn þann 13. desember. Fyrir allar aldir þann dag, fær- ir Lúcían — venjulega ung og ljóshærð stúlka, helst með dá- litla söngrödd — hverjum ein- stökum meðlimi fjölskyldunnar kaffi og sætabrauð á rúmstokk- inn. Hún er oftast íklædd skó- síðum, drifhvítum serk, með gylta kórónu alsetta kertaljósum á höfðinu, og hún syngur syrpu gamalla laga um sankta Lúcíu. Nú er það siður — um 20 ára gamall siður — að Stokkhólms- búar velja Lúcíu borgarinnar. Aðeins ungar, ógiftar, ljóshærðar og laglegar stúlkur öðlast kjör- gengi við þær kosningar. Að kvöldi dags þann 13. des. ekur svo hin nýkjörna Lúcía á upp- lýstum vagni (eða sleða, ef fær- ið leyfir) með fríðu föruneyti um helstu götur borgarinnar. Hún er í snjóhvítum klæðum og ber ljósum skrýdda kórónu á höfði sjer. Fólk fagnar hvarvetna komu hennar og mikið er um dýrðir það kvöld og lengi nætur. Lúcíu hátíðahöldin er gamall, sænskur jólasiður, en fyrst nú síðustu áratugina hafa stórborg- irnar gert þessa gömlu heimilis- erfðavenju að opinberri fegurð- arsamkeppni. Mörgum mislíkar þetta og álíta að Lúcíuhátíðin hafi tapað þeim hátíðarblæ og innileik, sem hún fyrrmeir hafði og sje nú aðeins misheppnað tískutildur. En hvað sem því líð- ur: Þetta eru nú ár hvert íburð- armikil hátíðahöld, sem virðast falla öllum þorra Stokkhólms- búa vel í geð. En ef maður vill kynnast sænskum jólasiðum — gömlum hefðbundnum erfðavenjum, sem enn eru í heiðri hafðar — þá er ráðlegast að fara út í sveit til dæmis upp í Dali. Okkur er boðið að dvelja yfir jólin á stórum búgarði upp í Dalarna við Siljanvatnið. Við tök um þessu ágæta boði, og snemma morguns á Þorláksmessu förum við í lestina sem ekur norður á bóginn. Dalarna er víðfrægt hjerað fyr ir náttúrufegurð. Heildarsvipur landslagsins er mildur en þó magnþrunginn. Skógivaxnir háls ar og hæðir, dalir og breiðar byggðir skiptast á. — Það hefur snjóað all mikið síðustu dagana, svo skógurinn er einber hvít- skreytt jólatrje. Við bíðum bóndans á járn- brautarstöðinni. Snjórinn dymbir öll hljóð, en von bráðar heyr- ist daufur klukknakliður, sem óð um skírist og færist nær. Það marrar í snjónum og við heyrum jódyn. Það hriktir í sleða, öku- bjalla klingir silfurskært og lág- vaxinn, langhærður dalahestur kemur brokkandi niður að járn- brautarstöðinni með húsbónda sinn sitjandi á lágum sleða í eftirdragi. Okkur er nýnæmi að því að aka á sleða langa bæjarleið. Bærinn stendur á hæð í dálitlu dalverpi skammt frá vatninu. Sitt hvorum megin við bæjardyrnar standa tvö stór og íönguleg jóla- trje. Stór köstur af grenigrein- um liggur við útidyrnar. Út í anddyrið berst sterk angan af einiberjalyngi. Það er nefnilega siður að strá einiberjahrísi á eld- húsgólfið á jólunum og hengja upp sveiga hjer og þar um bæ- inn. Auk þess er hengd grein af mistilteini í karm dagstofudyr- anna eða á annan velvalinn stað. Og það eru þá óskrifuð lög, að ef piltur og stúlka eða maður og kona standa eða ganga samtímis undir mistilteininn, ber þeim skylda til að kyssast í votta við- urvist. Jólahátíðin hefst klukkan fjög- ur á aðfangadag. Við byrjum með því að „dýfa í pottinn“ (dopp i grytan). Okkur er boðið í eld- húsið. Þar stendur stór járnpott- ur yfir eldi með rjúkandi kjöt- seyði af jólabjúgum — sjerstök- um heimagerðum kjötítroðningi. Maður dýfir þurrum, þunnum rúgbrauðssneiðum niður í sjóð- heitt seyðið og birgir sig upp með allskonar áskurð á disk og sest síðan á sinn stað við dúkað borð úti í borðstofu. Um sex ieytið er aftur komið við í eldhúsinu. Þar er nú boðið upp á „Mumma“ — sem sje bragð sterkt brug'g, öl og brennivín, kryddi og sykri blandið. Það er drukkið hcitt. — Síðan er sest undir borð í borðstofunni og þar er margt góðgæti á boðstólum. Aðalrjettirnir standa á sjerstöku borði og fólk skammtar sjer sjálft og getur nú valið hvað það helst vill. Hjer getur m. a. að líta sykursoðna svínasteik, steikt an nýfæddan grís, blóðmör og sýróp — að ógleymdum lútfisk- inum, sem fyrst og fremst er ein- kennandi fyrir sænskt jólaborð. Þetta er flött og þurrkuð langa, sem legið hefur í sterkum sódalút allt frá 9. desember, síðan af- vötnuð og soðin og borðuð með sósu og kanel. Þetta er herramannsmatur. Að lokum kemur svo jólagrauturinn, sem sje þykkur grjónagrautur með möndlum í. Sá (eða sú) sem fær möndluna mun kvongast (eða giftast) fyrir næstu jól — segir hið fornkveðna. Kaffið — lútsterkt ketilkaffi — er veitt inni í dagstofunni. Þar stendur jólatrjeð skreytt heimagerðu skrauti. Við virðum fyrir okkur um stund geisladýrð jólaljósanna, en yngstu meðlimir fjölskyldunnar gjóta óþolinmóðir hornauga í áttina að dyrunum. Nú er nefnilega von á jólasvein- inum (jultomten). Hann kemur ár hvert urn þetta leyti dags, og þá jafnan með fullan poka af jólagjöfum. Og viti menn: Það er barið að dyrum. Húsfreyjan opnar og inn kemur gamall, grá- hærður og' hvítskeggj aður öld- ungur með langa rauða skott- húfu á höfðinu og stóran poka á bakinu. Hann spyr, hvort hjer sjeu nokkur þæg börn og fær svör við spurningum. sínum. Eft- ir að hafa hámað í sig fulla skál af jólagraut og hafa þar með saðið mesta hungrið, leysir hann frá pokanum og útbýtir nú pökk- um og pinklum til allra við- staddra. Von bráðar er pokinn tómur og jólasveinninn kveður og fer. Þegar fólk svo hefur svalað forvitni sinni, pakkað upp ióla- gjöfunum, reiknað út hver gef- andinn er og þakkað fyrir sig með kossi eða handabandi allt eftir því hvað við á — hefjast jólaleikirnir. Það eru fjörugir söngleikir og hringdansar. Líf og fjör fær lausan taum, og allir eru með bæði ungir og gamlir. Fólk myndar keðju og hleypur um göng og ganga, út og inn og hringinn í kring uin jólatrjeð og syngur heila syrpu af fjörugum þjóðdanslögum, en fyrst og síð- ast: Nu ar det jul igen, ja, nú ár det jul igen, och julen varar vál till páska. Det var inte sant, nej, det var inte sant, fár dár emellan kommer fasta. I einu herberginu stendur geit hafur úr hálmi í eðlilegri stærð. Hann verður nú um stund mið- depill hringdansins. — Hafuririn er tákn myrkravaldsins og nú gildir að flæma þá illu vætti, sem í honum búa á brott með söng og gleðilátum Kvöldið líður fljótt. Fólk held- ur gleðskapnum áfram, þótt einn og annar þreytist og dragi sig í hlje. Flestir halda út góða stund fram yfir miðnætti eða þar til tími er kominn til að fara í kirkju. En það er gamall siður í Svíþjóð að Ijúka gleðskap að- fangadags kvöldsins með óttu- söng klukkan fjögur á jólanótt- ina. Við sungum, dönsuðum og hjeldum gleði hótt á loft til klukkan tvö, en þá, bauð hús- móðirin okkur enn á ný í eld- húsið. Þar stóð nú kerald yfir eldi, barmafullt af jóla-„glögg“. Það er kryddað, ljúffengt og lítið eitt áfengt heimabrugg. Matur stendur einnig frammi. Það er af nógu að taka og flestir taka sjer bita eða ábætir sjer til saðnings. Eftir ágæta hressingu, bjugg- um við okkur svo til kirkjuferð- ar. — Það var ágætt færi, svo við ókum á sleðum til kirkju- unnar. Uti var frostbjört vetrarnótt. Við dúðuðum okkur inn í gæru- skinn og bjarndýrafeldi, og eng- inn kvartaði um kulda, þótt frost ið væri nær 20 stig. Vegurinn var snævi þakinn og sleðarnir brunuðu áfram. Tveir öftustu sessunautarnir á hverjum sleða hjeldu á kyndlum, sem lýstu okk ur leið. Það var bæði fögur og sjerkennileg sjón að sjá þessar blysfarir. Heilar herfylkingar af hestum og skrautbúnum sleðum stefndu úr öllum áttum að kirkj- unni. Ökubjöllurnar hljómuðu og blysin blossuðu. Þegar komið var að kirkjunni voru hestarnir spenntir frá og settir inn í kirkju hesthúsin •— lága bjálkakofa — sem voru í þyrpingu skammt frá kirkjunni eins og smaþorp út af fyrir sig. Blysin voru slökkt og gengið í kirkju. Aðeins fáein ljós voru tendruð. Við vorum snemma á ferð, en það er líka vissara að tryggja sjer sæti. Kirkjan rúmar um 2—3000 manns, en fyrr en varir er hvert sæti skipað. Fólk kemur langt að, og nær því hvert mannsbarn af næstu bæjum geng ur til óttusöngs á jólanóttina. Flestir hjeraðsbúar eru í þjóð- búningum. Og þó fleiri karlar en konur. Karlar — bæði ungir og gamlir — eru í svörtum hálfsíð- um frökkum, sem eru hnepptir upp í háls með silfurhnöppum. Þeir eru í gulum nærskornum skinnbuxum með sokkana utan yfir. Sokkarnir eru hvítir ullar- sokkar og sokkaböndin rauð með dúskum og stássi, skórnir vænir, lágir leðurskór, og fyrirferða miltlar silfurspennur eru spennt- ar yfir ristina. — Þjóðbúningur kvenna er engu síður glæsileg- ur. Þær eru í hvítum skinntreyj- um með skrautofnar svuntur í fögrum, sterkum litum, í rauð- um ullarsokkum og með sjer- kennilegan og smekklegan höfuð búnað á höfðinu. Klukkan hálf fjögur koma átta kirkjuþjónar — allir í þjóðbún- ingum — fram gólfið. Þeir bera langar stengur í höndunum. A enda hverrar stangar er logandi kertaljós. Þeir tendra nú með ljósinu fjöldann allann af kert- um — stórar ljósakrónur — um alla kirkjuna. Senn er öll kirkj- an uppljómuð. — Ljósin lifa og hrærast mitt á meðal okkar og fylla kirkjuna hátíðleik jólanna. I öllum gluggum kirkjunnar loga kerti stall af stalli í pýramída- löguðum stjökum, og altarið er ein geisladýrð. — Þegar kerti sjö álmuðu ljósastikunnar eru tendr uð, rís söfnuðurinn á fætur, og á meðan hún er borin upp á prjedikunarstólinn syngur söfn- uðurinn sálm. Jólaguðspjallið er lesið. Tveir prestar, íklæddir marglitum messuskrúða, þjóna fyrir altari. Uppi á söngloftinu mynda ungar stúlkur í þjóðbún- ingum hálfhring um orgelið. Þær íslensk Lucia í Ingesund EINS OG KUNNUGT er, halda Svíar svonefnda Lúcíuhátíð og lcannast Reykvíkingar við þann sið, því Norrænafjelagið hefur tekið hann upp hjer árlega undanfarið. Við Ingesund-hljómlistarskóla er islensk stúlka, sem heitir Katla Ólafsdóttir. Var hún í fyrravetur valin til að vera Lúcía og á Lúcíuhátíðinni hafði hún með sjer lólf „þernur". — Myndin hjer að ofan er af ungfrúnni og þernum hennar. syngja einraddað og allur göfn- uðurinn syngur með svo undir tekur í hvelfingum kirkjunnar. Ottusöngurinn tekur um hálf- an annan tíma. Og þótt loftið í kirkjunni sje þungt og mollulegt og flestir hafi vakað lengi, læt- ur enginn bilbug á sjer finna. Fyrst klukkan hálf sex er guðs- þjónustunni lokið. Það er skuggsýnt úti, en von bráðar er kveikt í blysunum á ný, og þau kasta töfraljóma yfir kirkjutorgið, sem iðar af lífi. Frændur og vinir hittast, skipt- ast á kveðjum og spyrjast ííð- inda. Karlar og konur, ungir og gamlir, skarta í sínum skraut- legasta skruða. En ýmsir eiga langa leið fyrir höndum. Hest- arnir eru sóttir og spenntir fyr- ir og stórir flokkar kirkjugesta aka heim á leið. Hljómar öku- bjallanna deyfist og dcyr, en blysin lýsa langar leiðir. Síðan er haldið kyrru fyrir all- an jóladaginn. Ýmsir eru þreytt- ir eftir gleðskapinn og óttusöng- inn. Jóladagurinn er hvíldardag- ur og fólk heldur hvíldárdaginn heilagan. Uti sjest varla nokkur- lifandi sál á ferli. Fólk heldur sig heima, og á bæjunum eru að- eins nauðsynlegust.u störf innt af hendi. Búpeningnum er gefið, eldsneyti sótt, ofnar og arineldar kynntir. Maður hefur það nota- legt, etur og drekkur ríflega sinn skerf og gengur snemma til rekkju. A annan dag jóla er gleðskap- urinn aftur í heiðri hafður. Fólk sækir hvort annað heim. Fiðlarar og aðrir „spelmenn“ ganga bæja á milli og spila fjörug lög, og nú er dansað og sungið eða spil- að á spil og margskonar skernmt- an um hönd höfð. Þannig líða jólin. Fáar þjóðir halda eins fast við erfðavenjur sínar og Svíar, og þetta á ekki' hvað síst við um siðvenjur jólanna. Allur þorri fólks heldur bæði upp á þrett- ánda dag jólanna (7. janúar) og tuttugasta daginn (13. janúar). Hvert einstakt heimili hefur svo að segja sitt tilbrigði jólasiðanna. Og stöðugt hverfa ýms eldri til- brigði úr sögunni, en ný koma jafnótt í þeirra stað. Nú síðustu árin hefur nýr sið- ur rutt sjer til rúms fyrst og fremst í borgunum, sem sje að hengja jóiastjörnu í gluggana. Venjulega eru þetta stórar stjörn- ur, gerðar úr hvítum eða gulleit- um skermapappa og upplýstar með rafmagni. Hvert kvöld yfir jól og nýár — jafnvel frá 13. desember og fram um 13. janúar — tindra þess ar jólastjörnur í gluggum Stokk- hólmsborgar. <Jx$x$>^^<^<^>^k$>3x$x$>^$x$*JxSx$xÍx$x§><3 QtekLy jól! Dvergur. pi <$X$X§X$X$X*><$><$><^<$><5><$><$><$><^<$X$><§*$><$><§ <í> (jie&ilecý jóf/ Verslunin Málmur. ^^xS>^>^>4^><$x^x$>^x$xíx^x$x$><Sx$;<j (fjle/iiecj. jóf! Verslunin Þórsmörk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.