Morgunblaðið - 24.12.1947, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.12.1947, Blaðsíða 5
JVIiðvikudagur 24. des. 1947, MORGVISBLAÐIÐ 5 JÓLAGAMANBARNANNA MINNISSTÆTT JÓLAKVÖLD Jólaleikir BÖRNUNUM fanst jólafastan hafa verið óskaplega löng. — Ætluðu jólin aldrei að koma? Jólaundirbúningurinn hófst í byrjun desember. Mamma fór að baka og það var hugsað um jólagjafir, allt þvegið og strok- ið. Svo kom jólafríið í skólan- um loksins .... Og aðfar.gadagurinn var þó lengstur að líða . . . „Mjer finst vísarnir á klukk- unni alls ekki hreyfast“, sagði Stína litla við Magga bróður sinn. Þau sátu í neðstu tröpp- unni og horfðu á stóru klukk- una í ganginum. „Nei, tíminn hreyfist bara ekki í dag“. andvarpaði Maggi. „Mamma og pabbi eru í kirkjunni. Fyrst þurfa þau að koma heim og svo verður borð- að og svo þarf stulkan að þvo upp og þá íyrst fáum við að sjá jólatrjeð“, romsaði Stína litla. Þau sátu lengi, systkynin, án þess að mæla orð, en svo rauf Maggi þögnina: „Það er þarna inni“, sagði hann og benti. í áttina til stof- unnar. „Ætli stofan sje aflæst?“ spurði Stína. „Eigum við að gá?“ Jú, dyrnar voru læstar. Þau settust aftui í tröppuna. En þau gátu ekki setið svona aðgerðarlaus. „En skráargatið?“, sagði Maggi. Stína svaraði ekki. Hún átti í harðri -baráttu við sjálfa sig. „En það gerir ekkert til þótt maður kíki bara pínulítið“, — sagði Maggi. Bara pínulítið! Maggi kíkti fyrst. En á meðan hann stóð enn með höfuðið þjetí upp að hurð- ínni kom vinnustúlkan fram. „Jæja, karlinn. Svo þú ert að kíkja“, hrópaði bún skrækri röddu. „Veistu ekki hvað nú kemur fyrir, kjáninn þinn?“ Drengurinn krökk í kút. „Nú hverfur jólatrjeð, og þegar þið komið inn í kvöld, verða greinarnar crðnar visnar og svartar11. Það fór hrollur um systkynin. „Bara svartar, naktar grein- arnar . . . sagði Stína hægt. „Ó, Gunna, er þetta ábyggilega satt“ „Sjáið þið bara til“, sagði stúlkan og lokaði á eftir sjer eldhúshurðinni. „En ertu nú viss um að þú hafir sjeð það, Maggi?“ Það var kannske enn hægt að bjarga þessu. „Já, það stendur á miðju góifi“, svaraði Maggi og hann gat varla komið upp einu ein- astn orði af geðshræringu. ..Bara svartar og naktar gi : ;nar“, endurtók Stína. ■ Hún sá fyrir sjer hvernig þetta m 'di allt enda. Pabbi og M :ama, litli bróðir og Gunna o Sigurður frændi. Þegar þau . öl: ' ,æmu inn í stofu væri ekk- e • iólatrje lengur, bara nakið, vi .' 'i trje, með svörtum grein- ir .... T örnin sátu og sögðu ekki r.fitt. Litlu heilarnir voru að h aasa ráð til að bjarga þessu h' æðilega slysi. En ætli Gunna sje að segja s: tt?“ sagðj Stína. ,Hún sagði að jeg myndi r issa tönnina, manstu og hún datt úr mjer daginn eftir“. — Nei, það var ekki hægt að yæna Gunnu um ósannsögli. „Eigum við að kíkja aftur, íil að vita hvort það er satt?“ 'V Saga fyrir yngstu lesendurna Og þarna stóð jólatrjeð baðað í Ijósum. Það var síðasta vonin, en þeg- ar á átti að herða, þorðu þau það ekki. Kannske gæti eitt- hvað annað miklu verrá þá komið fyrir. „Hvað ætli mamma og pabbi segi?“ hvíslaði Stína, það var allt of hræðileg hugsun til að segja upp hátt. „Æ, jeg veit það ekki. Bara að þetta sje nú ekki satt. — Jeg vildi að jeg hefði ekki horft í gegnum skráargatið. Bara að það væri eins og þegar jeg hjelt að það væri gat á tánni á sokknum mínum, en þegar jeg kom heim og fór i'u skón- um, var ekkert gat“, sagði Maggi litli. Og svo komu mamma og pabbi heim. „Hvað, sitið-þið hjer, börn“, sagði pabbí. „Ó, pabbi“, sögðu þau bæði í einu . . „við“, en þau gátu ekki sagt meira. Pabbi var í svo góðu skapi. Hugsa sjer, ef hann yrði eins reiður og þegar þau brutu rúðurnar fimm í gróður- húsinu. „Jæja, þið eruð víst orðin Þau sátu og horfðu á stóru klukkuna. þreytt á að bíða“, sagði pabbi hlægjandi. Þau höfðu litla lyst á jóla- matnum, systkinm, en þau borðuðu samt til þess að koma ekki upp um sig. „Við skulum flýta okkur að borða. Börr.in eru þreytuleg á svipinn og stúlkan á eftir að þvo upp, áður en við förum inn í stofu“. Hún bað systkinin að líta eftir litla bróður á meðan hún og pabbi fóru inn til að kveikja á trjenu. Börnin hjeldu niðri í sjer andanum. „Lólate, lólate“. kallaði litli bróðir. Bráðum myndi pabbi og mamma koma aftur og segja? „Hvar er jólatrjeð?“ Þau heyrðu fótatak foreldra sinna og tókust ósjálfrátt í hendur, börnin lokuðu augun- um á meðan pabbi opnaði dyrnar. Þau opnuðu þau ekki aftur fyr en þau heyrðu gleði hrópin frá litla bróður „Lólate, iólate!“ Og þarna stóð jólatrjeð. Bað- að í ljósum, stjarnan á toppn- um. Mislitar perur, englahár, og jólapokarnir. „En lrvað er þetta, elskurnar litlu. Eruð þið að gráta?“, sagði mamma og beygði sig niður að snöktandi systkinunum. * Og svo sögðu svstkinin alla söguna, eins og hún hafði geng- ið til um skráargatið og jóla- trjeð, sem þau hjeldu að væri horfið. Og nú voru lok.i jólin komin. Aldrei hafði gamli jólasálmur- inn hljómað eins fallega á meðan þau gengu kringum jóla trjeð og sungu með. Aldrei hafði fyr glitrað svona fallega á englahárið, eða jólasveinarnir litlu verið jafn fallegir. En þessi jól kölluðu börnin altaf síðan „sjerstöku jólin“. Töfrabragð Töframaðurinn sýnir áhorf- endunum glas, og sjá þeir, að það er fullt af bleki. Til þess, að sanna það enn betur, dýfir töframaðurinn spiii ofan í glas- ið og sjest, að það verður undir eins svart á þeim helming, sem ofan í glasið hefir fai'ið. En nú gerir hann töfrabragð- ið, sem hann þykist hafa lært austur í Austurlöndum. Hann leggur vasaklút yfir glasið, þylur töfraþulu, sem hljóðar þannig: Matababra, matababra o. s. frv. Svo þegar hann lyftir vasaklútnum, sjá allir áhorf- endur, að nú er í glasinu tært tárhreint vatn. En í rauninni er þetta ekki svo mikill galdur, því að í fyrst unni hefir svört dula, sem loð- ir við glerið, verið sett ofan í glasið svo að það sem í því er, sýnist blek. Galdurinn við spilið er, að tvö spil hafa verið límd saman og snúa bökin saman. Annað spil- ið er málað svart til helminga. Meðan klútnum er haldið yfir glasinu, er hægur vandi að toga tuskuna upp úr. Hindruoarbragð Einhverjir tveir verða að vera blindingjarnir. Þeir eru látnir horfa vel yfir herberg- ið, sem alt er fult af stólum, borðum og ýmiskonar kössum. Er þeim sagt, að þeir verði að ganga yfir þvert herbergið án þess, að koma við nokkurn af þeim hlutum, sem á gólfinu liggja. Meðan verið er að hnýta trefl unum fyrir augun á blindingj- unum og snúa þeim í marga hringi eiga þeir, sem eru inni í' herberginu, að neta tækifær- ið til að taka allt, sem þar hefur legið, burtu svo að leiðin fyrir blindingjana er opin . En þeir hafa vitanlega ekki hugmynd um það, og verður hlægilegt að sjá, hve varlega þeir fara, þar sem þeir gætu gengið beint og óhikandi. Gælið öryggis Gætið ykkar að fikta ekki við rafperurnar á jólatrjenu. Þær «eta íeiít rafstraum. HUGSAÐU ÞJER, að þú værir strákgreyið, sem stendur þarna á pallinum með öxina yfir höfði sjer. Hvort myndirðu þá toga í band- ið eða gefa eftir? , •ddn uixo rfj ‘i ,uiSo[ mj ij| tNSílVl [

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.