Morgunblaðið - 24.12.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.12.1947, Blaðsíða 8
8 MORGUNfíLAÐIÐ Miðvikudagur 24- des. 1947 EFTIR ÞORBJÖRN GUÐMUNDSSON. XII. OLYMPÍULEIKARNIR, sem haldnir verða í London 1948, eru nú aðalumræðuefni íþróttadálka heimsblaðanna. -- Þetta er heldur ekki nema eðlí- legt, þar sem leikar þessir skipa öndvegi meðal allra alþjóða- íþróttamóta, og í öllum löndum hins mentaða heims er undir- búningurinn undir þátttöku í leikunum aðalviðfangsefni í- þróttasamtakanna. Alþjóða-ÓIympíunefndin Olympíuleikarnir hafa farið fram í rúma hálfa öld í þeirri mynd, sem þeir eru nú. Alþjóða- Olympíunefndin, C. I. O. (Com- ité International Olympique) hefur skipulagt leikana frá byrjun og ákveðið hvar þeir skuli haldnir. Er nefndin alveg einráð hvað þá snertir. Aðalstofnandi Olympíunefnd- arinnar og upphafsmaðurinn að Olympíuleikum síðari tíma er franski aðalsmaðurinn Pierre de Coubertin. Nefndin var stofnuð í Sorbonne í París 23. júní 1894. Coubertin var kosinn fyrsti for- seti hennar og var það óslitið til 1925. Sátu fulltrúar frá 11 þjóð- um stofnfundinn í Sorbonne, og voru meðlimir fyrstu Olympíu- nefndarinnar 14. Síðan hefur smáfjölgað í nefndinni, bæði hafa fulltrúar frá fleiri löndum tekið sæti í henni og einnig hef- ur fulltrúum frá stærri þjóðun- um verið fjölgað, en engin þjóð Iiefur þó fleiri en 3. íþróttasam- tök hvers lands getur ekki valið fulltrúa sinn í Olympíunefndina, heldur tilnefnir hún hann sjálf. ísland varð þátttakandi 1946 Nú eiga sæti í nefndinni full- trúar frá 44 þjóðum, og er ís- land meðal þeirra. Var fulltrúi frá íslandi kosinn í nefndina 1946, en til þess valdi nefndin Benedikt G. Waage, foseta ÍSÍ. Aðalskrifstofa nefndarinnar er í Lausanne í Sviss. Forsetar hennar hafa aðeins verið þrír. Coubertin fram til 1925, eins og fyrr getur, en þá tók H. de Baill-. et-Latour frá Belgíu við og var forseti óslitið til 1942 að hann Ijest. Varaforseti nefndarinnar Svíinn J. S. Edström tók þá við störfum forseta og var svo kos- inn forseti strax og nefndin kom saman eftir styrjaldarlok. Olympíuleikar Hellena Eins og kunnugt er voru olymp isku leikarnir fyrr á öldum haldn ir fjórða hvert ár í Olympíu í Grikklandi. Voru þeir stærstir og þýðingarmestir hinna fjög- urra hátíðaleikja Hellena. Leik- arnir voru ekki eingöngu íþrótta legs eðlis, heldur voru þeir einn- ig trúarhátíð og höfðu mikið menningargildi og stjórnmála. Til leikanna söfnuðust menn í stórhópum frá hinum ýmsu smá ríkjum Grikklands og nýlendun- um. Juku þeir mjög á samheldni Hellena og einingu og elfdu tungu þeirra og inenningu. Olympíuleikarnir voru fyrst haldnir árið 776 f. Kr. og stóðu SBaá' - • .. Mesta íþróttahátíð sögu.nnar land 44 1/6, 3. USA 42i/3, 4. Svíþjóð 36, 5. Austurríki 27 og Kanada 18. ÞETTA BÁL var kveikt með geislum sólarinnar í Olympía í Grikk- landi, en síðan var hlaupið með Ioga þaðan og tendraður með honum Olympíueldurinn, sem brann á leikunum í Berlín 1936. Iþróttamað- nrinn, sem hljóp með eldinn fyrstu 1000 metrana sjest kveikja á kyndli sínum. síðan óslitið til 393 e. Kr., eða hátt á 12. hundrað ár, en ekki altaf með jafnmiklum blóma. Fyrsta niðurlægingartímabil þeirra hófst um 200 f. Kr., er Grikkland drógst inn í Róm- verjastyrjaldirnar og misti sjálf stæði sitt. Rómverjakeisarar sýndu leik- unum aftur á móti mikinn vel- vilja, og fór þeim að rjetta við aftur er þeir komu til valda. Tiberius tók t. d. sjálfur þátt í þeim áður en hann varð keisari og varð sigurvegari í kappakstri. Einnig tók Nero þátt í þeim og fór þaðan sem ,,sigurvegari“ í kappakstri. Hans keisaralega tign mun þó hafa haft meiri á- hrif á dómarana en árangur hans í keppninni, því að Nero fjell úr vagni sínum og lauk henni aldrei. Á dögum Hadrianusar (117 —138) má svo segja að síðari blómaöld Olympíuleikanna hef j- ist, þó að hún stæði ekki lengi, þar sem þeim fór aftur að hnigna um 200 e. Kr. Síðustu leikarnir voru svo haldnir 393, en ári síðar bannaði Teodosius keisari þá. Áhugi á Olympíuleikum Hellena. Eftir að Olympíuleikarnir höfðu svo legið niðri í hálfa 14. öld, vakti þýski vísindamaður- inn Winckelmann athygli á þeim og áhuga, en fornleifagröftur í Olympía hófst þó ekki fyrr en 1827. Það voru Frakkar, sem stóðu fyrir honum undir leið- sögn de Morée. Þessi rannsókn bar mikinn árangur, en aðalheið urinn af rannsóknum í Olympíu fellur samt í skaut Þjóðverjans Ernst Curtius. Hann var upp- hafsmaður að hinum mikla og víðtæka fornleifagreftri, sem fór þar fram á kostnað þýska ríkisins eftir 1870. Einnig komu þar mjög við sögu tveir landar hans, F. Adler og W. Dárpfelds. Olympíuleikar nútímans Þegar Grikkland fjekk sjálf- stæði sitt 1830 skaut þeirri hug- mynd upp þar í landi, hvort ekki myndi rjett að endurvekja Ol- ympíuleikana þar í landi. Og fyrir forgöngu grísks föður- landsvinar í Bukarest var þjóð- hátíð haldin í Aþenu 1859, sem bar nafn Olympíuleikanna, og einnig 1870 og 1875. En það var ekki fyrr en Frakkinn Pierre de Coubertin kom til sögunnar að farið var að ræða um leikana í núverandi mynd. Fyrir forgöngu hans var Alþjóða-Olympíunefndin stofn- uð, eins og fyrr segir, og á- kveðið að fyrstu leikarnir skyldi haldnir 1896 og síðan fjórða hvert ár. Fyrstu leikunum var valinn staður í Aþenu í heiðurs- skyni við þjóðina þar sem vagga Olympíuleikanna stóð. Bandaríkin lang stigahæst í fyrstu Olympíuleikunum í Aþenu 1896 voru þátttakendur 229. Bandaríkin báru hæst í frjálsum íþróttum, Ungverjar í sundi og Þjóðverjar í fimleik- um. Grikkland hlaut samt flest stig á leikunum, eða 85. Banda- ríkin voru nr. 2 með 47 stig og Þýskaland nr. 3 með 34 /2 stig. Síðan hafa þrjú stigahæstu ríkin á Olympíuleikunum hverju sinni verið sem hjer segir: 1900 í París: 1. USA 85 st„ 2. Frakkland 71 st. og 3. Eng- land 45 st. 1904 í St. Louis: 1. USA 201 st„ 2. Þýskaland 33 st. og 3. Cuba 22 st. 1906 í Aþenu: 1. Frakkland 741/ st„ 2. Grikkland 6l1/2 st„ 3. USA 51i/2 st. — Þessir leikar voru haldnir í tilefni af 10 ára afmæli Olympíuleikanna. 1908 í London: 1. England 224 1/6 st„ 2. USA 96i/3 st„ 3. Svíþjóð 40i/3 st. 1912 í Stokkhólmi: 1. Svíþjóð 1351/3 st„ 2. USA 124 st„ 3. England 76 st. — Þetta voru fyrstu Olympíuleikarnir, sem ís lendingar tóku þátt í. Sýndu þeir glímu og einn maður, Jón Hall- dórsson, tók þátt í frjálsum í- þróttum. 1920 í Antwerpen: 1. USA 196i/2 st„ 2. Svíþjóð 113% st. og 3. England 78 st. 1924 í París: 1. USA 216 st„ 2. Finnland 78 st. og 3. Frakk- land 78 st. 1928 í Amsterdam: 1. USA 118 st„ 2. Þýskaland 56i/2 stig og 3. Finnland 49 st. 1932 í Los Angeles: 1. USA 217 st„ 2. Italía 71 st. og 3. Sví- þjóð 46 st. 1936 í Berlín: 1. Þýskaland 1801/2 st„ 2. USA 124 át. og 3. Ítalía 47 st. —- Þátttakendur voru 4069 frá 49 þjóðum. Bandaríkin hafa unnið fleiri sigra en nokkur önnur þjóð á Olympíuleikunum. 290 gullpen- ingar hafa fallið þeim í skaut, 214 silfurpeningar og 190 bronse peningar. Stigin standa þannig: — 1. USA 1478i/2 st„ 2. Eng- land 656y2 st„ 3. Frakkland 495% st„ 4. Svíþjóð 491% st„ 5. Þýskaland 446% st. og 6. Finnland 3531% st. Noregur „konungur“ vetraríþróttanna Sex sinnum hafa farið fram vetrar-Olympíuleikar, og á sama hátt og Bandaríkin hafa borið af í sumar-íþróttunum hefur Noregur borið ægishjálm yfir aðrar þjóðir í vetrar-íþróttun- um. Fyrstu vetrar-Olympíuleikar fóru fram í London 1908. Eng- land hlaut þar 7 stig, Svíþjóð 6 og Þýskaland 5. Síðan hafa þeir verið sem hjer segir: 1920 í Antwerpen: 1. Svíþjóð 8 st„ 2. Noregur 5 st. og Finn- land og USA 3 st. 1924 í Chamonix í Frakkl.: 1. Noregur 32% st„ 2. Finnland 20V2 st. og 3. Austurríki 8 st. 1928 í St. Moritz: 1. Noregur 29 5/6 st„ 2. Svíþjóð 11 st. og 3. Finnland 7 5/6 st. 1932 í Lake Placid í USA: 1. USA 28 st„ 2. Noregur 20 st. og 3. Kanada 10 st. 1936 í Garmisch-Partenkirch- en í Þýskalandi: 1. Noregur 34 st. 2. Þýskaland 15 st. og 3. Sví- þjóð 13 st. Heildarstigin verða þessi: — 1. Noregur 116 1/6, 2. Finn- Frá 11 til 73 ára þátttakendur P'lestir sigurvegarar á Olymp- íuleikunum hafa verið á aldrin- um frá 20—30 ára. Yngsti sigur- vegarinn var aftur á móti 14 ára. Það er Japaninn K. Kita- mura, sem vann í 1500 m. sundi á Olympíuleikunum 1932. Elsti sigurvegarinn er hinsv. Svíinn O. G. Swan, sem var í flokknum, er sigraði í skotfimi (skotið á hlaupandi hjört) 1912. Hann var þá 65 ára. Hann keppti einnig á Ol- ympíuleikunum 1920, þá 73 ára gamall, og hlaut þá verðlaun, þó að það væri ekki þau fyrstu. Er hann aldursforseti þeirra sem hlotnast hefur slíkur heiður. Yngsti keppandinn á Olymp- íuleikunum, sem hlotið hefur verðlaun, er danska sundkonan Inge Sörensen. Hún var aðeins 12 ára, er hún varð önnur í 200 m. bringusundi á Olympíuleik- unum 1936. En norska skauta- drottningin Sonja Henie er yngst af hvíta kynstofninum, er náð hefur í gull á Olympíuleik- unum. Hún var aðeins 15 ára er hún vann í listhlaupi á skautum í St. Moritz 1928. Bandaríkja- stúlkan A. Riggin var jafngöm- ul, er hún vann keppni á leikun- um 1920. En yngsti keppandinn, sem þátt hefur tekið í Olympíu- leikunum er E. Inada frá Japan, sem tók þátt í listhlaupi á skaut- um á leikunum í Berlín 1936. Hún var 11 ára. Islenska Olympíunefndin í flestum þeim löndum, sem taka þátt í Olympíuleikunum eru starfandi nefndir, sem skipu leggja þátttökuna. Hjer á ís- landi hefur einnig verið skipuð nefnd til þess að sjá um þátt- töku íslands í Olympíuleikunum næsta ár. Sú nefnd er nú þegar búin að starfa í nær ár og unmð að þessum undirbúningi. Form. nefndarinnar er Hallgrímur Fr. Hallgrímsson, en aðrir nefndar- menn eru: Erlingur Pálsson, varaform., Ólafur Sveinsson, rit ari. Jens Guðbjörnss., Kristján L. Gestsson, Jón Kaldal og Ein- ar Pálsson, sem kom inn í stað- inn fyrir Steinþór heitinn Sig- urðsson. Þátttaka íslands. ísland mun nú taka þátt í þessum leikum með fleiri og betri menn en nokkru sinni áð- ur, en óvíst er ennþá, hve marg- ment það lið verður. Þó hefur verið ákveðið að þrír menn fari til keppni á vetrar-Olympíuleik- ana í St. Moritz. Við getum tæplega vænst þess að nokkur íslenskur íþróttamað- ur nái í gull, silfur eða bronce á Olympíuleikunum. Hitt þurf- um við ekki að óttast að íslensku íþróttamennirnir verði landinu ekki til sóma, og að það verður tekið eftir fulltrúum þessarar litlu þjóðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.