Morgunblaðið - 24.12.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.12.1947, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 24. dcs. 1942 Þegar líður að jólum fara börnin að hlakka til. Þau hlakka til að fá jólagjafir og jólatrje og eins mikið af sælgæti og hjartað þrá- ir. En að þessu frátöldu eru til- hiökkunarefni þeirra mismun- andi eftir því í hvaða landi þau eiga heima; því hvert land hefur sína siði, sem eru frábrugðnir siðum annara landa. Börnin í Rómaborg hafa alveg sjerstakt til hlökkunarefni. Þau fá að heim- sækja Jesúbarnið á jóianóttina. Jesúbarnið heitir II Bambir.o, sem orðrjett þýðir „barnið“, en enginn er þó í vafa um hvað við er átt með þessu nafni, því jólin eru ekki aðeins hátíð barnanna, þau eru fyrst og fremst hátíð barnsins , sem fæddist í jctu á jólanóttina. Þess vegna liggur II Bambino í jötu í öllum kaþólsk- um kirkjum á hverjum jólum, og börnin koma hópum saman til þess að heimsækja hann. Þau fara þá vanalega úr einni kirkj- unni í aðra til þess að skoða jöt- urnar, sem eru mismunandi að stærð og útbúnaði, þó sjálf jatan sje eins. Þar liggur Jesúbarnið á hálmi og María og Jósep krjúpa á knje sitt hvoru megin og spenna greipar í bæn. Hirðarnir eru að koma inn um hellisdyrnar með lítið lamb með sjer og jóla- stjarnan íjórnar yfir heliinum. En þó að svona jötur sjeu í hverri einustu kirkju í Kómaborg, vita hörnin þó vel hvert þau eiga að fara til þess að heimsækja II Bambino. Hann er í Ara-Coeli- kirkjunni niðri við Forum Rom- anum. Hún stendur uppi á Capi- tolhæðinni og var um langann aldur skrautlegasta kirkja Róma- borgar. í einni kapellunni er ínynd Jesúbarnsins skorin í olíu- við og fagurlega máluð. Þetta er II Bambino. Sagt er að munkur í Franciscusarklaustri í Jerúsalem hafi skorið styttuna út og þegar útskurðinum var lokið, varð hann mjög hryggur, því hann átti enga málningu til þess að mála hana. Styttan stóð inni í klefanum hans á meðan hann fór til bæna í kirkjunni, en þegar hann kom aftur var búið að mála hana, og þóttust aliir vita að englar myndu hafa gert það, svo vel var hún máluð. Munkur- inn lagði síðan af stað til Róma- borgar með styttuna. A leiðinni gerði ofviðri og skipinu hvolfdi rjett hjá Livorno á Ítalíu og styttan týndist. Munkurinn bjarg aðist aftur á móti og mikil var gleði hans þegar styttuna rak að landi, svo hann gat haldið áfram með hana til Rómaborgar. Henni var svo komið fyrir í Ara-Coeli- hirkjunni og þar stendur hún enn í dag. Mörg kraftaverk hafa gerst í eambandi við þessa styttu og einkum þótti sjúku fólki gott að IL BAMBINO - cJjtir (ju&nírut ^ónóclóttur fírá jf\eótólal?ha TS54B « Jesúbarnið í ,,jötu“ í ííalskri kirkju. leita til II Bambino með bæn um lækningu. Það varð því að vana, ef einhver lá hættulega veikur í nágrenninu, að sent var eftir II Bambino og hann borinn heim til sjúklingsins og skipti þá vana- lega um annaðhvort til fulls bata eða dauða. Á jólanóttina fyllist Ara-Coeii- kirkjan af börnum. Þau standa hlið við hlið og bíða með eftir- væntingu. Jólamessan er sungin og börnin syngja með. „Kyrie“, „Gloria“ og „Agnus Dei“. — Raddirnar eru glaðar og fagn- andi, því nú eru jólin og bráðum, rjett bráðum, fá þau að sjá Jesú- barnið, sem jólin eru heiguð. Þegar messunni er lokið verður dauðaþögn í kirkjunni og öll börnin halda niðri í sjer andan- um. Þá er tjaldið dregið til hlið- ar, sem huldi jötuna og þarna liggur II Bambino, gleði barn- anna. Og aftur hefja barnaradd- irnar sig í skærum söng: Gloria in exelsis Deo — Dýrð sje Guði á hæðum. Fyrir framan kapelluna er lít- ill prjedikunarstóll. Hann er ætl- aður börnunum. Hvert barnið eftir annað fer upp í prjedikunar stólinn til þess að ávarpa Jesú- barnið. Sum eru svo feimin að þau eiga bágt með að tala. Sum eru búin að búa sig vel undir en muna svo ekkert af því sem þau ætluðu að segja, en segja ef til vill eitthvað allt annað. Sum eru fullorðinsleg og halda dálitla María mey með barnið. (Eftir málverki Filipino Lippi). ræðu. Jeg heyrði einu sinni frá- sögn um jólanótt þegar trúboði frá Afríku kom til Rómaborgar og fór inn í Ara-Coeli til þess að heimsækja II Bambino og færa honum kveðjur svörtu barnanna í söfnuðinum hans suður í Afr- íku. Hann hlustaði á börnin og horfði á II Bambino og hugsaði alltaf um hve svertingjabörnin myndu verða glöð ef þau gætu sjeð og heyrt allt það sem fram fór. Þá kom lítil stúlka upp í prjedikunarstólinn og stóð þar alveg grafkyrr. Hún var í svört- um kjól og iitla andlitið hennar var sorgbitið. Börnin í kring ' voru að tala saman og sum þuldu í hálfum hljóðum það sem þau ætluðu að segja þegar röðin kæmi að þeim. En hún lyfti upp höndinni og þaggaði niður í þeim og beið róleg þangað til allt varð kyrrt. Svo fór hún að tala. Og það var auðfundið að hún hafði ekki búið sig neitt undir, heldur talaði hún við Jesúbarnið rjett eins og henni var eðlilegt að tala. Elsku Jesúbarn, sagði hún. Jeg veit að nú eru jólin og þá eiga allir að vera glaðir. En viltu þá ekki hugga hana mömmu, því hún grætur svo oft síðan hann litli bróðir minn dó. Núna í kvöld var hún alltaf að gráta og þá varð jeg líka svo hrygg. Jeg veit að hann litli bróðir minn er hjá þjer og að honum er alveg batnað núna. Hann er sjálfsagt að leika sjer við englabörnin og er kátur og glaður. Ó, elsku litla Jesúbarn, viltu ekki segja henni mömmu það svo hún hætti að gráta. gvo gerði litla stúlkan kross- mark fyrir sjer og fór niður úr prjedikunarstóinum og hvarf von bráðar í þröngina. En trúboðinn gleymdi henni aldrei síðan og hefur oft sagt litlu svertingja- börnunum frá henni. Á þrettándanum koma vitring- arnir frá Austurlöndum til Betle- hem til þess að leita hins ný- fædda koriungs Gyðinga. Þá eru myndir af þeim settar fyrir framan jötuna og börnin kannast strax við þá frá því í fyrra. — Þannig sjá börnin jólaguðspjallið fyrir sjer svo þau gleyma því aldrei. Og þó að þau verði full- orðin og fari ef til vill eitthvað langt út í heim, þá vita þau samt, að þau geta alltaf heimsótt Jesúbarnið í hverri einustu ka- þólskri kirkju, því hann liggur alltaf í jötunni sinni um jólin, svo við getum farið til hans og tilbeðið hann eins og hirðarnir í Betlehem og vitringarnir frá Austurlöndum. GuSrún Jónsdóttir frá Prestsbakka. 8x8>3x$xSxSxíxíxSx$xSxíxSxSx$xSxSxSxSxíxSxíxexe> Verslunin, Laugaveg 1. Ingólfs Apótek. ^<SxS>^<SxSxSxS^xS><s><íxS><s><sx}>^xSx{>^><S><S>^x$^xSxíxSxS>«xSxSxSxSxSx^<s^xSx$x^Sx^>^ ec^ jo t! Almennar tryggingar h.f. X<J^^<8^xS^xSxSxSxSx$x$xS>^xS^xSxíxSx$xSxS^xSxSxSxS>^x$>^xSxíxS><Sx^<^SxS><S> < Þingholtsstræti 3. ?LkL% jót! Svanur h.f. %kte$ jót! ^JJoJújan leöUecj jot. Nitíursu'ðuverksmiðjan Bíldudal. S>4x$x®xSxíxS><íxíx$x$xíx$x$xHxí>^xí><íx$x$.^.1 <$>y<^<í><í>yy<í><í»:xi,yy<$,<5>^><«><í><s>y<í>$xSx}x$^x<x3xíxjxjxs>^xsxtx^>^x$x$>^>^x$x£>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.