Morgunblaðið - 24.12.1947, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 24. des. 1947,
MORGVNBLAÐIÐ
:i3
Fögurgjöftil Fríkirkjunnar
EINS og Reykvíkingum er kunnugt,
hafði Frjálslyndi söfnuðurinn afnot
af Fríkirkjunni til guðsþjónustuhalds,
meðan hann starfaði hjer. En þá er
hann hætti störfum á síðastliðnu ári,
samþykkti hann að gefa Fríkirkjusöfn
uðinum gjöf til minningar um starf-
semi sínu í ikrkjunni. Fyrir nokkur-
um dögum var gjöfin afhent af fyr-
verandi stjórn og presti safnaðarins
sr. Jóni Auðuns. Er gjöfin hinar tvær
fögru Ijósastikur, sem myndin sýnir,
gerðar til þess að standa á kórgólfi
kirkjunnar á þar til gerðum súlum.
Auk þess fylgdi peningaupphæð, sem
varið verður til kaupa á öðrum
kirkjugripum.
Þessara góðu gjafa hefir þegar ver-
ið minnst við guðsþjónustu í Frí-
kirkjusöfnuðinum. En safnaðarstjórn
vill hjer með flytja alúðar þakkir sin
ar öllum þeim er að gjöf þessari
stóðu og gáfu hana af góðum hug.
F. h. safnaðarstjórnar,
SigurZur Halldársson, formaður,
Nikulás FriSriksson, ritari.
Jól í sumar og sól
Þar fá börnin sex vikna jólafrí
Eftir Patricic Ross.
JÁ, það eru jól í Ástralíu
líka, Ástralíu, eyjunni, sem er
„neðan á hnettinum“, eins og
við segjum. Þessa dagana er þar
hásumar. Það má vera að jólin
hjá þeim sjeu lík okkar jólum
í aðalatriðum, en ef við værum
allt í einu komin þangað, þá
fyndum við að raunverulega
eru þau allt öðru vísi. Snjór
er til dæmis alveg óþekt fyrir-
brigði á^ jólunum og almenn-
ingur í Ástralíu hefur ekki sjeð
snjó nema í kvikmyndum. Og
aldrei hefir snjórinn skreytt
garðinn hans, eins og svo oft
kemur fyrir hjerna.
Samt sem áður eru jólin þar
eins og hjer, mesta hátíð ársins,
og þá eru haldnar guðsþjónust-
ur. Ef ekki er hægt að komast
í kirkju, þá er hlustað á út-
varpið og það gera margir í
Ástralíu, því að oft er langt til
næstu kirkju.
Sjóböð og sólskin.
í sveitunum í Ástralíu, hafa
unglingar það fyrir venju, að
hópast saman á aðfangadags-
kvöld og ganga milli bæjanna
og syngja jólasálma. En í Syd-
ney á þessum tíma árs, mund-
um við sjá fólkið vera að und-
irbúa sig til þess að fara á
ströndina og synda í sjónum,
fá sjer sólbað, fara í leiki og
hitt og þetta. Ströndin hjá Sid-
ney er löng og bogamynduð,
en ef þig langar til þess að fá
þjer pláss í sólbaði, þá er betra
fyrir þig að fara snemma, því
að þúsundir Sidneybúa hafa
það sama í huga.
Ástralíubúar gefa jólagjafir
eins og við og vikum saman áð-
ur en jólin koma eru búðirnar
farnar að auglýsa, stundum
jafnvel tíu eða tólf vikum áð-
ur en jólin byrja, og allar segja
þær eins og hjerna: „gerið jóla-
kaupin snemma“
Á aðfangadagskvöld hengja
flest börn upp sokkana sína, til
þess að jólasveinninn láti eitt-
hvað í þá. Leyndardómurinn
um ferðir jólasveinsins er því
meiri þar, sem börnin vita að
hann ferðast um í sleða, sem
er dreginn af hreindýrum með
bjöllur í hornunum. í Ástralíu
eins og annarsstaðar eru jólin
álitin hátíð barnanna og þar fá
þau sex vikna frí úr skólanum.
Þar sem sólin skín daglega %
hluta ársins, eru fríin stutt yf-
irleitt svo börnin hlakka mikið
til jólanna. Vinnandi fólk fær
þó aðeins tveggja til þriggja
daga frí. Þeir, sem vilja hvíl-
ast um jólin, sitja venjulega út
í garðinum sínum og hlusta á
útvarpið. Kvikmyndahús og
matsölustaðir eru lokaðir á jóla
daginn, en opnað er aftur á ann
an í jólum.
Lítið um jólatrje.
Á hverju aðfangadagskvöldi
er ,,Jólasálmar“, eftir Charles
Dickens lesið og leikið í út-
varpið. Jólatrje eru ekki algeng
í Astralíu eins og þau eru á
norðurhveli jarðar, enda vaxa
þau ekki neinstaðar nálægt svo
erfitt yrði um flutninga. En þó
eru, sjerstaklega í sveitum,
ýmiss önnur trje brúkuð og þá
er gjöfunum raðað í kringum
þau og síðan útbýtt eins og í
Norðurálfu. En á flestum heim
ilum brúka menn plöntur í stað
jólatrjáa og eru þær aðallega
notaðar til þess að skreyta
heimilin.
Aðaljólamáltíðin í Ástralíu
er annað hvort steiktir kalkún-
ar eða endur og jólabúðingur
í eftirmat. En þetta er dýr mat-
ur og því geta ekki allar fjöl-
skyldur veitt sjer hann. Þó er
á flestum heimilum smápen-
ingur falinn í jólabúðingnum og
þykir það mikil lukka hjá þeim
sem fær hann.
★
I Ástralíu lifa endurminning-
arnar um köld jól, snjó og
kertaljós, aðeins í huga þeirra,
sem hafa ferðast og sjeð það.
Og ef maður væri þar núna, á
baðströndinni og hitti ókunnan
mann með angurværan hugs-
andi svip, þrátt fyrir hitann, þá
myndi ykkur ef til vill sldljast
að hann er að hugsa um jól í
Norðurálfu, eins og við þekkj-
um þau.
Utvarpið um jólin
Miðvikudagur 24. desember.
(Aðfangadagur).
15.30—16.30 Miðdegisútvarp.
16.30 Frjetir.
18.00 Aftansöngur í Dómkirkj
unni (sjera Jón Auðuns dóm
kirkjuprestur).
19.15 Jólakveðjur til skipa á
hafi úti.
19.45 Tónleikar: Þættir úr óra-
toríinu ,,Messías“ eftir Hánd
el plötur).
20.10 Orgelleikur og einsöngut
í Dómkirkjunni (Páll ísólfs-
son og Guðmunda Elías-
dóttir).
20.30 Ávarp (sjera Friðrik Hall
grímsson).
20.45 Orgelleikur og einsöngur
í Dómkirkjunni: (Páll ísólfs
son og Guðmunda Elíasdótt-
h). —
21.20 Jólalög (plötur).
Fimmtudagur 25. desember.
(Jóladagur).
11.00 Messa í Dómkirkjunni
herra Sigurgeir biskup Sig-
urðsson).
14.00 Dönsk messa í Dómkirkj
unni (sjera Bjarni Jónsson
vígslubiskup).
15.15— 17.30 Miðdegistónleikar:
Messa í h-moll eftir Bach.
18.15 Barnatími í útvarpssal
(Þorst. Ö. Stephensen, Al-
freð Andrjesson, Barnakór
Jóns Isleifssonar, útvarps-
hljómsveitin o. fl.)
19.30 Tónleikar: Jólatónverk
eftir Corelli og Hándel.
20.00 Frjettir.
20.25 Jólatónleikar útvarps-
ins, I.: a) Einsöngur (Elsa
Sigfúss). b) Einleikur á píanó
(Rögnvaldur Sigurjónsson).
21.10 Jólavaka: Upplestur og
tónleikar.
22.00 Jólalög.
Föstudagur 26. desember.
(Annar jóladagur).
11.00 Messa í Dómkirkjunni
(sjera Bjarni Jónsson, vígslu
biskup).
12.15— 13.15 Hádegisútvarp.
15.15— 16.25 Miðdegistónleikar:
Symfónía í d-moll nr. 9 eft-
ir Beethoven.
18.15 Barnatími í útvarpssal
(Þorst. Ö Stephensen, Alfreð
Andrjesson, Barnakór Jóns
ísleifssonar, útvarpshljóm-
sveitin o. fl.)
19.30 Tónleikar Conserto grosso
eftir Hándel.
20.25 Kórsöngur: Þættir úr há-
tíðamessu eftir Sigurð Þórð-|
arson (Karlakór Reykjavík-
ur syngur; Sig. Þórðarson
stjórnar. — Plötur).
20.45 Jólagestir í útvarpssal
(Guðmundur Thoroddsen
prófessor, Eggert Stefánsson
söngvari, Guðrún Jónsddótt-
ir frá Prestbakka, Pálmi
Hannesson rektor o. fl.)
22.05 Danslög.
Laugardagur 27. descmber.
12.10—13.15 Hádegisútvarp.
lá.30—16.30 Miðdegisútvarp.
18.25 Veðurfregnir.
19.25 Tónleikar: Samsöngur.
20.00 Frjettir.
20.30 Leikrit: „Galdra-Loftur“
eftir Jóhann Sigurjónsson.
Leikendur: Gestur Pálsson,
Ingibjörg Steinsdóttir, Bryn- I
dís Pjetursdóttir, Þorsteinn,
Ö. Stephensen, Lárus Páls- j
soq, Róbert Arnfinnsson,,
Soffía Guðlaugsdóttir, Har-;
aldur Björnsson, Ingibjörg j
Stephensen, Friðfinnur Guð-,
jónsson, Valdemar Helgason, j
Lárus Ingólfsson, Haukur j
Óskarsson og Fanney Vil-,
helmsdóttir. — Leikstjóri:
Haraldur Björnsson.
22.05 Danslög.
(jleciilecý jót!
Ásgeir G. Gunnlaugsson.
Austurstræti 1.
X<^$"$^$x$^$x$>$x$x$®xSx$k$x$x$>®x^®x$®x$x$x$®k$x$®x$x$>®x$x$x$>^<$®>^<$®x$>^®>X
(jíe&ilecf jól!
Matardeildin, Hafnarstrœti 5.
Matarbúðin, Laugaveg 42.
Kjötbúð Sólvalla, Sólvallagötu 9.
Kjötbúðin, Skólavörðustíg 22.
K$$X$$$x$®>®>$®>®x$x$>®x$<$®<$®X$®xSx$x$®x®x®x$®x$®®®®>®®®®®®>®®®®®®á
CjtekLq jóll
Verslunin Selfoss.
| $$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$<:
(jleÍifecf jóf!
Olíuverslun tslands h.f.
4$$$$®X$$$$$$®X$$®®X$®®X$$®®"$®®X$®X$®®®®®$®$$®$®®®®®®I$
(jfeÍifecf jóf!
<$>
Sœlgœtis- og efnagerSin Freyja h.f.
(jfefifecf jóf!
B. S. R.
(jfefifecf jót!
Sverrir Bernhöft h.f.
J^$X$X$X$>$K$X$>$X$>$X$X$><$>$X$>$X$X$>$>$X$>$X$X$X$X$>®>$>$X$X$>$X$X$"$K$>$X$$X$X$K$H®>$X$X$><ý|
Cjfetitecf jóf!
gott og farsælt nýjár!
Hótel Þröstur.
CjLkLy jól!
gott og farsælt komandi ár. Þökk fyrir viðskiftin á
liðna árinu. Sjerstaklega þökkum við viðskiftavinum
okkar hvað þeir með ljúfmennsku, hafa gert sjer að
góðu okkar erfiðu aðstöðu, sem við vonum að geta bætt
bráðlega. Sanngirni á báðar hliðar er góður grundvöllur.
Verslunin Langholtsveg 174.