Morgunblaðið - 28.12.1947, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 28. des. 1947
Útp.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.).
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Simi 1600.
Áskriftargja'lú kr. 10,00 á mánuði innanlands,
kr. 12,00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók.
Frjálslyndi
ORÐIÐ FRJÁLSLYNDI hefur oft verið nefnt í stjórnmála-
baráttu síðustu áratuga. Hjer á íslandi eru það einkum tveir
stjómmálaflokkar, sem telja sig halda merki þess sjerstak-
lega hátt á lofti og einir vera hinir sönnu boðberar og vernd-
arar hverskonar frjálslyndis. Þessir „frjáislyndu“ flokkar
eru kommúnistar og' sosíalistar.
Því hefur að vísu verið haldið fram að tímar kraftaverk-
anna sjeu liðnir. En ef kommúnistum og sósíalistum tækist
að telja Islendingum trú um það að stefna þeirra mótaðist
af frjálslyndi væri það sönnun þess að kraftaverkin sjeu enn-
þá að gerast og ennþá furðulegri en þegar hvalurinn hýsti
spámanninn í nokkra daga i kviði sínum og skilaði honum
síðan alheilum á þurt land. Svo órafjarlæg er stefna komm-
únista og sósíalista því að byggja á frjálslyndi eða miða að
því að skapa frjálslynda stjórnarháttu.
Til þess að sannfærast um þetta þarf ekki annað en líta
á afstöðu kommúnista til ýmsra frumstæðustu mannrjett-
inda í nútíma þjóðfjelagi. Lítum t. d. á hinn almenna kosn-
ingarjett.
í riti, sem nokkrir breskir sósíalistar hafa nýlega gefið út
er sú skoðun sett fram hreinlega og afdráttarlaust, að fram-
kvæmd raunverulegs sósialisma geri óhjákvæmilegt „að allri
eindreginni mótspyrnu sje tortímt, þ. e. a. s. með sviptingu
kosningarjettar, og ef nauðsynlegt þykir, með fangelsunum“.
Þama er ekki farið í neina iaunkofa með það, sem að er
stefnt. Óhjákvæmilegt skilyrði fyrir framkvæmd „raunveru-
legs sósíalisma" er afnám kosningarjettarins.
Þessi kenning hinna bresku sósíalista er líka í algeru
samræmi við framkvæmd kommúnistanna í Rússlandi. Þar
hefur sá kosningarjettur, sem er einn af hyrningarsteinum
iýðræðisins, verið afnuminn og aðeins einn stjórnmálaflokk-
ur leyfður.
Finnst ekki íslendingum lýsa af þessu „frjálslyndi"?
Þegar athuguð er afstaða „hins raunverulega sósíaiisma“
til atvinnumála kemur það sama í ljós og á stjórnmálasviðinu.
Höfuðtakmark allra kommúnista- og sósíalistaflokka í
heiminum er þjóðnýting atvinnutækjanna og afnám allrar
sjereignar og einstaklingsreksturs. Ríkið á þannig að reka öll
atvinnutæki og hver einasti borgari að verða vinnuþiggjandi
þess og launþegi. Með slíku skipulagi fær ríkisvaldið og
umboðsmenn þess úrslitavald yfir öllu lífi fólksins. Það ræð-
ur atvinnu þess, launahæð, atvinnustað o. s. frv. Einstak-
lingurinn er gjörsamlega háður tiltölulega fámennri embætt-
ismannastjett, þ. e. þeim umboðsmönnum rikisvaldsins, sem
íramkvæmd atvinnumálanna heyra undir. Þeir ákveða laun
hans, vinnutíma og vinnustað.
Ef athuguð er aðstaða listamanna, skálda, málara, hljóm-
listarmanna o. s. frv. eftir framkvæmd hins „raunverulega
sósíalisma“ kemur í ljós að ekki verða þeir öfundsverðari af
hlutskifti sínu en aðrir. öll gagnrýni á umboðsmenn ríkis-
valdsins, hvort heldur er í bókum eða blöðum, er bönnuð.
Þannig fær ríkisvaldið aðstöðu til þess að ráða því and-
lega fóðri, sem fólkinu er skammtað.
Þarf nú nokkum að furða á því þó fáeinir kommúnistarit-
höfundar hjer á landi telji sig sjerstaklega frjálslynda og til
þess kjöma að boða þjóð sinni fagnaðarerindi hins sósíalist-
iska „frjálslyndis"?
Ef hinn „raunvemlegi sósíalismi" kæmist í framkvæmd 4
íslandi fengju þessir menn einir að gefa út bækur. Þá yrði
gaman að lifá, þ. e. a. s. fyrir þá sjálfa, en miklu minna fyrir
allan almenning í landinu.
Kjarni þess máls, sem hjer hefur verið rætt, er sá, að
kommúnismi og sósíalismi eiga ekkert skylt við frjálslyndi.
Aðalatriði þessarar stefnu er rammasta afturhald, fámennis-
stjóm með valdi til þess að kæfa alt frelsi einstaklinganna,
atvinnulegt og andlegt. Islendingar munu þessvegna halda
áfrarn að bæta og treysta það skipulag, sem frelsi einstak-
lingsins er homsteinn að. 1 skjóli þess hafa orðið hjer ör-
hraðar framfarir og umbætur á lifskjörum þjóðarinnar, í
skjóli þess mun verða haldið áfram baráttunni fyrir atvinnu-
legu öryggi og pólitísku og menningarlegu sjálfstæði.
LÍFINU
Eftir jólin.
JÓLADAGARNIR eru liðnir,
en jólunum líkur þó ekki að
gömlum sið fyr en á þrettánd-
anum. Nú fara böllin að byrja,
jólatrjesskemtanir, heimboð og
spilagildin. Þótt vel hafi verið
borðað og drukkið jóladagana
er eitthvað eftir hjá flestum af
því sem dregið var að.
^ Eins og vant er hafa menn
eytt jóladögunum misjafnlega.
Sumir hafa borðað og sofið á
víxl, aðrir hafa vakað lengi og
eru þreyttir eftir hátíðina. Það
er stundum heldur lítið um
hvíld, þótt dagarnir heiti hvíld
ardagar.
En vonandi er að sem flestir
hafi átt gleðileg jól á hvern hátt
sem menn annars hafa kosið
sjer að eyða þeim,
Jólaútvarp.
SENNILEGA er aldrei hlust-
að eins mikið á útvarp og á jól-
unum. Þá daga eru menn al-
ment heima hjá sjer og hafa lít-
ið annað að 'gera en að hlusta
á útvarpið.
Ríkisútvarpið mun reyna að
vanda til jóladagskrárinnar eft
ir fö%gum og tekst það misjafn
lega vel frá ári til árs. En núna
á jóladag tókst útvarpinú veru-
lega vel upp.
•
Elsa Sigfúss.
SÖNGUR ELSU SIGFÚSS og
annara íslenskra söngvara af
nýjum plötum, sem ekki hafa
verið notaðar áður tókst ágæt-
lega. Ungfrú Sigfúss er svo
smekkleg í söng sínum og hef-
ir svo góð áhrif á hlustendur
með sinni fáguðu söngrödd, að
það verður verulega hátíðlegt
að hlusta á hana syngja ís-
lensku lögin.
Það var einhver munur á að
heyra íslensk lög vel sungin
þetta kvöld, heldur en að hella
yfir menn sífeldum Hándel og
Purcell, eða hvað þeir heita nú
þeir góðu meistarar. Það er
gott að hafa þá með, en indælt
að fá hvíld frá þeim líka. Og
aldrei á eins vel við að hafa
eitthvað þjóðlegt í útvarpinu,
eins og einmitt á jólunum.
•
Hálfgerð brandajól.
ÞAÐ ERU EIGINLEGA hálf
gerð brandajól í ár. Dagurinn
í gær mun hafa verið stuttur
hjá mörgum hvað vinnu snerti
og bó, einkanlega skrifstofu-
fólki og svo er kominn sunnu-
dagur. Það er grunur minn, að
margir hafi látið sig hafa stóru-
branda jól að þessu sinni með
því að halda laugardaginn líka
heilagan.
Það er alveg föst venja, að
hafa dansleiki á annan jóladag
og það fram á morgun. Það má
geta nærri, að þeir, sem dans-
leikipa sækja eru ekki vel
vinnufærir framan af degi að
minsta kosti.
En fólkið vill skemta sjer og
það er víst ekkert við því að
gera.
•
Litlir jólagestir
bænum.
MEÐ SNJÓKOMUNNI um
jólin komu litlir jólagestir í
bæinn — smáfuglarnir, sem
hafa haldið sig utanbæjar um
nokkra vikna skeið á meðan
veðiirblíðan hjelst.
Vonandi er að vel hafi verið
tekið á móti þessum gestum al-
ment og hugsað um að gefa
þeim brauðmola, eða kornmat.
Þeim er víst ósköp kalt þessum
litlu skinnum og vel væri ef
menn vildu fara að áskorun
Dýraverndunarfjelagsins og líta
til bessara litlu jólagesta okk-
ar.
•
Jólatrjen, scm komu.
OG JÓLATRJEN komu bæði
á Austurvöll og í garðinn hjá
Elliheimilinu. Þau gerðu sitt til
að setja jólasvip á bæinn og
menn vildu síst vera án þeirra.
Fólkið hefir altaf einhver ráð í
vandræðunum og þótt búist
hafi verið við jólatrjelausum
jólum þá mun nú sannleikurinn
vera sá, að það eru furðu viða
til trje.
Á ginum stað í bænum tók
jeg eftir því að sett hafði verið
jólatrje á svalir íbúðarhúss. Það
var lýst og skreytt marglitum
ljósum.
Þarna fengu nágrannarnir að
njóta trjesins. Það er falleg
hugsun þarna á bak við.
•
Vildi gefa trje úr
garði sínum.
MIKIÐ LANGAR MIG til að
segja ykkur eina sögu, sem
skeði fyrir jólin hjer í bænum.
En bað hvílir á mjer þagnar-
skylda um nafn mannsins, sem
kemur við söguna svo hún verð
ur ekki nema hálfsögð fyrir
bragðið.
Þektur borgari hjer í bænum
og bjóðkunnur heiðursmaður,
sem er nokkuð aldraður orðinn,
bauðst til að gefa Elliheimil-
inu stærsta jólatrjeð 1 garðin-
um sínum til þess að gamla fólk
ið fengi líka jólatrje. Hann ætl-
aði að láta höggva upp trje, sem
hann hefir lagt alúð við að
rækta í garði sínum um margra
ára skeið.
S,em betur fór kom ekki til
þess, að þetta boð yrði þegið.
því elliheimilið fjekk jólatrje
annarsstaðar frá. En boð hins
aldraða heiðursmanns var jafn
göfu^mannlegt fyrir því.
Strákapör.
NÚ FER að líða að áramót-
um og þá er það segin saga, að
það grípur stráka hjer í bæn-
um eitthvert íkveikjuæði. Þeir
vaða inn í húsagarða og kveikja
í öllu, sem logað getur.
Besta ráð til þess að koma í
veg fyrir slíkt, er að fjarlægja
alt rusl úr portum og görðum
og gæta þess að hafa port og
garða vel læst. þar sem hægt er
að koma því við.
Svo mikil brögð eru venju-
lega að þessum íkveikjum um
áramót ,að lögreglustjórinn aug
lýsir nú og hvetur menn til að
takp til í sínum portum. Það
ættu þeir að gera.
MEDAL ANNARA ÖRÐA .
Jólin voru ekki stórtíðindalaus
ÞEIR voru bleiknefjaðir
margir, sem gægðust út úr hús
unum sínum í gær og hjeldu
til vinnu sinnar eftir hátíðis-
dagana alla. Veðrið var líka
þokkalegt eða hitt þó heldur,
og hætt er við að allur matur-
inn og kræsingarnar hafi verið
byrjað að láta illa í maganum
á sumum hverjum. Flestum
virtist líka koma saman um,
að.gptt væri að heilir 365 dag-
ar væru til næstu jóla, enda
þótt ekkert væri að sjálfsögðu
upp á þessi að kvarta.
Við hjerna í Reykjavík feng
um líka jólatrjeið margumtal-
aða. og það var virkilega fall-
egt þar sem það stóð á Austur-
velli. Margir heimilisfeður
lögðu leið sína þangað á ann-
an með börnin sín, og sum
þeirra voru svo lítil, að þetta
hefur sjálfsagt verið í fyrsta
skiptí sem þau sáu jólatrje.
• •
ENGIN BLÖÐ
Ýmsir hafa orðað það, að
’inkennilegt væri að vera
frjettablaðalaus í þrjá daga í,
röð. Þetta er orðinn svo dag-l
ægur þáttur í lífi okkar allra *
að lesa um átökin úti í heimi
og síldina hjerna heima, að það
er eins og maður kunni ekki
almennilega við sig þegar heil
ar 72 klukkustundir líða að því
er virðist stórtíðindalaust.
MARGT HEFUR SKEÐ
Og þó er svo langt því frá
að stórtíðindi hafi ekki verið
Tojo segir að Hirohito hafi
verið andvígur styrjöld.
að gerast þessa dagana eins og
aðra. Markos uppreisnarforingi
í Grikklandi segist hafa mynd
að stjórn, og hann hefur notað
hátíðisdagana til að hefja nýja
sókn gegn stjórnarherjunum.
Þá hafa að minnsta kosti fjög-
ur skip farist — þrjú á Kyrra-
hafi og eitt við strendur Finn-
lands. Skip þetta- var banda-
rískt og hjet Park Victory. Níu
sjómenn fórust, en 40 var
bjp^jað, meðal annars skipstjór
anpm.
e •
SENDIHERRA MYRTUR
í Belgrad hafa þrír kaþólsk-
ir prestar verið dæmdir í fang-
elsi fyrir njósnir, en í Stokk-
hólmi skeði sá vofenglegi at-
burður, að Alberto Ricci, ítalski
sendiherrann, var stunginn til
bana, Tilræðismaðurinn var vit
firtur maður. sem, fyrr tilstilli
hins myrta sendiherrra, hafði
fenmð nokurra daga leyfi frá
sjúkrahúsi.
Arabar og Gyðingar hjeldu
áfram að berjast yfir hátíðina.
Að minnrta kosti fimm Arabar
og þrír Gyðingar voru myriir
Frh. á bls. 8.