Morgunblaðið - 28.12.1947, Side 7

Morgunblaðið - 28.12.1947, Side 7
Sunnudagur 28. des. 1947 MORGUNBLAÐIÐ 7 SAGAN gerist hjer i Reykjavík á her liámsárunum, og söguhetjan er bóka vörður og ljóðskéld, sem verður fyrir þvi óléni, að missa konu sína í hend urnar é amerískum majór, ásamt dóttur sinni fjögurra ára. Maðurinn tekur sjer þetta nærri, sem vonlegt er, lendir í drykkjuskap og liggur við örvæntingu. Barnið hefur verið augasteinn hans og eftirlæti, og nú veit hann ekki hvar hairn má finna gleðina framar. Eitt er víst, — drykkjuskapurinn veitir honum litla huggun, og sama máli gegnir um hlíðuhót reykvísku stúlknanna, sem eru örlátar á allt nema stabíla ást. Loks flýr hann þó í faðm einnar þeirrar til blífanlegrar dvaiar — að manni skilst —- eftir að önnur hefur tekið hann ntuðugan til einnar nætur Þannig má segja þessa sögu í fá- um, kaldranalegum orðum, — og skopast að „söguhetjunni". En það skyldum við varlega gera, þvi sögu- hetjan er nefnilega við sjálf —- við, sem höfum lifað styrjöld, -— eftir- stríðskynslóðin. Við höfum verið svikin af lifinu likt og Eggert Hannsson. ,.Hann þaut á fætur og gekk hratt um gólf i salnum. Æðisleg óttakehnd gagntók hann, svo að honum sortn- aði fyrir augum. Hann fálmaði eftir stuðningi, en feyrt og rotið um- hverfið ljet undan. Alt, sem hann hafði haldið traust og trúað á, leyst- ist upp í þoku og reyk. Hann heyrði skothvelli, óp og vitfirringslegari hlát ur. Lif hans hafði skyndilega verið svipt hlífðarstakki hversdagsleikans. Hann stóð nakinn og varnarlaus frammi fyrir tilverunni, sem var myrkur eitt og molnandi gróm.“ Síðan rekur Kristmann lifssögu okkar áfram: Og Eggert Hansson fór að drekka. Ifarm átti tvo kunningja í ameríska ’vernúm, og með þeim drakk hann, fða hann drakk í veitingakrá niður í Hafnarstræti, eða hann drakk á Hótel Borg. Eða hann hitti ungan, íslenskan sjómann á götunni og drakk með honum og náttaði hjá stúlku- kind vestur í bæ. Hún var yndisleg um nóttina, eða eins og meyjar ger- ast bestar í draumum ljóðskólda, en Um morguninn varð hún skyggn á raunveruleikann og rak hann á dyr. Eða hann drakk með komungum hjónum, i knæpum, í bifreiðum, á dansleikjum, uns sjálf girndin, dul- búin sem ung stúlka, tók hann nauð- ugan og hafði hann hjá sjer eina nótt eins og fyr segir. Handan áfengisvimunnar, bak yið þennan blinda, meðvitundarsljóa flótta, leyndist ævinlega vonleysið og tregasór kviðirm í hjarta .Eggerts Hanssonar bókavarðar. Og L heila hans geigvænleg spurrriri um orsök og afleiðing alls þessa, -— ógæfu hans og mannanna. Alt, sem hann hnfði eignast, hafði hann misst! '„Hvers vegna hafði • farið svnna fyrir honum? Átti líf hans nokkurn tilgang? Hafði hann raunverulega ver ið hamingjusamur? „Fáeinar unaðs- legar stundir hefi jeg átt, en ham- ingjusamur var jeg aldrei. Jeg hjekk í hjónabandinu af Ieti og v;erð og vegna barnsins okkar. En við vorum ekki glöð og sæl saman. „(Og það var þjer að kenna! — Þú áttir einu sinni tilgang og mark mið, óljóst, en indælt og örvandi. Hvar gieymdist Jiað? Hvar gekkstu út af brautinni, — eða fannstu hana aldrei?)“ Þannig heldur Eggert Hansson á- fram að spyrja, ■— og Jiar lýkur kannski samfylgd okkar með honum, því við spyrjum ekki, — eða er það? Eggert Hansson minnist aðeins tvenns, sem hefur fa:rt honum var- anlega hamingju. — Á æskuárum sinum „kynntist hann henni, sem í minningunni bar nafnið Stúlka. Þau voru saman í tvo mánuði. Þá varð hún að fara heim til sín, norður. Ást þeirra var björt eins og vorhiminn- inn, sem hvelfdist yfir henni. Þau kysstust ekki, en handtök og bros og augnatillit sendu geisla til hjartans og gleymdust aldrei“. — Og hann man ést sína til Millu litlu, dóttur sinnar. Þessar tvær verur hafði hann elskað af hreinu hjarta, skilyrðislaust og án eigingimi. Það er um þessar mundir að Egg- ert Hansson hlýðir á raaðu herprests ins. Hún er haldin á fundi í mól- fundafjelagi, sem amerisku hermenn rn ,K Kristmann t. m Guðmundsson irnir tveir, kunningjar Eggerts, eru meðlimir i. Það er rætt um orsakir styrjaldarinnar. Margir taka til máls og loks ]>resturinn. Eggert veit ir ra'ðunni enga sjerstaka athygli, þótt hún fái lionum raunar lykilinn að lifi hans sjálfs, fortíð hans og framtið. En andi ra-ounnar býr með honujn. þótt hann geri sjer það naum ast ljóst, og það fer smám saman að rofa i hálfmyrkvaðri vitund hans. Honum fer að skiljast, að örlög hans eru ekki örlög eins manns, heldur i órofa tengslum við harinleik alls mannskynsins. Að úgælu mannkyns- ins Iiggja sömu orsakir og gæfuleysi hans sjálfs — þetta skilst honum. Heimili hans i rústum, heimuriiui i rústum — það eru tvaer myndir af sama hlutnum, öiinur lítil, hin stór Styrjöldin er ekki slys, hjónabands- ófarir hans ekki slys, heldur afleið- ing ákveðinnar orsakar, sein er að leita hjá honum sjálfuin, mannkyn- inu sjálfu — refsing fyrir afbrot. Sjálfbyrgingsskapurinn, hváitin til sjálfsmettunar framar öllu, tillitslaus og hörð. er afbrot hans gegn lifinu og sjálfum sjer. „Honum fannst sem hann skildi hin duldu rök lifsins. Þú verður að kaiin- ast við afbrot þin, einnig Jiau, sem drýgð eru án vilja og vitundar, og beygja þig undir refsinguna með fúsleika. „Fálmandi skynjun hans leitaði forms i ljóðlínum, broti úr kvæði. „Guð dæmir þig ekki, þú ert sjálfur dómari þmn. Því sjá. Lifið rjettir að þjer hverja stund hvitan kaleik hamingjunnar, fylltan á barma. En skuldin, sem Jiú vilt ekki greiða villir Jijer sýn. Og þú heldur áfram að drekka sorann. Sjá. brúðurin biður [án í hinum ljósa hjúpi. En er þú reynir oð nálgast hana i flekaðri kápu sjálfsþóttans, dæmir þin eigin sál Jág úr leik. Því skuldin sem Jiú vilt ekki greiða er hið myrka tjald og hin læsta hurð milli þín og hennar, sem þú þráir. Guð dæmir þig ekki, þú ert sjálfur dómari J)inn.“ Skuídin, sem hann þarf að greiða, svo lífsgleðin hverfi honum ekki að fullu, er að elska ón eigingirni, án kröfu um endurgjald. (Stúlkan og Milla litla) — hamingjan verður ekki höndluð nema hún sje íyrst látin af hendi, gefin öðrum. Og samkvæmt þessu nýja lífsvið- horfi ás’etur Eggert Hansson sjer að gefa fátækri þvottastúlku, sem hefur átt barn í - lausaleik, gleðina, með þvi að veita henni óstúð sína og um- hyggju. En stúlkan leikur á hann — fj'rir henni vakir ekki annað en að hafa út úr honum periinga. Þeg- ar Eggert Hansson kemst ó snoðir um það, örvæntir hann ó nýjan leik og gefur sig ó vald drykkjuskapnum. „Þao var engu likara en oð grund völlur sálarlifs hans hefði umturn ast, likt og þegar jörðin byltist og rifnar i ægilegum jarðskjálfta. Hann starði i sprunguna og honum fannst sem allt. er hann hafði byggt lifs- trú sina á, væri orðið að hismi ....“ Og hann flýr, sljór og meðvitundar- lítill af drykkju, heim til stúlku, sem hann hafði sjeð bregða fyrir á Hótel Borg fyrir nokkrum vikum og ekki hafði liðið honum úr minni siðan. Eitthvað sem liggur dýpra en ineð- vitund hans nær, knýr hann að hús- inu. þar sem stúlkan býr, og ]>ar bíð- ur hann hennnr uns hún kernur til móts við hann og fylgir honum heim. . 1 bókarlok hefst ástarsaga þeirra tveggja. Lesandinn þekkir ekki stúlk una nema af afspum, og það læðist að honum sá gmnur, Jiegar hann lokar bókinni, að „þetta muni nú kannski ekki fara vel“, þetta sje ef til vill ekki endanleg uppfylling draumsins um hamingjuna. En jafn- framt er lionum ljóst, að þetta er J>ó að minnsta kosti rábning hans. Þetta er eina leiðin — um aðra er ekki að velja. Mennirnir eru ófullkomn- ir og þeim tekst sjaldnast að varð veita hamingjuna nema fáein augna- biik — enn sem komið er. En til lífsins liggur ekki anar vegur en vegur ástarinnar. Hann er erfiður og þymurn stráður. ..Konan, sem Jiú elskar. er ekki brúSurin, ei heldur sú er þú syrgir, nje hún er Jiig dreymir um! Hún er geislinn er snerti hjarta þitt áður en þú snertir likama ástr inu þinnar. Og hún verður })in, ef þjer auðnast að fóma gleði Jánni fyrir hamingju Jjeirrar, er arm þjer. Hann tók lilýant og blað og skrií- aði nokkrar ljóðlínur, er mynduðust i huga hans: Kom Óskalin, kom bláperla hjartans, rautt blómbrum á lyngi og vorsins regri. kom óst min hvíta, broseyga, ldkkamjúka, vararjóða, kom, brúður min! Kom Óskalín, tak gerfi ininnar ástvinu og flý mig ei framar. Þvi Jiú ert andi guðsins, er hann bljes i nasir mínar. Sál min cr hrygg allt til - dauðans án J)in!“ Fjórum línum siðar lýkur bók- inni. Jeg hef rakið Jiráð sögunnar svona ítarlega i Jæirri von, að jeg mætti með þvi veita óbókvönu fólki nokkra leiðsögn um Jiað, hvað bókin hefur að flytja — og vekja athygli bók- menntamanna á þvi, að hjer er um athyglisverða skáldsögu að ræða. Jeg héf orðið var við, að sumir bókavin- ir eru fyrirfram sannfærðir um það, að Jiað sje einungis timasóun að lesa bók eftir Kristmann, — hann sje reifarahöfundur. Þessi skoðun á sjer tvimælálaust pólitískar orsakir, enda hefur það Jjráfaldlega komið á dag- inn, þegar jeg hef reynt að grafast fyrir rætur hennar hjá viðkomandi aðilum, að Jieir hafa enga bók lesið eftir þennan höfund. „Hann er borg- ari“, segja }>eir einungis og ypta öxlum, — eða jafnvel. „Hann er smáborgari — hann skrifar fyrir vinnúkonur!" Satt er Jiað að visu, að bækur Kristmanns eru kki allar jafn merki legar. enda auðnast fæstum höfund- um að skrifa allar bækur sinar jafn vel. En þeir, sem lesið hafa „Den förste vaar“ (Góugróður) ..Det hell- ige fjell“ og ,Gyðjuna og uxann“ (á norskunni, vel að merkja, því aðeins þriðjungur hennar er til á íslensku) geta varla með góðri samvisku full- yrt, að höfundur Jiessara bóka skrifi „fyrir vinnukonur", nema þeir komi J)á jalnframt upp um hið algera skyn leysi sitt á góðan skáldskqp og al- varleg viiinubrögð. Þeir Islenditigar, sem ekki lesa skáldrit á erlendum málum, eiga ef til vill erfitt með að átta sig á [>ess- ari nýjustu skáldsögu Kristmanns. Jiótt Jieir sjeu annars bókvanir og jafn vel elskir að bókum. Orsök skiln- ingstregðunnar myndi Jiá vera sú, að bókin er fyrst og fremst skrifuð ineð sálfræðileg sjónarmið i liuga. Hin sálfræðilega skáldsaga er all frábrugðin hinni raunsæju Jijóðlifs- skáhlsögu, sem við Islendingar höf- um haft lengst og nánust kynni af. Höfundur. sem skrifar „raunsæja“ [ijóðlifssögu, miðar vinnubrögð sín við Jjað. að skapa sem raunhælasta mynd af Jijiíðlifinu (eða einhverjum þætti þess) eins og það kemur lion- um fyrir sjónir. Hann teflir oftast fram mörgum persónum, leitast við að skápa eftirlikingu af þeirri tog streitu milli stjetta og einstaklinga, sem einkennir hið afmarkaða „tíma- bil“ sögunnar, en höfðar ævinlega til aúgans (likt og ljósmyndarinn) og hversdagsrevnslu lesandans. Hið „á- þreifanlega efni“ skipar þvi eðlilega öndvegið í ritum hans, og hann legg- ur aðaláhersluna á hið ytra borð persóna sinna. svipbrigði Jieirra, orð og athafnir. 1 stuttu máli: Sögur hans fjalla um glimu heilda og einstak- linga við hinn áþreifanlega rieim, við efnið, og við J;au vandamál sem þvi eru bundin. Hin sálfræðilega skáldsaga fjallar hinsvegar um hinn óáþreifanlega veruleika, hugarheim mannsins, ein- staklingsins, glímu hans við sjálfan sig, — hún fjallar um hin siðferði- legu vandamól sem krefjast úrlausn- ar, höfundurinn. leitast við að kryfja sálarlífið til mergjar og greina verð- mætin frá hisminu. Til þess beitir hánn ýmsum aðferðum. Atburðaröð- in lýtur ekki endilega lögmálum hins ytra veruleika, heldur er vettvang- ur hennar miklu fremur i sál manns ins sjálfs og lýtur þeim lögum ein- um, sem stuðla að því að gera sál- greininguna skeleggari og knýja fram andstæðurnar í sálarlifinu, etja þeiin hverri gegn annarri og reyna styrkleika þeirra. Til Jiess að þetta megi takast sem best er umhverfið oft „hagnýtt" — ef svo má segja — og sama máli gegnir einatt um aukapersónurnar. Þær eru oft á mörk um þess, að vera óraunverulegar, —- þeim er skipað likt og skuggamynd- um umhverfis söguhetjuna, eru per- sónugerfingar ákveðinnar kenndar, eða kendasamsteypu, sem notaðir eru sem tilbrigði við aðalstef sög- nnnar, eða att gegn þvi. Þannig eru hinar fjölmörgu og að vissu marki sviplíku kvenpersónur i skáldsögu Kristmanns ekki spegl- un islenskrar kvengerðar eins og hún gengur og gerist, og því síður er lýsing Kristmanns á þeim úr- slita-dómfelling hans yfir islenskum konum, (jeg hefi orðið Jiess var, hjá ýmsum, sem lesið hafa bókina, að þeir eru höfundinum móðgaðir og jaínvel sárreiðir fyrir Jiessar kven- Iýsingar) heldur teflir Kristmann Jieim fram til að reyna andlegt þan- þol söguhetjunnar til þess itrasta, og einnig sem tilbrigði við tvískinning- unginn i skapgerð henriar sjólfrar. (Sbr. ungu stúlkuna i vesturbænum, sem er einlæg og barnsleg í ást sinni um miðnæturskeið, en úrill og hvefs in að morgni. Einnig Jivottastúlkuna, sem kemur söguhetjunni fyrir sjónir eins og saklaus og feiminn engill í konulíki, en reynist honum Jió allt önnur áður yfir lýkur). Kristmanni hefir yfirleitt tekist snildarlega að skapá sögunni þann blæ er efninu hæfir. Ra'ða her- prestsins er ef til vill helsti bókleg fyrir stil sögunnar, of þung til Jiess að hinir fingerðu silkijiræðir sögunn ar megi bera hana uppi, — en ein- hvernyeginn kemur Jietta Jió ekki að verulegri sök, og kannski þessvegna. hvar höfundurirm velur ræðunni stað í bókinni — i henni miðri — og hve lauslega liann tengir hana við sjólfa atburðarás bókarinnar. Ræðan orkar á mann eins og hvild frá skáldsögunni, og maður fer að spekúlera, — eða það er eins og skip komi í höfn, taki vistir og stefni siðan til hafs á ný ..... F rásagnaraðf erð Kristmanns er einföld og látlaus, stillinn viða ljóð- rænn og fallegur. Á stöku stað brcyt ist þó stilhljómurinn og verður þó stjarfur og þurr, einkum þar sem fundum þeirra vinanna Eggerts Hanssonar og Áskells Arasonar rit- höfuridar ber samnn, enda er siðar- nefnda persónan likt og boðflenria i bókinni. Jeg get ekki sjeð, að bókin hefði í nokkru verulegu mist við J)að, að þeirri jiersónu hafði verið sleppt. Þeir, sem lifað hafa styrjöld á æskuárum sinum, verið rifnir a liol i og tekin úr þeim sálin, en orðið siðan nagandi tómleikanum að bráð, 4 fagna {æssari bók eins og balsami á opið sór, en balsami, er svíður undan í fyrstu. Þvi það er ægileg tilhugsun, að jafn einföld og sjálfsögð lifsspeki og þessi bók túlkar, jafn gömul og jafn almennt viðurkennd, skuli eiga jafn erfitt með að festa rætur í hjörtum okkar og raun ber vitni. Þetta er d-rengilega skrifuð bók, skrifuð af mannviti og skáldlegri skýggni. Enginn hefur efni á að láta hana ólesna. En Jieir, sem lesa skóld- sögur skáldsagnanna vegna, og til þess að hafa skemmtun af lestrinum, munu ekki heldur ganga slyppifeng ir frá bókinni. Því Kristmann kann }>á list að skelmnta lesandanum, jafnframt sem hann fræðir hann um inannlifið. Besta sönnun þes# er sú, að bækur hans seljast jafnan allra bóka best, bæði hjer og erlendis, enda seldist fyrsta iitgáfa Fjelnga . konu upp á örfáum dögum. En önn ur útgáfa mun koma á markaðinn innan örfárra daga, — ef hún verð- ur þá ekki kómin Jiegar grein Jiessi birtist. Hartnes Sigfússon. Jólafagitaður sjó- manna vel sólfur SJÓMENN tóku vel þeirri við- leitni Sjómannastofunnar, að gera þeim jólin ánægjuleg. -- Sóttu þeir jólafagnaðinn á að- fangadagskvöld mjög vel. Eins var mikill fjöldi sjómanna í Listamannaskálanum fyrsta og annan dag jóla. Þar var m. a. flutf sjómannaguðsþjónusta af sr. Jóhann Hannessyni. Skemti- atriðin voru einnig vel sótt og ekki verður annað sjeð, en sjó- menn hafi skemt sjer vel og eitt er víst, að fjöldi þeirra er Sjó- mannastofunni þakklátur. í kvöld verður erlendum sjó- mönnum boðið til jólafagnaðar í Listamannaskálanum og er bú ist við að þar verði fjölmenni. Sjómannastofan hefur beöið Morgunblaðið að koma þeim ósk um á framfæri, að menn sem eiga taflborð láni þau sjómönn- unum til dægrastyttingar. Sjó- mannastofan myndi gjarna vilja kaupa töfl, en þau er ekki að fá. ínga fluftiir úr landi. Rúsineskl fólk í sfaðlnn í DANSKA blaðinu „National- tidende" birtist grein fyrir nokk uru frá Svíþjóð, þar sem sagt er frá því, að bátur með est- neskum fiskimönnum hafi koni ið til Gotlands. Hafi þessir est- nesku flóttamenn haft þá sögu að segja, að nú væru Rússar búnir að flytja svo margt fólk frá Estlandi, og sett rússneskt fólk þangað í staðinn, að fleiri væru nú Rússar í landinu en Estlendingar. Fólk hverfur unnvörpum. En flest af þessu fólki er flutt nauðugt frá heimilum sínúm og langt inn í Rússland eða til Síberíu. Altaf verður erfiðara og erf- iðára að flýja land. En hingað til hafa það einkum verið fiski- menn, sem hafa komið sjer und- an, og þá yfir Eystrasalt til Svi- þjóðar. En til þess að koma í veg fyrir slíkar flóttaferðir, haf hin rússnesku yfirvöld tek- ið upp á því, að setja eftirlits- menn í fiskiskúturnar, er eiga að hindra það, að hmir estnesku fiskimenn flýji land.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.