Morgunblaðið - 28.12.1947, Side 12

Morgunblaðið - 28.12.1947, Side 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: ALLHVASS og stundum hvass norðan. - — Víða skýjað, hætt viö éíjum. FJELAGI KONA — Skáld- saga eftir Kristmann GuÓ- mundsson. — Sjá grein á bls. 7. Vetramki nasiu daga ÞAÐ má búast við að vetrar- ríki verði um land alt næstu daga. En líkur eru til þess, að draga muni úr veðurhæðinni, en ekki mun draga úr frost- unum. Um land. alt er norð-norð- austan átt, með 6—8 vindstig- um. Frostið er 11—12 stig með ströndum fram, en 14—16 stiga gaddur í innsveitum norðan- lands og sunnan. Mest frost mældist í gær 16 stig á Gríms- stöðum á Fjöllum. Á Akureyri voru 13 stig, í Reykjavík 11 stig og hefur ekk; mælst svo mikið frost á þessum vetri. Á Þingvöllum voru í gær 14 stiga frost. í gær var snjókoma um Vest- ur-, Norður og Norðaustur- land, en víðast hvar þurrt veð- ur um Suðurland- fær de Soio- bifreið í jólagjöf! EKKI er enn vitað hver það er sem hreppt hefur De Soto happ • drættisbifreið íþróttafjelags Reykjavíkur en væntanlegá verð ur vinningsnúmerið tilkynt í dag eoa morgun. Ástæðan til þess að það hefur ekki verið gert enn er, að í gær- kvöldi höfðu ekki ennþá borist Jfullnaðarskil utan af landi og því ekki fullvíst um selda miða og óselda. Formaður ÍR skýrði blaðinu aftur á móti svo frá í gær, að alt benti til þess að hægt yrði að tilkynni númerið í dag eða á morgun. MaÓur slasasf á skíð- um Á ANNAN dag jóla fótbrotn- aði maður við Skíðaskálann. — Hann var á skíðum, er slysið vildi til. Sjúkrabíll var sendur aust- ur til þess að sækia manninn og gekk flutningurinn ágæt- lega. Maðurinn er heitir Grjet- ar Árnason til heimilis að Ljós- vallagötu 30. Hann var flutt- ur í Landsspítalann. Þar var búið um brotið og hann síðan fiuttur heim til sín. Þjófar sap nióur fallegusfu fyrurnar á Þingvöllum FYRIR ÞESSI jól hafa verið unnin óvenjuleg og óafsakanleg skemdarverk i trjáreitunum á Þingvöllum og við Rauðavatn. Á báðum þessum stöðum hafa ránsmenn eyðilagt trjáplöntur að manni virðist til þess að fá sjer þar þiófstolin „jólatrje". Vegna þess, hve mikill hörg- ull var fyrir þessi jól á greni- greinum til heimilaprýði, ljek skógræktarstjóri grisja furu- lundinn á ÞingvöUum. En með grisjun þessari vinst það, að beinvöxnustu og íallegustu trjá plönturnar fengu meira rúm og geta dafnað betur. Var grisjunin gerð snemma í desember. En þegar starfsmenn skógræktarinnar komu austur aftur rjett fyrir jólin, þá sáu þeir að í millitíð höfðu menn verið þar á ferð, og sagað ofan af fallegustu og beinvöxnustu furunum. Hafa þessir menn fengið sjer þar furustofna allt að 2—3 metra á hæð, en með því líka eyðilagt fallegustu trjá plönturnar í lundinu. Nokkru fyrir jólin hafa og plöntuþjófar heimsókt furureit- inn við Rauðavatn og klippt þar greinar af hinni kræklóttu fjallafuru og tekið eða klippt niður bæði sitkagreni og Cim- brafuruplöntur, cr þar voru, ungar og litið vaxnar, en hefðu orðið að fallegum trjám, hefðu þær fengið að vera í friði. Nokkur von mun vera til þess, að haft verði upp á þjóf- um þeim, sem þarna hafa verið að verki. Nepfunus kemur ídag TOGARINN Neptúnus, sem er stærstur nýsköpunartogaranna, er væntanlegur til Hafnarfjarð- ar í dag. Eigendur hans er hlutafjelag- ið Júpíter í Hafnarfirði. Ein- kennisstafir skipsins eru GK— 361. Neptúnus er bygður í Aber- deen og er hann talsvert ólíkur þeim nýsköpunartogurum, sem komið hafa til þessa, bæði er hann burðarmagnsmeiri og smíði hans er frábrugðin fyrri skipum. Skipstjóri er Bjarni Ingimars son, er áður var á Júpíter. — Fyrsti stýrimaður er Gísli Jóns son og fyrsti vjelstjóri Guð- mann Hróbjartsson. 15 þúsund sóffu skömfunarbækur sínar í GÆR hófst úthlutun skömt- unarbókanna fyrir fyrsta skömtunartímabil ársins 1948. Afhending bókanna fer fram í Miðbæjarskólanum. I gær komu fáir til að vitja skömtunarbóka sinna, aðeins um 15,000 manns. Má vera að veður hafi átt sinn þátt í því. I dag, sunnudag, verða bæk- urnar afhentar frá því kl. 10— 12 á hádegi og 1,30—10 síðd.. Nauðsynlegt er, að þeir, sem ekki hafa vitjað bóka sinna, komi í dag. Þeir, sem'koma því ekki heldur við í dag, fá skömt unarbækurnar ekki afhentar fyr en eftir áramótin. Kyiknar í síidarmjöli hjá SR Erfiöleikar á geymslu THjðlSÍflS. Á ANNAN í jólum-varð þess vart, að kviknað var í mjöl- sekkiastæðu í mjölgeymslu- húsi SRJI-verksmiðjunnar á Siglufirði. Brunaliðið var þeg- ar kallað á vettvang og tókst að ráða niðurlögum eldsins áð ur en hann breiddist út til muna. Hinsvegar varð þess víða vart í mjölgeysluhúsinu að farið var að hitna í mjöl- inu. Varð því að flytja mikið af mjöli úr þessu húsi í þann hluta mjölskemmunnar miklu, sem enn stendur uppi, en þar er illgerlegt að geyma mjöl vegna snjófoks inn í húsið með skörum þess og hættu á vatns- flóðum ef hlánar. Eru SR á Siglufirði illa.stadd- ar með mjölgeymslur og hætta hefir’ orðið framleiðslu í verk- smiðjunum í bili nema.í dr. Pauls-verksmiðjunni, þar til út skipun getur farið fram. Er von á þremur skipum í næstu viku til að taka um 5000 tonn af síldarmjöli. Hitinn í síldarmjölinu í SRN verksmiðjunni er talinn standa í sambandi við breytinguna á mjölblæstri verksmiðjunnar milli kranalofts og mjöl- geymsluhúss, og breytingu á kyndingu á þurkofnurn hennar, er gerð var s.l. sumar. SLÖKKVIIJÐ bæjarins, var að eins kallað út tvisvar sinnum um jólin. Á aðfangadagsmorgun var það kallað inn í Laugarnes íbúðarbragga. Var bragginn orðinn alelda er slökkviliðið kom og brann bragginn til ösku. í honum bjó einsetumað- ur og mun hann ekki hafa átt miklar eignir í skálanum. — í hitt skiptið var slökkviliðið kallað að Hafnarstræti 17, og er skýrt frá þeim bruna á öðr- um stað hjer í blaðinu. 316 hafa failið Jerúsalem í gærkvöldi. OPINBERLEGA var skýrt frá því hjer í Jerúsalem í dag, að vitað væri að 316 hefðu látið lífið í Palestínu þá 27 daga, sem nú eru liðnir frá því Sameinuðu þjóðirnar tóku ákvörðun um skiptingu Palestínu. Flestir hinna föllnu eru Arab- ar og Gyðingar, en 11 voru þó meðlimir breska hersins og lög- reglunnar. — Reuter. 10 sítrónulegundir Sítrónurnar komu í verslanir fyrir jólin. Þær eru hollur á- vöxtur, fjörefnarikur og þykir auk þess bragðbætandi. Þá eru sítrónusneiðar notaðar niikið tíl þess að skeyta matarföt. Hjer á myndinni sjást mismunandi að- ferðir að skreyta með sítrónum. r Islendingar í jélairíi í Haliingdai Nesbyen á aðfangadag. TUTTUGU og tveir íslend- ingar eyða jólaleyfi sínu í Hall ingdal. Jólaleyfi bessu var komið í kring fyrir milligöngu Krj^t- ins Einarssonar. íslendingar biðja allir að heilsa heim með bestu jóla- og nýjársóskum. — Skúli. Hafnarsfræfi 17 skemmisl í eldi TIMBUHÚSIÐ Hafnarstræti 17 skerodist mikið í eldi í fyrri- nót, er eldur komst í það frá áföstu bakhúsi, en þar urðu eldsupptökin. Þegar slökkviliðið kom. var nokkur eldur í bakhúrinu, en því gekk fljótlega að ráðs nið- urlögum hans. — Þar urðu þó nokkrar skemdir. I þessu húsi er sögð hafa verið rekin spiia- stofa og þegar slökkviliðiðs- mennirnir komu, voru þar spil á borðum og nokkrar vínflösk- ur. Milli .þilia í bakhúsinu, er stoppað með marhálm og læsti eldurinn sig eftir hálminum og í Hafnarstræti 17. Slökkviliðið beitti nú siöng- um sínum að Hafnarstræti 17, en slökkvistarfið bar var nokk- urum erfiðleikum bundið — Þetta er nokkuð gamait hús og innrjettingar allar óheppiieg- ar undir slíkum kringumstæð- um. Á efri hæð hússins, eru þrjár tanniækningastofur og skemdist ein þeirra mikið, en tækjum tókst slökkvilíðsmönn- um að bjarga lítt skemdum. —• Þetta var tannlækningastofa Viðars Pjeturssonar. Þá urðu miklar skemdir í skrifstofu urn- boðsversiun Þorsteins Bern- harðssonar. í þessu húsi er r,g rammaverslun og urðu þar nokkrar skemdir. Minni skemd ir urðu í matstofunni Gullfoss. Á efstu hæð hússins búa nokkrar stúlkur, en þar urðu engar skemdir. Slökkvistarfið tók um það bil þrjá tíma. Rok var af norðanstan og 10 til 12 stiga gaddur. r r ávarp fi! Islendinga frá sfjérn Landgræðslusjóðs SAMTÍMIS atkvæðagreiðslunni um stofnun lýðveldis á íslandi vorið 1944 var Landgræðslusjóður stofnaður. Verksvið hans er hvers konar landgræðsla og gróðurvernd, en aðalhlutverk hans skal þó vera að klæða landið skógi. Eins og öllum er kunnugt er gróðurlendi íslands nú aðeins helmingur þess, sem það var á landnámsöld. Samfara skerðingu gróðurlendisins hafa iandkostir gengið mjög til þurðar fyrir illa nauðsyn og óhyggilega meðferð. Landkostir munu enn rýrna verði ekki tekið fyrir uppblástur og áframhaldanda Iandspjöll með stærri átökum en hingað tii, samfara skipulagðri uppgræðslu og skógrækt. Landgræðslusjóður var stofnaður með almennum samskotum um lar.d alt, og söfnuðust þegar kr. 130 þúsund, eða um 1 króna á hvert mannsbarn. Síðar hefur sjóðnum bættst fje fyrir atbeina víðsýnna manna, og var hann orðinn nærri kr. 400 þúsund í árs- Jok 1946. En betur má ef duga skal til þess að sjóðurinn verði starfi sínu vaxinn. Stjórn Landgræðslusjóðs hefur undanfarnar vikur gengist fyrir söfnun í sjóðinn, og hafa ýmsir lagt talsvert fje af mörkum, ýmist með rausnarlegum gjöfum eða með því að gerast styrktarmenn sjóðsins með árlegu tillagi. Jafnframt því að þakka þessar gjafir vill stjórn Landgræðslu- sjóðs beina þeirri áskorun til allra þjóðhollra íslendinga að minn- ast skuldar sinnar við landið, annað hvort með nýjársgjöfum í sjóðinn eða með því að gerast styrktarmenn hans með árlegu til- lagi. Gjafir má senda á skrifstofu sjóosins, Klapparstíg 29 í Reykja- vík, eða tilkynna þær í síma 3422. ’STJÓRN LANDGRÆÐSLUSJÓÐS, Einar G. E. Sæmundsson, Hákon Bjarnason, Haukur Jörundsson, H. J. Hólmjárn, Hermann Jónasson, Runólfur Sveinsson, Valtýr Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.