Morgunblaðið - 30.12.1947, Síða 1

Morgunblaðið - 30.12.1947, Síða 1
84. árgangur 301. tbl. — Þriðjudagur 30. desember 1947 ÍMloldarprentsmiðja h.f. Stjórnarherinn gríski heldur Konitsa Innköllun skiptimyntar FJARMALARAÐUNEYTIÐ hefir ákveðið að fresta innköll- un smámyntar um óákveðinn tíma. Stafar þetta af því, að myntsláttan í Englandi hefir gengið ver, en gert var ráð fyr- ir svo að smámynt er ekki kom- in til landsins til þess að hægt sje nú að kalla inn einnrar og tveggja krónu pem'nga, 10 eyr- inga og 25 eyringa og kopar- myntina. Þá hefir einnig verið ákveðið að fresta innköllun einnrar krónu seðla. Manila í gærkveldi. ENNÞÁ er saknað 34 af Jar- þegum og skipshöfn danska skipsins Kína, sem fórst hjer í hvirfilvindinum mikla í fyrra- dag. Veðrið skall á meðan fár- þegar voru að borða jólamat- inn í matsal skipsins. Veður þetta var hið versta, sem kom- ið hefir í Filipseyjum í síðast- liðin 13 ár. Einn af þeim sem bjargað var Valdimar Hjernum frá Kaup- mannahöfn, sagði við blaða- menn að það síðasta sem hann sá var að skipstjóri skipsins. Olufsen, hefði staðið í brú hins sökkvandi skips. Hjernum sagð ist halda "að hann hefði farið í hafið með skipi sínu. Síðustu fregnir herma þó að skipstjór- anum, konu hans og tveimur af skipshöfninni hefði verið bjargað af amerískum Catalina flugbát og flutt á spítala í Santo Thomaso. Kína var 1923 smálestir. — Reuter. „Hofoðborg heimsins" r Ottast um vjelbát frá Djúpavogi ÓTTAST er um afdrif vjelbátsins ,,Björg“, sem fór í róður frú Djúpavogi á annan jóladag, en ekkert hefur spurst til síðan. — Björgunarflugvjel frá Keflavíkurflugvelli leitaði í gær á stóru svæði, þar sem talið var að báturinn gæti verið, en sá ekkert til hans. — Sennilegt er að 4—5 manns hafi verið á bátnum, en um það var ekki hægt að fá nákvæmar upplýsingar í gær sökum þess að símasambandslaust er við Austfirði. Var ekki einu sinni hægt að afgreiða skeyti til og frá Austfjörðum í gær. Vjelbáturinn Björg er 20 smá- lestir og ætlaður á línuveiðar út af Hornbjargi. Slysavarnafjelagið auglýsti eftir bátnum á sunnudag og í gær fjekk fjelagið björgunar- flugvjel frá Keflavíkurflugvelli til að leita að bátnum, eins og fyr segir. Uppreisnarmenn fá stöð- ugt liðsauka frá Albaníu . AÞENA í gærkvöldi. Einkaskeyti til MBL. frá Reuter. EFTIRLITSNEFND SiÞ. flaug í dag yfir hjeruðin kringum Kon* itza, borgina við landamæri Albaníu, en þangað braust þrjú þús. ' manna grísk stjórnarherdeild snemma í dag til þess að aðstoða herdeild þá, sem hefur verið innikróuð þar síðan á aðfangadags- kvöld. Gríski uppreisnarherinn nemur um 10 þús. manns í norð- austur Grikklandi og um 7 þús. á víð og dreif um Makedoní, sagði Vlaehos, yfirmaður upplýsingarskrifstofu gríska stjórnar- hersir.s. Hann sagði og að 25% af þeim, sem berðust með upp- reisnarmönnum hefðu komist inn í landið ólöglega frá leppríkjum Rússa, sem liggja að Grikklandi, og þaðan hefðu þeir bæði vopn og æfingu. Unnið er nú af kappi að því að hreinsa til á lóðum þeim, þar sem aðalbækistöð Sameinuðu þjóðanna verður í New York. Byggingar S. þ. verða hinar glæsileguslu og koma til með ao standa við East River. Myndin hjer að ofan sýnir húsastæðið. Þrettán Arabar drepnir í Jerúsalem Leigufaifreiðar Gyðinga teknar úr umferð JERÚSALEM i gærkvöldi. Einkaskeyti til MBL. frá Reuter. ÖLLUM leigubifreiðum Gyðinga var bannaður akstur á götum Jerúsalem í dag, eftir að sprengju hafði verið kastað úr bifreið á hóp Araba, sem voru að fara inn í strætisvagn. Þrettán Arabar biðu bana, en fjöldi særðust. Þetta skeði á Damaskusverslunar- torginu og lágu líkin á víð og dreif um torgið, innan um ávextina, sem verið hafði verið að versla með. Skothríðardrunur heyrðust frá elsta hluta borgarinnar, og biðu bæði Arabar og Gyðingar í rniklum æsingi eftir meiri hefndum og blóðsúthellingum. Bryn- varðar bifreiðar óku stanslaust um götur borgarinnar til þess að koma í veg fyrir frekari óeirðir, Arabar hyggja á hefndir. Tveir breskir lögregluþjónar voru skotnir til bana þegar þeir reyndu að stöðva æðisgenginn hóp Araba, sem ruddust úr gamla borgarhlutanum og kröfð ust hefndar á sprengjuárás Gyð- inga. Óeirðir geisa nú víða um borgina og hefur bæði her og lögregia verið kölluð út. Alger vinnustöðvun á skrifstofum. Svo til öll vinna heíur stöðv- ast í almennum pósthúsum borg arinnar, þar sem bæði Gyðingar og Arabar hafa neitað að koma til vinnu, nema þeir hafi vopn- aða fylgd. Á öðrum opinberum skrifstofum varð líka svo til al- gjör vinnustöðvun. Vopnaðir menn með hjálma á höfði og í stríðsbúningi rjeðist á vopnabirðastöð nálægt Jaffa og stálu þaðan bæði rifflum og hríðskotabyssum og öðrum vopn um í dag. Einn breskur hermað- ur var drepinn, en tveir særðust er þeir reyndu að stöðva ránið. „Frjáls stjórn" kommúnista. Aðalmarkmið uppreisnar- manna var að ná borginni Kon- itza til þesss að geta sett á stofn „frjálsa stjórn“, sem þar hefði aðsetur sitt, en mjög auðvelt myndi vera að verja borgina sökujn legu hennar. Uppreisn- armenn hafa gert margar árang urslausar tilraunir til þess að ná borginni á .sitt vald. en stjórnarherirnir hafa jafnan hrakið þá til baka. Markos stjórnar uppreisnarhernum. I gær barðist stjórnarherinn við mjög sterkan uppreisnarher vestur af Konitza. Fjekk upp- reisnarherinn sífelt liðsauka frá Albaníu en varð samt ekk- ert ágengt en misti margt manna. Uppreisnarmenn halda enn stöðu sinni í fjallshlíðun- um kringum Konitza og segja fangar að Markos sem fyrir nokkrum dögum stofnaði „frjáísu stjórnina“, stjórni sjálfur herjunum. Stuðningur Albaníu aiþjóðlegar afleiðingar. Búist er við að uppreisnar- menn muni nú fara mjög hall- loka þar sem stjórnarhernum hefir tekist að brjóta vörn þeirra og stöður á bak aftur á nokkrum stöðum. Mannfall er nú mikið hjá uppreisnarhern- um og notar stjórnarherinn flugvjelar gegn þeim. Gríska stjórnin hefir látið þess getið að stuðningur Albaníu við upp- reisnarherinn hljóti að hafa al- varlegar afleiðingar frá alþjóð- arsjónarmiði. ■ Wallace segist ætla að bjóða sig f ram við f orsetakjör CHICAGO í gærkvöldi. Einkaskeyti til MBL. frá Reuter. HENRY WALLACE, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, sagði í ræðu hjer í dag, að hann myndi bjóða sig fram sem forseta við næstu forsetakosningar í Bandaríkjunum, en þær verða 1948. 'Wallace sagði, að hann myndi hvorki verða frambjóðandi Repu- blikana eða Demokrata, heldur sjálfstæðs, fljálslynds flokks. — Kvað hann stefnu Truman stjórnarinnar lítið öðru vísi en stefna Republikanaflokksins og myndu báðar leiða til stríðs. Verkamenn á móti Wallace. ‘ Ekki er búist við að hann njóti mikils fylgis hjá Demo- krötum hvorki meðal verka- mannasambandanna eða fyr- verandi fylgismanna Roose- velts enda kunnur af sleikju- hætti sínum við Rússa og aðra vinstri menn. Alment er búist við að þessi yfirlýsing Wallace auki mjög fylgi Trumans. Truman sigraði Wallace. Það var Harry Truman sem sigraði Wallace 1944 þegar báðir vildu verða varaforset- ar og eyðilagði þannig vonir Wallace til þess að vérða for- seti þegar Roosevelt ljest 1945. Var þá Wallace þegar kunnug- ur fyrir aðdáun sína á komm- únistum og þótti jafnvel hætt að Roosevelt tapaði ef Wallace hefðf verið í boði sem varafor- seti. Jarðskjálfti Manilla í gærkvöldi. ALLSNARPUR jarðskjálf varð á eyjunni Luzon í gær o urðu miklar skemdir á jarð skjálftum. Ekki var kunnug um mannslát þegar síðast frjel ist — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.